Hæhæ. Ég er að byrja með nýja sögu sem mun verða í fjórum pörtum. Þetta er tilraun hjá mér og ólíkt því sem ég hef verið að gera með orsakavöld (sem er núna á pásu) þá veit ég nákvæmlega hvernig sagan er og ég er búinn með hana. Það eina sem ég á eftir er að setja hana fram á eðlilegan hátt með meira kjöt á beinunum.
Já, þetta er vísindaskáldsaga og því hefur þetta EKKERT að gera með vísindi. Enjoy :D
Partur 1
N.A.M.R.
24. Febrúar 2038. Mannkynið á aðeins fáar stundir eftir ólifaðar. Það er oft sagt að margt smátt geri eitt stórt en sjaldan er minnst á það að fjarlægir hlutir hafa áhrif á enn fjarlægari hluti. Agnarsmá rannsóknarstofa lengst í norðri gæti samkvæmt því haft meiri áhrif heldur en nokkuð annað í næsta nágrenni syðstu mannabyggðarinnar. Að því virðist að ómerkilegir menn skapi stórmerkilega atburði. Einn slíkur ómerkilegur maður, Keli, á hér í hlut. Stærri hlutir hafa gerst í kringum hann heldur en inn á sjálfs hans ævi. Á þeim 42 árum sem hann hefur lifað hefur hann komið upp fjölskyldu og á eitt barn. Hann hefur vinnu. Því miður samkvæmt staðli alls mannkyns er það ómerkilegt. Á þeim 42 árum sem hann hefur lifað hefur heimurinn tekið stakkaskiptum. Mannkyn náði að stöðva lofsteininn Garion Majoris með kjarnorkuvopnum. Heimsfriður hefur haldist frá árinu 2014. Elvis fannst á lífi. Það kom í ljós að hann hafði átt heima í raðhúsi einhversstaðar á Spáni. Hann dó síðan 82 ára að aldri árið 2017 en fólk neitar að trúa því, aftur. Þetta er það sem fólk hefur áhuga á. Hvernig ætti það að vita hver Áskell Þráinsson er? Íslendingar eru enn meðal smæstu þjóða heims þótt þeir séu ekki nema 580 þúsund núna, hvort sem í útlöndum eða innanlands séu. Það hefur samt ekki stöðvað þá til að hafa stór áhrif á fleira fólk í kringum þá, ekki satt?
***
Query >>=Áskell Þráinsson
N.A.M.R-DB Vers. 1.05.x
<<<data>>>
Near Arctic Mineral Research
Timestamp of Entry no.1 :2037-AUG-4-19:47
W-Loc: 81°36′N 16°40′W
<<<start>>>
SEnt-00001
—Voice log—
-“Og hvað svo..?”
-“Þú þarft ekki að halda honum inni.”
-“Oh, ok. Hvað er langt í það að fjölskyldan mín fái þetta sent heim?”
-“Sendirinn er ræstur í um klukkutíma á tveggja vikna fresti og allar upptökur, þá eða færslur sem þú setur inn fara í röð innan kerfisins en yfirleitt nær sendirinn að senda allt sem þarf á klukkutíma.”
-“Djöfulsins nánasir!”
-“Hey, hey. Þetta er ekki ódýrt.”
-“Að senda gögnin?”
-“Nei, það er ekki það sem ég á við. Þú veist vel að við erum staðsettir á hundleiðinlegum stað hvað varðar samgöngur og rekstur og hvað annað.”
-“Pfff… þetta er rekið af Íslenska og Danska ríkinu. Eins og þeir geti ekki alveg séð af smá aur.”
-“Sko, þarna er ástæðan fyrir því að þú ert tilraunastofugutti en ekki stjórnmálamaður. Hafðu líka í huga að þú ert með þetta stillt á Science-Entry en ekki Personal sem þýðir að þetta kemur fram í tilraunaskýrslunni og það er geymt í Nord-gagnabankanum.”
-“Hvernig breyti ég..?”
-“Það er svona ‘drop down’ dæmi sem þú styður á og velur eftir aðstæðum PrSonal, SEnt eða BCast. Þú ert svo klár að þú hlýtur að fatta afganginn?”
-“Ugh… jújú.”
-“Hehe, í lok verkefnisins geta allir heyrt að þú kannt ekki á tölvur.”“
-”Æi, haltu kjafti….“
<<<end>>>
Hann stóð upp frá tölvunni og benti Torsteini Vagnarssyni á að fara út úr herberginu. ”Ég er farinn að sofa“ sagði Keli.
-”Þú varst að koma hingað og þú ert strax farinn að sofa?“
-”Jáhh, ég er búinn á því sko. Hverjum hefði dottið það í hug að það tæki mann 13 klukkustundir að fara frá Selfossi til Keflavíkur, þaðan til flugvallarins í Nuuk og þaðan með herflugvél hingað til ‘Station Nord’ og hingað inn á herbergi!“
-”Aumingi“ sagði Torstein háðslega og gekk glottandi út úr herberginu. Hann og Torstein höfðu lært jarðfræði saman við vísindaháskólann í Kaupmannahöfn. Þeir voru bestir á sínu sviði. Þess vegna fengu þeir tilboð frá Danska ríkinu um að gerast starfskraftur á Nord stöðinni.
Keli gekk að tölvunni og ætlaði að fara að slökkva á henni en hann ákvað að hripa niður skilaboð til fjölskyldunnar. Það voru jú fjórir dagar þangað til að gagnasendirinn yrði ræstur.
<<<start>>>
PrSonal-00001
—Text log—
”Hæhæ. Þetta er hann Keli ykkar. Hvað segja þau Erla og Davíð? Heh, ég vildi að ég gæti heyrt frá ykkur en það eru rosalega takmörkuð samskipti við umheiminn héðan. Erla mín, er hann Davíð sonur okkar með þér við tækið? Hann hefur svo gaman af sögu er það ekki? Ef hann er ekki þarna náðu þá í hann því að ég ætla að segja honum svolítið sniðugt um staðinn þar sem ég er.
Hæ Davíð, þetta er hann pabbi þinn. Fyrirgefðu að ég þurfti að fara viku fyrir átta ára afmælið þitt en ég er búinn að koma því í kring að þú fáir svolítið sérstakt þann daginn. En veistu hvað? Nú er ég einn af nyrstu jarðarbúum heimsins. Ég er ekki nema um 800 eða 900 km frá norðurpólnum. Ég er staddur á Nord vísindastöðinni. Hún á sér sko skemmtilega sögu. Hún var opnuð fyrir næstum 90 árum árið 1950 en þá gegndi hún hernaðarlegum tilgangi. Síðan var henni lokað nokkrum árum seinna og opnað aftur síðan lokað aftur og árið 2013 bauðst Íslandi, það erum við, til þess að manna stöðina. Byggingarnar hérna eru frekar gamlar en það er búið að gera eitthvað upp. Síðan urðu Danir aftur hluti af þessu eitthvað um 2032 þegar að Sveinn Hermundsson fann silfuræð um 5 km suðvestan við stöðina. Heh, ég sakna þín kappi. Vertu góður við hana mömmu þína.
Erla, ég veit að það getur verið erfitt að vera ein heima með krakkann og að vera í vinnu en ég verð kominn heim eftir 4 mánuði. Ég vona að þú skiljir mig. Ég ætti að fara að sofa. Þú myndir ekki trúa því hvenær þeir hyggjast vekja okkur. Ég elska þig. Góða nótt.
Já og á meðan ég man. Á föstudaginn má hringja og þá tala ég betur við þig.
<<<end>>>
Keli slökkti nú á tölvugarminum og nuddaði á sér augun og hallaði sér aftur í stólnum. Ósjálfráð taugaviðbrögð fengu hann til að teygja úr sér og hann var næstum dottin af stólnum. “HELV… helvítis djöfull!!!”. Hann kom sér fyrir á beddanum og tók upp bókina sína. Áður en hann náði að klára fyrstu tuttugu blaðsíðurnar lognaðist hann út af.
***
“Ættum við að..?” spurði Magnús hikandi.
-“Jájá potaðu bara í hann,” svaraði Torstein.
Keli opnaði augun hægt og rólega og sá hvar tveir vinnufélagar hans stóðu yfir honum, annar þeirra vandræðalegur en hinn glottandi. “Hvert þó í?” sagði hann og reis upp. “Andskotinn hafi það, við erum að nálgast fertugt og þið látið eins og smákrakkar,” sagði Keli.
-“Pahh… þér ferst. Í fyrsta lagi þá ert þú allt of skapvondur svona nývaknaður og sætur og í öðru lagi þá erum við yfir fertugt.” svaraði Torstein á meðan Magnús varð vandræðalegri og vandræðalegri. “Æi vertu ekkert að fara hjá þér Maggi. Hann er bara svangur þetta grey, þess vegna er hann pirraður” sagði Torstein og hló.
-“Æi, þú breytist aldrei. Fariði út á meðan ég klæði mig!” sagði Keli og gjóaði augunum á eftir þeim. Honum varð starsýnt á bókina sína. Á henni var stór blettur þar sem síðan krumpaðist saman inn að miðju hans. Honum birtist mynd af henni Erlu hlæjandi: "Víst slefarðu þegar að þú sefur, ekki reyna að neita því. Þegar ég vaknaði þá…“
-”Ég trúi því ekki að ég sé að eldast svona hratt,“ sagði Keli og dæsti.
***
”Jæja Toggi minn.“ sagði Keli og saug rækilega upp í nefið.
-”Jæja hvað?“ spurði Torstein.
-”Royal Busters töpuðu leiknum á móti Kingston drengjunum,“ sagði Keli og glotti.
-”Ég ætla ekki að taka þessu nærri mér því ég veit að þú lýgur. Ekki notfæra þér það hversu afskekktur ég hef verið hérna. Þeir voru á góðu róli í fyrra“ sagði Torstein en efasemdirnar um sannleiksgildi þess sem Keli sagði honum leyndu sér ekki.”
-“Er eitthvað spennandi búið að gerast þessa tvo mánuði sem þú varst í burtu. Þú hefur ekkert sagt okkur?” spurði Magnús og reisti sig alveg við í sætinu áður en hann fékk sér sopa af glasinu sínu.
-“Macro eða micro?” spurði hann.
-“Macro” svaraði Magnús.
-“Ehh… ekkert sem mér dettur í hu… jú bíddu. Inamoku robotics fóru á hausinn.”
-“Ekkert meira?”
-“Ekki macro.”
-“En micro?”
-“Sonur minn á bráðum afmæli en ég kemst ekki vegna þess að ég er… hér.”
-“Æi, en leitt,” sagði Torstein og skóflaði upp í sig pastanu.
Magnús ýtti sér frá borðinu og stóð upp til þess að fara með diskinn inn í eldhús.
-“Jæja Keli minn. Ég hef samt stórmerkilegar fréttir handa þér!” sagði Torstein.
-“Nú?”
-“Þann tíma sem þú varst í burtu fundum við annan inngang inn á Silfurhellana…”
-“That was bound to happen my boy!” greip Keli fram í með uppgerðarsuðurríkjahreim.
-“huh? Ég vissi alveg að það var augljóst en leyfðu mér að klára áður en þú dregur þá ályktun að ég sé búinn.”
-“Nú?”
-“Spitz missti vitið eftir að hann fór þangað inn. Helvítis fíflið hljóp nakinn út í kuldann. Hann fyrirfór sér!”
-“Spitz, er það nýliðinn sem við fengum sendann frá Danmörku?”
-“Emm nei. Hann var frá Austurríkjunum eða einhversstaðar austar en það,” svaraði Torstein.
-“Bíddu what? Afhverju fyrirfór hann sér?”
-“Það veit það enginn. Magnús hérna vill samt giska á að uppsafnað metangas í hellunum hafi valdið honum ofskynjunum og átt því þátt í að hann drepist en ég er á öðru máli”.
-“Nú, hver er þín kenning,” spurði Magnús er hann kom að borðinu eftir að hafa verið inn í eldhúsinu að vaska upp eftir sig.
-“Engin ennþá, en yfirleitt þegar fólk fær of lítið súrefni þá líður yfir það. Það hefði þurft að vera svo fullkomið jafnvægi súrefnis og metangass þarna inni til þess að hafa þessi áhrif sem þú vilt meina að hafi orðið og hann var þarna inni í rúmar 20 mínútur áður en hann hljóp út”.
-“Fór hann einn inn?” spurði Keli forundran.
-“Nei, Benni fór með honum og hann sakaði ekkert,” sagði Torstein.
-“Metangas hefur mismunandi áhrif á mismunandi fólk,” benti Magnús honum á.
-“Hvað með… hefur þetta ekkert verið rannsakað?” spurði Keli.
-“Jú. Hann Maggi okkar ræsti loftgreini en ekkert athugavert kom í ljós nema það að loftlausnin virðist vera mettuð af efni sem hefur minni massa en helíum. Það að vísu er afkáranlega fáránlegt en massamælirinn færir rök fyrir því samkvæmt greininum hans.”
-“Hann sýndi síendurtekið ‘1.11794 u’ á protiumísku vetni. Það var ekkert annað með þessu.” sagði Magnús augljóslega súr.
-“Hehe, kannski fannstu loksins eitthvað stærra en dark matter kenninguna,” sagði Torstein og bætti síðan við: “Þetta er skeikun upp á ‘0.11000 u’ nákvæmlega. Allt of fullkomin tala til þess að vera neitt annað en bilun í tækjabúnaði”.
-“Bíddu, var ekkert súrefni?” spurði Keli
-“Jú að sjálfsögðu, ég var einungis að tala um þær leifar af vetni sem fundust þarna inni. Súrefnið var nokkuð eðlilegt og ekkert bjátaði á metangasi en það getur vel hafa sogast út eftir að Spitz sprengdi sér leið að hellunum og opnaði þá upp á gátt.”
-“Benni er heill á húfi, kannski var þetta bara tilviljun með hann Spezzer eða hvað hann hét,” sagði Keli í þeirri von um að fiska upp meira úr þeim.
-“Spitz hét hann. Hann var ekki svoleiðist týpa til þess að missa vitið skyndilega,” sagði Magnús en bætti svo við: “Jæja, nóg af þessu rugli. Keli, vilt þú ekki koma og skoða nýju aðstöðuna við gamla innganginn?”
-“Jú, hví ekki. Ég er búinn með allt sem ‘Smári boss’ bað mig um að gera,” svaraði Keli.
-“Bíddu bara þangað til í næstu viku. Þá verður búið að koma fyrir öllum tækjabúnaðinum og þá verður sko nóg að gera,”
***
<<<start>>>
PrSonal-00002
—Text log—
Hæ þú þarna…
Jæja. Annar dagurinn hjá mér fór í það að skoða rannsóknaraðstöðuna við silfurhellana. Þetta eru glergangar sem tengjast saman í stóru holrými innan hellanna. Hægt er á mörgum stöðum að fara út fyrir glerrýmið en það er bara fyrir einhverja líffræðinga sem telja að líf þrýfist hérna þrátt fyrir einangrun og kulda. Ég er bara vísindamaður sem vinnur á bak við glerið svo að þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af mér. Mér finnst rétt að þú vitir að á meðan ég var í burtu, s.s heima, þá dó maður að nafni Spettez. En það er allt í lagi því að hann var líffræðingur. Magnús segir að hann hafi farið óvarlega og kafnað í metangasi. Þú veist að ég er alltaf varkár elskan mín. Kv. Keli
<<<end>>>
Endir N.A.M.R
Mun ég halda áfram með söguna í hluta 2 af 4 : Silfuræða