Ég lenti í rifrildi við kerlinguna hana mömmu. Öllu þarf hún nú að skipta sér af. Segir að ég sé alkólisti! Ég alkólisti! Segðu mér annan. Ég helti mér í glas til að róa taugarnar. Jú jú ég drekk eins og meiri hlutinn af þessari blessaðri víkingaþjóð. Ég er nú ekki nema tuttugu og fimm ára. Það er ekki eins og ég sé einhver fimmtugur róni niðri á Hlemm. Ég mæti alltaf í vinnuna enda er ég í góðri vinnu sem bílasali. Ég er bara eins og allir hinir vinir mínir, við djömmum um helgar. Jú ég segi það ekki að við fáum okkur ekki einn tvo bjóra svona kvöld og kvöld ef það er góður leikur í sjónvarpinu. En alkólisti! Þarna fór hún allveg með það kerlingin. Það þýddi lítið að vera að velta sér upp úr þessu rifrildi og vera að pirra sig eitthvað, því að ég var að fara á mitt venjulega föstudagsdjamm. Ætlaði að kíkja niður í bæ með strákunum. Ég var orðin ansi kenndur og kominn í stuð þegar strákarnir komu. Við kíktum á Astró enda alltaf fullt af flottum kerlingum þar með sílikondali framan á sér. Það var pakkað af liði niðri á Astró. Ég hélt mig þó mest á barnum. Hitti eina heita þar sem ég reyndi að taka á löpp. Það mistókst þó. Hennar missir ekki minn. Hún var líka farin að fá hrukkur í kringum augun. Strákarnir fundu mig við barinn klukkan fimm, þá orðin ansi kenndur, reyndar komin yfir það ástand og orðin bara andskoti fullur. Þeir voru á leiðinni heim allir komnir með píku til að hjakkast á. Ég ákvað að vera lengur þar sem að ég var ekki komin með neitt til að ríða. Inni á klósetti hitti ég þennan fína verðbréfagaur. Hann sagðist hafa verið í séð og heyrt einhvern tíman um daginn. Ég mundi nú reyndar ekki eftir því en laug bara. Vildi ekki að gaurinn héldi að ég fylgdist ekki með aðalfólkinu í bænum. Við vorum komnir í hörku samræður þegar að gaurinn býður mér smá kók. Ég þáði það með þökkum enda ekki oft sem að maður kemst í það. Ég tók eina línu með honum og lét mig svo hverfa. Ég fór framm til að leyfa gellunum að slást um mig. Þær komu þarna nokkrar slefandi með sílikonin sín og blautar kuntur. Sáu greinilega að ég var eitthvað sem vert var að ríða.
Ein spurði mig hvort að ég væri einhver gaur á fm. Ég svaraði því nú bara nei og þá voru þær fljótar að hverfa dömurnar. Helvítis mellur allar upp til hópa. Hafa þetta á heimilinu og restin getur verið mellur. Það system myndi virka fínt á mig. Þetta gerir hvort eð er ekkert nema tuða um eitthvað rómantíkur kjaftæði, ást og börn og bla bla bla man ekki meir ég er löngu hættur að hlusta á svona kjaftæði. Ríða búið bless er minn stíll. Ég var nú farin að finna áhrif kóksins æða um líkama minn. Eftir þetta er minnið aðeins gloppótt. Ég man eftir ógeðslega heitri gellu sjúga mig inni á klósetti. Veit ekkert hvað varð um hana. Svo man ég líka eftir að hafa lent í slagmálum úti vegna þess að einhver sagði að buxurnar mínar væru eftirlíking. Ég var ekki lengi að drífa þann gaur út. Eftir það ekkert. Jú ég mund eftir einhverjum smá röddum hér og þar var ekki viss hvort að þetta var bara í höfðinu á mér eða hvort einhver hefði verið að tala við mig. “Þetta gengur ekki” “ótrúleg sóun” “eigum við ekki” “hvert” “Uppeftir” “inn” “Vog” “okei”
Ég vaknaði illa daginn eftir þetta djamm. Fannst eins og hausin á mér væri að springa, gat varla opnað augun vissi ekki hvort að ég hafði verið kýldur eða ekki, maginn á mér var í hassi og mér var virkilega flökurt. En það versta var að þegar ég reis upp sá ég að ég var ekki heima. Ég var á HELVÍTIS VOG!!!!