Sumir trúa því að allt hafi sinn tilgang. Þér hafi verið ætlað eitthvað hlutverk í lífinu. Ég hef aldrei skilað minn tilgang. Ég kom í heimin óvelkomin, það gladdist engin yfir nýja lífinu, mér. Ekki einu sinni mínir eigin foreldrar.
Fyrstu æfiár mín ólst ég upp hjá móðurömmu og afa. Þó að ég hafi verið lítil og vitlaus er ég viss um að þetta höfðu verið bestu stundir lífs míns. Amma og afi veittu mér alla sína athygli og komu fram við mig eins og sitt eigið barn. Móðir mín, það er ekki rétt að kalla hana móður því hún hefur aldrei á minni stuttu lífsleið staðið undir því. Hún hafði engan áhuga á mér.
Það var haust þegar ég fæddist. Í litla plássinu sem ég bjó var ógeðslegt veður. Það var rigning og svo mikill vindur að fólk þorði varla að fara út fyrir hússins dyr. Þetta kvöld kom ég í heimin og svokallaða mamma mín leit bara á mig og sagði ,,Arna‘‘ og þar með var ég skírð.
Daginn eftir að ég kom í heimin var hún farin. Hún kvaddi ekki einu sinni ömmu og afa. Eða ekki beint. Hún bara skildi mig eftir.
Riðgaður eldgamall volvo keyrði harkalega inn í innkeyrsluna hjá litlu sætu einbýlishúsi. Opnaði bílhurðina harkalega og tók út illa farinn bílsstól sem hafði átt sinn fífil fegri. Hún veitti því enga athygli að barnið grét, hún gekk bara upp tröppurnar og bankaði fast á hurðina. Miðaldra kona með fallegt bros opnaði. ,,Elskan mín‘‘ sagði konan hissa ,,hvað ert þú að gera á þessum tíma dags hér? Ég hélt að þú værir enn uppi á spítala‘‘ bætti hún við. Barnið grét enn sárar ,,María! Svaraðu mér, huggaðu barnir, hvað er að sjá þig?!‘‘ konan með barnið hristi höfuðið, hún virtist ekki deginum eldri en sautján ára. Falleg og með mikið og sítt brúnt hár. ,,Ég get það ekki mamma!, það er búið að gráta í alla nótt og vill ekki hætta. Ég er að ærast!‘‘ sagði hún og reif tryllingslega í brúna fallega hárið. Andlitið var þreytulegt og ljótar baugar voru komnar fyrir neðan augun. Þær áttu ekki heima í svo fögru andliti. ,,Komdu inn‘‘ sagði konan elskulega ,, þú getur gist hér í nótt‘‘. Bíllinn í innkeyrslunni flautaði hátt. ,,Nei, ég þarf að fara‘‘ sagði hún og lagði barnið á jörðina ,,María, hvað ertu að tala um?!, hver er í bílnum?‘‘ María labbaði niður litlu tröppurnar. Vonandi vissi hún að þetta var fyrir bestu. Hún gæti aldrei borið ábyrð á barni. Barnið grét enn hærra. Það var kalt úti og því var ískalt ,,María, komdu aftur!‘‘ konan í dyragættinni gerði síðust tilraun til að kalla á dóttur sína, en talaði fyrir daufum eyrum. Hún tók barnið upp í fangið og fór inn. Bölvað vesen var á stelpunni!
Svo gerðist það. Ég var fimm ára. Ég man það ennþá eins og þaði hafði gerst í gær. Afi dó. Ég var svo lítil að ég skildi ekki hvað amma var að tala um.
,,Barnið mitt, afi þin er dáinn‘‘ sagði konan sem var þreytuleg og tár smeygði sér niður kinnina hennar. Hvað var amma að bulla hann var bara í vinnuni ,,amma‘‘ sagði litla stelpan ,,afi er bara í vinnunni‘‘ konan settist við hlið barnsins ,,ó, elsku barn bara að svo væri!‘‘ sagði hún meira við sjáfa sig en stelpuna.
Svo einu ári seinna fór amma. Amma ætlaði að koma að sækja mig í skólann, ég var nýbyrjuð í fyrsta bekk og amma sótti mig alltaf. En hún kom aldrei. Ég man hvað ég beið lengi.
Svo kom strákur, kannski einu, tveimur árum eldri en ég hlaupandi í áttina að mér. ,,Arna‘‘ sagði strákurinn, hann var smámæltur. Ég vissi að hann væri með mér í skóla. En annars þekkti ég hann ekki neitt. Ég leit upp ,,já?‘‘ sagði ég og leit upp. Stráknum var mikið niðri fyrir ,,amma þín er dáinn‘‘ sagði strákurinn leiður. Ég var orðin eldri og skildi hvað hann átti við. Amma kæmi ekki að sækja mig. Strákurinn sagði að hún hafi fengið hjartaáfall. Ég vissi ekkert hvað það var. ,,Pabbi minn er læknir, hann vinnur á spítalanum og sagði mér að finna þig‘‘ sagði hann stoltur. Ég kinnkaði kolli og labbaði með stráknum í áttina að spítalanum, við leiddumst hönd í hönd.