Æsku vinir


Ég opnaði Hurðina í litlu búðinni sem hafði staðið þarna næstum óbreytt í þau 37 ár sem hún hafði verið opinn. Sigmundur Ragnarsson hafði tekið við henni af afa sínum fyrr á þessu ári. Hann var eins og afi sinn klókur og með topp stykkið á réttum stað en hann hafði eitt sem margan Íslending vantar í sinn rekstur hjarta. Hjartað hans var stórt og sást það best á brosinu sem hann sendi öllum þeim sem gengu inn. Hjarta sem kom inn á reksturinn og margir komu til hans bara til að finna þetta sér staka andrúmsloft sem þeir gátu ekki útskýrt en lét þá líða vel og dró þá til baka í hvert skipti.
Pabbi Sigmundar var ekki eins og sonur sinn né pabbi sinn. Hann var vitleysingi sem trúði á drauma ,vín og lauslátar konur . Hann var því með miklar væntingar til alls í lífinu og vildi fá það að kostnaðar lausu því sat hann nú á níunni næstu 3 til fjögur árinn.
Alla vega ég hafði gengið minn vanalega hring eftir hjarta borgarinnar og var orðin örmagna í löppunum því ákvað ég að fá mér langsteik hjá Sigmundi og ef kallin væri þarna að setjast niður með honum og kannski fá 10 dropa.
Er ég gekk inn þá brosti Sigmundur sínu breiðasta brosi og spurði mig eins og svo margir gera um veðrið og daginn og veiginn. Ég sagði honum það og spurði um kallinn. Hann hafði þá ný verið farinn út til að heimsækja konuna sína á Landspítalann. Því keypti ég mér þá bara langsteikina og gos í gleri og settist við gluggann og horfði út á fólkið sem tók ekki eftir mér en ég horfði samt á það í gegnum glerið.
Það var þarna sem ég sá hann þegar hann gekk útúr því sem þeir kalla ,,Leikjasal“ og þvertaka fyrir það að þetta sé það sem það er Spilavíti af verstu gerð. Maðurinn sem gekk út var á mínum aldri kannski einu til tveim árum eldri. Við höfðum gengið saman í skóla og verið æsku vinir þó að hann væri þetta eldri.





Æsku vinur minn
Pétur Torfasson var eins og áður sagði annað hvort að vera tvítugur eða ganga að tuttugasta og fyrsta ári. Við vorum saman í Austurbæjaskóla og var hann og ég góðir mátar.
Pétur var ómagi að austan sem var fluttur suður í borg óttans til einhverja fjölskyldu sem vildi taka hann af sér. Enginn veit af hverju en þau komu honum í stað foreldra að mörgu leiti þó alltaf vantaði eitt sem veitti honum miklu hugar angri það var það að honum fannst þetta ekki vera foreldrar sýnir. Honum fannst alltaf eins og hann væri að svíkja blóð foreldra sýna með því að ávarpa þau sem ,,Mamma“ og ,,Pabbi“.
Þó hann sagði aldrei neitt um það vissi ég það því að hann hafði eitt sinn sagt mér þetta bara upp úr þurru bara eins og hann vildi koma þessu út. Sem var held ég eina skiptið á hans æfi sem hann sagði einhverjum eitthvað um líðan sína. Sama hversu illa honum leið hann beit alltaf í neðri vörina og ragnaði bara í hljóði því sem gerðist eða hvernig honum leið.
Því var hann eins og draugur í skólanum. Hann mætti og hvarf aftur án þess að vekja nokkurn grun. Hann sagði aldrei neitt við neinn og treysti á það einhver mundi hlusta á hans rödd í þögninni. Sem betur fer heyrði ég hana oftast og elti hann útaf skóla lóðinni og niður á laugarveg þar sem hann byrjaði að tala. Hann var ekki lagður í einelti allavega ekki svo ég muni hann var bara að reyna að vinna með það hafa misst foreldra sína 6 ára. Vera slitinn úr plássinu sem hann kallaði heimilli og vera fluttur inn á annað heimilli.
Allt þetta var of mikið fyrir 8 ára gutta. Hann var líka eins og þau sögðu mjög stillt barn. En þau sáu bara grunnin. Hann var eins og djöfullin þegar hann komst í Breiðholtið til vina sinna. Þar sást hann rétti andi. Þar lét hann aðra krakka finna fyrir því að honum leið illa. Því fékk hann nafnið ,,Blóðugi Pétur“ vegna þess að hann lamdi allt og alla sem á leið hans voru.
Hann tók mig oft með í breiðholtið og þá ég væri ekki hár í lofti 9 ára þá létu mig allir vera. Stelpunnar sumar hverjar pössuðu mig jafnvel vegna þess að ég var besti vinur Péturs og eins og hann sagði : ,,Ef hár af honum er reitt þá verður einhver jarðaður lifandi“ .
Því leið mér eins og einhverskonar ofdekraðri prinsessu þegar ég var með honum. Allir dældu í mig sælgæti og pössuðu mig þegar hann var að lemja einhvern óheppin aðila í klessu.
Þrátt fyrir þetta skrítna fyrir komulag þá elskaði ég Pétur sem bróðir. Hann var alltaf til staðar og vissi hann öll mín leynda mál og ég hans. Við vorum trúnaðar vinir með sterk samband sem ekki var hægt að slíta. Hann sá til þess að ég væri verndaður þó ég í raun þurfti það ekki og ég sá um heima námið hans og sá til þess að einkunnar spjaldið væri þokkalegt svo hann gæti já haldið í lífstílinn án þess að vekja athygli á því.
Þá gæti einhver spurt hvernig ég fór að því að halda einkunnum góðum ? Jú á þessum árum var einn kennari sem kenndi okkur allar bóklegu greinarnar. Kennarinn hans Péturs var með 30 manna bekk og var líka svo lítið ruglaður. Hann til dæmis tók ekki eftir því að Pétur mætti alltaf seint á mánudögum samt var mætingin 100%. Ég notaði mér þetta. Mamma var nefnilega skólastjórinn. Því tók ég bara lyklana hennar og fór inn í stofuna sótti svörin af prófinu og kenndi honum þau. Það sem var vitlaust var þegar hann var að reyna að umorða og breyta svörunum.
Samband okkar fór samt að halla undir fót árið sem hann fermdist. Árið sem allt breyttist í verra
Þetta byrjaði eins og hver annar mánudagsmorgun ég var mættur á réttum tíma í Íþróttir en kennarinn var veikur svo ég fór og leit inn í stofuna hjá Pétri. Hann var mættur á réttum tíma. Ég vissi þarna að þetta væri slæmt.
Eftir tíman fórum við Pétur til afa Sigmundar og hann gaf mér langsteik og kók en hann drakk bara gos. Þegar við sátum fyrir utan í ný fallnari mjöllini sem af himnum hafði komið í Febrúar. Þá leit hann á mig og sagði hægt : ,,Nýja mamma og nýi pabbi fundu út í gær hver ég er í raun.“ .
Ég starði á hann eins og hann væri að segja mér einhverja ljóta lygi en þetta var enginn lygi því miður. Þannig var að pabbi hans átti systur upp í Breiðholti sem hafði farið út að labba með manninum sýnum í snjókomunni. Þá höfðu verið í langan tíma hverfa slagir á milli neðra Breiðholts og Grafvogs útaf einhverju löngu og asnalegu máli.
Pétur hafði ásamt nokkrum öðrum tekist að plata nokkra krakka úr hinum hverfinu að koma og sýna hvað í þeim byggi. Þeir komu þangað og Pétur og vinir byrjuðu að lumbra á þeim. Í miðjum ,,bardaganum“ kom konan að og fyrsta manneskjan sem hún sá var Pétur. Hann sá hana ekki og þegar maðurinn hennar hafði tekist að brjóta upp slaginn þá var Pétur horfinn. Hann hélt að hann væri hólpin en þegar hann kom loks heim eftir að hafa hitt kærustuna sýna þá. Var systirin búin að fara heim til hans og seigja nýju foreldrunum allt.
Ofan á það voru einhverjir aðrir foreldrar búnir að tala við barnavernd og kvarta undan því að börnin þeirra væru skít hrædd við af fara út vegna þess að hann var þarna. Þetta kvöld féll spilaborgin. Kona frá Barnavernd kom (sýnir bara hvað lengi hann var hjá kærustinni) með allar ásakarinnar og svo kom einhver kona með upptöku af einum slagnum og svo átti að sækja mig en ég læsti mig inni og mamma eins og vanalega vissi alltaf þegar eitthvað var að en ákvað núna bara þetta sinn að leyfa þögninni að ráða ferð minni.
Svo þegar hann kom heim þá var honum sagt að hann ætti að pakka niður og eftir skóla næsta dag ætti hann að fara með konunni á eitthvað heimilli. Allt þetta lét hann yfir mig falla og ég horfði bara á hann og faðmaði hann að mér.
Ég var ekki til í að missa besta vin minn bara vegna þess að hann ætti við einhver vandamál að stríða. Svo ég gerði það sem hver krakki hafði gert. Ég fór með hann heim gaf honum allan peninginn sem ég hafði safnað yfir sumarið þegar ég var í sveitinni. Fór með honum á BSÍ og hann keypti miða norður á land þar sem kærastann hans var send í sveit. Þetta var í síðasta sinn sem ég sá hann og þó að við grétum ekki þegar við kvöddumst þá voru tárin svo sannarlega til staðar.
Eftir þetta heyrði ég bara sögur. Löggan leitaði hans lengi og fann hann svo á bæ foreldra sinna sem var þá í eyði. Hann var sendur suður og flakkaði á milli stofnana þar til að hann hvarf mér allgjörlega fyrir sjónir og er þetta í fyrsta sinn sem ég sé kauða í meira en 3 ár.

Allt þetta kom til baka mín með hraði þegar ég sá hann labba yfir götuna og í áttina til mín. Hann leit á mig og þá sá ég brosið hans aftur. Brosið sem ég gleymi aldrei. Hann hraðaði sér yfir og ég gat ekki annað en að setja langsteikina frá mér og faðmað hann að mér eins fast og ég gat. Í þetta sinn stjórnaði enginn tárunum og þau flæddu niður vanganna mína.Hans sömuleiðis
Hann keypti sér langsteik og í þögninni tók ég mína og við settumst fyrir utan eins og daginn sem allt breyttist. Við borðum þær og á meðan leyfðum við sálum okkar að tala saman og dansa í þögninni.
Við sátum þarna æskuvinir sem þrátt fyrir erfiða tíma,aðskilnað og veikindi beggja vorum aftur orðnir bestu vinir. Eins og í gamla daga þegar við sátum fyrir utan sjoppuna og töluðum saman. Aftur orðnir Vinir er átu langsteik og drukku kók