Ekkert ljós, ekkert hljóð, enginn hiti, enginn kuldi, enginn tími. Bara tóm. Tómt, svart, hljóðeinangrað, hvorki hitað né kælt herbergi. Tveir metrar á lengd, tveir metrar á breidd, tveir metrar á hæð. Það er fóðrað með rauðu silki, eins og rauði borðinn. Einn maður situr þar inni, hefur setið þar í fjörtíu ár, og mun sitja þar áfram. Eða hvað?
***
Eyjagreifinn lætur stinga inn barnaníðing.
Hæstiréttur dæmdi í dag “Naglann” eins og hann kallar sig til lífstíðardóms í einangrun, á geðspítala. Þetta er þyngsti, og jafnframst fyrsti dómur sinnar tegundar hér á landi. Ekki þykir við hæfi að birta fyrir almenningi á hvaða forsendum Eyjagreifinn sótti hann til saka, en líklegt er talið að um grófa nauðgun á dóttur greifans sé að ræða.
-Mér finnst þetta réttlát refsing á svona viðbjóði, Segir Greifinn, en ekki eru allir sammála. Ríkisstjórnin telur að svona mál eigi ekki að draga fram í dagsljósið ef marka má ummmæli forsætisráherra um málið. “Naglinn” heldur þó blátt áfram sakleysi sínu, og segist ekki óttast lífstíðardóm, því fyrr eða síðar verður málið endurvakið vegna skorts á nægilegum sönnunum.
Daníel lokar blaðinu og stynur þungan. Hefði þetta mál komið upp í dag, hefði verið miklu meiri umfjöllun í fjölmiðlum. Aðeins eitt dagblað lagði í það að birta litla grein um málið. Það fór á hausinn stuttu síðar. Nei, þessi mál voru ekki til þess að tala um, hvað þá að birta svart á hvítu.
Maðurinn var saklaus, það lá ljóst fyrir. Málið hafði verið afgreitt á sem skemmstum tíma, og dæmt í hag þeim sem var valdameiri. Það voru engar sannanir um að þetta hafi átt sér stað, aðeins vitnisburður dótturinnar, og eina sönnunargangið sem hún gat bent á var rauður borði. Hann fannst að sjálfsögðu aldrei. Auk þess var það vitað hvernig “Naglinn” hafði forðum niðurlægt Eyjagreifann, og var þetta ekki bara hin fullkomna hefnd Eyjagreifans?
*
Allar götur síðan Daníel hafði útskrifast úr laganáminu hafði hann sökkt sér ofan í þetta mál, þessa úrklippu úr Dagblaðinu, allar skýslur lögreglu, o.s.fv. Hann var pott þéttur á sakleysi “Naglans” og einmitt á þessum degi ætlaði hann að leggja af stað norður á Hælið.
Hælið var staðurinn sem geymdi verstu úrhrök samfélgsins, sem haldin voru geðsjúkdómi, eða þá að glæpur þeirra var svo viðbjóðslegur og miskunnarlaus að talið var réttast að hafa þá þar. Einhverstaðar verða vondir að vera.
Eftir smá spjall við gæslumanninn fóru þeir niður í kjallarann. Neðst niðri, innst í ganginum, komu þeir að harðlæstum dyrum.
-Gestur til þín, umlaði gæslumaðurinn.
Og í því skannaði hann auga, fingrafar, sló inn dulkóða, og talaði inn á raddstýrðu læsinguna. Daníel gekk inn í herbergið, þetta var fangelsi sjúklegs perra.
Fóðrað með rauðu silki, hvorki heitt né kalt, og algjörlega hljóðeinangrað. Það leit út eins og eitthvað sem þú sérð í blautum draumum. Það eina sem þú sæir ekki fyrir þér í þessu herbergi var hrúgan í einu horninu. Eitt sinn var þetta kannski vel stæltur karlmaður, en eftir fjörtíu ára setu í koldimmu herbergi, og miðað við það að hann var kominn vel á sjötugt, var ekkert skrýtið að þar sem hann lá á grúfu, til að hlífa augunum við þessari ofbirtu, vöðvarnir slappir, og rétt hengu utan á honum, nei það var ekkert skrýtið að hann liti hann mest út eins og hrúga af mannsleifum.
Komdu sæll, byrjaði Daníel, og rakti svo ástæðuna fyrir komu sinni. Á meðan lá Hrúgan hreyfingarlaus. Svo kom þögn.
-Þú heldur að ég sé saklaus? Spyr hann svo eftir korter, að Daníels mati, en fyrir “Naglanum” var tíminn afstæður, fjarlægur, nánast liðinn undir lok.
-Já, ég held það. Svarar Daníel
*
Mánuði síðar hefur Hæstiréttur ákveðið að taka málið upp að nýju.
Réttarsalurinn er fullur af fólki. En Daníel einblínir bara á tvær mannseskjur. Það var ekki hjá því komist að Eyjagreifinnn hafi bætt á sig síðan myndin í Dagblaðinu var tekin forðum. Hárið silfurgrátt, og greitt aftur, og í Armanifötum. Hann hefur nóg að bíta og brenna hugsar Daníel. Dóttirin er ekkert síðri, ljósir lokkarnir eru látinir leika lausir, stór djúpblá augun, með illskuglampa í þeim, rauðar þokkafullar varir, og líkaminn, hæfilega hulinn Gucci haustlínunni, var víst nokkuð nálægt fullkomnun.
*
-Hann var vanur að láta mig liggja á gólfinu í kofanum sínum, ég man enn hvað gólfið var kalt. Ég átti alltaf að byrja á því að leysa rauða borðan úr hárinu á mér. Þetta var uppáhaldsboðinn hennar mömmu. Mér bauð við því að ganga með hann á hverjum degi, en ég gat aldrei sagt neinum hvers vegna.
Hann batt mig með þessum borða, og tók mig…tók mig svo…fy- fyrirgefðu ég get ekki haldið áfram.
Daníel slökkvir á ekkasogunum. Hann veit vel að hún getur ekki haldið áfram með söguna, því hún man ekki helvítis lygasöguna sem hún og pabbi hennar sömdu fyrir fjörtíu árum. Þau gátu bara ekki unnið í þetta skipti, nema ef þau kæmu þá með rauða borðann og gætu DNA greint hann og sýnt fram á að hann hafi verið notaður af Naglanum til þess að binda dótturina. Hann er að hlusta á upptöku af vitnisburðum Eyjagreifans og dótturinnar, og ber þær jafnóðum saman við vitnisburðina frá því þegar síðast var réttað í þessu máli. Hann er kominn með samtals 14 atriði sem koma ekki heim og saman.
Hann stynur þungan, er lífstíðardómur réttlátur fyrir mann sem ríður litlum krökkum? Ekki ef málið er ekki rannsakað réttlátlega. Venjulegur dómur er 1-4 ár, og oft skilorðsbundinn. En er það réttlátara? Æ það mega Stígamót og Barnavegnarnefnd hugsa um. Það eina réttláta sem Daníel vissi var að koma Nagla/Hrúgunni úr steininum.
*
Átta mánuðum síðar.
Rétti er slitið. Eyjagreifinn og dóttirin eru dæmd til fimm ára fangelsis fyrir að bera ljúgvitni og til þess að greiða Naglanum fjórar milljónir í skaðabætur. Naglinn er frjáls ferða sinna.
-Ég held að peningurinn fari í alveg nýtt andlit, og svo að hverfa út í heiminn. Það er ekkert sem heldur í mig. Ég ætla ganga svo frá málunum að það sé ekki hægt að hafa uppi á mér, skipta um nafn, jafnvel kyn, segir Naglinn, þegar hann og Daníel eru að kveðjast. Eftir þétt handarband kveðjast þeir, sáttir við að þessi löngu réttarhöld séu búin og fara sáttir hvor í sína áttina.
Daníel sest í stólinn sinn, við skrifborðið sitt, og biður ritarann sinn að koma með öll gögn og allar skýslur úr þessu máli og setja þær í pappírstætarann fyrir sig, eitt blað í einu. Hann var alveg búinn að fá nóg af þeim, samt hafði hann ekki lesið helminginn af þeim. Eins og sjúkraskránna, ég meina hvað kemur hún málinu við, hugsaði Daníel.
-Mér fannst þessi maður samt alltaf svo skrýtinn, sagði ritarinn.
-Umm…svarar Daníel annarshugar.
Ritarinn heldur áfram að setja blöðin í tætarann en stoppar til þess að lesa eina málsgrein.
-Nei enn skrýtið, hér stendur í sjúkraskránni, að hann hafi látið græða rauðan borða í hægri rasskinnina! Og svo segiru að hann hafi ekki verið perri. Ritarinn hristir hausinn og lætur sjúkraskránna í tætarann.