Hér eru kaflar fjögur til sex í bók sem ég skrifaði fyrir margt löngu á tólfta ári. Njótið.

VI. LEYNDARDÓMAR HAFSINS


Baldur breiddi teppi yfir Fáfni og fylgdi honum undir þiljur. Þar lagði hann Fáfni rúmið sitt og færði honum heita kássu. Baldur kyssti á honum ennið og ætlaði að ganga aftur upp en Fáfnir kallði á eftir honum: ,,Það er eitthvað í sjónum,’’
,,Emm… já. Það eru fiskar, hvalir, selir, hákarlar…’’
,,Nei! Ég sá eitthvað risastórt!’’
,,Getur það ekki bara hafað verið hvalur eður hákarl?’’
,,Nei! Miklu stærra! Með grænu hreistri og…’’ Hann sagði ekki meira. Eftir smá bið kom þó eitt orð upp úr honum sem virtist skelfa úr honum líftóruna: ,,tennur,’’ Svo lagðist hann út af og sofnaði. Tennur, hugsaði Baldur, tennur. Hann gekk aftur upp á dekk. Óveðrið hafði versnað og skipið var við það að hvolfast.
,,Bindið allt sem laust er, eða flytjið það niður í geymsluna!’’ hrópaði Valdi og gekk með kassa fullan af eplum niður í káetu. Baldur gekk til móts við hann.
,,Valdi?’’ spurði hann og leit á víkinginn.
,,Já hvað,’’ svaraði Valdi.
,,Fáfnir segist hafað séð eitthvert ferlíki þarna í sjónum. Með grænt hreistur og tenn…’’
,,Ég sá alls ekkert,’’ hvæsti Valdi áður en Baldur náði að klára og stikaði burt. Hann sá eitthvað, hugsaði Baldur og gekk að borðstokkinum. Hann fékk sjó upp í sig þegar ein aldan skelltist utan í skipið. Baldur spýtti saltvatninu út úr sér og leit yfir borðstokkinn. Ekkert. Bara gruggugur sjórinn sem ólmaðist í óveðrinu. Það var eins og Miðgarðsormur væri að vakna og hætti að bíta í halann á sér. Baldur ætlaði að hjálpa til við að bera nokkra kassa niður í káetu þegar hann sá svolítið sem skaut honum skelk í bringu. Í úfnum sjónum sá hann bregða fyrir, bara í eina sekúndu, gula glyrnu sem hvarf samstundis aftur ofan í djúpið.

Ž

Hrólfur bifaðist burt með stóra tunnu. Hann fór ofan í káetu með hana og lagði út í horn. Hann gekk svo til Fáfnis þar sem hann lá sofandi í kojunni sinni. Hrólfur sótti annað teppi og lagði yfir hann. Vesalings pilturinn, hugsaði Hrólfur, hlýtur að hafað verið ægilegt að falla svona í sjóinn. Því næst greip hann sér harðfisk og settist á tunnuna. Það var langt síðan Hrólfur hafði fengið tækifæri til þess að setjast niður og hugsa. Við erum á báti með Skugga, manni sem felldi hinn mikla Sigurð sterka, og nú erum að fara til Spánar til þessa að safna vistum. Hann sat svo bara þarna og hugsaði. Óp heyrðust allt í einu ofan af þilfarinu. Vonandi hefur enginn dottið í sjóinn, hugsaði Hrólfur og greip öxina sína. Hann gekk upp á þilfar. Allir menn þar voru við borðstokkinn og horfðu í sjóinn, skelfdir á svip. Svo sá Hrólfur nokkra sem höfðu falið sig ofan í tunnum eða undir stafla af kössum, allir með svip sem lýsti hreinum ótta.
,,Hvað gengur á?’’ spurði hann.
,,Mið-miðgarðs-orm…’’ svaraði Golli sem var hættur að skrúbba dekkið og faldi sig nú undir nokkrum kössum.
,,Jörmungandur,’’ sagði rödd fyrir aftan hann. Hrólfur sneri sér við. Baldur stóð nú fyrir framan hann og endurtók:
,,Jörmungandur, miðgarðsormur,’’
,,Er… er það satt?’’ spurði Hrólfur.
,,Allir hérna hafa nú séð hann, Valdi og Fáfnir voru hins vegar fyrstir til þess,’’
,,Við verðum þá að drífa okkur, sækjum spjót og…’’
,,Nei!’’ hvæsti einhver fyrir aftan þá. Það var Valdi.
,,Nei!’’ endurtók hann og sagði svo: ,,Við verðum að vera kyrrir grafkyrrir, annars tekur hann eftir okkur. Þetta er eins og bjarnaveiðarnar í Noregi, ef að maður hreyfir sig tekur björninn eftir manni og… bara verum hljóðir,’’
,,Láttu það berast, Hrólfur,’’ sagði Baldur og leit í sjóinn.
,,Hvað?’’
,,Að ekkert hljóð má heyrast, enginn má hreyfa sig, ekki fyrr en ormurinn er farinn,’’
,,Það skal ég gera,’’ Og fyrr en varði hreyfði sig enginn, nema sjórinn, sem samt sem áður virtist einhvern veginn kyrrari. Mínúta leið. Tvær. Kortér. Hálftími. Klukkutími.
,,Ég held að það sé ekkert skrímsli,’’ hvíslaði Hrólfur að Valda. En þá gerðist það. Ógnarstór kryppa reis upp úr hafinu, tíu metrar að hæð og fimm metrar á breidd. Hún var alþakin grænu hreistri og hrúðurkörlum. Einhver öskraði og spjót flaug gegnum loftið, fór í fagurlegum boga og lenti beint í kryppunni. Spjótið hafði greinilega komist gegnum hreistrið því blóð seitlaði úr sárinu. Svart blóð. Nú hreyfði sig enginn. Enginn andaði, ekki einu sinni eitt hjarta sló. Svo gerðist svo lítið ægilegt, sem fékk nokkra til þess að gera á sig og aðra til þess að falla í yfirlið. Upp úr sjónum reis gífurlega stór drekahaus sem öskraði upp í himininn. Ef allir á skipinu hefðu ekki verið uppteknir af hausnum hefðu þeir án efa tekið utan um eyrun, en í augnablikinu var þeim nánast sama þótt ístaðið þeirra springi næstum því. Ormurinn hætti að orga og leit á skipið, öskraði og hvessti glyrnurnar. Öskrið hafði verið svo hátt að Baldur og Valdi misstu báðir undan sér fæturna og duttu. Baldur stóð aftur upp og horfði í augu ormsins. Þau brunnu af krafti og illsku þess sem hefur séð allt, og er sama um allt, nema sjálfan sig. Ormurinn öskraði aftur og Baldur sá móta fyrir stærðarinnar spýtu milli oddhvassra og hrikalegra tannanna. Á spýtuna var ritað fögrum stöfum: HAFSLAGUR. Þetta var greinilega spýta úr skipi sem ormurinn hafði sökkt nýlega. Ormurinn horfði smá stund í augun á Baldri, og hann horfði á móti, þangað til skepnan gafst upp og hvarf aftur í sjóinn með miklum gusugangi. Gríðarmikil alda fylgdi í kjölfarið svo skipið hvolfdi, en skaust jafnfljótt upp aftur. Margir höfðu fallið útbyrðis og syntu aftur til skipsins. En áður en sá fyrsti komst um borð kom önnur alda, tvöfalt stærri en sú fyrri og skutlaðu skipinu fimm álnir upp í loftið. Skipið lenti með miklu braki og Baldur valt burt frá því. Hann var dasaður, eiginlega nær dauða en lífi, en hann fann að hann lá á einhverju mjúku, þurru en köldu. Hann varð rólegur og féll í yfirlið.

Ž

V. PRIMERO AJO DE ESPANA


Fáfnir vaknaði með hausverk. Hann hafði verið að dreyma svo skrýtin draum. Miðgarðsormurinn hafði komið og fleygt bátnum eitthvert langt út í buskann. Svo hafði Fáfnir bara vaknað núna með hausverk og, sáran sting í fætinum. Svo sáran að hann fann varla fyrir honum, svo fann hann nokkrar kúlur á hausnum og hægri handleggurinn var með ljótan skurð frá úlnlið upp að öxl. Fáfnir ætlaði að reisa sig upp en féll strax aftur niður. Bakið var greinilega brotið einhversstaðar. Fáfnir lagðist þá bara niður endilangur á sólbaðaðri… ströndinni? Hvar er ég eiginlega? Hugsaði Fáfnir og leit í kringum sig. Hann lá á hvítri sólarströnd og spýtnabrak lá allt í kringum hann. Hvað hafði gerst? Hafði draumurinn nokkuð verið raunverulegur? Skyndilega heyrði hann kunnuglega rödd hrópa:
,,Fáfnir!? FÁFNIR!?’’ Fáfnir kannaðist við röddina, þetta var faðir hans.
,,Ég er hér!’’ svaraði Fáfnir og veifaði upp í loftið.
Baldur kom og lyfti honum upp.
,,Er í lagi með þig?’’ spurði hann og skoðaði meidda handlegginn.
,,Ja… nei,’’ svaraði Fáfnir og kveinkaði sér. ,,fóturinn er brotinn, að ég held, og bakið líka,’’
,,Geturðu gengið?’’
,,Já, ég held það,’’ Baldur reisti hann á fætur og studdi við hann.
,,Hvar erum við?’’ spurði Fáfnir og skimaði í kringum sig. Nokkrar spýtur úr skipinu lágu á víð og dreif og farangur þeirra var úti um allt.
,,Á Spáni, Cadis, nánar tiltekið,’’ Þeir gengu að lítilli hæð, og í skugganum af henni sást móta fyrir stóru tjaldi sem reist var upp með digrum viðarsúlum. Þeir gengu inn í tjaldið og þar sá Fáfnir marga úr áhöfninni. Þarna voru Valdi, Hrólfur, Sigurbjörn, Eyólfur, Karl, Golli, já bara flestir úr áhöfninni. Sumir voru í litlu tjaldi inni í því stóra, að láta búa um sár sín. En einnig var þarna fleira fólk, greinilega spænskt, og var að hjálpa skipverjum að búa um sárin.
,,Hvar eru hinir?’’ spurði Fáfnir. Faðir hans svaraði ekki, og þá vissi Fáfnir svarið.
,,En hvar er Þytur?’’
,,Hann er í hesthúsinu, það er í lagi með hann,’’ Baldur leiddi hann að lausum bekk í horninu og bretti upp á buxnaskálmina. Hann þuklaði svolítið á meidda fætinum, svo Fáfni langaði að æpa, en hann stillti sig.
,,Láttu mig vita ef að þú finnur til,’’ sagði Baldur. Fáfnir kinkaði kolli. Baldur tók utan um ökklann. Fáfnir fann ekkert til þar. Þá þrýsti Baldur létt á sköflunginn á honum og Fáfnir hljóðaði upp yfir sig.
,,Sem betur fer ertu ekki brotinn, bara tognaður og með brákað bein. Ég sæki spelkur,’’ sagði Baldur og skildi Fáfni eftir á bekknum. Fáfnir leit í kringum sig. Spánverjarnir voru svolítið framandi útlits fyrir Fáfni. Þeir voru svarthærðir, ögn hörundsdökkir og karlmennirnir voru með sítt hár bundið í tagl og krullað yfirvaraskegg. Meðan Fáfnir var að virða þá fyrir sér gekk til hans strákur, og Fáfnir sá strax að þetta var jafnaldri hans. Strákurinn horfði á hann.
,,Hvað, heita, þú?’’ spurði strákurinn, með undarlegum hreim.
,,Fáfnir, sonur Baldurs Gráeyjarhöfðingja,’’ svaraði Fáfnir. ,,en þú?’’ Strákurinn hugsaði sig um, en sagði svo:
,,Leó, Leó Montoya,’’
,,Leó, hver er faðir þinn?’’ spurði Fáfnir, honum fannst skrítið að hann segði ekki til föður síns. Leó hugsaði sig aftur um.
,,Hann… heitir Antonio… Antonio Montoya,’’ sagði hann loks.
,,Hmm… svo þið á Spáni hafið ættarnöfn, þitt er Montoya,’’ Aftur hugsaði Leó, en núna lengur en síðast. Svo kinkaði hann kolli.
,,Hvers vegna hugsarðu þig svona mikið um áður en þú svarar?’’ spurði Fáfnir. Leó varð eitt stórt spurningamerki í framan. Hann skilur ekki tungumál mitt, hugsaði Fáfnir. Hann skipti þá yfir á annað tungumál.
,,Skilurðu mig betur núna?’’ spurði Fáfnir á frönsku. Leó líkaði þetta betur og kinkaði kolli.
,,Leó!’’ var kallað reiðilegri röddu sem Fáfnir brá virkilega mikið við. Hann sneri sér við og sá mann í ríkulegum fötum með stórt og mikið alskegg koma haltrandi til þeirra. ,,Qué estás hasíendó!?’’ Leó svaraði manninum dapurlega í lágum hljóðum og gekk í burtu. Maðurinn gekk til Fáfnis og greip í hárið á honum.
,,Déjame en paz!’’ Svo ýtti hann við Fáfni og gekk út úr tjaldinu. Hvað var þetta? hugsaði Fáfnir og horfði á eftir þessum ömurlega manni.
,,Er allt í lagi með þig?’’ spurði Baldur sem var nú kominn við hlið hans.
,,Já, jájá,’’ svaraði Fáfnir, ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Baldur setti spelkur á fótinn og rétti honum hækju.
,,Þú ættir að vera byrjaður að geta gengið án hækjunnar eftir svona þrjár vikur,’’ sagði Baldur og rétti honum fallegt rautt epli.
,,Hvaða staður er þetta eiginlega?’’ spurði Fáfnir og leit í kringum sig.
,,Þetta er ‘‘El Mar Hospital’’, eða griðarstaður sjóbrotsmanna, hér getum við dvalist næstu vikurnar, eða rétt á meðan við finnum okkur farkost til Íslands,’’ svaraði faðir hans. Hann lyfti Fáfni af bekknum. ,,Gakktu nokkur skref fyrir mig,’’ Fáfnir gerði það. Honum fannst nokkuð erfitt að beita hækjunni, enda hafði hann aldrei áður þurft að nota slíka, en komst þó fljótt upp á lagið með það.
,,Hey, Baldur!’’ var kallaði Valdi frá matarborðinu. ,,fáðu þér svolítið í svanginn áður en við förum í bæinn,’’ Baldur settist hjá þeim og Fáfnir settist líka, reisti hækjuna upp við bekkjarendann.
,,Ég held að ég þekki mann hérna í Cadis, mann að nafni Hörundur. Hann ætti að getað fundið far fyrir okkur til Íslands,’’ sagði Valdi og greip brauðsneið af disk á borðinu.

Ž

Þegar þeir höfðu matast gengu þeir út fyrir tjaldið. Valdi, Baldur og Hrólfur tóku til vopn sín og ætluðu að ganga eftir stíg sem leiddi til Cadis. Fáfnir reyndi að halda í við þá en gekk illa.
,,Fáfnir!’’ sagði Baldur, sneri sér við og horfði á Fáfni. ,,kannski ættirðu ekki að fylgja okkur. Bíddu heldur á El Mar Hospital. Eyjólfur ætlaði að fara með mennina sem nógu hraustir í að taka saman allar vistirnar okkar sem bárust á land, þar að segja, það sem í heilu lagi er. Þú gætir hjálpað til við að flokka það sem nytsamlegt er,’’ Fáfnir hreyfði engum mótmælum, kvaddi þá og gekk aftur inn í El Mar Hospital og fékk sér sæti á mjúkri dýnu. Hann sá Eyólf ganga til sín. Eyólfur var með sárabindi á hausnum og glóðarauga.
,,Sæll,’’ sagði hann og brosti. ,,líður þér vel?’’
,,Ágætlega,’’
,,Hefurðu nokkuð talað við spánverjana? Ég hef reynt að tala við nokkra þeirra. Gekk frekar illa en tókst þó að tala við nokkra þeirra með frönsku og merkjamáli, ágætis grey,’’
,,Ég hitti líka tvo. Annar ágætur en hinn…’’ Hann hryllti sig. ,,ekki minn smekkur,’’
,,Ahh, þú ert að tala um manninn sem kom hérna áðan. Var virkilega leiðinlegur. Og þá sérstaklega við aumingja barnið sem var með honum,’’
,,Leó,’’
,,Já… hvernig veist þú það?’’
,,Hitti hann áðan,’’
,,Þess vegna lamdi skálkurinn þig,’’
,,Líklega,’’

Ž

VI. Í BÆNUM

Cadis var mjög falleg borg. Valdi hafði ekki séð fegurri staði, ekki einu sinni í Frakklandi. Allt var svo litríkt, fíngert og hvernig sólin skein á allt saman, yndislegt. Þarna voru fleiri búðir en hann haðfi nokkru sinni séð, flestar krár eða fatabúðir, en einnig margar skartgripabúðir. Vopn voru einnig til sölu sumstaðar. Fíngerð, löng og mjó sverðin voru ekki að skapi Valda, honum líkaði við gróf stuttsverð og svipur. En þó dáðist hann að þessum meistarasmíðum, ekki síður en Hrólfur sem stoppaði sumstaðar og spjallaði við járnsmiðina um gerð þessara vopna. Hrólfur var nefnilega sjálfur járnsmiður. Hann tók einnig eftir því hve spánverjar voru hrifnir af gulli. Gullið var allsstaðar. Á vopnum, utan á húsum og að sjálfsögðu sem gjaldmiðill og skartgripir.
,,Eigum við ekki að skreppa á einhverja krána og skella í okkur smá bjór?’’ spurði Hrólfur og staðnæmdist fyrir utan eina krána.
,,Veistu hvað, Hrólfur? Ég hef heyrt því fleygt að spænskur bjór sé ekki svo góður, heldur sé vínið það besta,’’ sagði Valdi. ,,Og þér hefur ekkert áfengi smakkast vel, fyrir utan bjór,’’
,,Þvættingur, og svo er ég svangur. Þessir ávextir þarna í El mar hospital fylla ekki alveg út í tómarúmið mitt,’’ Hann klappaði á magann á sér og opnaði útskornar kráardyrnar og þeir gengu allir inn fyrir. Þarna inni fyrir var löngum borðum raðað snyrtilega á mitt gólfið. Stólar voru allt í kringum það sem menn sátu á og spjölluðu saman. Hrólfur gekk að barborðinu og bað um bjór á frönsku. Afgreiðslumaðurinn virtist ekki skilja bofs. Hrólfur benti á eina bjórtunnu og svo á eitt frekar stórt glas og svo á sjálfan sig. Nú virtist afgreiðslumaðurinn skilja og fyllti eitt glas af bjór og rétti Hrólfi. Baldur og Valdi komu líka og báðu um það sama. Svo settust þeir þrír niður. Hrólfur lyfti sínu glasi og tæmdi það í botn.
,,Ooojjj!’’ hrópaði hann og spýtti bjórnum aftur í glasið. ,,Þetta er ógeðslegt! Að kalla þetta bjór! Komum okkur,’’ Valdi ætlaði að segja ‘þetta sagði ég þér’ en sleppti því. Þeir ætluðu að ganga út af kránni, en afgreiðslumaðurinn stökk í veg fyrir þá með rýting í hönd. Maðurinn bullaði eitthvað óskiljanlegt og rétti út höndina.
,,Ég held að hann vilji fá borgað,’’ sagði Baldur.
,,Já það vill hann,’’ sagði kunnugleg rödd bak við okkur. Það var Arnór. Arnór rétti afgreiðslumanninum einn silfurskilding. Afgreiðslumanninum líkaði þetta betur og hélt áfram með viðskipti sín.
,,Takk, Arnór,’’ sagði Baldur.
,,Ekkert mál, hérna eru nokkrir pesetar handa ykkur. Fékk þá á El Mar hospital, ekki ólöglega samt,’’ svaraði Arnór og togaði í yfirvaraskeggið sitt.
,,Bíddu nú við… er fólk hætt að mæla gull í þyngd sinni?’’ spurði Hrólfur hneykslaður.
,,Já… samt gildir þyngd gullsins ennþá. En pesetarnir virka líka vel. Tíu koparpesetar jafngilda einum silfurpeseta og tíu silfurpesetar jafngilda einum gullpeseta,’’ svaraði Arnór. Hrólfur hristi hausinn ringlaður, reikningur hafði aldrei verið hans sterka hlið.
,,Valdi, sagðist þú ekki þekkja mann hérna sem gæti komið okkur til Íslands,’’ spurði Baldur.
,,Tja… já… eða þekkti… eða veit að hann býr hérna… ef hann er lifandi,’’
,,Hvað meinarðu?’’
,,Ja… hann var dæmdur sekur á Alþingi á Íslandi, ásamt mér. Við höfðum drepið einn mann. Við vorum dæmdir sekir. Hann sagðist ætla að fara til Spánar og flytja til Cadis, en ég og Hrólfur gengum til liðs við Sigurð sterka (sjá Skuggaskinna),’’
,,Svo þú veist ekki einu sinni hvort hann sé á lífi!’’
,,Ja… það sakar ekki að spyrja til vegar,’’ Valdi hnippti í einn í mannfjöldanum og spurði á frönsku : ,,Veist þú hvar Hörundur Bófinnsson býr?’’ Maðurinn horfði á hann, benti svo á risastórt hús beint fyrir aftan þá. Valdi þakkaði fyrir sig og gekk að húsinu.

Ž