Gagnrýni er líka vel þegin.
En annars njótið (:
btw ég veit það geta leynst einhverjar stafsetningarvillur þarna
——
Þið vitið hvað ég er að tala um.
Þessi staður þar sem þú vilt bara helst leggjast niður og deyja.
Friðsælt og hljóðlátt.
Þannig leið mér á meðan ég lá þarna í grasinu. Sólin sleikti hörund mitt, fuglasöngur heyrðist í fjarska og nyðurinn í sjónum gerði allt svo fullkomið. Ég fann loksins til ánægju.
En sú ánægja entist ekki lengi. Fótatak nálgaðist en ég lét eins og ég heyrði það ekki. Ég vildi ekki standa upp og snúa aftur til raunveruleikans. Þessi staður eilífðar hamingju virkaði miklu meira spennandi og betri fyrir mér.
,,Staddu upp‘‘ sagði djúp kunnuleg karlmannsrödd.
Nei, hugsaði ég, nei ég ætla ekki að standa upp. Ekki fyrir þér.
Allt í einu var ég rifinn upp. Ég fann hversu þreyttir og máttvana fætur mínir voru.
,,Afhverju í andskotanum liggur þú hérna. Ætlastu til þess að ég þrífi upp allt eftir þig eða ? Drullaðu þér til baka og þrífðu upp blóðið eftir þig. Að sjá þig.. þú ert eins og gömul tuska‘‘
Ég horfði niður á jörðina og eitthvað í mér skammaðist sín.
En þetta var ekki mér að kenna, hann réðst á mig. Hann ætti að þrífa það upp sjálfur.. ef hann er þá á lífi.
,,Horfðu á mig!‘‘
Ég leit upp, þarna stóð þessi tignarlegi maður. Djúpbláu augu hans geisluðu eins og vanalega og hárið, eins og fallegt og það var, var orðið dálítið skítugt og fitugt. Ég elskaði það samt. Ég elskaði hann.
Hann tók um hnakkann á mér og leiddi mig inní hús.
Það var komin vond lykt þar inni. Líkið lá á miðju eldhúsgólfi, andlitið tætt af og blóðslettur upp eftir veggjum.
Þessi maður átti skilið að deyja. Að hann hafi ætlað sér að fullnægja sínum kynþörfum á mér.
Skepnan.
Maðurinn, maðurinn minn, lagði frá sé byssuna í dyragættinni. Hann var orðin aðeins rólegri.
,,Tja.. kannski þetta sé líka aðeins mér að kenna. Ég skaut hann nú einu sinni eða tvisvar. En það var nú eftir að þú réðst á hann.. hann hefði hvort eð er ekkert lifað mikið lengur‘‘
Ég fann að hann var farin að skammast sín aðeins eftir að hafa öskrað svona á mig. Hvað átti ég annað að gera þegar sextugur maður ræðst á mig og ætlar að stinga prikinu sínu í minn heilagasta. Nei, það ætlaði ég ekki að leyfa honum að gera.
Ég byrjaði að þrífa upp blóðið í kringum hausinn á honum.
Á meðan sat hann við eldhúsborðið og vafði sígarettu. Síðan kveikta hann sér í og sígarettureykurinn fyllti loftið og blandaðist blóðlyktinni. Fólk gæti kannski haldið að ég sé einhvert sjúkt fyrirbæri en þessi lykt fannst mér góð.
Skyndilega heyrðist í einhverjum koma inn.
Kvíðinn yfirtók mig og ég hljóp í átt að útidyra hurðinni. Hann kallaði á mig en ég lét það sem vind við eyrum fjúka. Ég ætlaði ekki að láta einhvern ganga inn á þetta ástand.
Hvað gæti fólk haldið ? Að við værum með einhversskonar drápsverksmiðju þarna inni ?
Nei, þannig orð mátti ekki vera á þessum stað.
Þessum fallega stað.
Í dyragættinni mætti ég bróður hans.
Dýrseðlið mitt var ég aftur búinn að vekja upp og ég réðst á hann.
En hann var sterkari en ég, hann sparkaði mér niður og tók upp byssuna.
Henni var miðað á mig.
Á andartaki sá ég líf mitt flassa fyrir augum mér og búmm.
Ég var dáinn.
Aldrei hafði mér dottið í hug að ég myndi deyja svona.
En svona er nú lífið..
—-
Hann gekk þunguð skrefum inn.
Við eldhúsborðið sat maður, á gólfinu lá lík.
,,Þú þurftir nú ekki að skjóta greyið, þótt hann hafi verið orðið svolítið ræfislegur.‘‘ sagði hann um leið og hann blés reyknum frá sér.
,,Jóhann.. tókstu virkilega ekki eftir því hvernig hann kom á móti mér ? Hann ætlaði að drepa mig. Rétt eins og hann drap hann‘‘ sagði hann og leit á líkið sem lá alblóðugt á miðju gólfi.
,,Hann var einn sá tryggasti sem ég hef átt.‘‘ sagði Jóhann og grúfði andlit sitt í lófa sína.
Hann gekk að litla bróður sínum, litla bróður sínum sem aldrei hafði getað bjargað sér almennilega.
Hann lét hönd sína falla á öxl hans.
,,Þú getur alltaf fengið þér nýjan hund‘‘
já.