EMBÆTTI
Þá er það komið á hreint,‘‘ sagði Arnór og rétti úr sér með klassísku ég-þarf-að-fara-núna fasi.
,,Endilega ekki,‘‘ sagði Trjángur. ,,Vegna komu svo margra nýliða höfum við áætlað fund í kvöld, með öllum leiðtogum Byltingarinnar, og það væri gott ef að þú gætir setið hann,‘‘
,,Hví?‘‘ spurði Arnór. Trjángur klóraði sér í síðu skegginu.
,,Ég hef nú ekki mikinn áhuga á pólitík, en ég heyri ýmislegt, og Heriður sagðist vilja hafa þig á fundinum, hann segist hafa plön fyrir þig,‘‘ sagði Trjángur og gekk í burtu, muldrandi eitthvað í hljóði.
,,Jæja þá,‘‘ sagði Arnór, aðallega við sjálfan sig.

Arnór varð eftir í Kastalanum og skoðaði sig um. Hellirinn var alls ekki óþrifalegur, moldin í gólfinu var stráð sagi og veggirnir í göngunum teppalagðir að hluta. Flestir aðrir meðlimir Byltingarinnar létu hann í friði en aðrir klöppuðu honum á bakið og buðu velkominn. Menn tíndust inn og úr hellinum, aldrei fleiri en þrír í einu, og þeir sem komu inn voru annaðhvort með stóra þykka poka, litla þykka poka, brotna brynju og blóðugt sverð. Nokkrum sinnum komu inn menn sem Arnóri var tjáð að væru leiðtogar innan Byltingarinnar, menn sem höfðu umsjón um aðrar höfuðstöðvar á öðrum eyjum. En einn vakti sérstaka athygli.Í fylgd hörundssvarts varðar gekk inn ungur, ljóshærður maður klæddur í einkennisbúning Gráeyjarhliðvarðar.
,,Hvað ertu að gera hér?!‘‘ spurði Arnór son sinn forviða. Garðar brosti.
,,Ég er Silfurhöfðingi Gráeyjarkastala,‘‘ sagði hann og hló. ,,Ég gat ekkert sagt, enda vildi Heriður ekki að ég biði þér í Byltinguna, þú hefðir geta sagt nei og vitað um starfsemi mína,‘‘
,,Garðar, auðvitað hefði ég sagt…‘‘
,,Skiptir ekki máli, gott að sjá að þú og allir þínir menn komust inn, ég er viss um að þetta sé vendipunktur í baráttunni gegn falskóngi,‘‘

Þegar kvöldaði voru allir boðaðir inn í stóra rýmið við innganginn þar sem búið var að koma fyrir einu löngu borði með stólum í kring og fullt af stólum, púðum og slíku var búið að koma fyrir upp við veggina.

Heriður settist við enda borðsins og hinir leiðtogarnir settust í kringum hann. Bogi var á meðal þeirra en hann var leiðtogi Moseyjarkastala. Arnór tók eftir því að það var eitt sæti eftir en enginn virtist vilja taka það heldur settust aðrir viðstaddir meðlimir á stólana upp við veggina. Heriður deildi út kortum og blöðum á milli þeirra er sátu við borðið. Arnór blaðaði í gegn og sá að þetta voru skattaskýrslur frá öllum borgum, handtökuskipanir, lagafrumvörp og allt sem viðkom stjórnsýslu í eyjunum.
,,Gott kvöld, Silfurriddarar,‘‘ sagði Heriður. ,,Mánaðarlegur aðalfundur Silfurhöfðingjanna er settur, með Arnór Grímsson sem borðgest,‘‘ Silfurhöfðingjarnir litu stuttaralega á Arnór en svo aftur á pappírana fyrir framan sig. ,,Ég ætla að biðja þá er sitja við borðið að kynna sig,‘‘ Þeir stóðu upp einn af einum.
,,Bogi Arflausi, Silfurhöfðingi Moseyjarkastala og liðsmaður í Fyrstu Stormsveit falskonungs,‘‘ sagði Bogi, krúnurakaður ungur maður, með áhyggjuhrukkur gamals manns.
,,Sanbar Fyllingsson, Silfurhöfðingi Smáraeyjarkastala og ritari Verslunarsambands Eyjaveldisins,‘‘ sagði hávaxinn og mjór miðaldra maður, klæddur í dýrustu skrautklæði með hvítt hár í tagli. Andlit hans var hrukkulaust og glaðvært.
,,Garðar Arnórsson, Silfurhöfðingi Gráeyjarkastala og yfirhliðvörður við Gráeyjarhlið,‘‘ sagði Garðar.
,,Björn Geirsson, Silfurhöfðingi Kóngseyjarkastala,‘‘
,,Stefán Stefánsson, Silfurhöfðingi Hafeyjarkastala,‘‘
,,Magni Olgeirsson, Silfurhöfðingi við Karleyjakastala,‘‘
,,Katlingur Örsson, Silfurhöfðingi við Fiðurhöfðakastala,‘‘
,,Blóðdreggur Salitud Úlfsson, Silfurhöfðingi Sótakastala,‘‘ Salitud var örum settur og klæddur í svartan kufl, augnaráð hans lýsti fyrirlitningu á öllu. Öllu.
,,Björn Atlason, flotaforingi við konunglega flotann Kóngsey,‘‘ sagði unglegur maður er Arnór hafði hitt áður, þá sem liðsforingja. Nokkrir aðrir titlar voru kallaðir, svo sem ritari Hafeyjarhöfðingja, aðstoðarkokkur konungs og fleira í þeim dúr. Loks var komið að Arnóri.
,,Eh, Arnór Grímsson, Silfurriddari?‘‘
,,Heriður Hálfdánarson, Silfurhöfðingi Silfurstingsbyltingarinnar,‘‘ sagði Heriður með stolti. ,,Nú þegar kynningin er búin snúum við okkur að málefnum Silfurstingsbyltingarinnar. ,,Í dag fengum við þrjátíu og tvo nýja meðlimi, flesta úr norðrinu, allir hafa svarið Eldeiðinn,‘‘ Heriður þuldi upp nöfn þeirra. ,,Við bjóðum þá velkomna,‘‘ Lágt blístur heyrðist frá áheyrendunum. ,,En að fá Arnór Grímsson er sérstaklega mikilvægt, vegna réttar hans á erfðum Gráeyjarhöfðingja. Arnór, þú verður að hafa lokaorðið í þessu máli,‘‘ Arnór leit ráðvilltur í kringum sig. ,,Fyrsta mál á dagskrá; Gráeyjarhöfðingi. Núverandi Gráeyjarhöfðingi, Peklingur Larsson, er okkur höfuðverkur. Honum þarf að vera komið úr embætti tafarlaust,‘‘ Heriður leit stíft á Arnór, stífara en venjulega. ,,Og til þess að tryggja vinsemd nýs höfðingja, viljum við að þú, Arnór, berir fram erfðakröfu á embættið að Peklingi dauðum,‘‘
,,Sjálfsagt,‘‘ sagði Arnór. ,,Þekking mín á stjórnmálum er þó ekki mikil en…‘‘
,,Við munum þá senda óeirðasveit til Ódáðavirkis að fella Pekling strax og tækifæri gefst,‘‘ sagði Magni Silfurhöfðingi Karleyjakastala með stolti. Garðar hristi höfuðið.
,,Því miður er tafarlaust ekki nógu fljótt,‘‘ sagði hann. ,,Peklingur hefur sjálfur skrifað nokkur uppköst að nýjum lögum um embætti innan Eyjaveldisins. í þeim er erfðareglunni breytt, þannig að hans ætt erfir stöðuna en ekki ætt Untarks fyrsta Gráeyjarhöfðingja,‘‘ Garðar rétti fram blöð sem voru útdeild á milli borðsmanna. ,,Njósnari minn fann eitt uppkastið fyrir nokkru og gerði afrit. ,,Ég býst við að hann muni bera fram frumvarp þessa efnis eftir fjóra daga á dögum Stóraþings,‘‘
,,Þá er eins gott að við flýtum okkur að ganga frá honum. En óeirðasveit gæti ekki komist að honum fyrr en…‘‘ einhver af Silfurvörðunum var truflaður af Salitud:
,,Kattmenn mínir eru þegar í viðbragðsstöðu, með athvarf á öllum eyjum,‘‘ hvæsti Salitud rólega. Heriður hristi hausinn.
,,Ég mun ekki leyfa þér að senda kattmenn á Pekling,‘‘ sagði hann. ,,Við einbeitum okkur að því að skipuleggja óeirðasveit…‘‘
,,Hafa bramlseggir þínir verið þjálfaðir frá fæðingu í að klæðast skuggum og drepa með einni hreyfingu eins vöðva,‘‘ hvæsti Salitud og faldi móðgunina í röddinni vel. Þetta var ekki spurning sem að hann hafði varpað fram. Lágt fliss heyrðist frá einhverjum áheyranda sem hafði algerlega misskilið Salitud.
,,Salitud,‘‘ sagði Heriður reiður, óvanur því að vera gripinn fram í fyrir. ,,Við vitum vel af færni launmorðingja þinna,‘‘ Salitud gretti sig og virtist muldra eitthvað. ,,En það er einmitt gífurleg færni þeirra sem gerir þá svo verðmæta. Kastali Ódáðavirkis er orðinn álíka vel varinn og Ægisborgarhöll, og litlar líkur eru á því að árás úr skuggunum takist. En ef að þú ert svo áfjáður í að brynna kutum þeirra er ég með verkefni síðar,‘‘ Heriður leit af Salitud sem starði enn þá á Herið. ,,Hefur einhver betri hugmynd um hvernig skuli bana Peklingi Gráeyjarhöfðingja?‘‘ Einn úr áheyrenda hópi rétti upp hönd.
,,Hvað með að senda kisukalla? Ég heyrði sögur af þeim áðan og…‘‘
,,Þakka þér fyrir… Hrólfur. nei, við munum ekki senda kis… kattmenn. Einhver annar?‘‘ Önnur hönd skaust upp úr áheyrenda hópi.
,,Skuggi! Skuggi sér um þetta!‘‘ Heriður laut höfði.
,,Þó að sagnir af endurkomu Skugga séu vissulega þær bestu sem að ég hef heyrt lengi, þá eru þetta einungis sagnir og ekki hægt að vita fyrir víst hvort hann sé í raun snúinn aftur til Eyjaveldisins,‘‘ sagði hann. ,,En þrátt fyrir það,‘‘ Nú voru allra augu á Herið. ,,Þá er gömul vísa um hvernig skuli hafa samband við hann,‘‘
,,Skuggi er goðvera! Galdrar eru hugsanir hans og vilji er verk hans!‘‘
,,Þrátt fyrir að vera vissulega öflug vera, Skuggi, þá getur ekki sakað að hafa samband við hann án þess að reiða sig á dulkrafta,‘‘ svaraði Heriður. ,,Ég skal sjá um það sjálfur,‘‘ bætti hann síðan við. ,,Ef að enginn vill bæta neinu við þetta þá er áætlunin sú að senda óeirðasveit að fella Pekling Larsson þegar hann leggur af stað til Kóngseyjar eftir fjóra daga eða þrjá. Arnór, verður þú þá tilbúinn með erfðakröfu?‘‘ Arnór kinkaði kolli.
,,Já, ég veit hvað ég þarf að gera þegar hann fellur,‘‘
,,Ef að hann fellur,‘‘ hnussaði í Silfurhöfðingja. Af útilokuninni að dæma sem aðþetta svar fékk áætlaði Arnór að slíkt væri daglegt brauð af hálfu þessa einstaklings.
,,Þá er það ákveðið. Næsta mál; Möguleg endurkoma Skugga. Þessar sögusagnir af drápi Skugga á Hafeyjarhöfðingja og Lelling æðstaritara konungs eru vissulega eitthvað til þess að hafa athygli á, en við verðum að muna að sagnir um endurkomu Skugga hafa verið uppi allt frá því að hann fór,‘‘
,,Þú talar eins og þú viljir ekki fá hann hingað aftur,‘‘ sagði Stefán Silfurhöfðingi í Hafey, sá er áður hafði hnussað svo eftirminnilega.
,,Ég tala eins og ég vill, og ég vill fátt annað en að vita fyrir vissu um veru Skugga hérna í Eyjaveldinu en ég vill ekki að fólk fái falsvonir,‘‘ svaraði Heriður rólega.
,,Ég heyrði að hann hefði birst á dreka og flogið inn í höllina…‘‘ Umræðan hélt áfram langt fram á kvöld og Heriður þurfti að slíta slúðrinu til þess að hafa tíma fyrir önnur mál.
,,Þá er umræðu um Skugga lokið, og niðurstaða málsins er sú að við vitum ekki enn þá hvort Skuggi sé kominn aftur,‘‘ sagði Heriður. Fólkið þagnaði.
,,Hvernig hyggstu hafa samband við hann?‘‘ hætti Arnór sér að spyrja. Heriður í átinna til hans, framhjá, en lét sem hann starði.
,,Ég vill ekki koma fyrir falsvon hjá fólki líkt og ég hef áður sagt, en það er til gleymd leið til þess að fá athygli Skugga,‘‘ sagði Heriður, næstum því afsakandi. ,,Rún Skugga skal skrifuð á blað og texti einnig og blaðið síðan sett á flot. Skuggi mun síðan finna það og leysa málið á einn eða annan hátt ef að það er verðugt,‘‘ Arnór klökknaði. Kannski er betra að það sé gleymt heldur en að bjóða upp á þessa falsvon sem Heriður talar um. ,,En eins og ég sagði, ég skal sjá um það,‘‘ Skyndilegur skruðningur við innganginn fékk alla í salnum til þess að spretta upp og grípa til vopna. Einhver var að draga til steinhelluna er hafði verið lögð fyrir innganginn. Varðmenn við innganginn veifuðu hinsvegar vinalega. Heriður var fyrstur til þess að setjast niður aftur og fólk fylgdi hikandi fordæmi hans. Hellan rann frá opinu og rigningarblandinn vindur óð inn. Á eftir honum fylgdi skikkjuklæddur maður og teymdi á eftir sér hest. Einn varðanna tók hestinn og leiddi inn í hliðarhelli. Gesturinn hristi sig og tók af sér holdvota skikkjuna og lagði við hliðina á nálægu eldstæði. Síðan gekk hann að borðinu og settist niður í fullum herklæðum. Hann var kannski miðaldra, með þykkt alskegg og óvenju hrukkótt andlit. Brún augu hans voru lítil og flöktandi og sömuleiðis fingurnir er trommuðu lítillega á vömbina.
,,Hörður, gott að sjá þig. Þú ert seinn, ef að ég má benda þér á það,‘‘ sagði Heriður.
,,Fyrirgefðu, Heriður her…- ughm,‘‘ flýtti Hörður sér að segja.
,,Ekki biðja mig fyrirgefningar, heldur alla. Hvað tafði þig?‘‘ Hörður sleikti varirnar.
,,…Gunnar Ellingsson hershöfðingi vildi endilega nýta kvöldið og sýna okkur hvernig taka eigi á óeirðarseggjum,‘‘ svaraði hann. ,,Og hann virðist hafa mörg álit á þeim efnum,‘‘ Nokkrir úr áheyrendunum flissuðu og Magni Silfurhöfðingi glotti með sjálfsánægju.
,,Ég vona að þú hafir lært mikið, Hörður,‘‘ sagði Heriður. Hörður laut höfði.
,,Því miður ekkert sem að gæti komið að miklu gagni núna,‘‘ svaraði Hörður afsakandi. Núna rann upp fyrir Arnóri hvar hann hafði séð hann áður. Fyrir of löngu hafði hann setið í veislu í Grímshúsi með Baldri þegar liðssveit hermanna konungs kom og leitaði Skugga. Hörður hafði leitt þá og leitað í húsinu. ,,Fyrir utan, afsakið, ég gleymdi næstum, sláturhús Nonna Nansson á Hafey, verðir þar hafa verið færðir yfir í virki og þjálfun gegn byltingarmönnum, svo að eitt stærsta sláturhús Eyjaveldisins er óvarið. Ef að það hjálpar,‘‘ Heriður kinkaði kolli.
,,Við sendum ræningja hið fljótasta, ekki satt?‘‘ sagði Heriður. Silfurhöfðingjar allir kinkuðu kolli. ,,Ef að það er ekkert fleira þá er það næsta mál; atvikið á Selestukletti,‘‘ Katlingur Silfurhöfðingi Fiðurhöfðakastala rétti úr sér.
,,Fyrir nokkrum dögum var ég með liðssveit ræningja við Selsestuklett, stóra klettinum við vesturströnd Fiðurhöfða. Við ætluðum að sitja fyrir skattheimtuvagninum,‘‘ sagði hann og skrollaði ögn. ,,En eins og einhverjir vita er kletturinn umkringdur þykkum skógi og út úr honum komu hundruðir hermanna á móti mínum fjöritíu og sex manna flokki,‘‘ Hann leit niður og kyngdi. ,,Og slátruðu öllum nema mér, en… þegar mér varð ljóst, í enda bardagans, að orrustan væri töpuð þá þóttist ég henda mér fram af klettinum, en ég hékk í syllu og tókst að klifra aftur upp þegar hermennirnir voru farnir,‘‘ Katlingur þagnaði og lokaði augunum.
,,Einvher,‘‘ sagði Heriður og hefði geta kramið flugu með þunganum í röddinni. ,,Kjaftaði,‘‘ Það var alger þögn sem braust skyndilega út í hávaða rifrildi. ,,ÞÖGN!!!‘‘ skipaði Heriður. ,,Við fáum ekkert út úr því að benda á hversu ólíklegur maður sjálfur er. Ég mun láta athuga tungur allra meðlima Silfurstingsbyltingarinnar. Persónulega,‘‘ bætti hanns vo við. ,,Þessu máli er ekki lokið og ég mun ræða meira við Silfurhöfðingjana seinna… þið eigið rétt á því að vita þetta. Enn sem komið er höldum við þó ekki að það sé meðlimur byltingarinnar sem sé fluga á okkar vegg, frekar utan að komandi njósnari. Eiðurinn heldur okkur saman, ekki vantreysta öðrum uppreisnarmönnum. Við vildum að þið vissuð þetta, en næsta mál…‘‘ Rætt var um allt sem viðkemur því að halda uppi byltingu, sjórán, mannrán, almenn rán, morð, skæruhernað og útgjöld, en þau fólust í því hversu miklu þyrfti að ræna og frá hverjum. Arnór svaf í Moseyjarkastala og hann og Garðar héldu aftur til Gráeyjar snemma um morguninn.

Arnór steig fram úr lokrekkju sinni þegar allt var orðið hljótt í skálanum. Hann greip sverðið sitt og skikkju og hélt út í hesthúsið. Hann lagði á Þyt og hélt út úr húsinu.

Þytur bar Arnór hratt frá Eikarþorpi, yfir engi Fagursléttu sem glitraði í ljóma fulls tungls. Arnór leit að Grímufjalli í austri og það var sem tindur þess bæri tunglið. Skyndilega var líkt og Arnór félli út úr sér, hann horfði á Þyt bera líkama sinn í burtu líkt og ekkert hefði gerst.
,,Leitaðu að kviðunni undir fjallinu!‘‘ sagði vindurinn röddu sem Arnór kannaðist of vel við. Arnór komst aftur í samband við líkama sinn og leit skelkaður í kringum sig.
,,Já, Baldur,‘‘ hvíslaði hann og lét Þyt herða hraðann. Arnór stakk hönd sinni í flaksandi skikkjuna og dró fram svarta grímu.

Veggir Ódáðavirkis voru gamlir en sterkir, viðardrumbunum var vel haldið við og höfðu dugað gegn hvers konar umsátrum, en núna voru komnir stigar og pallar umhverfis múrinn, á jörðinni fyrir neðan lágu hrúgur af múrsteinum. Hliðið var hátt og breytt og með fornum skreytingum norrænna manna er höfðu byggt grunninn að Eyjaveldinu. Tveir verðir, vopnaðir atgeirum og sverðum, stóðu við hliðið og Skuggi sá nokkra ýmisstaðar á byggingarpöllunum og einn á hesti, fetandi í kringum borgina. Sá hluti Skugga er var Arnór vorkenndi þeim fyrir leiðindin og sá hluta Skugga er var Skuggi ákvað að lífga aðeins upp á tilveru þeirra. Hann skildi hestinn eftir á beit nokkur hundrup metrum frá borginni en læddist sjálfur að hliðvörðunum. Þeir tóku ekki eftir honum fyrr en hann stóð upp nokkrum metrum fyrir framan þá.
,,Kvöldið,‘‘ sagði hann og sveipaði um sig skikkjunni.
,,… en þá finnst mér best að setja laukpfk!? Khver fer þar!?!‘‘ verðirnir rykktu sér upp í stöður og beindu atgeirum sínum að Skugga. Þeir fölnuðu báðir í fölu tunglsljósinu.
,,Hleypið mér inn fyrir,‘‘ skipaði Skuggi lágmæltur. Annar varðanna hristi hausinn.
,,Onei, ég er með lyklana og ribbaldi líkt og þú ert ekki að fara að…‘‘ vörðurinn glotti tryllingslega og Skuggi nánast heyrði hann svitna. Það er ekki jafn ógeðfellt og það hljómar. ,,… að fara að… ójá, stöðuhækkun hér kem…‘‘ verðinum tókst aldrei að segja hver kæmi því hann féll fram fyrir sig, munnurinn fullur af blóði. Fyrir aftan hann stóð hinn vörðurinn og mundaði blóðugt sverð.
,,Hvað hef ég…‘‘ muldraði hann ráðvilltur en leit svo á Skugga. ,,Ég styð þig, herra Skuggi, vinsamlegast ekki drepa mig, hérna eru lyklarnir að liltu hurðinni á hliðinu…‘‘ hann rétti lyklana yfir til Skugga og þurrkaði blóðið af sverðinu í jörðina áður en hann slíðraði það. Skuggi kinkaði kolli og opnaði hurðina. Áður en hann gekk inn fyrir benti hann verðinum á að koma nær.
,,Þetta er þér fyrir bestu,‘‘ hvíslaði hann og skaut fram hnefanum.

Verðirnir héldu kannski að það væri bara köttur er skaust milli húsasunda og yfir húsþök í átt að kastala Ódáðavirkis. Raunin var ekki sú, en keimlík var þessi vera þó. Kettir eru fimir og fljótir, vel klifrandi, stökkvandi, með beitt vopn og góð skilningarvit. Einn af fáu mununum á Skugga og ketti var rófan og að Skuggi gengur ekki svo langt að kæfa kornabörn þó svo að þau séu pirrandi. Enn einn munurinn er sá að kettir eiga það sjaldan til að flýta sér að víggirtri höll til þess að drepa hæstsetta embættismann héraðsins. Þó svo að það eigi til að gerast. Ef vörður hefði haldið að þetta væri köttur hefði hann ekki verið of langt frá því, en kettirnir voru þeir einu er sá Skugga þeytast þak frá þaki, húsasundi úr húsasundi í gegnum borgina og staðnæmast fyrir framan aðalinnganginn og virða hann fyrir sér.
,,Hey, ég er hérna!‘‘ hrópaði Skuggi að hliðvörðunum fjórum. Þrír þeirra voru hörundsdökkir og með málmhringi í andlitinu. Þeir litu undrandi í kringum sig en sýndu fljótt sömu viðbrögð og fyrri verðir. Einn þeirra, sá frá Eyjaveldinu, hljóp í burtu öskrandi eitthvað. Skuggi brá Silfursting. Verðirnir hertu grip sín á vopnunum og réðust fagmannlega að Skugga sem hafði ekki búist við jafn skjótri árás, venjulega eyddu andstæðingar hans löngum tíma í að upphefja sjálfan sig eða stama gullyrði um Skugga. Atgeir steyptist niður við hlið Skugga sem vatt sér undan, greip í skaftið og með sverðinu sem lá eftir handlegg hans skar hann í háls varðarins sem féll niður á hnén og blæddi yfir föt Skugga. Því næst varði Skuggi högg frá sverði beggja varðanna og með gríðarlegu átaki ýtti hann þeim í burtu. Út undan sér sá Skuggi nokkra verði koma til viðbótar og horfa á. Hann henti sér á móti andstæðingum sínum og sló af miklu afli til þeirra. Eftir örlitla stund af hröðum slögum frá báðum aðilum heyrðist lítið *klang* og Skuggi reiddi fram hnefana. Verðirnir glottu og lyftu sverðum sínum.
,,STOPP!!!‘‘ var hrópað fyrir aftan þá. ,,Náið honum á lífi!!! Á lí-fi!‘‘ Verðirnir grettu sig en létu sverðin falla og hentu sér á Skugga. Dökku mennirnir voru hávaxnir og vöðvastæltir og þrátt fyrir hnitmiðuð högg Skugga héldu þeir honum brátt á milli sín. Á móti þeim kom feitur varðkapteinn, klæddur í venjulegan varðbúning nema með skreyttri skikkju og höfuðfat sem páfugl hefði öfundað hann af. Græðgis glottið teygði sig niður í hanskaklædda fingur mannsins sem iðuðu. ,,Drepið-NEI! Sækið Gráeyjarhöfðingja, núna! Peklingur verður að sjá hvaða mús gekk í gildruna mína að þessu sinni!‘‘ Hann sleikti út um. ,,Drífið ykkur! Þið fimm, komið hingað og beinið spjótum ykkar að honum, minnsta hreyfing og hann er dauður!‘‘ Tveir verðir hröðuðu sér inn í kastalann en hinir röðuðu sér í kringum Skugga. Kapteinninn sparkaði lítillega í líkið á götunni. ,,Synd, ég hefði haldið að þú gætir meira en skitin svertingja, ojæja, rómur er til þess að ýkja, ekki satt?‘‘ Skuggi hefði skyrpt hefði það ekki klínst aftur í hann sjálfan. ,,En,‘‘ kapteinninn leit á Skugga ísmeygilega. ,,Hvernig litist þér á að anda smá fersku lofti, hlýtur að vera fúlt þarna inni,‘‘
,,Varla fúlara en stybban í kringum þig,‘‘ muldraði Skuggi. Kapteinninn hnusaði smá af handakrikanum sínum.
,,Óbreyttur, lykta ég illa?‘‘ spurði kapteinninn.
,,N-nei, herra,‘‘ svaraði nálægasti vörður án þess að taka augun af Skugga. Kapteinninn yppti öxlum og teygði höndina að Skugga sem rykkti sér til í járngreipum varðanna.

Peklingur stormaði inn í andyri kastalans á náttserknum einum til fara, það var einungis fyrir tilstilli ráðgjafa síns að hann hafði skikkju meðferðis.
,,Sverð!‘‘ skipaði hann frekjulega og strunsaði að hálfopnum dyrunum. nálægur hermaður rétti honum sverð og Peklingur stikaði með það í hendinni út á götuna. Hann og verðirnir störðu á sjónina sem við þeim blasti. ,,Þetta er ótrúlegt,‘‘ muldraði Peklingur. ,,Að hugsa sér, þetta hefur aldrei gerst áður,‘‘ hann sneri sér við og leit reiðilega á verði sína. ,,Að heil varðdeild liggi rotuð og blóðug á strætum borgarinnar! Sækið Skugg-…‘‘ *Fjúff* Peklingur féll fram fyrir sig á verðina. Á húsþaki fyrir framan þá sáu þeir svarta veru standa upp og hlaupa burt úr borginni.

Skuggi festi litla lásbogann aftur við beltið sitt og stökk af stað. Fyrir aftan sig heyrði hann verðina flykkjast á eftir honum, hrópandi tilgangslausar skipanir um að koma aftur. Ör þaut fyrir vitum hans og Skuggi steypti sér niður af þakinu og skildi verðina eftir hinum megin við húsalengjuna. Nokkrar örvar flugu yfir húsið og lentu í gluggum fólks af öskrunum að dæma. Skuggi hljóp aftur af stað en sveipaði um sig skikkjunni og hreyfði sig í myrkrinu. Nei, myrkrið hreyfðist í kringum hann. Varðflokkur hljóp framhjá veifandi kyndlum en tóku ekki eftir Skugga þar sem hann kraup grafkyrr á bak við vagn. Án neins vitundar kom hann að austurhliði Ódáðavirkis, varið af tugum hermanna sem beindu stuttum spjótum sínum út í borgina. Stakur hermaður hljóp eftir götunni í átt að hliðinu og þegar hann fór framhjá Skugga hvíslaði sá síðarnefndi:
,,Skuggi fór yfir virkisvegginn, Skuggi fór yfir virkisvegginn,‘‘ Maðurinn hægði ferðina og leit ringlaður í kringum sig. Hann gekk varlega að hermönnunum sem vöktuðu hliðið.
,,A-Arnar liðsforingi, uh, Skuggi, fór yfir virkisvegginn?‘‘ sagði hann og klóraði sér undir hjálminum. Hann horfði ráðvilltur á jörðina fyrir neðan sig. Liðsforinginn gekk að honum og rauf skjaldborgina.
,,Hvað segirðu dáti!?‘‘ þrumaði hann og mundaði sverðið í hendi sér.
,,Skuggi fór yfir virkisvegginn?‘‘ Dátinn hristi hausinn.
,,Hvað meinarðu!? Fór hann eða fór hann ekki yfir virkisvegginn?!‘‘ Liðsforinginn baðaði út öngum sínum. Dátinn gretti sig.
,,Afsakið, h-herra. Skuggi…‘‘ Dátinn barðist við að muna eitthvað en það virtist svo gefast upp. ,,… fór yfir virkisvegginn. Herra.‘‘ sagði hann loks og yppti öxlum. Liðsforinginn sótroðnaði.
,,Ég ætla þá rétt að vona að það hafi verið við vesturhliðið í umsjá Kolfinns! Drullaðu þér með sverð í hönd fremst í leitarflokkinn og vertu fyrstur fyrir sverði hans þegar við finnum hann!!!‘‘ drundi Arnar og öskraði eitthvað á mennina á einhverri fornri tungu, sem var líklega fundin upp af mönnum í lendaskýlum og hellum. Hermennirnir þustu út um litlu dyrnar á hliðinu og út á Fagursléttu. Það voru einungis tíu eftir þegar Skuggi áréð að koma úr fylgsnum. Hann dró Silfursting úr slíðrum og blístraði hátt áður en hann réðst til atlögu. Hermennirnir litu á hann og beindu vopnum sínum að honum.
,,Haldið þið, tíu óbreyttir dátar, að þið getið sigrað mig, goðsagnaveru?‘‘ spurði Skuggi þreytulega og benti letilega á hvern og einn með sverði sínu. Þeir hreyfðu sig ekki í fyrstu en bökkuðu svo einn og einn. ,,Takk fyrir, gáfuðustu menn sem að ég hef hitt í nótt,‘‘ Skuggi var kominn að litlu hurðinni þegar hann kraup niður með leifturhraða, sló burt spjótið með hægri hendi og hjó höfuðið af verði fyrir aftan hann sem hafði ákveðið að notafæra sér tækifærið og stinga hann í bakið. Skuggi eyddi ekki meiri tíma þarna heldur stökk út um dyrnar og hljóp af stað. Ekki langt frá sá hann Þyt koma hlaupandi til sín.Hermenn á víð og dreif litu undrandi á hestinn og nokkrir gerðu tilraun til þess að stoppa hann, einungis til þess að verða undir hófum hestsins. Skuggi greip í makka Þyts og sveiflaði sér á bak. ,,Eikarþorp,‘‘ hvíslaði hann. Þytur tók viðbragð og stökk af stað og skyldi verðina fljótt eftir. Nokkrum mínútum seinna leit Skuggi við og sá enga mannlega veru nálægt. Þytur hægði ögn ferðina. Himininn sýndi engin merki um endurkomu sólar og Skuggi áætlaði að minnsta kosti einhvern nætursvefn fyrir Arnór.

Tveimur dögum síðar gekk Arnór um ganga kastala Ódáðavirkis í fylgd tveggja hermanna og einum af undirriturum konungs.
,,Jæja, Arnór,‘‘ sagði ritarinn. ,,Þetta er allt þitt. Strax og umsókn þín í starfið var samþykkt færðust allar eigur Gráeyjarembættis yfir á þig. Þú hefur ábyrgðina og auðinn,‘‘ Arnór kinkaði kolli. Hann hafði búist við því að þurfa ða flytja mál sitt fyrir þingi til þess að fá stöðuna en hún hafði verið samþykkt nær samstundis. Líklega vegna harðari og fleiri árása Byltingarinnar, hugsaði Arnór og virti fyrir sér skrifstofuna í kastalanum.
,,Hérna eru lyklarnir að öllu því sem að þú þarft, nokkur merki til þess að sauma í fötin þín og hálsmen Gráeyjarhöfðingja,‘‘ sagði undirritarinn og dró fram fyrrnefnda hluti innan úr skikkju sinni. Arnór tók við þeim og lagði á rúmið. ,,Erling Janderson kemur brátt og segir frá meiru, starfi mínu hér er lokið,‘‘ Undirritarinn snerist á hæli og benti hermönnunum á að fylgja sér.Arnór var einn eftir í skrifstofunni sem var bæði svefnpláss og fundaraðstaða. Hann rótaði letilega í nokkrum blöðum á skrifborðinu. Flest voru kærur eða skattamál en eitt þeirra greip athygli Arnórs. Hann las létt yfir það en henti svo í logalítinn eldinn. Hana, ætt mín heldur núna erfðarétti Gráeyjarhöfðingja.
,,*Hóst* Góðan dag, herra Arnór,‘‘ sagði gömul og rám rödd fyrir aftan Arnór. Hann leit við og sá hávxinn, hokinn aldraðan mann með snjóhvítt hár og nýrakað skegg. ,,Ég heiti Erling Janderson, ráðgjafi Gráeyjarhöfðingja. Ég skal sýna þér hvernig störf hér virka ef að…‘‘
,,Nei takk,‘‘ sagði Arnór. ,,Ég veit vel hvernig allt virkar hérna, Baldur var bróðir minn,‘‘
,,Gott og vel. Baldur, Grímsson, ég starfaði fyrir hann lengi vel og…‘‘
,,Hann sagði bara góða hluti um þig, Erling, og ég treysti þeim dómum Baldurs,‘‘ Erling brosti lítillega og hneigði sig. Arnór settist við skrifborðið. ,,Ég vill ljúka sem flestum málum í dag, ef að þú vildir aðstoða mig,‘‘ Erling tók sér stöðu fyrir aftan Arnór og ræskti sig.
,,Við ættum að byrja á skattamálum. Þann síðastliðinn níunda mánuð ársins hafa skattasjóðir Gráeyjar minnkað um…‘‘
,,Takk fyrir Erling en ég sé þetta allt hérna fyrir framan mig,‘‘ Arnór starði forviða á blaðið. ,,Hvers vegna stendur hérna „þriggja kopar peninga hækkun á fjöldaskatti“?‘‘
,,Eins og ég sagði, sjóðir hafa minnkað og við þurfum meira,‘‘
,,Fyrir hvað? Verðir og hermenn fá enn útborgað án þessarar hækkunar, sem og vinnumenn?‘‘ Vinalegt andvarp kom frá Erling.
,,En það ksotar sitt að reka almennilegt skrifræði við heila Eyju. Auk þess mun fljótt vanta meira, enda eru sjóðirnir á hraðri niðurleið og…‘‘
,,Þannig að við þurfum að hækka skatta um þrjá koparpeninga á mann?‘‘
,,Það lítur út fyrir það, já, herra,‘‘ Arnór hristi hausinn.
,,En fólk á þegar í erfiðleikum með að borga skatta þó að við séum ekki að auka þá,‘‘ mótmælti hann. ,,Það væri betra fyrir íbúana að…‘‘
,,Við sjáum um íbúana, við erum hluti af konungsríkinu og getum séð um þá en ekki ef að við fáum engan pening,‘‘ útskýrði Erling, líkt og fyrir barni.
,,Til hvers? Eyjan er þegar í fínum rekstri og við þurfum ekki meira,‘‘
,,En það þarf konungur, við erum í stríði við svartmenn og töpum ef að við stöndum ekki saman um að halda við konungsríkið,‘‘
,,Konungur fær þúsund gullpeninga á mánuði frá Gráey, samtals fáum við úr skatti og öðru tvöþúsund gullpeninga, og áttahundruð af þeim fara í almennan rekstur stendur hér, en hvert fara tvöhundruð?‘‘
,,Í að verðlauna störf æðstu stjórnenda, að sjálfsögðu herra,‘‘ sagði Erling og brosti breitt. Arnór hristi hausinn.
,,Nei,‘‘ muldraði hann.
,,Herra, ég skal senda fram tilkynningar um hækkanir á…‘‘
,,Nei.‘‘
,,En, herra….‘‘
,,Nei! Engar hækkanir, við sjáum til í næsta mánuði hvernig fer,‘‘ Arnór lagði skattaskýrlsur í eina skúffu og skellti aftur. ,,Látum okkur nú sjá, kærur,‘‘
,,Herrann kemur hér á hverjum sunnudegi og dæmir sum mál, það væri gott að hafa lesið þau yfir áður, til þess að vita fyrr hvað skuli gera,‘‘ sagði Erling.
,,Hmmm… uxa eins var slátrað vegna þess að hinn hélt uxann sinn, sá sem átti uxann fór þá og slátraði fimm kindum af þess er slátraði uxanum… Erling?‘‘
,,Herra, ég myndi halda að þeir ættu báðir að borga Gráeyjarembætti tvo silfurpeninga fyrir ónáðið, þar sem það er búið að ljúka málinu, herra,‘‘
,,Ha? Það… nei, þeir ættu að borga hvorum öðrum skaðann, einfaldlega,‘‘
,,Herra, það er skortur á pen…‘‘
,,Skirfaðu þetta niður, sem að ég sagði,‘‘ Erling andvarpaði og páraði eitthvað niður. ,,Jæja, bóndi vill kæra nágranna sinn fyrir stuldur á vatni, þar sem hann á sjálfur landið yfir uppsprettu árinnar sem að hinir svokölluðu þjófar fengu sér úr,‘‘
,,Ah, það myndi vera mál herra Iilands. Óðalsetur hans liggur yfir Nárafjall og þarmeð uppsprettu Náraár. Þjófarnir ættu að borga honum…‘‘
,,Allir eiga vatnið á þessari eyju. Svo lengi sem að þeir tóku það af sinni landareign er það í lagi, þannig eru lögin. Reyndar ætti Iilands að borga nágrönnum sínum fyrir skaðann sem hann gerði með stíflum og…‘‘
,,Iilands er góðvinur Gráeyjarembættis, og ekki ráðlegt að missa góð tengsl við hann,‘‘ sagði Erling staðfastur en auðmjúkur. ,,Og lögin mæla gegn þessu sem að þú sagðir því að…‘‘
,,Hvað sagðirðu?‘‘ Arnór leit hægt upp á hrukkótt andlit Erlings. ,,Hvað sagðirðu um lögin?‘‘
,,Þriðja dag áttunda mánaðar var gerð breyting á vatnseignarlögum í Gráey svo að ár verða framvegis í eigu uppsprettu landeiganda, lagafrumvarp af…‘‘
,,Já?‘‘
,,… Gráeyjarembætti, ritað af Peklingi Larsson,‘‘
,,Þriðji dagur áttunda mánaðar… það er sama dag og þetta bréf er sent inn!‘‘ sagði Arnór og blaðaði í skúffum. ,,Frumrit frumvarpsins, takk. Núna,‘‘ Erling teygði sig hægt í eina skúffuna og dró fram skjal. ,,Réttu mér nú blaðið sem að þú hefur verið að skrifa á,‘‘ skipaði Arnór ískaldri röddu. Með ósýnilegu átaki rétti Erling honum blaðið hægt. Arnór bar skriftirnar saman. ,,Komdu þér héðan út,‘‘ skipaði hann. Erling hreyfði sig ekki. ,,Núna,‘‘
,,Herra?‘‘
,,Færðu þitt skitna og spillta rassagat úr minni sjónlínu og komdu aldrei aftur nálægt skriffæri á minni eyju!‘‘ sagði Arnór og stóð á fætur. ,,Ég veit ekki hvað hefur breyst í þér síðan valdatíð Baldurs en það er eitthvað mikið. Út með þig ræfill! Þegar ég er við völd níðumst við hvorki á þeim veiku né ríku! Réttlæti, stendur fyrir ofan hurðina hérna, en það er rangmæli þar til ég leiðrétti saur þinn hérna!‘‘ Brjóstkassi Erlings færðist hátt upp en seig aftur niður og hann snerist á hæli virðulega.
,,Herra,‘‘ muldraði hann og lokaði á eftir sér. Arnór laut höfði og sneri sér aftur að skrifræðinu. Pappírsfjöllin birtust skyndilega og flæddu yfir hugsanir hans.
