Í útlegð er sendur,
Við morðingja er kenndur,
Þeir stefna til Íslands,
En reiði Þórs nær þeim,
Og ormurinn kemur,
Skipinu sekkur.
Í ókunnu landi eru,
Er fáir bandamenn finnast,
En Skuggi nú herðist,
Og nýrra vina leitar,
En fleiri óvini er að finna.
Ž
Fyrstu þrír kaflarnir úr bókinni ‘'Skuggaskræða’' sem ég samdi fyrir margt löngu á tólfta vetri. Bókin er framhald ‘'Skuggaskinna’' sem hefur verið birt hér á hugi.is
I. Á SJÓNUM LÍÐUR SJÓMÖNNUM VEL
sjórinn ólgaði og skvettist yfir borðstokkinn á bátnum. Þeir félgar voru búnir að vera á ferð í næstum mánuð. Fyrst hafði geysað óveður í viku, svo þeir höfðu borist langt af leið og skipið nánast brotnað í spón á skerjum sem þeir höfðu rekist á, svo hafði dottið á dúnalogn svo allir höfðu þurft að róa og til þess að kóróna allt var matarskortur og margir orðnir sjóveikir. Allir nema Valdi og Fáfnir. Nú voru þeir, Baldur og Valdi að reyna að finna næstu höfn til þess að geta gert við skipið.
,,Af sólinni að dæma, höfum við borist langt af leið og erum komnir mun syðra en ég átti von á, ég held…’’ sagði Valdi og neri saman höndunum í ákafa. ,,Ég held því að næsta höfn sé Cadis á Spáni. Þar getum við hvílst og lagfært skipið. Við komumst til Cadis eftir viku eða svo’’ Allir fögnuðu þessum fréttum. Og í sama bili birtist stór alda og sópaði Valda þvert yfir þilfarið. Allir á skipinu hlógu, nema Valdi sem stóð upp rennblautur og sótbölvandi öllu.
,,Bannsettur sjórinn! Mikið verð ég feginn þegar við losnum af þessum fleka,’’ heyrði Baldur hann tauta. Baldur var ekki vanur sjómaður og var búinn að vera sjóveikur frá fyrsta degi og var því feginn að sjóferðinni væri að ljúka. Fáfnir gekk yfir til föður síns.
,,Faðir, eru Spánverjar óvinveittir vor?’’ spurði hann óttasleginn. Baldur leit á son sinn og svaraði:
,,Ekki nema við brjótum lög þeirra’’ Þetta svar virtist róa Fáfni sem gekk burt. Vona ég, hugsaði Baldur og horfði á haf út. Ekkert nema vatn og enn meira vatn hvert sem augað eygði, og ekkert af því var drykkjar hæft. Baldri líkaði þetta ekki. Þótt hann væri fæddur og alinn upp í ríki þar sem fólk lifði mest á sjávarútvegi, líkaði honum ekki vel við allt þetta vatn og það sem hann hataði mest af öllu við þetta var allur veltingurinn. Hann ældi tíu sinnum á dag og lá andvaka á hverri nóttu. En sem betur fer kæmust þeir á þurrt land bráðum. Allavega eftir því sem Valdi sagði. En Baldri hafði lærst að treysta honum ekki of vel. Og varðandi Spán, hugsaði Baldur og var hugsað til allra sagnanna um hina grimmu landvinningamenn frá Spáni. Vægðarlausir herramenn og hermenn sem drápu alla ókunna sem þeir töldu vera óvini sína, brenndu bæi þeirra og tóku allt verðmætt. Sérstaklega voru þeir hrifnir af gulli. Arnór gekk út að borðstokknum og horfði tómum augum á hafið mikla. Baldur gekk til hans og horfði með honum smástund á hafið. Sólin var að setjast bak við sjóndeildarhringinn og rauðgullnir geislar hennar vöfðu hafið í appelsínugula ábreiðu. Svo hvarf hún bak við hafið og skildi veröldina eftir í stjörnubjartri nóttinni.
,,Hvað finnst þér um þetta?’’ spurði Baldur.
,,Um hvað?’’ svaraði Arnór án áhuga.
,,Nú þetta um Spán og það allt saman,’’
,,Ahhhh… veit ekki. En hitt veit ég þó að við eigum eftir að lenda í miklum vandræðum þar,’’
,,Kannski,’’ Nú töluðust þeir bræður ekki lengur við og Arnór fór undir þiljur. Baldur horfði nú upp í stjörnubjarta nóttina. Hann fann nokkur stjörnumerki svo sem Karlsvagninn og Óríon. Svo hætti hann að virða fyrir sér næturhimininn og fór að hjálpa til við að rifa seglin fyrir nóttina. Eftir það fóru allir undir þiljur nema Sigurbjörn og Valdi. Þeir áttu að vera á vakt í nótt. Baldur lagðist í sína koju og fannst gott að láta hlýja og mjúka ábreiðuna verma sig eftir kuldann uppi á þilfari. Baldur slakaði nú á öllum vöðvum og lét draumveröldina yfirtaka hug sinn.
Ž
Baldur vaknaði um morguninn. Hann klæddi sig, sótti sér harðfisk og fór upp á þilfar. Nokkrir aðrir voru líka komnir á fætur. Valdi, Hrólfur og Fáfnir voru að virða fyrir sér nokkur ský í austri og virtust áhyggjufullir. Húskarl nokkur sem farið hafði með þeim, Karl að nafni, hljóp til Baldurs.
,,Hefurðu heyrt það?’’ spurði hann eilítið æstur.
,,Nei, hvað?’’
,,Nú auðvitað það að stormur skelli brátt á, spurðu bara Valda,’’ Húskarlinn fór og tók við að sauma fyrir götin á seglinu. Baldur gekk til Valda og spurði:
,,Hvað er þetta tal um storm eiginlega?’’
,,Ahhh… bara pælingar hjá reyndum sjómanni. Sérðu skýjabakkann þarna. Kannski virðist hann ekki hættulegur núna, en hann verður hættulegur þegar hann nær okkur,’’
,,Hvað ertu að meina?’’
,,Það sem ég er að segja er að það er stormur á leið til okkar!’’ Valdi virtist æsast við þessa fullyrðingu sína og fór að fitla við svipuna eins og hann gerði alltaf þegar hann var órólegur. Hrólfur leit á Fáfni.
,,Fáfnir,’’ sagði hann. ,,Kannski væri betra að þú hjálpir Arnóri við að draga inn netin, allt í lagi?’’ Fáfnir lét sig hverfa þótt tregur væri. Hann vissi að ekki þýddi að deila við Hrólf. Því næst sagði Hrólfur við Baldur:
,,Stormurinn nær til okkar eftir fjóra daga, nema við flýtum okkur,’’
,,Ertu þá að segja að við megum hvorki draga niður segl né hætta róðri þangað til við komum til Cadis?’’ spurði Baldur efins.
,,Eiginlega það já.,’’
,,Kallaðu alla upp á þilfar,’’ Hrólfur hlýddi þessari skipun og dreif sig niður. Brátt voru allir komnir upp á þilfar og hópuðust kringum Baldur og Valda.
,,Er það rétt að stormur sé í nánd?’’ spurði einn úr þvögunni. Baldur ætlaði að svara en annar maður hrópaði. Spurningar eins og hvenær komum við til Spánar eða er stormur á leið til okkar, dundu á Baldri og Valda.
,,Sko… málið er það að kannski… bara kannski er stormur á leið til okkar. Þangað til við erum vissir ætlum við ekki að taka neina áhættu. Fjórir til átta menn munu róa á hverri nóttu og segl ekki dregin niður. Og á daginn munu allir róa. Þannig mun það ganga næstu fimm dagana. Nú…’’
,,Ertu að segja að við fáum enga hvíld í fimm daga!?’’ spurði Karl.
,,Ekki alveg beint. Við skiptum þess…’’
,,Og hvað með matinn. Nú er allt að verða búið úr búrinu og ég held varla að við getum veitt fyrst við munu róa allan sólarhringinn,’’ kallaði einn stór maður sem stóð framarlega, Golli var hann kallaður.
,,Við björgum okkur,’’ Mennirnir virtust ekki vera ánægðir með þetta svar og mótmæltu og þráttuðu. Baldur nennti þessu ekki meira og gekk niður í káetuna. Hann lagðist í kojuna og hlustaði á svjávarniðinn.
,,Baldur,’’ heyrðist sagt og Baldur hrökk við. Þetta var Hrólfur sem sat á sínum rúmstokk og brýndi öxina sína. Baldur vissi að nú var hann að hugsa.
,,Hvað?’’ spurði Baldur og settist upp.
,,Veistu… mennirnir samþykkja þetta ekki. Þeir skilja ekki að nú þarf að drífa sig. Þeir halda að þetta séu bara einhverjir duttlungar í okkur.,’’ Baldur svarði ekki. ,,Þú veist,’’ hélt Hrólfur áfram. ,,Að kannski myndu þeir fallast á þetta ef einhver myndi sannfæra þá um þetta. Kannski, kannski einhver sem þeir óttast en bera virðingu fyrir…’’ Baldur vissi hvert Hrólfur var að fara.
,,Hrólfur, Skuggi mun ekki neyða þá til þess,’’
,,Ég var nú bara að tala um að sannfæra þá,’’ Baldur vissi að þetta var rétt hjá honum. Með hverri mínútu sem leið færðist stormurinn nær. Kannski, hugsaði Baldur, kannski.
Ž
II. VOPN, UPPREISN, SKUGGI
Daginn eftir vaknaði Fáfnir við eitthvað brölt og hávaða uppi á þilfari. Sigurbjörn og Eyjólfur voru ekki vaknaðir. Svo varð allt hljóðlátt. Það var einhvern veginn svo allt of hljóðlátt. Hann skynjaði að eitthvað var í uppsiglingu. Eitthvað óvinsamlegt. Eitthvað banvænt. Hann fór fram úr kojunni og fór í buxur. Því næst girti hann sig rýtingi sem hann hafði fengið sem gjöf frá pabba sínum. Rýtingur þessi var hin besta smíði. Skyndilega barst ægilegur hávaqði frá að ofan. Brátt heyðrust smellir eins og þegar málmar skella saman. Svo heyrðist daufur dunkur. Menn öskruðu. Meira af smellunum heyrðist og nokkrar háar stunur. Annar dunkur. Hvað var þetta? Hugsaði Fáfnir og dreif sig í fötin. Varla miðgarðsormur að sökkva skipinu! Við þessa hugsun greip skelfingin hann. Miðgarðsormur! Hann hafði heyrt um þá ófreskju í mörgum sögum sem sjómenn sögðu. Miðgarðsormur var eitt af afkvæmum Loka. Honum hafði verið hent í hafið þar sem hann hafði stækkað uns hann hafði umlukið allt hafið. Nú beit hann í halann á sér og beið eftir skipum til þess að sökkva. Nú var hann örugglega að refsa þeim fyrir að hafa truflað sig við blundinn. Hávaðinn magnaðist. Þegar Fáfnir kom uppá þilfar sá hann sjón sem hann hafði ekki búist við; Hrólfur lá á þilfarinu, með stórt og ljótt mar á andlitinu vinstra megin, Baldur var með lítið sár á hægri handlegg, Arnór stóð við hliðina á honum með blóðnasir og Valdi stóð fyrir framan Baldur með svipuna reidda og smellti henni í smettið á einum sjómanni sem var í áhöfninni. Fyrir framan Valda stóð öll áhöfn skipsins, nema hvað nokkrir lágu með sár í andlitinu eins og eitthvað hefði sprungið framan í þeim. Fyrir framan áhöfnina stóð Golli, sem var stór og sterkur og hélt á öxi sem hann beindi að Valda og virtist óhræddur við að nota hana, en var allt of hræddur við svipuna hans Valda til þess að færa sig nær. Það var greinilega uppreisn í gangi.
,,Og passið ykkur svo á Magneu (Valdi kallaði svipuna það)!’’ þrumaði Valdi hlæjandi og smellti henni í andlitið á Golla. ,,Þú sagðir að hún væri bara barnaleikfang til þess að reka á eftir þrælum! Nú sjáum við hver er þrællinn hér! Hahahahaha!’’ Golli hörfaði og hélt um blæðandi sárið sem svipan hafði valdið. Fáfnir dró fram rýtinginn sinn og ætlaði að hlaupa til pabba síns og hjálpa til við að sjá um þessa uppreisnarseggi. En þá kom Baldur auga á hann; ,,FÁFNIR!!! Komdu ekki nær! Farðu aftur niður í káetu, við hérna leysum þetta!’’
,,Já, sendu strákinn aftur niður káetu, honum veitti honum ekki af almennilegum bardaga, stráklingnum,’’ hrópaði Golli ertnislega. Það heyrðist annar semllur í svipunni og Golli hrasaði og strauk um nýtt sár sem svipan hafði veitt honum. ,,Ég ætlaði bara að segja að hann er sá eini af ykkur sem eitthvað gagn gerir. Hann sýnir þó smá virðingu,’’ bætti hann við og þurrkaði blóð úr andlitinu. En það var til lítils því nú smellti Valdi svipunni framan í hann í þriðja sinnið og Golli féll á kné, stynjandi og másandi.
,,Valdi, hættu!’’ sagði Baldur hastur. Hann mundaði sverðið sitt, Silfursting og kom því betur fyrir í hendinni og gerði sig tilbúin í bardaga. En Fáfnir hreyfði sig ekki.
,,Um hvað snýst þetta?’’ spurði hann og leit til skiptis á pabba sinn og Golla.
,,Þessir bandóðu níðarar vilja taka yfir stjórn á skipinu og fleygja okkur frá borði,’’ tuldraði Hrólfur sem stóð upp, öskraði svo og stökk á sjómennina. Mep berum höndum rotaði hann þrjá í einu höggi og tók annan upp og henti honum í Golla. Því næst stökk hann til baka, greip öxina sína sem lá þar skammt frá, greip skjöldinn og gerði sig tilbúinn í aðra atlögu.
,,Eruð þið að meina, að það sé uppreisn?’’ spurði Fáfnir.
,,Já,’’ svaraði Valdi og lét svipuna ganga í andlitið á einum sjómanni sem ætlaði að stinga Hrólf með spjóti. Sjómaðurinn datt aftur fyrir sig og missti spjótið. Í sömu andrá kom Eyjólfur upp og hrópaði:
,,ALDREI Á MÍNUM SJÓMANNS FERLI HEF ÉG SÉÐ NOKKURT ÞESSU LÍKT!!! UPPREISN!!!’’ svo skyrpti hann nokkrum vænum slummum til Golla og manna hans. Eyjólfur greip vínflösku og tók nokkra væna gúlsopa, og loks tók hann upp saxið sitt og gekk til liðs við Valda.
,,Til hvers eruð þið eiginlega að gera uppreisn!?’’ spurði Baldur og leit framan í sjómennina.
,,Nú, af því að þið eruð lélegir skipstjórar,’’ byrjaði Golli. ,,Þið látið okkur róa dag og nótt. Síðast þegar hann Valdi notaði þessa snilldar útreikninga sína til þess að forða okkur frá stormi, sigldum við beint í gegnum hann. . .’’ en hann komst ekki lengra því að í fjórað sinnið lét Valdi svipuna róa í fésið hans, svo fast að Golli táraðist. ,,Kannski af því einhver ruglaði áttavitann minn og breytti útreikningum. Kannski var það einhver sem heitir Golli,’’ svaraði Valdi og brá svipunni um fætur Golla og felldi hann.
,,Og svo núna þurfum við að róa dag og nótt bara fyrir ykkar eigin duttlunga, nei takk,’’ bætti Golli við meðan hann stóð upp aftur. ,,TAKIÐ ÞÁ!!!’’ hrópaði hann svo og sjómennirnir réðust að þeim. Arnór sló spjótinu í Golla svo hann datt niður. Hrólfur notaði öxina af mikilli leikni. Hann barði með henni og hjó á víxl svo sjómennirnir Féllu niður máttvana. Baldur notaðist við Silfursting af mikilli nákvæmni, afvopnaði andstæðingana með miklum tilburðum. Loks hrópaði hann: ,,Við gefumst upp!’’
,,Ha?’’ spurðu Hrólfur og Valdi, sem báðir höfðu notið sín í bardaganum.
,,Ég sagði við gefumst upp, við náum ekki að sigra þá,’’ endurtók Baldur og blikkaði þá laumulega.
,,Rétt!’’ hrópaði Golli. ,,Menn taaakkkiiiððð þþþááá! ! !’’
Arnór, Baldur, Valdi, Hrólfur og Eyjólfur gáfust upp án mótspyrnu. ,,Hvar er eiginlega þessi Sigurbjörn?’’ spurði Golli þegar búið var að binda Baldur og félaga.
,,Niðri í káetu, held ég,’’ stamaði einn sjómaðurinn út úr sér.
,,Nú sæktu hann þá, ég vill líka fá hann,’’ hrópaði Golli. Nokkrir sjómenn ruku niður og komu brátt upp aftur með Sigurbjörn sem mótmælti vel og vandlega, auk þess sem hann felldi nokkur tár af hræðslu.
,,Þaggið niður í honum!’’ Það þurfti ekki meira til en þessi skipun til þess að Sigurbjörn þagði. ,,Nú,’’ byrjaði Golli og gaf Valda nokkra vel útlátna kinnhesta, en Valdi skyrpti framan í hann á móti. Golli þurrkaði framn úr sér og hélt áfram: ,,Þar sem ég virðist ráða hér, ætla ég að láta ykkur róa alla leið til Spánar, nema krakkann, hann þarf bara að þrífa skipið hátt og lágt allan sólarhringinn,’’ Og svo hló hann frekar pirrandi hlátri í heila mínútu. ,,Bindið þá!’’ Þessari skipun var einnig hlýtt.
Ž
Nú sátu Baldur og Arnór á fremstu árunum, Valdi og Hrólfur fyrir aftan þá og loks Eyjólfur og Sigurbjörn. Á meðan þeir róðu var Fáfnir að skrúbba sigluna og vandaði sig lítið við verkið.
,,Áfram, krakki!’’ hreytti einn sjómannanna í hann og sló hann lítillega á bakið. Á meðan fengu þeir á árunum væna gusu af ísköldu vatni yfir sig.
,,Svona til þess að þið slæpist ekki svona mikið,’’ útskýrðu þeir, hlóu svo dátt og helltu meira af vatni yfir þá.
,,Það er farið verr með okkur en ómerkilegustu þræla!’’ æpti Valdi og barði næsta mann í bakið, sem var Golli:
,,Heyrðu mig nú? Ertu að berja skipstjórann þinn? Það má ekki, annars verður þér fleygt fyrir borð,’’ Þetta sagði hann í tón eins og hann væri að útskýra eitthvað fyrir litlu barni, auk þess sem hann lét nokkrar auka fötur af vatni yfir Valda. Þessi dagur leið hægt og leiðinlega, fyrir smekk Baldurs og hinna, en skipverjunum féll þetta vel. Um nóttina voru þeir enn látnir róa, en það var einungis einn vörður. Þetta er tækifærið, hugsaði Baldur, sleppti árinni og stóð upp.
,,Hvað ertu að gera, Baldur, farðu aftur að róa og enginn meiðist,’’ urraði vörðurinn og lyfti spjótinu sínu.
,,Nei, nei, ég ætlaði bara að spjalla smá við þig, Karl,’’
,,En Golli sagði að allir ættu róa í alla nótt,’’
,,Tekurðu mark á honum, hah! Hann getur ekki stýrt þessu skipi án þess að rekast tvisvar á sker og reka einu sinni upp á grynningar, og það á sama deginum, já hann á svei mér eftir að verða góður skipstjóri,’’
,,Ja…’’ Karl hikaði. ,,Ja.. ekki get ég sagt að ég beri virðingu fyrir honum, enginn hérna getur það, það var bara hann sem ákvað þessa uppreisn,’’
,,En þið vitið að spá Valda ver rétt, það er stormur í nánd og allir þurfa að róa dag hvern og nótt hverja,’’
,,Já, við vissum að Valdi hafði rétt fyrir sér, bara Golli fékk okkur út í þetta,’’
,,Jæja,’’ sagði Baldur og teygði úr sér. ,,Takk fyrir skemmtilegt og innihaldsríkt spjall, en ég held að núna sé kominn tími til að binda enda á þetta samtal,’’
,,Hvað mein…’’ En meira komst ekki upp úr Karli því Baldur rak hnefann sinn framan í hann og Karl rotaðist um leið. Baldur náði að grípa hann áður en hann féll niður. En spjótið datt úr hendi Karls og féll með glamri í gólfið. Vonandi vaknaði enginn við þetta, hugsaði Baldur.
,,Komið,’’ hvíslaði hann og leit á hina sem enn voru að róa. Þeir læddust undir þiljur og þar voru allir í fasta svefni. Baldur gekk svolítið áfram, fór á fjóra fætur og leitaði um stund á gólfinu. Þá fann hann það sem hann hafði verið að leita að. Laus fjöl stóð upp úr gólfi skipsins. Baldur reif hana lausa og greip nokkrar svartar flíkur þaðan. Því næst greip hann Silfursting sem lá þarna á gólfinu. Baldur hljóp með þetta allt upp á þilfar og skildi hina eftir.
,,Jæja,’’ hvílsaði Valdi og leit á Golla þar sem hann svaf og hraut ægilega. ,,Eigum við ekki að kefla þá, bara svona til öryggis þannig að þeir verði ekki til frekari vandræða,’’ Hinir kinkuðu kolli. Valdi skimaði kringum sig eftir reipi og fann svolítið sem hann hafði saknað, svipuna sína. Hann stakk henni í beltið og tók upp reipi sem lá við hliðina á honum. Nú voru þeir allir komnir með reipi. Valdi gekk til Golla. Arnór gekk að sjómanni sem lá á gólfinu, Hrólfur stillti sér upp við hliðina á sofnuðum verði, Eyólfur gekk að öðrum sjómanni sem lá í koju en Sigurbjörn þorði ekki að fara þangað niður, en lét þó til leiðast og fékk sér stöðu hjá einum sem lá á gólfinu. Valdi rétti höndina upp í loftið. Hann var með krepptan hnefa en þrír fingur stóðu upp í loftið. Hann lét einn fingurinn falla, svo þann næsta og loks þann þriðja. Þá stukku þeir allir saman á þá sem þeir höfðu valið sér að kefla. Golli vaknaði samstundis, en var of seinn, Valdi var búinn að binda hann hraustlega og löðrunga nokkrum sinnum. Hrólf gekk frekar illa að binda vörðinn, en vörðurinn otaði sverðinu sínu að honum og hrópaði : ,,Fangarnir eru sloppnir! Fangarnir eru sloppnir!’’ Nú vöknuðu allir sjómennirnir og vissu að eitthvað var að gerast. Hrólfur gafst upp á að reyna að kefla vörðinn, heldur barði hann frekar í rot. Eyólfur og Arnór voru búnir að binda sína og réðust á sjómennina. Valdi reiddi svipuna til höggs en það var of þröngt til að getað miðað og smellt almennilega, svo hann beytti frekar langhnífnum sínum. Arnór kýldi einn milli augnanna, hrinnti hinum og veitti öðrum mikil sár, svo hentist hann á sjómanninn sem Sigurbjörn hafði ætlað að binda, en auðvitað hafði honum ekki gengið of vel með það. Eyólfur barðist eins og berserkur, samt án þess að drepa neinn. Hrólfur kýldi og sparkaði og nokkur bein brotnuðu undan þungum höggum hans. Samt höfðu Arnór og hinir ekki yfirhöndina í slagsmálunum, því sjómennirnir voru of margir.
,,Hættið!’’ var kallað að ofan. Allir litu upp og sáu sjón sem flestir þeirra höfðu aldrei séð: í stiganum stóð Skuggi, með böðulsgrímuna og Silfursting en í bakgrunn var fullt tungl og geislar þess lýstu á Skugga. ,,Hættið,’’ endurtók hann lágt. Allir hættu að slást og horfðu á Skugga. Skuggi gekk niður úr stiganum og gekk meðfram mönnunum, kannaði andlit hvers og eins, tók vopn þeirra og henti þeim út í horn. Mennirnir biðu í svitabaði á meðan Skuggi gekk um fram og aftur með hendur krosslagðar fyrir aftan bak. Nú leit hann ekki lengur framan í neinn, heldur hélt áfram að ganga um með hendur fyrir aftan bak. Enginn hreyfði sig nema Skuggi.
,,Þið…’’ byrjaði hann en hélt svo áfram að ganga um. Loks stansaði hann og leit yfir hópinn. ,,Þið vitið að það er glæpur að gera uppreisn á skipi þar sem skipstjóri og farþegar eru saklausir… æ, ég ætla bara að stoppa ykkur í því að segja að Baldur og hinir séu útlagar, það eru bara duttlungar í fyrrum ráðgjafa konungs,’’ Skuggi byrjaði aftur að ganga um. ,,Þið vitið líka flestir hver ég er, eða réttara sagt : hvað ég er?’’ Nokkrir kinkuðu kolli, hinir héldu bara áfram að stara og skjálfa. ,,Ég er verndari lítilmagnans, alþýðannur, réttlætis, hefnd þeirra sem minna mega sín! Og það þýðir að ég verði að refsa ykkur, harðlega!’’ Mennirnir kinkuðu kolli eins og litlir krakkar. ,,En þið sleppið með áminningu sem þið ættuð að muna vel,’’ Áfram kinkuðu þeir kolli, jafnvel Golli sem stóð þarna bundinn og starði á Skugga. ,,En samt…’’ hélt Skuggi áfram. ,,Einum ykkar ætla ég að refsa, en nafn hans er Golli. Hann þarf bara að þrífa skipið hátt og lágt allann sólarhringinn, án mótmælna,’’ Hann sagði þetta síðasta með hæðni í röddinni.
,,Hvað! Ég ætla ekki að fara að hlýða einhverjum brjálæðingi með grímu bara af því að hann segir…’’ mótmælti Golli og fjölmörg blótsyrði fylgdu með. En Golli þorði ekki að segja neitt meira því Skuggi gekk til hans, beygði hnén svo höfuð þeirra væru í sömu hæð, og sló hann vinalegann kinnhest. Eða hann leit út fyrir að vera vinalegur. ,,Án mótmælna,’’ sagði Skuggi og gekk upp stigann en stoppaði í honum miðjum.
,,Hverjir ætla að hlýða Valda og mönnum hans?’’ spurði hann og leit á alla í hópnum.
,,Ég!’’ hrópuðu nokkrir en flestir kinkuðu bara kolli. Skuggi gekk áfram og stoppaði í efsta þrepinu. ,,Meðan ég man… stormurinn er brostinn á,’’ Svo gekk hann upp á þilfar.
Ž
III. KALDUR ER SJÓRINN
Um stund hreyfði sig enginn. Svo fór kliður um hópinn. Menn hlupu upp á þilfar en þar var enginn, bara Baldur sem hallaði sér fram á borðstokkinn og horfði í norður. Menn hlupu til hans og spurðu hvert Skuggi hefði farið. ,,Hann fór ekki af skipinu, en hann vonar að hann sjáist aldrei framar,’’ var útskýring Baldurs. Valdi gekk upp á þilfar og gekk til Baldurs. Baldur starði áfram í sömu átt. Valdi horfði á hann, leit svo í sömu átt og hann og greip andann á lofti. Í norðri höfðu svört skýin hrannast upp og gnæfðu nú yfir þeim eins og risastórt fjall sem ætlar að hrynja yfir borg og bæ. Úr skýinu skutust eldingar og þrumur dundu við, ótaktfastar en ógnvænlegar.
,,Hmm…’’ barst frá Valda. ,,Hmm, hmm, hmm’’
,,Eigum við ekki að setja mennina á árarnar?’’ spurði Baldur þó hann vissi svarið fyrir.
,,Jújú, gerum það bara,’’ svaraði Valdi tómlega og starði áfram á þetta risa óveðurský.
Ž
Það var byrjað að hvessa þegar birti af morgni. Seglin þöndust og stundum lá við að skipið tækist á loft.
,,FELLIÐ SEGLIN!’’ hrópaði Hrólfur og bisaði við að losa nokkra hnúta. Þegar seglið var komið niður birtist stór alda og slengdist á skipið.
,,Er í lagi með alla?’’ hrópaði Arnór og skimaði í kringum sig. Jú, þarna voru allir. Golli, Baldur, Valdi, Hrólfur, Karl, Fáfnir… FÁFNIR! Ofsahræðsla greip Arnór meðan hann þaut að borðstokknum. Nú missti hjartað í honum tíu slög eða fleiri. Fáfnir synti þarna í ólgandi sjónum og var örmagna af þreytu við að komast aftur í skipið.
,,HJÁLP!!!’’ öskraði Fáfnir og Arnór ætlaði að stinga sér í sjóinn, en einhver greip í hann. Það var Hrólfur.
,,Ertu ruglaður?! Ekki einu sinni Valdi myndi stökkva í sjóinn í þessu veðri, jafnel ekki þó…’’ Nú heyrðist hátt splúsh.
,,VALDI!’’ öskraði Hrólfur og sá bróður sinn synda til Fáfnis. Valdi var kominn til Fáfnis og greip í hann. Fáfnir sem hafði verið að drukknun kominn, greip í Valda og hélt sér fastar en nokkru sinni fyrr. Valdi sneri við og synti til baka að skipinu. Hann átti um fjóra metra eftir þegar önnur risavaxin alda birtist og færði hann og Fáfni í kaf.
,,Nei!’’ hrópuðu Arnór og Hrólfur. Nokkrir menn auk Baldurs voru komnir þangað og fóru með bænir til Þórs og Njarðar. Baldur stóð hins vegar kyrr með rósemdarsvip, en tára kirtlarnir hans voru komnir á fullt, en tár hans blönduðust við rigningar vatnið á andliti hans. Í þrjár mínútur stóðu mennirnir á skipinu kyrrir og horfðu í sjóinn þegar svolítið ótrúlegt gerðist. Valdi og Fáfnir skutust upp úr sjónum ekki svo langt frá skipinu. Valdi virtist ekki vitund þreyttur, en það hafði greinilega liðið yfir Fáfni sem Valdi þurfti nú að halda í og synda með um leið. Hrólfur öskraði og nú voru allir skipverjar komnir fram í skut til þess að horfa á björgunina. Slamm. Kaðall skelltist í sjóinn rétt hjá Valda. Það var Baldur sem hafði hent kaðlinum og hrópaði á Valda.
,,Gríptu í reipið!’’ öskraði hann. Valdi svaraði ekki (enda erfitt að tala með munninn fullan af sjó) heldur synti að reipinu og greip í það. Baldur byrjaði að toga þá inn og Hrólfur togaði einnig og brátt voru allir skipverjar byrjaðir að toga og toga. Eftir stutta stund gat Valdi gripið í borðstokkinn og sveiflað sér og Fáfni um borð. Mennirnir hópuðu sér kringum þá, hrósuðu þeim og spurðu hvort að ekki væri allt í lagi. Sigurbjörn sótti teppi og breiddi yfir Fáfni en Valdi stóð strax upp og bað um drykk.
,,Fáfnir,’’ hrópaði Baldur og faðmaði son sinn að sér. ,,Ég hélt þú hefðir horfið til Heljar fyrir fullt og allt,’’
,,É… ég líka… e-en hv-hver bja-bjargaði mé-mér? Brrr!’’ stamaði Fáfnir gegnum tárin og faðmaði föður sinn á móti.
,,Ahh, ég held að það hafi verið hann litli ég,’’ sagði Valdi og klappaði Fáfni á bakið. ,,Er örugglega í lagi með þig?’’
,,Jú, jú… t-takk… takk kærlega,’’ svaraði Fáfnir og tók í höndina á Valda. Valdi klappaði honum aftur á öxlina og fór að hjálpa hinum skipverjunum .
Ž