Þetta er lítil smásaga sem ég gerði fyrir svolítið löngu og er eiginlega fyrsta smásagan mín þannig að ekki vera of dómhörð :D

Svik & Ást

Þetta er lítil saga. Eða eiginlega tvær litlar sögur. Ein endar illa og hin
endar vel. En það er ekki eins og ég hafi fengið einhverju að ráða um það. Þetta bara gerðist. Svona er lífið.
En samt sem áður, þessar tvær litlu sögur, eða öllu heldur þessar tvær litlu atburðarrásir breyttu lífi mínu.
Ég átti frábæra og vel stæða fjölskyldu, æðislega vini og yndislegann kærasta. Líf mitt var fullkomið – eða það var það allavega þá. En ekki mikið lengur.
Ég heiti Daníela Eir Óskarsdóttir. Ég hef alltaf hatað þetta nafn. Ég þoli ekki löng og tilgangslaus nöfn. Þess vegna kalla vinir mínir mig alltaf Dönu.
Ég er 14, að verða 15, ára gömul og ég bý í vesturbænum, Reykjavík. Ég er meðalhá og grannvaxin. Ég er með dökkbrúnt sítt hár og stór, brún augu. Nef mitt er lítið og munnurinn þunnur.

Fyrsta áfallið var þegar Eddi, kærastinn minn endaði samband okkar. Hann er mjög myndarlegur. Hann er hávaxinn og í góðu formi. Ljóshærður, með greitt til hliðar og nokkuð lítil, blá augu. Það var ágúst kvöld og skólinn var á næsta leyti. Við höfðum ákveðið að fara saman í bíó af því að hann var að fara að byrja í menntaskóla og við myndum ekki geta hist jafn oft og við gerðum áður. Þegar myndin var búin og við vorum komin út, lét hann sprengjuna falla.
,,Dana, mér þykir þetta mjög leiðinlgt en ég held að þetta samband okkar sé ekki allveg að virka. Ég veit ekki allveg hvað gerðist en mér líður bara ekki allveg eins og þegar við byrjuðum saman fyrst. Ég vil bara prófa eitthvað nýtt. Skilurðu hvað ég meina?” Ég sagði ekkert en fann reiðina ólga innra með mér.
,,Dana segðu eitthvað!” Bætti hann svo við þegar hann áttaði sig á því að ég ætlaði ekki að segja orð. Ég hlustaði á hann tala með hjartsláttinn í hámarki. Það var eins og það væri verið að höggva gat á hjartað í mér. Því meira sem hann sagði, því dýpra varð gatið. Ég var gjörsamlega mállaus.
,,Dana þú veist að við getum alltaf verið vinir”
Nú fylltist mælirinn. Við stóðum fyrir utan Kringlubíó í grenjandi rigningu og manneskjan sem ég elskaði mest í öllu lífinu var að enda við að enda samband okkar, segist vilja prófa eitthvað nýtt og svo segir hann í lokinn “að við getum alltaf verið vinir”.
,,Heldur þú virkilega að við getum orðið vinir aftur? Að ég geti bara gleymt síðasta hálfu ári sem við vorum saman og látið sem ekkert hafi í skorist, bara til þess eins að við getum orðið vinir aftur. Veistu, ég hélt að þú værir betri manneskja en þetta” Öskra ég á hann með grátstafinn í kverkunum og ég finn tárin leka hægt og rólega niður kinnarnar og blandast rigningardropunum sem bleyttu andlit mitt.
,,Dana gerðu það, ekki gráta. Ég vil alls ekkert að þér líði neitt illa. Mér líður sjálfum ekkert svakalega vel heldur.”
Nú vildi ég ekki hlusta á meira, ég bara gat það ekki. Ég hljóp heim og grét alla nóttina. Mér hafði þótt svo vænt um hann og ég skildi ekki hvernig eitthvað sem manni þykir svona mikið vænt um geti bara allt í einu runnið í burtu. Horfið…
Á nokkrum mánuðum, hafði ég svo, með erfiðisvinnu tókst mér næstum því að gleyma Edda. Mér leið eins og allt samband okkar hafi verið draumur. Og einhverntíma verður maður víst að vakna.

Mánuðurnir liðu og ég var loksins farin að taka eftir öðru fólki í kringum mig. Þar á meðal var það Tommi, bekkjarbróðir minn. Hann hafði alltaf verið til staðar fyrir mig en ég hafði bara aldrei áttað mig á því.

Hann var fyrsti kossinn minn og við vorum saman í viku en ákváðum svo að slíta því vegna þess að hvorugt okkar hafði áhuga á því að vera í sambandi, enda vorum við bara 11 ára. En samt sem áður héldum við áfram að vera mjög góðir vinir. Eiginlega bestu vinir.

En svo kom næsta áfall. Tommi byrjaði með bestu vinkonu minni, Söru. Og þá varð ég virkilega leið og reið. Vegna þess að Sara átti hann Tomma svo sannarlega ekki skilið. Eiginlega vorum ég og Sara eiginlega alveg hættar að tala saman og samband hennar við Tomma klippti bara algerlega á alla vináttu okkar.
Sara er mjög athyglissjúk manneskja og getur ekki hætt að tala um sjálfan sig. Tomma finnst allveg gaman að fá athygli en hann leyfir öðrum að komast að líka, ólíkt Söru. Ég skyldi aldrei hvernig þau gátu tollað saman. En hann gat orðið mjög pirraður á henni og þá fór hún í fýlu út í hann. En alltaf endaði það með því að hann bað hana fyrirgefningar þangað til að hún fyrirgaf honum.
Í hvert einasta skipti sem ég sá þau saman, jafnvel þó að þau væru bara að haldast í hendur, langaði mig að fara að gráta.

Það var einn sólríkann skóladag og það voru frímínútur, 10undu bekkingar mega vera inni en allir strákarnir og nokkrar stelpur nýttu góða veðrið og fóru út í fótbolta en afgangurinn af stelpunum, að mér frátaldri, fóru út í sólbað. Ég var að ganga út úr matsalnum þegar ég sá Tomma og Söru vera að ganga, hlið við hlið, á leið út í frímínútur. Sara var að tala um eitt af sínum milljón vandræðalegu augnablikum og Tommi kinkaði bara áhugalaus kolli. En áður en þau gengu út um dyrnar leit Tommi snöggt á mig. Augu mín voru full af tárum nú þegar og þegar hann leit á mig rann eitt þeirra niður. Ég sá að hann varð hissa á svipinn. Ég leit strax í burtu og hljóp að skápnum mínum. Ég heyrði hann segja við Söru að hann hafði gleymt einhverju, og sagði henni að fara á undan. Um leið og Sara var úr augsýn gekk hann beint til mín.
,,Er eitthvað að Dana?” spurði hann áhyggjufullur. Þá fór ég að hágráta. Fyrst stóð Tommi bara þarna og vissi ekkert hvað hann átti af sér að gera. En svo settist hann niður, á milli skáparaðanna, við hliðina á mér og tók utan um mig. Svona gekk þetta í nokkrar mínútur, ég sat í örmum hans og grét og hann bara sat þarna og hélt utan um mig. Tommi vissi alltaf hvenar var bara best að þegja í smástund.
,,Hvað gerðist eiginlega, Dana?” Spurði hann svo loksins.
,,Þú og Sara. Það er það sem gerðist.” Náði ég loksins að stynja upp.
,,Ha, hvað meinarðu?” Spurði hann hissa, ennþá haldandi utan um mig. En ekki jafn þétt og örugglega.
,,Ég meina það sem ég segi Tommi. Hún á þig alls ekki skilið, þú ert allt of góður fyrir hana. Hún er alltaf að bíða eftir að þú breytist í einhvern annan en þú ert. Þú átt skilið einhverja sem elskar þig allveg eins og þú ert en ekki einhverja stelpu sem er alltaf að reyna að breyta þér í einhvern sem hún gæti elskað.” Ég sé andlit hans verða að einu stóru spurningarmerki. Kannski sagði ég of mikið en mér var alveg sama.
,,Ef það er ekki Sara hver er það þá?” Spyr hann mig og lítur fast í augun á mér.
,,Ég”
''Apples = Vitamins, Vitamins = Strength