Þetta á að vera svona smásaga í stíl íslendingasagna, ætlaði bara að skella þessu inn og tékka hvað fólki finnst :)
_______________________________________________________

Maður að nafni Gaukur og bjó á Stöng á Vestfjörðum átti syni þrjá að nafni, Ásgeir, Pétur og Björgvin. Var Ásgeir elstur, Pétur næstelstur og Björgvin yngstur en mestur þeirra bræðra í vopnaburð. Þegar Björgvin varð átján vetra gamall var honum leyft að vera með í leikum sem voru haldnir í sveitinni. Þar var keppt í knattspyrnu og var Björgvin fremstur allra í þeim leik. Þegar Björgvin bjóst undir að fá sendingu tæklaði maður að nafni Davíð Baldursson hann niður svo harkalega, að Björgvin brotnaði á vinstri hönd. Gekk þá Björgvin upp að Davíð og lamdi hann allharkalega í andlitið. Hneig Davíð til jarðar og hélt um andlit sitt á meðan Björgvin labbar af vellinum í átt að húsum. Fóru nú Pétur og Ásgeir með honum en Gaukur varð eftir að horfa á leikinn.

Um kvöld sátu Gaukur og bræður þrír við borð ásamt Helgu, konu gauks, og mötuðust. Ræddu þau um atburði dagsins og að Björgvin gæti ekki tekið þátt í leiknum næsta morgun.
- Þessi meiðsli eru aðeins á vinstri hönd og ekki þarf ég mikið á þeirri hönd að halda, sagði Björgvin.
- Því meiri hvíld sem handleggurinn á þér fær, því fyrr grær hann. Sagði Gaukur og hélt áfram að borða mat sinn.
- Við Pétur skulum sjá til þess að þessi Davíð fái það sem hann á skilið, sagði Ásgeir, og mun hann óska þess að hann hefði sleppt því að spila í leikunum.

Þegar rann loks upp dagur héldu þeir bræður ásamt Gauki að leikunum. Er þeir nálguðust völlinn kom Baldur Davíðsson ásamt sonum sínum Davíð og Gunnar. Vildi hann semja um sáttir svo að enginn myndi slasast meira í þessum leikum. Gaukur Samþykkti þessa fyrirgefningu og héldu þeir áfram að vellinum. Þegar rann loks upp leikurinn voru Baldursbræður og Gauksbræður inni á vellinum og tóku Pétur og Ásgeir sér stöðu nálægt Davíð. Þegar knötturinn er kominn í leik fær Davíð knöttinn og um leið og hann snertir hann hlaupa Þeir Pétur og Ásgeir í átt að honum og búast undir heljarinnar tæklingu. Rennir Pétur sér í fæturna en Ásgeir stekkur beint í búkinn og rífur Davíð niður. Hleypur þá Gunnar að Ásgeir, kreppir hnefann, og kemur á hann höggi beint í magann svo að Ásgeir beygir sig niður og grípur um hann. Kemur þá Gunnar og sparkar hnénu í andlitið á honum og hendist Ásgeir afturábak og liggur í jörðinni. Aðrir leikmenn hlaupa þá í átt að slagsmálunum og rífa Gunnar og Pétur í burtu frá hvorum öðrum. Ásgeir og Davíð liggja enn í jörðinni og reynir fólk að hjálpa þeim að standa upp.
- Hann er dáinn! Heyrist í manni einum er krýpur hjá Ásgeiri. Hann er dáinn!

Gaukur, Pétur og Björgvin hlaupa í átt til hans og Helga líka. Krjúpa þau við hlið hans og tekur Gaukur hann í arma sér og grætur dauða hans. Rís Björgvin þá upp, tekur upp hníf sem hann hafði í belti sér og hleypur í átt að Gunnari. Gunnar tekur þá af stað og hleypur undan Björgvini í átt að öðru markinu á vellinum. Koma þá þrír menn til að stöðva Björgvin og halda honum niðri með því að pína á honum vinstri höndina svo hann myndi gefast upp undan sársaukanum. Gaukur tekur upp Ásgeir og labbar með hann í örmum sér í átt að húsum. Pétur tekur þá Björgvin og heldur honum í skefjum meðan þeir labba heim. Baldur og synir hans fóru þá til síns heimahúss og bjuggust undir brottför. Fara þeir svo út úr húsinu, taka hesta, og ríða í burtu frá sveitinni.

Þremur vetrum síðar sitja Baldur og synir hans tveir við bakka Baulárvatns á Snæfellsnesi að veiða. Sjá þeir þá mann á gangi í átt að þeim. Hann var með hettu fyrir andliti sínu, gyrtur sverði, og með skjöld á baki sér. Er hann nálgaðist þá, drógu þeir vopn sín úr slíðrum og löbbuðu loks á mót við hann. Þeir sjá ekki andlit hans en hann byrjar að tala við þá.
- Bergur heiti ég og er að læra á lönd hér á Snæfellsnesi, hverjir eruð þið?
- Jón heiti ég, og eru þetta frændur mínir Breki og Bjartur. Svaraði Baldur honum.
- Hvað eruð þér að veiða hér í þessu vatni? Spurði Bergur.
- Silung til fórnar til að blóta goðunum. Svaraði Baldur aftur.
- Nú? Og er það fórn við sæmi?
- Ekki getum við fórnað miklu meiru, því ekki eigum við mikið að gefa.
- Jæja, þá held ég bara áfram minni leið, verið þið blessaðir.
Bergur tekur í hönd Baldurs, togar hann að sér, og tekur hníf úr erminni á sér og stingur í hjartastað. Gunnar reiðir sverð sitt upp yfir höfuð sér og bjóst til höggs. Um leið og hann lét það fall, sneri Bergur sér við svo að höggið fari beint í skjöldinn sem var á baki hans. Dregur fljótt upp sverðið og hörfar aðeins lengra í burtu. Hann tekur af sér hettuna og svo loks sést í andlit hans. Gunnar og Davíð standa hlið við hlið og horfa á manninn.
- Betur hefðir þú sleppt því að myrða bróður minn, því nú skalt þú loksins gjalda þessa. Sagði Björgvin við Gunnar.
Hann tekur skjöldinn af bakinu á sér og ræðst gegn Gunnari. Gunnar ber af sér fyrsta höggið hans Björgvins en seinna höggið hans hæfir hann í höndina. Gunnar missir sverðið, en þá kemur Davíð og stígur inn á milli þeirra. Hann reynir að koma höggi á Björgvin en hann ber skjöld sinn fyrir sig og stingur svo Davíð í síðuna. Davíð fellur niður, og Björgvin tekur skref í átt að Gunnari og sparkar í hann, Gunnar tekur upp stein og kastar í höfuðið á Björgvini. Tekur hann þá á rás í burt, en Björgvin tekur upp sverðið hans Gunnars og kastar því í átt til hans, svo það lendi í lærinu á Gunnar. Gunnar fellur til jarðar, Björgvin labbar þá rólega að honum, og sker hann síðan af háls.

Á Stöng voru Gaukur, Helga og Pétur að sjá um búið þegar Björgvin sneri loks aftur heim og sagði þeim fréttirnar.
- Ekki væri gáfulegt af okkur að vera hér mikið lengur, þar sem einhverjir vilja hefna Baldurs og sona. Sagði Gaukur. Við þurfum að búast strax til skips og koma okkur úr landi.
- Það skulum við gera, og þá getum við haldið áfram okkar lífi án þess að þurfa að hugsa um hefndir vina Baldurs, sagði þá Pétur.
Þau fengu þá skip hjá Þorsteini Goða og héldu til Danmerkur. Settu þau upp bæ þar er hét Ásgeirsstaðir. Eftir fimm vetur, létust þau Helga og Gaukur. Björgvin giftist þá Katríni og Pétur giftist Þóru, og lifðu þau á Ásgeirsstöðum þar til aldurinn dró þau til dauða. Þar með lýkur söguni af Gaukssonum.
I tried so hard, and got so far