Gróft brauð með geitaosti var morgunmaturinn. Reyndar varð ég að viðurkenna að þetta var ekki það slæmt á bragðið.
Inga bjó þarna ein með tveim risastórum fjárhundum og svo átti hún ilmefnabúð með vinkonum sínum sem var bara tveim mínútum frá húsinu hennar svo hún eyddi mestum tímanum sínum þar. Hún sagði mér hvernig dagarnir runnu saman, væru allir eins, svo það var gaman að fá mig í heimsókn og hafa þannig ástæðu til að gera eitthvað skemmtilegt.
En hún tók líka fram að það væri allt krökkt af krökkum á mínum aldri þarna.
„Þú ert sextán er það ekki?“
Þá mundi ég af hverju ég varð svona pirruð fyrst þegar mamma nefndi að fara á Haustvatn í sumar.
„Já, ég verð sautján eftir tvær vikur samt“ svaraði ég niðurlút.
Hún varð spennt á svipinn.
„Ég get svo lofað þér að þetta verður besta afmæli ævi þinnar! Þú ert á Haustvatni Vala!“
Æði.
Ég yppti öxlum.
„Ég lofa!“ skríkir hún brosandi.
Hundarnir geltu þegar hún hækkaði röddina og hún stóð á fætur.
„Viltu ekki skoða aðeins bæinn? Ef þú ætlar ekki að hanga með mér í búðinni þarftu að þekkja aðeins í kringum þig því þú munt vera mest ein á báti, án minnar hjálpar“ hún kallaði á hundana og ég elti hana út á götuna.
Hún lokaði hurðinni á eftir sér án þess að læsa.
Það var skýjað úti en sólin gægðist í gegnum gat á skýjunum og lýsti upp stutta götuna.
„Sjáðu ef þú beygir hérna við enda götunnar,“ hún beygði til hægri þegar við vorum kominn að endanum „hérna er helsta búðargatan; bakarí, matvöruverslun, fatabúð og þar á meðal búðin mín“
Húsalengjan var krökk af alls kyns fólki. Allir virtust þekkja alla og Inga heilsaði næstum hverri manneskju sem við mættum og hundarnir stoppuðu og leyfðu nokkrum krökkum að leika við sig. Inga hélt áfram að labba og skildi þá bara eftir.
„Hérna,“ hún kippti mér inn í litla sjoppu „er Pendúllinn, pínulítil en aðalstaðurinn fyrir unglinga til að hittast. Eins og þú sérð eru þegar komnir nokkrir og klukkan bara níu!“
Hún veifaði fjórum krökkum sem voru eitthvað að pískra við aumingjalegt tímaritastand. Einn þeirra tók eftir henni sem fékk athygli allra hinna líka í áttina að okkur. Ég varð vandræðaleg þegar þau gengu til okkar.
Ein stelpan í hópnum faðmaði Ingu að sér og leit svo á mig. Hún var minni en Inga en sjálfstraustið skein af henni þó ég væri miklu stærri.
„Hver er svo þetta?“ spurði hún.
„Þú meinar hvað er þetta,“ segir strákurinn við hliðina á henni „og svarið er stór
Inga flissar.
Þetta heitir Vala og mun vera hérna í allt sumar“ hún brosir til þeirra og þau virða mig fyrir sér, hún bendir á minnstu stelpuna „þetta er Tara og Aron bróðir hennar“
Tara var feitlagin með sítt, dökkt hár og Aron frekar þybbinn líka með úfið, ljóst hár.
„Þau eru samt ekki kölluð það, heldur dvergahjónin,“ snoðaður strákur stendur fyrir aftan þau áberandi hávaxinn miðað við hina, alvarlegur á svipinn. Það var samt augljóst að hann var að grínast. Hann tók í höndina á mér „ég heiti Davíð og ég er…“
„Hálfviti“ greip stelpan við hliðina á honum fram í.
Hann ullaði á hana.
„Eins og þú sérð eru þau öll mjög þroskuð og einstaklega góður félagsskapur,“ sagði Inga og horfði ávítandi á þau „viltu að ég sýni þér eitthvað meira eða er ekki í lagi þó ég fari niður í búð og hitti þig heima í kaffinu?“
Ég kinkaði kolli og kvaddi hana. Þegar ég leit á krakkana fann ég áhyggjurnar, af því, að leiðast í allt sumar, minnka.
Og hverfa.

Ég spjallaði heillengi við þau inni í sjoppunni og þau tóku mér strax eins og einni af þeim.
Svo keyptu þau sér gos og fóru út á verslunargötuna.
„Sko staðan er svona; Davíð og Lovísa eru saman“ Tara benti á Davíð og stelpuna sem hann hélt utan um. Það hafði varla farið framhjá mér.
„Og Tara er hrifin af Lovísu“ sagði Aron, alvarlegur á svipinn eins og alltaf. Lovísa hló.
„Já, alveg. Yfir mig hrifin. Versta er bara að hún hunsar ástarbréfin mín“ Tara þykist vera miður sín í smástund en slær svo í magann á bróður sínum.
„En ég, draumaprins allra kvenna, er á lausu eins og stendur“ hann grípur um mittið á mér og teygir sig upp á tærnar til að kyssa mig á kinnina.
„En skrýtið!“ Tara lyftir brúnum og hlær kaldhæðnislega. Við hin getum varla staðið af hlátri.
„Já, mjög. Og bráðum mun ég fylgja þessari dömu heim um kvöldið og þegar hún horfir í augun á mér mun hún ekki geta staðist þessar ómótstæðilegu varir…“ hann hljómar eins og hann sé að lesa upp ljóð.
Við skellum öll fimm upp úr.
„Eigum við að ræða egóið þitt, Aron minn?“ spurði Tara.
„Engin þörf á því, það er stærra en…“
Hann stoppar í miðri setningu þegar hann sér að ég er með störu yfir Haustvatnið sjálft. Það er bara nokkrum metrum frá búðargötunni og virðist risastórt en ég sé samt bakkann hinumegin.
„Er annar bær þarna hinumegin?“ spurði ég.
Frekar heimskuleg spurning miðað við öll húsin þar.
„Já, en það fer enginn þangað. Það er bara gamalt fólk þarna“
Það er þögn þar til annað hláturskast tekur yfir þegar Aron gengur á undan þeim eins og gamall maður með staf. Hann er svo upptekinn við að láta líkamann titra og hafa augun pírð að hann klessir á tvær stelpur sem eru að ganga á móti okkur.
Við hlæjum þegar hann dettur beint á rassinn og lítur vandræðalegur á okkur.
Stelpurnar sem hann klessti á fara líka að hlæja.
„Blessaður Aron“ önnur þeirra hjálpar honum á fætur og hann lítur undan kafrjóður.
„Hæ,“ segir hann vandræðalegur en er óhugnanlega fljótur að draga athyglina að mér „þetta er frænka Ingu, Vala. Tveir kílómetrar á hæð og með þriggja kílómetra bros“
Nýju stelpurnar litu báðar glottandi af honum og á mig.
„Ég er Karólína, kölluð Karó, og þetta er Ástrós“
Ég leyfði þeim að knúsa mig og þær héngu með okkur fram eftir deginum og það kom fljótt í ljós að þær voru alveg jafn klikkaðar og hinir.
Ef ekki klikkaðri.

Og þegar ég sofnaði um kvöldið gerði ég mér skyndilega grein fyrir því að ég hafði eignast fleiri vini á þessum eina degi sem ég hafði verið hérna en öll þau ár sem ég hafði búið í bænum.