Ég hafði aldrei séð hryllilegri sjón.
Og þó, þótt þetta væri það skelfilegasta sem ég hafði séð, þá var þetta á einhvern hátt eitthvað svo frelsandi. Dáleiðandi. Ég gat ekki haft augun af því.
Það var ósköp venjulegur mánudagsmorgun og ég hafði verið í dönskutíma þegar ég þurfti allt í einu að pissa. Ég var aldrei viss hvort ég ætti að biðja um leiði eða fara bara beint á klósettið, en vildi ekki taka sénsinn á neinu svo ég bað hikandi og var neydd til að nota dönskuna við það.
Eftir að hafa stamað úr mér einhverskonar dönsku samblandaða íslensku, stami og hiki, fékk ég að fara framm og gekk niður ganginn að kvennaklósettunum.
Það var óvenju kalt á ganginum og ég fékk hroll.
Ég opnaði hurðina, lokaði á eftir mér og ætlaði að teygja höndina í næsta bás, en þá blasti við mér sjón sem fékk mig til að stífna algjörlega upp.
Stelpa, sem ég vissi ekki hvað hét en vissi að var á svipuðum aldri og ég, lág á gólfinu náföl með lokuð augun og hélt dauðahaldi utan um sprautunál.
Ég ætlaði að reka upp öskur, en það barst ekki nokkurt hljóð frá mér.
Hún virtist svo friðsæl þarna á gólfinu; eitthvað svo hamingjusöm þarna, í friði fyrir öllum. Alein, í sinni eigin veröld.
Eftir að hafa starað á hana um stund, greip skelfingin mig þegar ég áttaði mig á því að hún hlyti að hafa tekið of stóran skammt, miða við hvað hún lág hreyfingarlaus og virtist ekki anda.
Ég gat loksins hreyft mig, gekk að henni og lagði fingurnar á púlsinn á henni. Ekkert.
Gerði það sömuleiðis við hálsinn á henni en fann ekkert heldur. Enginn andardráttur né hjartsláttur. Bara líkami, eiturlyfjadjöfullinn hafði líklegast tekið sálina. Stelpan hafði dottið ofan í pokan hans.
Ég virti hana örlítið fyrir mér og fann að hræðslan var á bak og burt.
Í staðinn var ég uppfull af samúð með henni. Ekki skemmtileg örlög að deyja svona.
Á meðan ég renni augunum yfir hana, tók ég eftir því að í hinni höndinni var hún búinn að kreppa bréfmiða í lófan.
Án þess að hugsa opnaði ég lófann hægt og rólega og tók snepilinn til mín.
Hann var samanþjappaður og krumpaður, svo ég þurfti að slétta vel úr honum. Það hvarflaði að mér eitt augnablik að ég mætti auðvitað ekkert vera að lesa þetta; örugglega ætlaði fjölskyldunni hennar eða vinum, en á þessu augnabliki var mér alveg sama. Hversu fáránlega sem það hljómaði, þá leið mér eins og hluti af mér hefði dáið við það að sjá líkið af henni.
Til þess sem finnur mig.
Ég vona að útgangurinn á mér hafi ekki verið subbulegur eða valdið þér einhverri ógleði.
Vona að þú hafir heldur ekki dæmt mig harkalega við það að sjá sprautuna.
Málið er, að ég er svo þreytt.
Dauðaþreytt og fyrir löngu komin með upp í kok af öllu þessu bulli, þessum þrældóm sem ég er hlekkjuð við og sumir vilja meina að kallist “líf“ – en stundum hreinlega veit ég það ekki.
Hefurðu einhverntímann verið svo langt leidd eða leiddur í sjálfshatri, þunglyndi, svartsýni og vanlíða að þér er skítsama um það hvort þú vaknir á morgnanna eða ekki?
Hefurðu einhverntíman reynt að telja upp hvað það er sem þú lifir fyrir, t.d. fjölskylda, vinir, hugsanleg börn, framtíðarstarf o.s.frv., - en vaknað upp við þann draum að það sem þú áttir einu sinni til að lifa fyrir, er löngu horfið?
Hefurðu einhverntímann lent í því að bera ekki lengur tilfinninga til foreldra þinna?
Að svokölluðu vinir þínir svíkja þig og stinga harkalega í bakið?
Þér gengur illa í skóla, fellur jafnvel, ert atvinnulaus og hefur hvort eð er engan áhuga á því að reyna að fleyta þér áfram í lífinu…veistu hvernig það er?
Það er sárt.
Verst af öllu þó er það með mömmu og pabba.
Ég þráði alltaf að eiga venjulega foreldra. Svona þau sem maður borðaði a.m.k. kvöldmat með, skipuðu manni að læra heima, taka til, fara snemma að sofa – bara þetta venjulega.
Mamma, ég vildi að ég gæti elskað þig. Eins og þú elskaðir mig einu sinni.
Kannski elskarðu mig eitthvað ennþá, svona innst inni í þér. Einhversstaðar inn í undirmeðvitundinni, þar sem þú ert heilbrigð og líður vel.
Mér þykir það svo leitt að geta ekki þótt vænt um þig. Ég reyndi eins og ég gat.
Ég fyrirgef þér samt fyrir að allar barsmíðarnar. Ég fyrirgef þér fyrir að hafa skeytt skapi þínu á mér og ég fyrirgef þér fyrir að hafa aldrei verið til staðar fyrir mig þegar ég þurfti mest á þér að halda.
Fyrirgef þér fyrir að hafa ekki viljan í að reyna að berjast gegn drykkjunni.
Og pabbi minn. Ég vildi líka að ég gæti sagt að mér þætti vænt um þig og elskaði þig fyrir að vera besti faðir sem hægt væri að hugsa sér. En það væri bara ekki einu sinni fyndið.
Ég fyrirgef þér sömuleiðis drykkjuna, að hafa enga stjórn á skapinu þínu, fyrir barsmíðarnar og að hafa aldrei veitt mér neina öryggistilfinningu.
Ég fyrirgef þér samt aldrei nokkurntímann það að hafa riðlast á mér árum saman í ölæðinu.
Já, mamma, alveg rétt – ég fyrirgef þér heldur aldrei nokkurntímann fyrir að hafa horft upp á hann nota mig hægri vinstri og hafa aldrei lyft litla fingri til að reyna að stöðva hann.
Þú sem fannst mig, það hlýtur að koma upp í hausinn á þér - ,,af hverju flýr hún ekki bara?“
Ég væri löngu búinn að því, ef ég hefði einhvern stað til þess að vera.
Þar fyrir utan, ég hef ekki nokkurn skapaðan hlut til að lifa fyrir.
Svokölluðu “vinir“ mínir – elsku Sonja? Elsku Pétur?
Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu yndislegt það er að koma að stelpunni sem maður kallaði bestu vinkonu sínu, þrátt fyrir að vita að hún lítur niður á mann, og stráknum sem veit að maður er búinn að vera hrifinn af lengi, saman í alltof nánum stellingum. Og vera alveg sama um það.
Tilfinningin þegar hjartað í manni mölbrotnar?
Ég sleppti því sem betur fer að reyna að endurheimta vinskapinn aftur, hefði hvort eð er ekki skapað neitt nema meira drama, vesen , vanlíða og tár. Í lítratali.
Þekkirðu það þegar þú kemur í skólann, og ekki einn einasti maður hefur fyrir því að heilsa þér?
Þú kemur í skólann og ekki ein einasta vera gengur til þín og talar við þig. Þú ferð ein í skólann, situr ein í tímum, ferð ein út að reykja til að gera eitthvað í frímínútum…
Þig dauðlangar stundum til þess að prufa að tala við einhverja sem eru nokkurnveginn af sama sauðhúsi og þú, en þú þorir því ekki. Því þú ert aumingi.
Þekkirðu það að vera með stelpum í skóla sem líta niður á þig eins og flestir aðrir, og skemmta sér við það að kalla þig nýjum og nýjum uppnefnum?
Þekkirðu það að hafa alla grunnskólagönguna og byrjun framhaldsskólans þurft að lifa með því að heyra þig kallaða tussu, druslu, ógeð, hóru og fleira í þeim dúr á hverjum einasta degi, jafnvel þótt þú hafir aldrei gert þeim neitt sem láta þetta út úr sér við þig?
Og þú þorir ekki að segja neitt. Því það er laukrétt hjá þeim; þú ert aumingi.
Ég vaknaði í morgun, leit í spegilinn og áttaði mig á því að ég þekkti mig ekki lengur.
Spegilmyndin mín – bláókunnug fyrir mér. Hóra, aumingi, drusla, hálfviti, ógeð, kunta – ég var búin að breytast í það sem þau vildu að ég væri. Þau voru búin að vinna.
Á því augnabliki ákvað ég að gefast bara upp.
Ég nennti þessu ekki lengur. Nenni ekki að fara í gegnum sömu helvítis rútínuna á hverjum einasta degi og fá ekkert nema endalausar ábendingar og ámininngar um það hversu mikið klúður ég er.
Ég, ekkert nema ein stór mistök. Glötuð.
Finnst það svolítið leiðinlegt að ég hafi aldrei fengið að kynnast mér almennilega. Hvernig manneskja ég hefði orðið ef ég hefði fengið að þroskast; fengið að vaxna, dafna og rækta eiginleika mína í friði.
Búin að velta því fyrir mér frá því ég var smákrakki hvernig það væri ef að ég hefði allavega fæðst inn í eðlilegri fjölskyldu, framm og til baka og ég fæ aldrei sömu niðurstöðuna.
Mér er búið að líða svo ógeðslega að það hefur staðnað; ég finn varla lengur fyrir sársaukanum, af því hann fer ekkert. Hann er alltaf þarna. Venst smá saman.
Stundum sé ég eftir því að hafa aldrei þorað að segja neitt við námsráðgjafana sem ég var send til. Allir kvörtuðu yfir því hversu lokuð manneskja ég er.
,,Viltu að ég opni minn svo þú getir notað það gegn mér?“ Svaraði ég alltaf. Og þá var ég send heim.
Ég er komin með upp í kok.
Þú, sem finnur mig. Þú mátt eiga peningana mína, ég hef víst lítið við þá að gera núna.
Fyrirgefðu hvað ég hef drekkt þér í miklu væli. Það lifa víst allir í sinni eigin eymd og volæði. En ég gat bara ekki horfið án þess að koma þessu ekki út úr mér.
Fyrirgefðu.
Sara.