„Fyrirgefðu, ég held bara að þetta gangi ekki upp…“ stelpan horfði skilningvana á strákinn þar sem þau stóðu í forstofu hennar sem gaf sterklega til kynna að fólkið sem þar bjó var ágætlega efnað. Forstofan einkenndist af sterkum tískustraumunum nútímans, það var byrjun 1970.
„Hvað áttu við, Pétur?“
Henni fannst eins og hluti af sér dæi með hverju orðinu.
„Að þetta gangi ekki upp, Daney,“ sagði hann. Stelpan leit undan, sár.
„Fyrirgefðu…“ Sagði strákurinn varfærnislega.
„Í alvöru, það eina sem þú getur sagt er fyrirgefðu?!“ spurði stelpan öskuill.
„Hvað viltu að ég segi Daney?“ byrjði strákurinn og undraðist undarleg viðbrögð stelpunnar. Þau stóðu í dyragættinni hjá henni. Hafði hann virkilega tekið strætó alla leiðina hingað til að segja mér upp? Hugsaði hún og vissi varla hvernig hún ætti að bregðast við þeirri tilhugsun.
Stelpan greip fram í fyrir honum
„Þú gætir kannski byrjað á því að segja mér hvað sé eiginlega í gangi! Allt getur bara ekki breyst á einum degi… Það virkar bara ekki svoleiðis.“ Sagði stelpan og tár byrjuðu að vætla niður kinnar hennar. Strákurinn fékk sting í hjartað. Hvernig átti hann að geta sagt henni frá svona hlutum? Það virtist lang auðveldast að segja henni upp… Kannski var það ekki það rétta í stöðunni en það lang auðveldasta í stöðunni. Á meðan hún snökti þarna í dyrunum velti hann henni fyrir sér. Skollitað hárið var klesst, hún grét og augun voru rauð og þrútin. Hún var mikið lægri en hann svo hún hafði alltaf þurft að tipla á tám þegar hún ætlaði að kyssa hann. Hann varð dapur þegar hann hugsaði til þess að augnablik lík því myndi aldrei eiga sér stað aftur… Hann gæti aldrei komið við hjá henni í tíma bara til þess að segja hæ. Hann gat aldrei heyrt hana hlæja. Hvernig á nokkur manneskja að geta afborið söknuð líkum þessum?
„Ég get varla útskýrt fyrir þér betur hvað sé í gangi, ég… Ég er bara ekki hrifinn af þér lengur.“ Laug hann upp í opið geðið á henni. Hún hætti að gráta og saug upp í nefið.
„Er- ertu ekki hrifinn af mér lengur…?“
„Nei.“
„Ó…“
Hvernig átti hann að geta gengið upp að henni og sagt:
„Heyrðu, ég var hjá lækni áðan, þetta er víst ekki eitthver flensa, ég er með hvítblæði og dey eftir nokkrar vikur, ef ég er heppin, mánuði.“
Það myndi gjörsamlega eyðileggja hana, ef hann vissi eitthvað eitt um Daney var það að hún var afskaplega tilfinningasöm og viðkvæm.
„Hvar stöndum við þá?“ spurði hún og þurrkaði tárin með peysuerminni sinni.
„Ég ætla að hætta í skóla, það var aldrei planið að fara eitthvað að fara í framhaldskóla. Svo ætla ég að flytja til Jakobs um tíma, þú veist finna sjálfan mig.“ Svipur hennar var óráðinn.
„Finna sjálfann þig?“ Sagði hún með fyrirlitningu. „Hvað ætlar þú svosem að gera eitthverstaðar lengst inn í skógi hjá miðaldra frænda þínum?“ Spurði hún og lét þessa ráðagerð hljóma virkilega fáránlega.
„Hann er nú ekki nema fertugur og þar að auki er hann fínn.“ Jakob virtist hins vegar aldrei eldast, maður giskaði á að hann væri svona tuttugu og fimm- þrítugur.
„Þú svaraðir ekki spurningu minni.“ Sagði hún yfirvegað þó að henni fannst sem hún dæi að innan.
„Ég veit það ekki, Daney, hann er að byggja kofa þannig ég býst við að-“ hann komst ekki lengra því að hún greip fram í fyrir honum:
„Ætlaru að fara að byggja kofa?! Er það afsökunin?“ Hún var tryllt á svip og horfði stíft í augu hans. Hann varð hálfpartinn sorgmæddur á svip.
„Ég hef enga afsökun.“
–
Pétur starði upp í loftið. Leit á dagatalið. 19. júní. Það er akkúrat tvö ár núna. Tvö ár síðan þetta átti sér stað. Ótrúlegt hvað tíminn líður hægt. Ótrúlegt að það séu tvö ár síðan hann sá hana síðast. Honum fannst eins og það væri margar aldir. Hann settist upp og strauk í gegnum dökkt hárið.
Árin höfðu liðið og hann var hér enn. Á tímabilum hafði hann hins vegar óskað sér að deyja. Dauðinn virtist skárri heldur en þetta. Hann hugsaði um árin sem hann þurfti að horfa framhjá. Horfa á fólk í kringum hann deyja. Framtíðin. Tími sem hann hafði hlakkað til, að eldast virtist einungis óþægileg og órjúfanleg stöðnun, hann myndi aldrei eldast. Hann þyrfti að horfa á fólk eldast en alltaf vera sá sami Pétur. Honum hryllti við tilhugsunina.
Þú getur kallað þetta ættargalla. Annars var ekkert orð sem gat lýst þessu. Í gegnum tíðina hafa forfeður okkar leitað að leið til að öðlast eilíft líf. Enginn hefur fundið það. Nema einn. Sá maður kallaði bölvun yfir ætt sína, bölvun sem gekk öllu jafna í beinann karllið. Hefðin var brotin fyrir nákvæmlega tveimur árum síðan. Þá gekk hún ekki í beinann karllegg heldur fór hún frá föðurbróður hans til hans. Þetta gerðist nákvæmlega þegar hann, Pétur Ólafsson var búinn að vera átján ára í tólf sólarhringa komst hann að því að hann hafði hlotnast bölvunin að öðlast eilíft líf. Reyndar hafði ferlið byrjað á afmælisdaginn hans. Hann hélt fyrst að það hafði bara berið venjuleg flensa. En svo þegar flensan varð verri og verri fór hann til heimilslæknisins, vingjarlegs manns sem líklega var á miðjum fimmtugsaldrinum. Hannes, heimilislæknirinn hans tjáði honum svo eftir nokkrar blóðprufur og röngten að hann væri með hvítblæði, eða það virtist allavega koma fram á blóðprufunum. Hann ákvað strax að segja upp kærustu sinni til nokkra mánuða upp, það virtist hafa verið auðveldasta leiðin. Hann átti hvort eð er skammt eftir ólifað, hélt hann og hví ekki að segjast flytja eitthvert lengst inn í skóg? Hann tók þá ákvörðun að lifa þar tímann sem hann átti eftir. Móðir hans virtist virða þá skoðun og eftir að hafa farið frá Daneyju ákvað hann að fara strax, vildi ekkert vera að draga þetta lengur. Gat ekki hugsað sér að snúa aftur í tómlegu íbúðina þar sem móðir hans bjó.
Hann ráfaði viltur um skóginn í leit að húsi Jakobs. Hann kom að litlu rjóðri og hélt að hann væri á réttri leið þegar snögglega hann varð máttlaus og svimaði. Svona voru þá endarlokin, köld og miskunarlaus, hugsaði hann þegar hann hélt að hann væri að taka síðustu andardrættina.
Hann vissi svo ekki af sér fyrr en hann bylti sér í hörðum sófa. Hann settist upp og leit í kringum sig ringlaður. Var þetta þá svona að vera a himnum? Hugsaði hann með sér. Hann leit í spegil og bjóst alveg eins við því að sjá sjálfan sig með geislabaug og vængi. Frændi hans kom í dyrgættina, það var þá sem hann áttaði sig á því að hann var enn á lífi.
„Þú hefur þá ránkað við þér.“ Sagði hann svipbrigðalaust. Pétur kinnkaði kolli til hans. Hann stóð þarna með hendurnar í sitthvorum slitnum gallabuxnavösunum og hallaði sér að hrörlegum timburveggnum.
Hann gekk nær og settist á sófabrúnina við hlið hans. Hann varð raunmæddur á svip og stálgrá augu hans urðu full af sorg.
„Veistu eitthvað hvað hefur gerst?“ Ég leit á Jakob. Djúpar áhyggjuhrukkur ristu enni hans og það passaði einganvegin við unglegt andlit hans. Pétur ræskti sig.
„Já, ég er með hvítblæði.“
„Ég er hræddur um ekki,“ sagði hann og horfði niður á gólfið, ef vel var hlustað hefði ef til vill mátt greina örlítið af háði.
„Ég hélt að ef ég myndi aldrei giftast og eignast börn myndi bölvunin rofna… Því miður hefur hún sótt á þig, og mér þykir það leitt.“ Það var þá satt sem allir sögðu, Jakob frændi var endanlega genginn af göflunum vegna allrar einverunnar.
„Það er ekki von að þú skiljir hvert ég er að fara.“ Sagði Jakob og kreysti fram örlitla brosvipru. Pétur hristi hausinn ráðavilltur.
„Guð, ég bjóst aldrei við því að þurfa að útskýra þetta, ef til vill er bara best að klára þetta af, og viltu gera það fyrir mig að ekki álíta mig geðveikan eftir að ég hef sagt það sem ég er í þann mund að segja þér.“ Pétur hristi hausinn, lítið sannfærandi þó.
„Allt í lagi, vinur. Við skulum segja… Jæja, það er víst engin auðveld leið til að tjá þér þetta, Pétur minn.“
„Hvað sem það er, frændi, getur það varla verið svo erfitt að segja mér það bara“ sagði Pétur og þetta kom út frekar sem spurning heldur en svar.
„Jæja, þannig er mál með vexti að þú…“
„Já?“
„Þú hefur öðlast eilíft líf.“
„Hvað þá?“ Pétur leit á Jakob hissa, en þó lítið hissa miðað við það sem frændi hans hafði verið að segja.
„Þú heyrðir í mér, vinur.“ Sagði Jakob og leit útum gluggan þar sem mætti honum einungis endalaus skógur.
„Ég er bara ekki að skilja af hverju þú dregur þessa ályktun.“ Spyr Pétur en finnst samt eitthvað svo rétt sem Jakob hafði verið að segja. Jakob segir ekkert og starir á timburgólfið.
„Ég er með hvítblæði, læknirinn-“
„Já, læknirinn hefur rangt fyrir sér.“ Sagði Jakob og Pétur leit á hann undrandi og vissi ekki hvernig hann ætti að bregðast við þessu… Þetta virtist of stórt til að geta meðtekið allt í einu. Samt gat hann varla álitið frænda sinn klikkaðan.
Hann hefði gefið aleiguna til að fá að hitta Daneyju aftur. Bara einu sinni, bara til þess að geta séð hana, þó ekki væri nema úr fjarlægð. Jakob svaraði alltaf bón hans á þann veg að hann yrði að bíða, hann átti að vera löngu látin. Allt átti að fara eftir áætlun Jakobs. Móðir hans, Úlfhildur, greindist með krabbamein stuttu eftir að Jakob greindist með hvítblæðið, hún fór í skoðun í kjölfar greiningu Péturs. Það var of seint, krabbameinið hafði náð að dreifa sér og hún lést á innan við mánuði síðar. Læknirinn hafði gefið henni meiri tíma í upphafi, en það var eins og hún hafi bara gefist upp. Hún hafði verið eini ættingi hans á lífi, fyrir utan Jakob. Hún var grafin við hlið föður Péturs í litlum kirkjugarði í útjaðri þorpsins sem þau bjuggu í. Hann fékk ekki að fara í jarðaförina.
Samkvæmt öllu var hann látinn. Hann átti að hafa dáið í faðmi fjölskyldunnar. Jakobs, því ekki átti hann aðra ættingja sem hann vissi um en hann. Hann átti ekki að hafa getað farið í jarðarför móður sinnar vegna lasleika. En í stað þess að vera aðframkominn af afleiðingum hvítblæðisins sat hann lengst inn í skógi í litlu timburkofa og var ráðavilltur. Öll árin sem hann átti eftir að lifa í algeri einangrun. Hann hefði getað lagst í þunglyndi eða mikla sjálfvorkun en hann lofaði sjálfum sér að gera það ekki. Nógu slæmt var það fyrir svo hann þurfti ekki að gera það verra.
Það var miðjur september. Fyrstu haustvindarnir höfðu fokið af stað. Pétur sat upp á hálfkláruðu kofaþaki. Þeir áætluðu að klára hann fyrir mánaðarmót. Pétri
fannst það fínt, að hafa eitthver markmið. Jakob var eins og hann átti að sér að
vera, einn í sínum eigin hugarheimi. Í fyrstu fannst Pétri þögnin þrúgandi og yfirþyrmandi en með tímanum vannst hún. Hann vissi samt ekki hvað hefði orðið um hann ef félagsskap Jakobs nyti ekki við. Hann hefði aldrei getað höndlað einveruna á þann hátt sem Jakob gerði. Hann sjálfur hefði orðið bældur og líklega, á endanum, sturlast. Pétur hamraði niður spíturnar þar sem hann sat á kláruðum helmingi þaksins. Jakob hins vegar stóð á gömlum trékassa sem gegndi sama hlutverki og lítil trappa og negldi gluggarkarmana á. Pétur hafði verið að velta fyrir sér framtíðinni. Núna voru hátt í þrír mánuðir liðnir síðan hann komst að leyndarmálinu. Myndi hann eftir eitthvern tíma geta lifað eðlilegu lífi eða yrði hann alltaf fastur hérna? Hérna lengst inn í miðjum skóg langt frá öllu sem einkenndi daglegt líf fólks á hans aldri. Hann bar þetta undir Jakob.
„Pétur, ég hef verið að velta þessu fyrir mér undanfarið,“ Sagði hann íbygginn og hélt áfram að negla. Pétur beið eftir áframhaldandi svari hans.
„Mér finnst satt að segja að þú ættir að fá að upplifa það. Það er ekki nema byrjun sjöunda áratugsins.“ Sagði Jakob og brosti til mín.
„Og hvernig ætla ég að fara að upplifa það?“ spurði Pétur efins.
„Þú bíður í nokkur ár og þá getum við flutt aftur í þorpið. Þú getur gengið í menntaskóla. Ég sjálfur var að velta því fyrir mér að opna bifvélaverkstæði ef til vill jafnvel byggingavöruverslun.“ Jakob leit dreyminn í átt að fjöllum.
„Þú hefur greinilega úthugsað þetta. En þegar þú segir nokkur ár, er það þá ekki áratugir á okkar mælikvarða?“ Spurði Pétur með ögn hégóma. Jakob hló beiskum hlátri.
„Jú, ætli það ekki.“
–
Ef þú last þetta allt ertu hetja :D En já, ég er komin með nokkuð marga kafla og stefni á að klára söguna alveg, vildi athuga hvernig viðbrögðin væru svo endilega kommenta :).