Kuldinn

Allt er svo ógeðslegt, öllum er svo kalt. Fólk hímdist í þessum helli en það var búið að tjasla saman nokkrum spýturæflum sem lokuðu honum. Jeg held að við sjeum sextán hérna.
Kindurnar voru fremst í hellinum, og það var miklu kaldara þar frammi heldur en innar, þar sem hlóðirnar voru.
Hvaða ár var? 1560? Hverjum var ekki sama. Hvernig áttum við að vita það yfir höfuð þegar það hafði ekki verið prestur í sókninni í fjölda ára?
Ó þessir prestar. Drullusokkar allir saman, engin undantekning. Þeir öskruðu einhverja þvælu um Guð og Djöfulinn, nýttu sjer svo aðstöðu sína og skriðu uppí hjá smástelpuræksnum sem kunnu ekki að verja sig og gátu ekki sagt frá; hvort sem er yrði ekkert mark tekið á þeim.
En þessar prestfrúr voru ekkert skárri. Tóku stelpur í vinnu, korn ungar og þræluðu þeim út og gáfu lítinn mat!
Hah! Þær og karlsvínin sín gátu látið verr en sótsvartur almúginn í drykkjuveislum sem þau hjeldu. Nú máttu prestar giftast, drekka, svalla.
Og svo þessir helvítis sýslumenn og fógetar! Þegar það var brennt ofan af okkur máttum við fá þennan gamla kindahelli, sem bændur höfðu um aldir alda geymd skjátur í.
En nú þurfum við að borga leigu til sýslumannsins! Hann á ekki einu sinni hellinn.
Ekki veit jeg hvernig við getum borgað þessi áramót. Síðasti dalurinn fór í brennivið, sem við göngum hratt á.
Þegar Guðmunda, ein af hyskinu í hellinum, var dæmd fyrir galdra fyrir rúmum mánuði þurftum við að útvega eldivið til að brenna kerlinguna.
Af hverju við? Hún var bara einhver djöfulsins förukerlingarhóra sem pabbi þurfti endilega að veita skjól, vegna þess að hún komst ekki úr dalnum vegna fannarinnar!
Hún reyndi ekki einu sinni að hjálpa okkur með kukli. Jeg klagaði hana. Jeg vildi bara losna við kerlingarræksnið. En það kom í kollinn á mjer.
Vonandi kemst fólkið ekki að þessu. Mjer yrði hent út á guð og gaddinn og yrði sjálfsagt úti, jafnvel þó að jeg reyndi bara að ganga niður í dal.
Það var samt tilkomumikil sjón, að sjá píkuna brennda og þessa tík hennar sem hún kallaði Káru.
En það hefði alveg eins verið hægt að gera smá vök í ánna og drekkja helvítis hórunni.
Hún var hóra, það var nú alvitað.
En þessi ógeðslegi kuldi, snjór, klaki, frost. Eymd.
Enginn fjekk nóg að borða. Enginn í hellinum.
Auk þess er ekki hægt að sofa almennilega því steinninn er svo harður og við eigum fáar ábreiður.
Síðasta sumar var ömurlegt og graslítið. Frost fór aldrei úr jörðu. Það var alltaf kalt og snjórinn var horfinn af túninu í júlí.
Fjenu hefur fækkað.
Okkur í hellinum er líka farið að fækka. Amma dó úr hor og afi er á barmi dauðans. Sigríður hrökk upp af, þótt að hún væri nú ekki gömul. Guðrún systir dó af barnsförum en barnið lifði.
Við gáfum það, á laun.
Um barnsföðurinn vitum við ekki, en jeg sver við Guð að ef jeg finn hann skal hann sko fá að gjalda gjörða sinna!
Jeg finn það líka á mjer, jeg verið aldrei tvítug. Jeg er svo ljett að litli bróðir minn getur lyft mjer. Hárið mitt er líka svo þunnt. Andlitið svo horað að jeg er farin að fá hrukkur, sem jeg get sjeð þegar jeg spegla mig í klakanum sem myndast á hellisgólfinu. Klakinn sést samt bara þegar við getum lýst upp með tólgarkertunum eða með eldivið í hlóðunum.
Jeg er farin að hugsa að góð leið til að koma í veg fyrir fleiri hungurdauða væri að eta þá sem dræpust, ekki afa samt.
Eitthvað fólk sem er ekki skylt okkur í fjölskyldunni, sem fer síminnkandi.
Pjetur! Hann er fullkominn! Hálf-þrítugur, hraustur og ekki allof horaður. Æ, ég veit ekki. Þetta færði að hvissast út. En ef jeg ræði, þá myndi ég lóga helvítinu, fyrir hagsmuni hópsins að sjálfsögðu.
Öllum var sama um Pjetur.
Nema pabba reyndar.
Er jeg vond manneskja að hugsa svona? Myndu jeg komast til þessa himnaríkisins sem er alltaf verið að tala um?
Þar sem nóg á að vera af slátri, bjúgum, mjólk, mysu, volgu vatni til þvotta, hákarli, lundaböggum, selskjöti.
Mikið er langt síðan ég hef fengið hákarl og selkjöt. Nú er ekkert nema lélegt kindakjöt, og þegar bikkja í stóðinu drepst er hrossakjöt soðið.
Ætli fólk hafi alltaf þurft að basla svona? Mun það alltaf þurfa þess?
Það er nefnilega það.