Skuggaskrudda Kaflar VIII-X
Sapien
Skuggskrudda er framhald af bókinni Skuggaskræða (sem er framhald Skuggaskinna). Ég ætla enn að fela mig bak við þá afsökun að þessi saga var skrifuð fyrir nokkrum árum, eða þegar ég var á þrettánda ári. Látið vita ef að þið viljið að ég haldi áfram að senda inn.

VIII. ÚTLAGINN

Það var strax eftir gærkvöldið var byrjað að skipuleggja hernaðar aðgerðir.
,,Hversu marga hermenn hefur Ísland?’’ spurði Baldur. Valdi og Hrólfur urðu ögn vandræðalegir.
,,Öhömm,’’ sagði Valdi. ,,Svo sem engan alvöru her en það eru margir víkingar,’’
,,Allt í lagi, ef þú gætir skrifað nöfn niður á lista…’’
,,Eh, flestir bestu eru í útlegð uppi á hálendinu,’’
,,Þá það, við þurfum að safna í her þá af öllum öðrum,’’
,,Það verður ekki auðvelt,’’ sagði Hrólfur. ,,Maður yrði alltof lengi að ferðast þetta,’’
,,Og svo vitum við ekki hvort aðrir vilji yfirleitt berjast mót konungi,’’ bætti Valdi við. ,,En Baldur, kannski væri nóg að hræða þá með því að drepa Ragtanna einu sinni eða tvisvar?’’
,,Hmm, kannski, en ég þarf hjálp. Þið komið vitanlega með því ég rata ekki,’’ sagði Baldur þá.
,,Og kannski myndi fólk frekar ganga til liðs við okkur ef við hefðum einhvern veginn þannig hetju!’’ hrópaði Hrólfur. ,,Og þá yrði þetta fljótara að breiðast út!’’
,,Flott, safnið saman flestum víkingum úr nálægum sveitum, þið hafið eina og hálfa viku,’’

Valdi, Hrólfur, tveir húskarlar og Kolur þræll riðu strax af stað í fyrramálið. Á meðan hjálpuðu hinir til við hin ýmsu verk sem þurfti að sinna á Höfn. Baldur, Eyjólfur, Sigurbjörn, Villi, Karl, Jakob og Arnór unnu við að moka flór og einnig við að viðhalda útihúsunum. Fáfnir hjálpaði til við að setja niður hinar ýmsu matjurtir svosem kartöflur og hveiti, sem þreifst mjög vel á þessum slóðum. Vikan leið hægt en Fáfnir vildi ólmur læra meira um Ísland og við að hjálpa til við vinnuna þar lærði hann margt og komst að því að menningarheimur hans og Íslands var alls ekki ólíkur. Íslendingar notuðu t.d. sömu rúnir og Eyjabúar, bjuggu í svipuðum húsum og var mjög annt um dýr. Fáfnir hafði meðal annars vingast við Bessa, hundinn á bænum en vogaði sér aldrei að líta í augun á honum, hann hafði séð hvernig farið hafði fyrir Eyjólfi sem ekki hafði geta sest niður í fjóra daga eftir að hafa hunsað viðvaranir Valda.

Að einni og hálfri viku liðinni komu Valdi og Hrólfur aftur með tíu manns, og tveimur klukkustundum síðar komu húskarlarnir tveir og Kolur þræll. Þeir höfðu með sér sjö manns.
,,Allir sem við gátum náð í,’’ útskýrðu þeir. Baldur hafði vonast eftir fleirum.
,,Jæja, þetta verður þá að duga, við leggjum af stað strax í fyrramálið,’’ sagði hann.

Fáfnir vaknaði eldsnemma morguns. Þeir leggja af stað í dag, vonandi er ég ekki of seinn, hugsaði Fáfnir og klæddi sig í flýti. Hann hljóp berfættur meðfram kulnuðum langeldinum og fram á hlað. Þar stóðu þrjátíu og tveir tjóðraðir hestar- tuttugu og átta reiðhestar og fjórir klyfja eða varahestar- hlaðnir ýmsum pokum. Baldur og Arnór voru að eitthvað að tala við Valda og voru ekki ánægðir á svip. Fáfnir giskaði á að Hrólfur væri í smiðjunni að kveðja smíðatólin. Aðkomumennirnir voru að leggja á hestana. Fáfnir hljóp yfir til föður síns.
,,Faðir, ég vill fara með ykkur,’’ sagði Fáfnir og leit á föður sinn. Baldur horfði á móti.
,,Nei, þetta er orrusta sem við erum að halda upp í, ekkert fyrir þig,’’ sagði hann og lagði hönd sína á öxl Fáfnis.
,,En þegar við lögðum af stað upp frá Eyjaveldinu!’’ hrópaði Fáfnir svekktur. ,,Eða á Spáni! Ég sá til þess að Leó kæmist til ykkar!’’ Baldur horfði í augu sonar síns.
,,Fáfnir minn, þegar við lögðum af stað í útlegðina, þá vissi ég ekkert í hvað við voru að ana. Og á Spáni, þú varst sá eini sem gast gast gert verkefnið, svona er það nú,’’ Fáfnir snerist á hæli, hljóp aftur inn í hús.
,,Verður í lagi með hann?’’ spurði Arnór.
,,Já, já, ég ætla að skilja Sigurbjörn eftir hérna, hann passar hann,’’ svaraði Baldur áhyggjufullur.
,,Tja ég myndi ekki treysta Sigurbirni í það, þó svo hann sé hjartahreinn,’’
,,Þess vegna læt ég Bessa verða eftir hjá honum,’’ sagði Valdi. ,,Hann passar að ekkert komi fyrir hann,’’ Valdi lagði tvo fingur í munn og blístraði. Bessi kom hlaupandi inn úr dyrunum og settist fyrir framan Valda. Valdi hvíslaði eitthvað í eyra hans. Bessi laut höfði og hljóp aftur inn í hús með dillandi rófu.
,,Merkilegur hundur,’’ sagði Valdi. ,,Líka afkomandi Sáms, hundar Gunnars heitins á Hlíðarenda,’’ Valdi yppti öxlum. ,,Er þá ekki allt komið?’’
,,Jú, bara að fara á bak,’’ Þeir kölluðu á ferðafélaga sína, stigu á bak og riðu af stað.

IX. RAGTANNI

Dagur reis að nýju og riðið var af stað til Geysis. Ferðin tók heilan brátt urðu Baldur og hinir frá Eyjaveldinu leiðir á öllu útsýninu, bara fjöll og burknar á stangli. Þegar komið vað hvera svæðinu hleyptu þeir af og spókuðu sig um í gufunni. Nóttin var hlý en blaut og Geysir hélt smá sýningu, þó nokkrum sem of nálægt voru til mikils ama. Þegar sólin kom aftur upp var hrossunum smalað saman og lagt af stað til Akraness. Ferðin tók tvær nætur, og þá heldur farið að ganga á nestið.
,,Við verðum að skammta matinn, vatn getum við fengið úr lækjum,’’ sagði Baldur.
,,Þess mun örugglega ekki gerast þörf,’’ svaraði Valdi. ,,Við verðum komnir til Akraness fyrir kvöldverð,’’
,,Ú, vondandi hittum við á kvöldverð!’’ sagði Hróflur og sleikti út um. Fram undan sáu þeir stöðuvatn og við það tvær förukonur. Þeir ákváðu að spyrja þær til vegar.
,,Kvöldið, dömur,’’ sagði Valdi. ,,Hafið þið nokkuð frétt eitthvað úr landi Akraness nýlega?’’
,,Ooo,’’ svaraði önnur þeirra. ,,Ooo, skelfileg tíðindi. Her stríðsmanna, kannski fimmtíu manns, hefur ráðist inn í bæinn og tekið alla til fanga, sussususs, pening?’’
,,Veistu hvert þeir ætla?’’ spurði Arnór.
,,Ahh, ætli þeir fari ekki til Borgar næst, sussumsvei, pening?’’
,,Hvert fara þeir með fangana?’’ spurði Baldur.
,,Hmm, ætli ég viti það nú ekki, kannski til Vestmannaeyja, ja suss, pening?’’ Valdi rétti skruggunni silfurskilding.
,,Við mætum þeim, ekki satt Baldur?’’ sagði Arnór.
,,Hmm, jú, við mætum þeim!’’ sagði Baldur. ,,Hraðið för, við munum berjast!’’

Þeir höfðu riðið í um hálftíma þegar þeir sáu slóð hermannanna.
,,Þeir eru á leið til Borgar,’’ sagði Gísli, en hann sat fyrir aftan Hrólf. ,,Ég held að þeir séu tíu mínútur héðan,’’ Þeir héldu áfram. Það skyggði óðum og stjörnur farnar að birtast á himninum.
,,Þarna!’’ hrópaði Kolur. ,Sjáið kyndlana,’’
,,Við verðum að fara varlega núna,’’ sagði Baldur. ,,Leynd er vopnið okkar því þeir vita ekki af okkur,’’
,,Ertu að segja að við læðumst upp að þeim og skerum á háls eins og ótíndir þjófar?’’ spurði Gísli.
,,Um, já einhvern veginn þannig. Ég skal bíða hjá hestunum,’’ Nú læddust þeir af stað, tuttugu og sex víkingar, einn hliðvörður og atvinnuleysingi, að fimmtíu manna her. Nóttin var þeim þeirra eina skjól. Þeir voru rúma tíu metra frá marserandi hermönnunum.
,,Verið viðbúnir að gera árás, við verðum að koma þeim í opna skjöldu,’’ hvíslaði Skuggi sem hafði birst upp úr þurru.
,,Hvað í…’’ sagði einn þrællinn. Skuggi sussaði á hann.
,,Ég tel niður, einn, tveir, og… ÁRÁS!’’ Þeir þustu af stað með óhljóðum og hjuggu niður hvern hermanninn á fætur öðrum. Hermennirnir voru ekki viðbúnir og vissu ekkert hvað í gangi var, hlupu um og ópuðu.
,,Snúið við og berjist!’’ beljaði þursleg rödd. Mennirnir voru greinilega hræddir við þessa þrumandi rödd og sneru sér að víkingunum. Víkingarnir hikuðu og bjuggust til flótta.
,,Ekki hætta! Áfram! Berjumst!’’ hrópaði Skuggi og hjó höfuðið af tveimur í einu. Þann þriðja klauf hann í herðar niður en hjó fætur undan þeim fjórða. Víkingarnir tóku við sér og réðust gegn norðmönnunum. Í náttmyrkrinu var erfitt að greina milli andstæðings og vinar og því þurftu víkingarnir að dreifa sér, en þá þegar byrjuðu þeir að falla. Þó minnkaði meira í liði norðmanna. Skuggi tók niður hvern á fætur öðrum, vægði engum. Á Gísla rann berserksæði og hann henti sér á rauðklæddan óvinaherinn.
,,Arg!’’ drundi aftur í þursröddinni. ,,Þarf ég að gera allt sjálfur?’’ Hermennirnir viku í flýti fyrir miklum risa með ógnvænlegt sverð. Skuggi var ekki lengi að hugsa sig um.
,,Deyðu jötunn!’’ hrópaði hann og stökk á Ragtanna. Ragtanni sló sverðinu á móti honum en Skuggi hafði reiknað með því og beygði sig niður og stakk sverðinu undir brynjuna og inn í holdið. Það hafði lítil áhrif á risann sem sló Skugga burt.
,,Litla padda! Þú lifir ekki lengi eftir þetta!’’ Hann gekk aftur að Skugga þar sem lá í öngviti í grasinu. Ragtanni lyfti sverðinu en Hrólfur kom þá aðvífandi og hjó í hendurnar. Ekki sá á brynjunni en skarð kom í öxina. Ragtanni leit á Hrólf og hjó í stað að honum. Hrólfur beygði sig og bar skjöldinn fyrir. Sverðið rétt hrökk af skildinum en Hrólfur datt. Ragtanni hjó í sífellu á eftir honum þar sem hann skreið burt og var nærri búinn hitta hann hefði Skuggi ekki kastað í hann skildi af dauðum hermanni. Ragtanni sneri sér og urraði. Hann gekk eitt skref að Skugga og stökk svo á hann. Skuggi beygði sig niður og Ragtanni flaug rétt yfir hann. Ragtanni öskraði heiftarlega og lagði með sverði sínu að Skugga. Skuggi varðist laginu með Silfursting en riðaði til vegna kraftsins frá högginu. Nú lagði Skuggi til Ragtanna sem ætlaði að höggva móti en Skuggi sneri sér til hliðar eins hratt og hann gat og stakk milli herðablaða jötunsins. Risinn féll niður á hnén.
,,Þetta er ei búið. Ek mun rísa á ný úr blóði fóstru minnar undir rótum yggrasils, el-tor-loki-med-strong-hvile-om-rimmugýgi!’’ hvíslaði Ragtanni milli saman bitinna tannanna.
,,Og þegar það gerist,’’ hvíslaði Skuggi. ,,Verð ég hér og lýk við þig á ný!’’
Skuggi rykkti sverðinu út, reif hjálminn af ófreskjunni og hjó.
,,Hann hefur sigrað Ragtanna!’’ hrópaði Gísli. ,,Hver ertu grímuklæddi stríðsmaður?’’
,,Mjög þreyttur og svangur,’’ svaraði Skuggi. ,,En gleymum ekki afganginum af aulunum,’’ Hann hjó niður einn hermannanna sem voru mjög ráðvilltir og hræddir eftir fall Ragtanna.

Þegar búið var að safna saman líkjunum komust þeir að því að Skuggi var horfinn.
,,Hvar er hann?’’ spurði Kolur.
,,Rólegur, ekkert vera að velta þér upp úr því,’’ sagði Valdi. ,,Nú förum við til Borgar og söfnum saman liði gegn norðmönnum! Hvar er annars Baldur með hestana?’’ Þeir gengu aftur til hestanna. Baldur var að enda við að leggja á reiðskjótana.
,,Hvernig gekk?’’ spurði hann.
,,Vel, við stráfelldum þá alla og Skuggi hjálpaði okkur við að sigra Ragtanna,’’ sagði Eyjólfur.
,,Féllu einhverjir af okkur?’’ spurði Baldur. Mennirnir urðu niðurlútir.
,,Naggur húskarl frá Höfn, Geir þræll úr Djúpavogi, Holmundur bóndi úr Breiðdalsvík og Bragur bróðir hans, þrír menn sem við getum ekki borið kennsl á og fimm eru horfnir,’’ sagði Valdi. ,,Við munum búa þeim haug á Borg,’’ Tveir menn komu og drógu á eftir sér líkin. Þau voru bundin á klyfjahestana og haldið af stað til Borgar. Á meðan á reiðinni stóð spurðu menn um Skugga. Arnór, Baldur og Eyjólfur sögðu þeim af Skugga og hlutverki hans, en ekki of mikið.
,,Svo Skuggi er að elta okkur?’’ spurði Gísli Súrsson. ,,Af hverju hef ég ekki séð hann!’’
,,Skuggi er meistari dulbúnings og felutækni. Þú sérð hann þegar hann vill það,’’ sagði Baldur.
,,Tja mér líkar við að hann sé að laumast kringum mig meðan ég er sofandi. Þið segið hann góða manninn en eg tel af sögunum að hann sé hinn mesti þjófur og ragmenni!’’ fullyrti Gísli á móti.
,,Hver hefur sína skoðun, og vel á minnst við þurfum svefn, langt er liðið fram á nótt og menn eru þreyttir,’’

Sofið var fram að hádegi, enda allir þreyttir og sárir eftir mikla orrustu.
,,Af stað allir! Vakna!’’ hrópaði Baldur en hann vaknaði fyrstur að venju.
,,Ummm… fimm mínútur enn, bara fimm…’’ muldraði Valdi og kúrði sig inn í teppið sitt.
,,Nei, af stað núna. Við höfum sofið of lengi,’’ ansaði Baldur og rykkti ábreiðunum af mönnum. Þeir stauluðust þreyttir á fætur og söfnuðu saman dótinu sínu.
Lagt var að stað stuttu síðar. Haldið var gegnum Borgarfjörðinn. Ferðin tók hálfan daginn en loks sáu þeir bæ í fjarska.
,,Þetta er Borg,’’ útskýrði Valdi. ,,Bær feðganna Skalla-Gríms og Egils. Skalla-Grímur er orðinn hrumur af elli svo Egill stýrir búinu,’’
,,Munu þeir hjálpa?’’ spurði Baldur.
,,Án efa. Egill er mikill stríðsmaður og enginn vinur Noregskonungs. Samt er hann skapillur svo farðu vel að honum,’’ svaraði Valdi. Bærinn var stór og reisulegur og margt var um manninn þar. Lítil strákur kom hlaupandi á móti þeim.
,,Góð dag,’’ sagði snáðinn og tvísté. ,,Hver erð þit?’’
,,Sæll, ungi maður, ég er Valdimar Sigmundarson af Höfn ásamt bróður mínum Hrólfi og fylgdarliði okkar,’’ Arnór ræskti sig. Strákurinn virtist ekki hafa náð neinu af þessu og horfði ráðvilltur á Hrólf og Valda til skiptist. ,,Segðu bara að Valdi frændi sé kominn í heimsókn,’’ Drengstaulinn snerist á hæli upp brekkuna og hvarf inn í bæjarhúsið. Stuttu síðar birstist maður í dyragættinni og veifaði þeim að koma.
,,Fínt, Egill á líklega nóg húsaskjól fyrir okkur yfir nóttina, en ég vara ykkur alla við,’’ Valdi sneri sér við og horfði yfir hópinn grafalvarlegur. ,,Ekki, og þá meina ég aldrei biðja um of mikið öl hjá honum. Hann er gestrisinn en EKKI biðja um of mikið öl. Á það er hann svolítið frekur. Jæja!’’ Aftur létti yfir Valda. ,,Ég er svangur, læangt síðan við fengum dágóðan málsverð,’’ Svo skeiðaði hann upp hæðina og Hrólfur dratthalaðist á eftir honum. Allir litu hvor á annan og vissu ekki hvað skyldi gera. Baldur tók forystuna og skundaði á eftir Hrólfi.
,,Fylgdarliði okkar?! Það var þá!’’ tautaði Arnór bak við hann.

Arnór og Baldur röðuðu sér hlið við hlið við langeldinn. Við endann sat gamall, sköllóttur maður í öndvegi og við hlið hans annar álíka hárlaus en mun unglegri, brúnaþungur og kraftmikill í vexti og sátu bræðurnir Valdi og Hrólfur á tali við hann. Maðurinn virtist lítið vera að hlusta á þá og einbeitti sér þess í stað að drykk sínum og starði íhugull á Baldur. Hrólfur sneri sér til Baldurs og gekk til hans.
,,Egill vill fá að tala við þig í einrúmi,’’ sagði Hrólfur.
,,Hva, hvað sögðuð þið við hann?’’ spurði Baldur.
,,Flest allt, hann vill tala við þig áður en hann svarar, fljótt nú, hann er þreyttur og svangur!’’
,,Bíddu? Allt? Kunnið þið ekki… bíddu, ha?’’ Baldur var hissa á framhleypni bræðranna við Egil. ,,Nú jæja já, ég kem.’’ Baldur stóð upp og fór til Egils.
,,Þú vildir tala við mig…’’ sagði Baldur en Egill benti honum strax á að fylgja sér burt. Baldur elti hann út úr skálanum og út í haustnóttina.
,,Þú ert Baldur Grímsson,’’ sagði Egill djúpri rámri og hárri röddu.
,,Tja, já…’’
,,Mér skilst að Ísland sé undir árás stórs hers Norðmanna!’’
,,Líklega…’’
,,Og þú hyggst safna liði gegn þeim, jafnvel þú munir láta lífið fyrir hinum jötunvaxna Ragtanna!’’
,,Það mun ég…’’
,,Þá met ég þig mikils að fórna þér fyrir land sen þú hefur þekkt í örfáar vikur. Ek er Egill sonur Skalla-Gríms sonar Kveldúlfs og bíð þér þjónustu mína, en ek mun fara með yður og mæta Ragtanna því hann er eina og mesta ógnin!’’
,,Flott, um, eh, ég meina… takk, eða… uhumm… ég tek því og mér er heiður af hjálp þinni,’’
,,Við ættum að leggja af stað á morgun, en fyrst skulum við ráða ráðum okkar.’’ Egill benti honum á að koma aftur inn fyrir.

Eftir að allir höfðu gengið til náða sátu Egill, Baldur, Arnór, Gísli, Valdi og Hrólfur við kulnandi eldinn og réðu ráðum sínum.
,,Segjum sem svo að öll drekasveitin sé hér,’’ sagði Valdi. ,,Þá var þetta bara sendihópur, kannski fjörutíu manns,’’
,,Þeir ætlast varla til þess að taka yfir heilt land með fjórum tugum manna? Þá hljóta þeir að vera ofurhrokafullir og heimskir, sama hversu góðir stríðsmenn þeir kunn vera!’’ sagði Arnór.
,,Víst er svo, en líkt og Valdi gerð mér kunngert hér fyrr í kvöld eru aðalbúðir þeirra á Vestmannaeyjum, og líklegt mun það vera að þeir hafi hugnast að snúa til baka og er þeir væru búnir að missa marga menn eða þegar þeir væru búnir að taka yfir ákveðinn hluta landsins.’’ Mlti Egill.
,,Má vera, og heldur líklegt, en við skulum ekki hrapa að ályktunum,’’ sagði Baldur. ,,Og ætli þeir hafi ekki þegar sent af stað fleiri hermenn.’’
,,Hva…?’’ spurði Gísli. ,,En við stráfelldum þá alla nú fyrir næstum tveimur dögum, hvurnig ætlar þú að þeir hafi fengið fregnir af föllnum frændum sínum?’’
,,Nú, því miður sýndist mér ég sjá einn sem hafði flúið bardagann, en ekki fyrr en það var of seint, hann var kominn langt í burt og við hefðum ekki geta náð honum eða fundið,’’ útskýrði Baldur. Gísli virtist ekki ánægður né hinir.
,,Hvað með að bíða eftir alþingi og leysa málið þar?’’ spurði Egill. ,,Ek væri hlynntur því,’’
,,Nei, ég myndi ekki treysta á það auk þesser næsta þing eftir þrjá mánuði!’’
,,Nákvæmlega,’’ sagði Valdi. ,,Þá yrði landið gervallt á valdi þeirra og komið gulaþing, en ekki alþing!’’
,,En þá er að safna í lið gegn þeim öllum, við þurfum allan þann liðsstyrk sem til er,’’ sagði Arnór. Bakvið hann kulnaði glóðin loks út. Egill stóð upp og fór að bæksla við að kveikja á kerti í myrkrinu.
,,Ég og Gísli ættum að geta farið í það og haft eins mikinn her og hægt er eftir mánuð ef við hröðum för vel og leggjum af stað á morgun,’’ sagði hann og tókst að koma loga á kertið. ,,Og þá er ek með bjartsýni,’’
,,Sammála, það má engan tíma missa!’’ kváði Gísli.
,,Þá förum ég og Hrólfur og fylgdarlið okkar og reynum eftir bestu getu að stöðva framrás norðmanna!’’ lagði Valdi til. Enn babblar hann um fylgdarliðið sitt, hugsaði Arnór gramur.
,,En höfum við nógan herstyrk, ef það kæmi til átaka á opnu svæði?’’ spurði Baldur.
,,Þú vanmetur okkur,’’ hlakkaði í Hrólfi. ,,Við erum þegar búnir að sigra eina herdeildaf þeim, við náum vel að sigra aðra!’’
,,Já, en við komum aftan að þeim í myrkri svo að sá sigur var meira í glópaláni,’’ ansaði Baldur. Hrólfur hummaði eitthvað á móti í neikvæðum tóni. ,,Svo ég held að við þurfum meiri herstyrk,’’
,,Þið fáið alla sem ég get séð af, ég fer að safna liði en Gísli ætti að fara með ykkur, en fólk treystir honum ekki þar sem hann er útlagi,’’ sagði Egill og stóð upp. ,,Allir samþykkir þessari ráðagerð, nei, já? Þá er það samþykkt með öllum atkvæðum greiddum, gangið nú til náða,’’ Svo fíor hann til rekkju.
,,Við greiddum aldrei atkvæði, var það nokkuð?’’ hvíslaði Hrólfur.

X. FRAM AF KLETTI

Svo varð af. Egill lagði af stað um hádegi og hafði tvo menn með sér, eftir að hafa búið þeim föllnu haug. Hann ætlaði norður að fara og vara við og safna liði. Hinir urðu eftir og vopnfærðust.
,,Ég óttast að við séum ekki með nógan mat meðferðis,’’ sagði Hrólfur og stakk slátri niður í skinnpoka.
,,Ég óttast að við finnum þá ekki,’’ sagði Valdi.
,,Ég óttast að við deyjum öll,’’ muldraði Arnór.
,,Ég óttast um Fáfni,’’ hvíslaði Baldur og girti sig sverði. ,,Hvað erum við annars með marga menn?’’ sagði hann svo upphátt. Valdi hreyfði varirnar eins og hann væri að telja og benti út í loftið.
,,Fimmtíu og sex um það bil,’’ sagði hann loks. ,,En einhverjir bætast við á leiðinni, við komum jú við á Akranesi,’’
,,Líklega eru þeir samt búnir að taka einhverja fanga þaðan,’’ sagði Gísli. ,,Við fórum beina leið að Hafnarfjalli og hefðum þá ekki geta séð þá sem fóru með fangana,’’
,,Ég vona svo sannarlega að svo sé ekki,’’ svaraði Valdi.
,,Baldur, Valdi!’’ kallaði Arnór bakvið þá. ,,Mennirnir eru órólegir, þeir segja að þeir vilji vita hvert förinni sé heitið…’’
,,Hóaðu þeim saman í hóp!’’ ansaði Baldur stuttlega. Arnór ætlaði að segja eitthvað en snerist á hæli og hrópaði eitthvað upp í loftið.
,,Við erum tilbúnir er það ekki?’’ spurði Baldur. ,,Jú, allur matur, vopn, klæði, allt sem við þurfum í langferð sem þessa,’’ svaraði Valdi og leit í kringum sig.
,,Fínt,’’ sagði Baldur og vippaði sér upp á Þyt.
,,Hey, þú!’’ var hrópað úr mannþvögunni sem hafði safnast saman fyrir framan Baldur. ,,Hvert er eiginlega verið að fara? Hvað er að gerast? Egill sagði okkur bara að hlýða þér!’’ Og fram steig lágvaxinn skeggjaður maður með sverð og skjöld. Baldur ræskti sig.
,,Við ætlum að berjast við her bestu stríðsmanna Noregs og Ragtanna hálfjötunn þar sem okkur bíður bráður bani en frelsi landsins verður bjargað og þeir sem vilja koma með skulu fylgja mér en hinir skulu sitja hér eftir sem raggeitur,’’ bunaði Baldur út úr sér, sneri hestinum fetaði niður hæðina. Brátt brokkaði Valdi á eftir honum a sínum hesti með Hrólf á eftir sér.
,,Hvað var þetta?’’ spurði Valdi undrandi. ,,Þú varst að skamma mig í gær fyrir að fara ekki varlega að…’’
,,Rólegur, þeir koma,’’ sussaði Baldur á hann og setti á brokk. Valdi yppti öxlum og elti Baldur. Um tíu mínútum síðar heyrðist hófadynur fyrir aftan þá og afgangurinn af henrum kom í ljós með Arnór í fararbroddi.

Haldið var gegnum Borgarfjörðinn og komið við á Hvanneyri. Bóndi þar var úti á akri og leit upp þegar hann sá hersingu koma brokkandi í átt til sín.
,,Hæ!’’ hrópaði hann. ,,Hvaða her fer hér um?’’
,,Her Egils Skalla-Gríms og Valda Sigmundarsonar,’’ ansaði Baldur. ,,Við færum þér váíðindi sem gætu varðað við líf þitt og afkomen da þinna, en mikill her hefur ráðist á landið gog hyggst taka það með valdi!’’ Bóndinn hugsaði sig um og sagði svo:
,,Ei hljómar það gott og mun ek ganga til herfarar með yður!’’ Svo tók hann á sprett upp að bænum. Nokkru síðar kom hann ríðandi til baka með spjót í annarri hendi en skjöld á baki og öxi sem hékk við belti hans
,,Smá vandræði með konuna,’’ sagði hann svo við Baldur þegar þeir voru aftur lagðir af stað. ,,Ágætt að komast þá svolítið burt. Annars heiti ég Jónas,’’
,,Baldur,’’ svaraði Baldur og fræddi hann um hvernig var ástatt í landinu.

Ögn var byrjað að rökkva þegar þeir nálguðust staðinn sem bardaginn við Ragtanna og her hans hafði farið fram.
,,Takið ykkur vopn héðan ef þið viljið, en engin föt eða brynjur en þau bera merki Drekasveitarinnar,’’ hrópaði Baldur yfir herinn. Margir fóru af baki og leituðu að betri vopnum í rotnandi hrúgunni. Arnór reið ögn áfram.
,,Baldur!’’ heyrði Baldur Arnór hrópa ögn frá sér. Baldur reið til hans. Arnór var staddur við staðinn þar sem Skuggi hafði fellt Ragtanna, og hélt hendinni fyrir vitum sér. En þar var ekkert lík, engin brynja, enginn hjálmur og ekkert sverð. Aðeins ógeðsleg svört leðja og sviðinn gróður allt um kring. Fúlan fnyk, eitthvað eins og brennnt hár, hundrað tveggja viknagömul lík og hland álíkra margra hunda, rak af þessu.
,, El tor loki med strong hvile om rimmugýgi,’’ muldraði Baldur með ógeði.
,,B-Baldur,’’ sagði Arnór með skelfingu í röddinni. ,,Heldurðu að sagan sé sönn? Að hann rísi í alvöru upp frá dauðum?’’ Baldur svaraði ekki. Valdi kom til hans með hest í taumi.
,,Við ættum að kanna landið… Óðinn bjarg oss frá djöflum þessum!’’ sagði hann og kúgaðist nánast þegar hann fann lyktina. ,,Líkt og sagan segir, úr fúlum pytti reis hann til lífsog mun gera til fimmta dómsdags síns!’’ Þeir störðu um stund á ófögnuðinn þegar Valdi loks rauf þögnina.
,,Eins og ég ætlaði að segja. Við ættum að kanna landið hér framan af, gá hvort einhverjar hættur séu á ferli,’’
,,Líklega,’’ sagði Baldur. ,,Þú, ég, Arnór og Eyjólfur ættum að fara. Hrólfur og Gísli verða eftir ef árás yrði gerð meðan við værum í burtu,’’ Valdi fór þá og sagði Hrólfi og Gísla hvert planið væri. Eyjólfur var vel tilbúinn í að fara með þeim en Hrólfur fúll yfir því að fá ekki að fara með. Nú héldu þeir af stað. Landslagið var hólótt og klettar hér og þar. Þeir riðu áfram í hálftíma.
,,Hér framundan ætti að vera laxá,’’ sagði Valdi. Nú heyrðist niður af á. ,,Jú, þetta er hún!’’ En framundan sá Baldur nokkuð í um kílómeters fjarlægð með fram ánni sá hann nokkrar verur. Hann benti félögum sínum á það. Þeir riðu áfram í átt til veranna. Þegar hálfur klílómeter var milli þeirra og veranna sá Baldur, sem var nú töluvert á undan hinum, greinilega hvað þetta var. Reiðin og ógeðfelldin blossaði upp í Baldri þegar hann sá að ein veran sem var töluvert stærri en hinar hélt á stóru sverði með göddum. Baldur setti höndina inn á sig og dró fram grímu sem hann setti yfir höfuð sér. Skuggi dró nú fram sverðið sitt og keyrði hælana í Þyt. Hann skeytti engu um hróp og köll hinna fyrir aftan sig. Nú sá hann skrímslið greinilega, en Ragtanni var í fylgd tuttugu annarra drekasveitarmeðlima. Ragtanni sneri sér við og sá Skugga kom á fleygiferð að sér með sverðið á lofti. Skuggi ætlaði að sneiða hausinn af í einu höggi en þá helltist minnignin yfir hann, Baldur sveif líkt og vindurinn ásamt hesti sínum gegnum loftið og mót einhverskonar risa með stærðarinnar sverð. Baldur lyfti upp Silfursting og hjó mót risanum sem vék sér undan og sparkaði í hestinn og þeir féllu báðir niður ógnvænlega gjá og lentu í ánni neðst. Og þegar hann var kominn alveg að Ragtanna hjó hann, en Ragtanni hoppaði til baka frá sverðinu og lét fótinn vaða í Þyt sem steyptist ásamt húsbónda sínum niður hamrana og ofan í laxánna.

Arnór trúði ekki því sem hann sá. Hundrað metrar voru milli hans og Skugga og en hann sá greinilega hvað gerðist. Ragtanni hafði sparkað Skugga út í dauðann.
,,Nnnnneeeeeiiiii!!!’’ öskraði Arnór og keyrði hestinn sinn áfram en Valdi greip í taumana hans og stöðvaði Arnór.
,,Ekki!’’ sagði hann. ,,Ragtanni drepur þig bara líka!’’ En Arnór heyrði ekki í honum heldur sparkaði eins og hann gat í síður hestsins.
,,ÉG ÆTLA AÐ SLÁTRA ÞÉR!’’ öskraði hann á Ragtanna sem kom aðvífandi með hermenn í eftirdragi. Eyjólfur kom við hliðina á honum og greip einnig í taumana. Brátt róaðist hestur Arnórs en Arnór hélt áfram að sparka í síður hans og bölva af öllum lífs og sálarkröftum.
,,Arnór!’’ sagði Valdi. ,,Róaðu þig! Rólegur!’’ Arnór lyppaðist niður í söðlinum og muldraði eitthvað í hljóði. Ragtanni var að ná þeim.
,,Arnór!’’ kallaði Eyjólfur. ,,Áfram! Við verðum að fara til baka!’’ Arnór virtist taka ákvörðun og keyrði hestinn aftur til baka. Valdi og Eyjólfur fylgdu á eftir.