Orsakavöld

Athugasemdir höfunds: Olræt. Það er byrjað að líða lengra og lengra á milli innlegga í þessari sögu. Ég vonast til að geta byrjað aftur á því að senda með stuttu millibili, sem fyrst.

Kafli 6, partur 2.


”Andskotinn, ekki þetta aftur,” hugsaði Haddur er hann leit í kringum sig. Hann bældi niður óreiðutilfinninguna sem tók sér bólfestu í miðlægum heimkynnum hans. Hann sat við langt rautt eldhúsborð í skálanum rétt hjá Fagurhólsmýrarflugvellinum. Þetta var ekki merkilegur flugvöllur. Hann tók aðeins við rellum eins og þeirri sem Sævar hafði flogið hingað í snarhasti.
Hann kannaðist við öll andlitin í kringum sig. Rúnar yfirmaður hans, Beggi sæfari, Hlynur, Sævar og Kári klári.
-”Andskotinn, ekki þetta aftur,” sagði hann upphátt í þetta skiptið. Enginn leit til hans. Það marraði í gólfinu fyrir utan dyrnar og bankað var létt á þær. Inn kom ullarpeysuklæddur maður á miðjum aldri og kinkaði kolli.
-”Og síðasti bitinn í brúna er hér mættur, hann Freyr”. Maðurinn tók af sér ullarpeysuna, tók sér til stól þar sem hann lagði peysuna á stólbakið og var því næst með þeim sestur.
-”Herrar mínir, þið eruð hér komnir í miklum flýti og biðst ég afsökunar á öllu veseni sem þessu fylgir..”. sagði karlmaður á svipuðum aldri og Haddur. “… en eins og merkur maður sagði, öllu gríni fylgir alvara”.
-”Dæmigerður Rúnar,” hugsaði Haddur. ”Hvar lærðir þú að tala?!? Ekki að það skipti máli. Þú ert samt sami klóki bragðarefurinn þrátt fyrir þína málflækju. Hvaða leik ert þú nú að spila, Rúnar? Af hverju núna? Þú ætlar þó ekki að kalla saman… agh… mig grunaði það samt nú. Stál!!!”.
-”Stálsveitin, geri ég ráð fyrir?” sagði Haddur í háðslegum uppgerðarspurnartón.
Rúnar gaf Haddi augnaráð sem gæti njörvað fólk niður við gólfið en Haddur haggaðist ekki. Án þess þó að yrða á hann persónulega sagði Rúnar: ”Eins og þið vitið og eigið að vita þá eru hér saman komnir sex af fjórtán upprunalegu meðlimum Stálsveitarinnar”.
Þegjandi og hljóðalaust stóð Haddur upp og gekk út úr skálanum.
-”Eins og þið vitið og eigið að vita þá eru nú hér saman komnir fimm af fjórtán upprunalegu meðlimum Stálsveitarinnar..”. hélt Rúnar áfram. Allir inni í litla skálanum kinkuðu kolli. Þeir vissu vel hvað amaði að Haddi. ” Rúm tuttugu ár síðan síðast Haddur og þú ert ennþá sama þrjóska nautið í skartgripabúð”.


-”Aaaagh, uh, fokki… ah, ahaah, áiái,” kveinkaði Reimar er hann reis hægt og rólega upp. Honum leið eins og allur þungi himinsins legðist á hann. Hann rasaði til og hrökklaðist aftur með hallanum í brekkunni. Hann teygði hálsinn til hliðanna í þeirri von að hausverkinn slægði. Hann fann húðina rifna lítillega vinstra megin við hökuna. Hann þreifaði með hægri hendinni og fann mjóan hlut fastann í holdinu. Hann rykkti honum út og bar upp að augunum. Það tók hann nokkra stund að ná að fókusa á hlutinn. “Sprautuhylki, hv- hvað?””. Skyndilega var eins og heimurinn birtist honum í þeirri mynd sem hann var vanur. Allir hlutir voru skýrir og hugsanir komust á yfirborðið. Það varði þó bara í smástund og heimurinn varð aftur óskýr slæða. ” Er ég hér í alvöru?” hugsaði Reimar því honum leið eins og hann gæti alveg eins verið í draumi. Skyndilega fylltist hann af ofsabræði.
Sævar hrökk við þegar hann heyrði lætin fyrst. Hann hafði látið Mark Wesize eiga sig í bili og var byrjaður á því að lesa skjalið, ‘Paranormal photography and common methods.odt’. Hann reygði hrygginn og skaust á fætur sem olli því að hann tók burðarstöngina í tvennt sem studdi við mitt tjaldloftið. ”Sjitt, sjitt, sjitt. Reimar á eftir að verða brjálaður”. Eins og Sævar hefði gefið tilefni til heyrðust fjarlæg blót og reiðiöskur frá Reimari.
-”Er þetta Reimar?” hugsaði Sævar og sagði upphátt í spurnartóni við sjálfann sig, ”…eitthvað gerðist. Er hann reiður???”. Hann skaust út úr tjaldinu án umhugsunar. Hríðin hafði þykknað á meðan hann hafði legið í fartölvunni.
-Öskrin virtust magnast því nær sem hann hljóp í átt að óhljóðunum.
-”Helvítis andskoti. Hvað er í gangi. VÍÐIR!!! HVAR ERTU!!! HVAR ERTU MANNFJANDI!!!” Sævar gekk á hljóðið og kom loks auga á Reimar, eldrauðann í framan og öskrandi eins og hann ætti lífið að leysa. ”HVAÐ ER Í GANGI!!!”
-”Hey! Rólegan æsing,” sagði Sævar. Hann gat ekki leynt skelfingunni í röddinni. ”Síðan hvenær er Reimar reiður”.
Reimar róaðist smá við að sjá kunnuglegt andlit.

-”I'm having second thoughts about this particular experiment, Söger” sagði Grádal og klóraði sér á kinninni þar sem nýrakaðir broddarnir stungust út.
-”Of course you are. You're not used to these kind of activites, am I correct?”
-”Yes sir. Though, I'm not talking about all of them as whole, just this particular one, as I mentioned before”.
-”Well, the chase after this one has been far more tedious, shall I say, than the other ones. Maybe it is because you take pride in your ‘trophies’. Hunters always want to have something on display. Something worthy to sit atop on any mantlepiece”. sagði Söger ískyggilega smurðri röddu.
-”I can't put my finger on it but you might not be far off”, svaraði Grádal andstuttur og hnerraði síðan. Hann ræskti sig, leit síðan á Söger og sagði: ”Sir. I have never questioned your ways, never denied you of favors, never done anything against you in any matter”.
-”Go on.”. sagði Söger hugsi.
-”Well, what exactly is the purpose, the very core of these experiments. What do you hope to achieve”.
-”Only this; To enchance life. Immortality or near immortality is in our reach!” sagði Söger með miklum ákafa. Grádal tók sér tíma til þess að vega og meta svarið hans. Hann virtist ekki ánægður.
-”Mind you, that I know when people lie or hide something. The truth, Söger!”
-”I knew you would say that,” sagði Söger og brosti. ”I knew”. Söger snerist á hæli og tók nokkur skref í átt að herbergisglugganum
-”The whole truth!” sagði Grádal hastur og dróg saman augabrýrnar þannig að augun urðu að að þunnri línu.
-”Don't push. I'm a worse storyteller when there's something to be nervous about” sagði Söger og reiðin leyndi sér ekki í röddinni. ”I owe you an explanation, do I not?”
-”Do I frighten you?” spurði Grádal, og það vottaði fyrir örlítilli undrun. Söger virtist ekkert taka eftir því.
-”People frighten me! People are aware of their own instincts and thus they can change them. There is no exact way of calculating what people will do” sagði Söger eins og hann hefði æft þessa stuttu ræðu mörgum sinnum.
-”Explain the purpose of the experiments, please. I wan't to know. Tell me or else I will walk out of this and be no part of it”.
-”I can't risk that,” andvarpaði Söger og sagði síðan: ”When I was a little boy, I had the dream to fly planes. I made paper planes and imagined that I was soaring through the sky. When I was five years old I was tested. I had a condition called tritanomaly. Colour blindness. According to flight regulations, neither pilot nor co-pilot may suffer from any vision abnormalities”.
-”What does this have to do with the experiments”. greip Grádal fram í.
-”Everything I suppose. A chain of events. My father was a subscriber to our national science paper. I read it when I could. In one issue of the paper I read about colour blindness. They are caused by genetic mutations. I found out that tritanomaly is very very rare. As the years passed I mimicked experiments from the paper, not that it was encouraged, which included animal testing. I don't know how many rodents I've killed throughout my childhood but they were a great deal many. When I was mere 36 years old I had a master's degree in Physical Science and Biology. I opened my own pet clinic at the age of 38. The profit, which was a steady income, helped me fund my own research lab. In the years that came I earned much more respect and money by creating and selling antibiotics and certain nutritional pills”.
-”You were a vet?” spurði Grádal og hló hástöfum.
-”Why does that surprise you?” spurði Söger.
-”Why?!? Given that now you are far from… it's just… you have basically murdered creation, as I see it, with your ‘little’ experiments that you are doing right now”.
-”Well, when you put it like that it sounds bad. I think of myself as a breakthrough scientist. I don't mean to murder creation. I aim to create,” sagði Söger. Grádal vissi að hann meinti hvert orð.
-”But what is the purpose of these experiments?”
-”To alter. If I wan't to create creation anew, mustn't I be able to alter creation first”.
-”You're not right in the head are you?”
-”Is it I, that frighten you now?”
-”You don't frighten me,” sagði Grádal og klóraði sér aftur í kinninni.
-”There is one thing I want to know, though. Why do you choose to help me?” sagði Söger í grafalvarlegum tón.
-”It's not because I believe or have any interest in your experiments at all. I've just always been mesmerized by man's instinct of survival”.
-”Good enough,” sagði Söger og kinkaði kolli. ”Good enough”.



Reimar settist niður og andaði ört. Sævar leit flóttalega í kringum sig.
-”Veistu nokkuð hvað er í gangi?” spurði Sævar. Reimar hristi einungis hausinn og andaði djúpt.
-”Ég trúi ekki að þetta sé að gerast”, sagði Reimar; ”þetta er engu líkara en að honu hafi verið…….. rænt!?!”. Reimar sýndi Sævari sprautuhylkið.
-”Ætli hann hafi vitað þetta? Hann er jú búinn að vera svolítið veikur og stressaður síðustu vikur”, sagði Sævar.
-”Hann hefði sagt okkur eitthvað! Ég trúi ekki öðru!” svaraði Reimar bitur.
-”Hjálpi mér. Síðan hvenær er Reimar reiður?”
Skyndilega fann Reimar fyrir einhverju skrítnu. Tilfinningin sem maður fær þegar maður er staddur í fallturni á niðurleið. Nema hvað að hann gæti alveg eins hafa verið blindfullur. Reimar fór að hlæja. ”Þetta gæti jafnvel fallið inn á þitt áhugsvið Sævar,” sagði Reimar og hláturinn magnaðist.
-”Hvað er að þér maður?” sagði Sævar. Honum leið eins og hann hefði verið sleginn. ”Ertu nokkuð búinn að missa vitið?”
Reimar svaraði ekki en brosti bara og gaf frá sér einskonar hikstahljóð þegar að hann bældi niður hláturinn.
-”Hvað er að Reimari? Hann er sjaldan reiður. Hvað þá að hann bíti frá sér. Sprautuhylkið!!! Ætli hann sé bara ekki freðinn eftir það..?”. Sævar fól síðan andlitið í greipum sér og hugsaði: ”Hví í andskotanum er ég að spá í þessu núna? Víðir er horfinn. Ef hann komst undan… Hverju ætti hann samt að vera flýja frá? Hvað ef að Víðir ‘dose-aði’ Reimar? Gerði þetta sjálfur? Nei, það hljómar alls ekki eins og Víðir. En ef ekki Víðir? Hver þá? Ætli hann sé hér enn?”
Sævar leit upp úr lófunum og greip í öxlina á Reimari. Sævar horfði á hann.
-”Reimar, við ætlum í tjaldið núna.”
-”Hehe, ókei”.
Sævar studdi við hann alla leiðina til baka að tjaldinu.
-”Hvað gerðir þú við tjaldið mitt?” spurði Reimar, ekki eins reiður og Sævar hefði búist við en reiður samt.
-”Ömm, vilt þú ekki bara laga það á meðan ég redda okkur hjálp?”
Endir kafla 6 parts tvö.