Það var þegar ég var á labbi niðri bæ að ég rakst á góðkunningja allra bæjarbúa. Ekki man ég hvað hann heitir, enn hann er oftast kallaður ljóti karlinn á horninu. Ég hafði aldrei nokkurn tíman talað við þennan mann, enn þar sem ég var þá dálítið í glasi og tók eftir því að hann var með erfiðismunum að reyna að kveikja sér í sígarettu bauð ég honum eld.
,,Það er blessuð blíðan í dag'' sagði ég svo og virtist lifna yfir honum að finna vínlyktina útúr mér. Ég bauð honum sopa af vasapelanum og þáði hann sopan. ,,Júh… sjáðu til, það er bara rétt svona logn svo maður geti kveikt sér í sígarettu á milli storma hér í bæ'' sagði hann með skrækri ellirödd sinni.
Ég kveikti mér sjálfur í sígarettu og sagði ,,Þá tel ég best að grípa gæsina meðan hún gefst, er hvort sem eð ekkert gaman að reykja úti nema veðrið sé gott'' ,,Það er nú hægt að venjast öllu'' svaraði hann. Við tókum nokkra sopa úr pelanum og reyktum þess á milli. ,,Hvernig er spáin svosem?'' spurði ég svo.
,,Það veit ég ekkert um, ég horfi nú aldrei á veðurfréttirnar'' ,,Er það nú ekki bara standard að Íslendingar horfi á þær eftir fréttunum'' ,,Standard'' spurði hann og leit fyrst á mig. ,,já… staðall'' sagði ég vandræðalegur. ,,Ég veit nú ekkert um það'' sagði hann. ,,Hvernig er þetta, menn sem sækja á sjóinn ættu auðvitað alltaf að vita veðurspána'' sagði ég, orðinn hálfpirraður á fáfræði þess gamla.
,,Ég er löngu hættur að sækja á sjóin'' sagði hann þá. ,,Ég hef ekki farið á sjó í þónokkur misseri'' ,,Ekki síðan ég lenti með lúkuna í netaspilinu'' ,,Hvað gerir þú þá?'' spurði ég og farinn að sjá soldið eftir sopunum sem hann hafði lopið úr pelanum mínum. ,,Ég stend nú bara hérna á horninu, í þeirri von að einhver samviskusamur gefi manni eitthvað hlýtt að drekka'' svaraði hann og leit út að bryggju. ,,Þér verður nú seint góð kápan úr því klæðinu'' muldraði ég við sjálfan mig og tók stóran sopa.
,,Það er í góðu lagi, ég á enn þennan fína frakka síðan ég sótti sjóin'' sagði hann og benti á hlandblautan frakkan sinn. Ég var farinn að stórsjá eftir þessari tilraun til að tala við mannin enn reyndi í þrjósku minni að fá eitthvað skemmtilegt umræðuefni. ,,Alveg er það ömurlegt hvað verðið á áfengi hefur hækkað'' sagði ég og bjóst við sterku kommenti. ,,Það veit ég ekkert um, mér er ekkert lengur hleypt inní ríkið'' ,,Hvers vegna ekki?'' spurði ég.
,,Þeir sögðu að ég væri að bruðla með örorkuna, sögðu að ég ætti frekar að finna mér íbúð'' ,,Nú?'' sagði ég hvumsa. ,,Ég hélt að þú ættir skúrin þarna við Bryggjugötu'' sagði ég. ,,Júh skúrin átti ég enn seldi honum Ragga. Raggi gamli var sífellt nöldrandi um að honum vantaði eitthvað pláss til að dytta að bílnum'' ,,Já og hva? Gastu ekki keypt íbúð eða átt einhvern pening til að leigja fyrir peningana sem þú fékkst? Spurði ég og spurði sjálfan mig í leiðinni hvers vegna ég væri að tala við þetta frík. Ég ætti að hunska mér heim og sofa úr mér svo ég gæti mætt í vinnu.
,,Nei ég veit það nú ekki, ég seldi þetta nú bara fyrir slikk'' sagði sá gamli og néri saman höndunum. ,,Hvers vegna baðstu þá ekki um meira? Þessi skúr var að minnsta kosti 2 milljóna virði.'' Sagði ég og tók síðustu dropanna úr pelanum. ,,Ég þurfti nú ekkert á þessum skúr að halda'' sagði ljóti karlinn á horninu og kveikti sér í annari sígarettu, enn tókst ekki betur upp enn áður og fékk lánaðan eld hjá mér.
,,Svei mér þá, ég er þá bæði að tala við útigangsmann og róna'' sagði ég við engan sérstakan. ,,Ekki hélt ég að þeir þrifust útá landsbyggðinni'' hélt ég áfram og kveikti mér sjálfur í sígarettu. ,,Hvar sefuru þá'' spurði ég meðan ég kveikti í sígarettunni. Karlinn benti á eldgamlan árabát, sannkallað fúahrip sem lá á hvolfi nærri bryggjunni. ,,Ég nota þann sama bát til að veiða örlítið ef vel veðrar'' sagði hann svo.
,,Ég myndi ekki treysta þessum dalli frekar enn sprungnu dekki útá sjó'' sagði ég annars hugar og fór að leita að kveðju til að slíta þessum samræðum. ,,Jæja, það er farið að hvessa'' sagði ég svo. Kvaddi mannin með handabandi enn passaði þó að láta ekki skítugan frakkan hans óhreinka jakkafötin mín og dreif mig heim. Leit þó á veðurspána eins og sönnum Íslending hæfir og var spáð miklum stormi.
Daginn eftir vaknaði ég þunnur og var seinn í vinnuna. Ég dreif mig í fötin keyrði á nýja jeppanum í vinnuna. Ég tók eftir einhverri mannmergð gónandi á eitthvað nærri árabátnum sem Ljóti karlinn á horninu hafði bent á. ,,Hvað er í gangi?'' spurði ég í gegnum rúðuna. ,,Bubbi gamli hefur orðið útí í nótt!'' sagði einhver úr hópnum. ,,Bubbi?'' spurði ég. ,,Já… ljóti karlinn á horninu'' sagði svo sá hinn sami sem hafði svarað mér áðan.
,,Ah'' svaraði ég og hringdi á útfararstofuna. Ég gat allt eins splæst jarðarför á hann pabba.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.