Ég set þetta inn sem grein þar sem lesturinn á tilkynningunum er ekki mikill.
Sæl, öll.
Við hér á /smasogur höfum ákveðið að efna til jólasmásagnakeppni. Afsakið hvað þetta kemur seint inn en vegna anna og skorts á hugmyndum hjá stjórnendum hafði þetta ekki komið inn fyrr.
Innsendar sögur skulu á einhvern hátt tengjast hátíðunum í kringum jólin; jólin sjálf, áramótin og allt þar á milli.
Skilyrðin eru fá og einföld:
- Sagan verður að tengjast hátíðunum á einhvern hátt, þannig að þær, hátíðarnar, verða að koma fram.
- Sagan verður að vera á íslensku.
- Sagan verður að vera að lágmarki 200 orð og að hámarki 2000 orð.
- Ekki verður tekið á móti illa stafsettum og/eða óyfirförnum sögum. Til þess að forðast slíkt mæli ég með annaðhvort með Vefpúkanum (http://vefur.puki.is/vefpuki/) eða fjölskyldumeðlimi til þess að láta lesa sögurnar yfir.
- Sökum þess hve seint þetta kemur inn rennur skilafrestur ekki út fyrr en 6. janúar, sem er síðasti dagur jóla.
- Ég vil einnig minnast á að ritstuldur varðar við hegningarlög.
Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að senda okkur stjórnendunum skilaboð.
Endilega hefjist handa við að skrifa sögurnar og gangi ykkur vel! :)
Mikilvæg eftirskrif: Ekki gleyma að merkja sögurnar með *Keppni*