Hérna, taktu þetta sagði köld rödd fyrir aftan mig og ég fann að kaldri byssu var þrýst í lófann á mér. Ljúktu þessu af. Ég skalf á beinunum þegar ég horfði á föður minn, bundinn og keflaðann við stól fyrir framan mig. Þú vildir þetta sjálf, ljúktu þessu nú, ég bíð frammi. Ég horfði hikandi á náungan ganga út og loka hurðinni á eftir sér. Hvað ég vildi að ekkert af þessu hefði gerst, að ég hefði bara flúið eins og ég ætlaði mér alltaf. En nei, nei, ég ákvað að fara hina leiðina. Ég horfði í augun á föður mínum, augu hans skutu gneistum eins og alltaf, en samt sem áður mátti sjá örvæntingu í augunum á honum. Ég hef ekki séð þessa örvæntingu síðan móðir mín yfirgaf okkur fyrir 5 árum. Bara ef ég hefði ekki þurft að vera svona mikið hörkutól. Þá hefði þessu verið lokið núna, ég hefði verið frjáls, fyrst núna eftir að móðir mín fór.
Ég datt niður á hnén og leit undan, ég get þetta ekki. Sama hversu mikið ég hataði hann, sama hversu mikið ég hafði þráð að gera þetta þegar hann hafði lamið mig, aftur og aftur. Þessi helvítis fyllibytta. Hann hafði meira að segja reynt að nauðga mér einu sinni, en mér tókst að komast undan því. Morguninn eftir það hafði hann lamið mig bláedrú, í fyrsta skiptið, og hótað að drepa mig ef ég myndi segja einhverjum frá þessu. Hann reyndi það aldrei aftur, en lamdi mig oftar en áður eftir það. Reiðin gaus upp aftur, ég stóð upp og leit á hann. Hann hristi sig allur til eins og hann væri að reyna að losa sig.
Ég miðaði byssunni að honum og hann hætti. Hann starði í augun á mér, og mér fannst eins og hann væri að hæðast af mér. Skjóttu bara, ertu aumingi sögðu augun í honum og ég gekk eitt skref í áttina að honum. Hann hló, ég sá það þegar líkaminn hans hristist allur til. Þessi helvítis skepna. Ég lyfti byssunni, hikaði aðeins og sló hann síðan í hausinn með skaftinu. Hann hætti að hlæja, og horfði reiðilega á mig. Ég sló hann aftur, í þetta skiptið af öllum krafti. Þetta var ekki eins gott og ég hafði ímyndað mér, þetta var reyndar bara ekkert gott yfirhöfuð. Ég horfði hikandi á hann. Setti hlaupið að enninu á honum, starði í augun á honum. Ég skalf, en hann horfði bara á mig, tilfinningalaus.
Tíminn leið eins og eilíf, ég vissi að ég þyrfti að fara að ljúka þessu af bráðum, annars myndi náunginn fara að koma inn. Það hvarflaði að mér að láta hann klára þetta fyrir mig. Ég gæti bara gengið út, og ég þyrfti aldrei að horfa til baka aftur. Ég gæti hafið nýtt líf, líf laus við þennan fjanda. Skyndilega voru dyrnar opnar, og dökklæddi náunginn gekk inn. Ætlarðu að ljúka þessu af eða á ég að gera það sagði hann og hló. Hann gekk að pabba og sló hann í kinnina, svona er þakkað fyrir uppeldið í dag, ekkert þakklæti. Hann tók upp hníf og ég miðaði ósjálfrátt byssunni að honum. Ljúktu þessu nú af áður en ég geri það sjálfur sagði hann kæruleysislega og gekk í áttina að mér. Ég tók byssuna ekki af honum. Hann tók um höndina á mér og lét hlaupið aftur á ennið á pabba. Taktu nú í gikkinn, þá er þetta allt búið. Ég tók ekki augun af honum meðan hann gekk fyrir aftan pabba, og stakk síðan hnífnum á bólakaf í öxlina á honum. Hann kipptist til af sársauka og hann hefði öskrað hefði hann getað það. Ég gaf frá mér óp þegar ég sá þetta og bakkaði. SVONA NÚ, ekki ætlarðu að láta hann þjást öskraði hann. Veitti honum sína kærkomnu hvíld.
Ég skalf og horfði ráðvillt á pabba, blóðið sullaðist upp úr sárinu og það leið næstum yfir hann vegna sársauka. Ég gat þetta ekki, reiði mín beindist nú öll að gaurnum, horfði beint í augun á honum og skaut hann síðan, beint í brjóstið. Hann féll aftur fyrir sig, en gaf ekki frá sér neitt hljóð. Stálköld miðað ég að pabba, hvíslaði fyrirgefðu og tók í gikkinn. Ég horfði á hvað ég hafði gert, leit svo á pabba, manninn sem ég hafði hatað svo mikið, liggjandi bundinn við stól, dauðann. Tár rann niður kinnina þegar ég stakk hlaupinu upp í mig.
^^