Skrifaði þetta þegar ég var lasin einhverntímann.
—————————————————
Ég í sjálfu sér veit ekki af hverju ég tók þessa ákvörðun.
Ekki það að ég hefði verið búin að hugsa um þetta. Ég var búin að liggja andvaka hverja einustu nótt í næstum tvö ár og hugsa stíft um það hvort ég ætti að láta verða að því.
Samt sem áður, þegar allt kom til alls þá hafði ég eiginlega ekki hugmynd um hvað ég væri að gera.
Mér fannst ég svo týnd; leið alltaf eins og ég væri einhversstaðar í myrkri og vissi ekki hvað sneri upp eða niður, hvort ég ætti að fara til hægri eða vinstri og hvort ég væri hérna eða þarna.
En loksins – loksins, eftir allan þennan tíma, gæti ég ratað heim á leið…
Þennan morgun vaknaði ég frekar snemma og leit í spegilinn.
Hárið á mér var skítugt, húðin föl og ljótir baugar undir augunum á mér.
Ég brosti í fyrsta sinn í langan tíma.
Fór í sturtu og fannst það yndislegt að verða hrein aftur. Ég var löngu hætt að nenna að þrífa mig.
Ég kom fram og mætti mömmu í eldhúsinu. Hún bókstaflega missti andlitið við að sjá mig á fótum og nýþvegna í þokkabót.
Ég sendi henni mitt blíðasta bros og hellti kaffi í bolla.
,,Viltu?“
Ég horfði spurnaraugum á hana, en hún starði bara á mig. Það leið smástund þangað til hún rankaði einhvernveginn við sér og kinkaði kolli.
Ég hellti í annan bolla, rétti henni og fór að fletta blaðinu á meðan ég sötraði á mínum fyrsta kaffibolla í næstum tvö ár.
Ég fann fyrir því að mamma starði á mig; fannst eins og augun hennar ætluðu að grafa sig í gegnum mig, en lét eins og ég tæki ekki eftir því.
Þegar ég var búin að lesa blaðið leit ég upp: ,,Á ég að sækja börnin á leikskólann?“
Mamma horfði ennþá á mig, eitt spurningarmerki í framan en svaraði engu.
,,Mamma…?“
Hún horfði á mig, en þá var eins og hún hefði áttað sig.
,,Það…það væri ágætt,“ stamaði hún einhvernveginn út úr sér.
Ég stóð upp, setti bollan í vaskinn og gekk framm í anddyrið.
Á meðan ég var að klæða mig í skó, kom mamma fram með lyklana að bílnum.
Ég tók þá af henni og brosti til hennar um leið og ég sneri hurðarhúninum.
,,Hvað hefur komið yfir þig?“ Ég var ekki viss um hvort mamma væri að tala við mig eða sjálfa sig.
,,Ef ég vissi það nú,“ dæsti ég þreytulega, gekk út og skellti frekar harkalega á eftir mér.
Það var milt haustveður og ég andaði að mér frísku loftinu.
Það voru ekki margir á ferðinni svo ég ákvað að koma við upp í kirkjugarði fyrst.
Ég lagði við inngagninn, drap á bílnum og gekk inn fyrir hliðið.
Það voru mörg laufblöð á göngustígnum og ég fylgdist með fótunum á mér kremja þau við jörðina; eins og hvert lauf þýddi mannslíf. Ég glotti við tilhugsunina.
Ég var ekki lengi að finna leiðið hennar þótt það væri langt síðan ég hefði heimsótt það síðast.
Legsteininn var eins og hvít, opin sálmabók. Mig dauðlangaði í svoleiðis á mína gröf.
Ég starði á leiðið og andaði djúpt.
Það leið dágóð stund þangað til ég brosti og muldraði: ,,Þú flýrð mig ekki, ástin mín.“
Ég geng aðeins lengra og finn gröfina hans. Horfi á hana um stund. Hræki síðan á hana.
Síðan snerist ég á hæli og gekk hratt út í bíl.
Ég fann einhvern pirring magnast upp í mér og keyrði frekar harkalega að leikskólanum.
Þar drap ég á bílnum, skellti harkalega á eftir mér og strunsaði inn til að ná í litlu systkini mín.
Það yndislegasta við þau var að ekkert gat komið þeim á óvart.
Þótt mamma hafi misst andlitið við það að sjá mig á fótum, fannst þeim ekkert óeðliegra, þó ég hefði ekki farið úr herberginu mínu allan þennan tíma, hvað þá úr húsi.
Þau brostu bæði við mér og ég brosti til þeirra. Pirringurinn hrapaði.
Ég vildi ekki fara heim strax og renndi því við í sjoppu og keypti handa þeim ís.
Á meðan þau smjöttuðu lagði ég á einhverju bílastæði og tók upp blað og penna.
Horfði á tómt blaðið um stund. Ég veit ekki af hverju, en ég fékk kökk í hálsinn.
Blaðið var svo tómt og aumingjalegt, minnti mig alltof mikið á mig.
Ég harkaði af mér, fann einhverja reiði gjósa innan í mér og byrjaði að krota á blaðið.
Eftir dálitla stund voru þau búin með ísinn og ég keyrði af stað heim.
Þegar heim var komið tók ég þau úr bílnum og rétti systur minni blaðið.
,,Hvað er þetta?“ spurði hún.
,,Láttu mömmu fá þetta þegar þið farið að borða. Viltu gera það fyrir mig?“
Hún kinkaði kolli og brosti til mín. Ég fékk einhverskonar kipp í hjartað og tók utan um hana.
Tók síðan utan um bróður minn.
,,Ætliði að vera góð við mömmu?“
Þau kinkuðu bæði kolli. Mér fannst eins og þau skildi mig. Þótt þau vissu ekki neitt, þá skildu þau allt.
Ég brosti til þeirra og tók utan um þau bæði.
,,Segiði mömmu að ég komi ekki í mat.“
Síðan fór ég aftur upp í bílinn og keyrði af stað.
Ég ók stefnulaust heillengi. Vissi ekkert hvað tímanum leið, fyrr en það var allt í einu byrjað að dimama.
Ég andaði djúpt og keyrði niður á bryggju.
Sjórinn var kolsvartur og ég fann að það var byrjað að kólna verulega úti.
Ég starði á hafið og fór að rifja upp kvöldið.
Sá hana fyrir mér; ljósa hárið hennar, bláu augun, fallega brosið, skæra hláturinn…
sá hana fyrir mér í svarta, þrönga kjólnum sem ég keypti handa henni. Sá hana fyrir mér í honum, brjóstin og rassinn standa fullkomlega út úr honum og girnilegu lærin hennar.
Sé okkur báðar; finn fyrir henni halda utan um mig, finn góðu lyktina af henn, heyri röddina hennar og hitna að innan. Sé hana horfa beint í augun á mér og finn hvað ég kolfell fyrir henni..
Síðan sé ég hann og finn reiðina gjósa innan í mér.
Sé hann horfa á hana með ógeðslegum girndarsvip; sé hann koma við hana með lúkunum, strjúka bakið á henni og handleggina og finn hatrið magnast upp í mér.
Hún brosir til hans og hann segir eitthvað, hún hlær og hann tekur utan um mittið á henni.
Ég stend upp og tekst einhvernveginn að fá hann til þess að elta mig inn í eldhús.
Stend þar og öskra á hann.
Hann virðist hissa og á enganveginn von á þessu; hrópar á mig á móti að hann skilji ekki…
Ég öskra og öskra, en hætti skyndilega. Ríf upp sígarettupakkann minn, hendi mér útfyrir og kveikji mér í. Anda að mér nikótíninu og róast örlítið niður.
Kveikji mér síðan í annarri, og þeirri þriðju.
Drep í og opna síðan hurðina. Geng hægt inn í stofu.
Hjartað í mér brestur.
Þau sitja í sófanum í nánum faðmlögum og kyssast eins og enginn væri morgundagurinn; sé að hann er kominn með hendurnar inn á klofið á henni og heyri hana gefa frá sér léttar stunur.
Mig svimar örlítið og finnst eins og þau hafi rifið úr mér hjartað.
Án þess að hugsa mig um ríf á til mín kertastjaka og þrusa honum beint í hausinn á pabba.
Hann gefur frá sér sársaukavein og hún æpir.
Hann hrökklast frá henni og hún horfir á mig með skelfingarsvip.
Ég horfi á þau í smástund, þangað til hann labbar til mín og ætlar greinilega að fara að útskýra eitthvað sem ég hef engan áhuga á að heyra.
Ég öskra á hann. Öskra á hana. Þau virðast ekki skilja neitt.
Tárin byrja að renna niður kinnarnar á mér og röddin á mér er að verða hás að öskrunum.
Ég æpi úr mér lungum; að hann þurfi alltaf að eyðileggja allt fyrir mér, að hann sé meira helvítis fíflið að stinga undan mömmu og hvað hann sé mikill aumingi og ómerkilegur í gegn. Þruma á hann hversu heitt ég er búin að hata hann síðan hann fór að danglast utan í henni.
Síðan er ég hálfgert búin að snúa mér að henni og öskra á hana að hún sé blind; hvort hún hefði aldrei fundið fyrir öllum tilfinningunum sem ég fann, að ég sé búin að elska hana síðan í barnaskóla en hafi aldrei þorað að segja henni það, hvernig hún geti gert mér það að fara í pabba minn…
Tárin leka stanslaust niður kinnarnar á mér og ég er farin að skjálfa af reiði.
Þau eru bæði orðlaus.
Ég er hætt að öskra en hágrenja enn. Allt í einu labbar pabbi að henni og tekur utan um hana.
Og þau halda utan um hvort annað og horfa á mig eins og ég sé sloppin af Klepp.
Ég sé ekkert annað en hendurnar hans utan um mittið á henni – mittinu sem ég á, og finn að ég þarf að fá útrás, þarf að gera eitthvað.
Ósjálfrátt ríf ég pabba til mín og hrindi honum í gólfið.
Pabbi á enga von á þessu og fellur máttlaus, og horfir á mig með skelfingarsvip.
Ég tek öskubakka og dúndra honum eins fast og ég get í klofið á honum.
Pabbi æpir upp yfir sig og emjar. Hún öskrar líka og byrjar að gráta af hræðslu.
Ég segi ekki orð, gríp öskubakkan aftur og skelli honum næst í brjóstkassann á honum.
Pabbi kveiknar sér og æpir af sársauka, og ég horfi í augun á honum án nokkurrar samúðar.
,,Af hverju?“ spyr ég.
Pabbi getur ekki talað af sársauka.
Ég sný mér við og lít á hana og spyr sömu spurningar. Hún horfir bara á mig og grætur.
Ég endurtek spurninguna, en fæ ekkert svar. Ég er byrjuð að æpa.
,,Hvað er að þér!?“ nær hún einhvernveginn að æpa á móti.
Ég rek upp hlátur, þetta er svo fáránleg spurning.
,,Mér?! Hvað er að þér?!“
Hún er greinilega að verða reið, lítur til skiptis á pabba hóstandi á gólfinu og mig grenjandi fyrir framan sig.
,,Af hverju þarftu að vera að þessu!? Af hverju geturðu ekki bara látið okkur í friði!?“
Ég horfi á hana og finn hversu sárt það er að heyra þetta.
Ég byrja aftur að æpa á hana um allar tilfinningarnar sem ég er búin að vera að byrgja inni gagnvart henni í mörg ár. Öskra á hana hversu sárt það sé búið að vera að þurfa að horfa á hana danglast með strákum og þurfa alltaf að vera í öðru sæti; þurfa alltaf að hugga hana þegar þeir særa hana.
Æpi í gegnum tárin hversu sárt það sé að elska hana en finna ekki fyrir neinu á móti.
Hún er orðlaus. Horfir á mig en öskrar síðan á móti:
,,Ég er engin helvítis lessa eins og þú!“
Mér líður eins og hún hafði tekið öskubakkann og hent honum í andlitið á mér.
Stend bar a og finn að ég hætti að anda í smástund.
Hún horfir á mig reiðilega og fer svo að stumra yfir pabba.
,,Láttu okkur í friði,“ hvæsir hún á mig.Næs
Síðan gerist allt svo hratt…
allt í einu ríf ég til mín einhvern blómavasa og þruma honum í hausinn á henni.
Hann brotnar, glerbrotin spítast út um allt og hún dettur á gólfið, steinrotuð.
Þar næst snarast ég inn í eldhús og ríf til mín hníf.
Strunsa að pabba og horfi í augun á honum.
,,Hvernig gastu gert mér þetta!?“
Pabbi horfir á mig og kveinkar sér. Ég öskra á hann spurninguna aftur.
,,Ég sá það sama við hana og þú gerðir. Hún vill ekki kvenmenn, elskan.“
Mér finnst svo sárt að heyra þetta.
,,Af hverju getur maður aldrei fengið það sem maður vill!?“
Pabbi ypptir öxlum.
Ég finn að innst inni þykir mér vænt um hann.
Horfi á hann andartak. Síðan brosi ég til hans og sting hnífnum á kaf í brjóstið á honum.
Hann öskrar á meðan blóðið spítist út um allt.
Síðan fer ég að henni. Heyri í henni aftur og aftur: ,,Ég er engin helvítis lessa eins og þú!“
Sársaukinn er að ríða mér að fullu, svo ég sný henni eldsnöggt við og kyssi varirnar á henni í fyrsta og síðasta sinn. Síðan sting ég hana.
Og allt verður svart…
Mamma bjargaði mér frá fangelsisvist. Veit ekki hvernig hún fór að því.
Ég lagðist í þunglyndi eftir þetta og vissi ekki sjálf almennilega hvort ég var lífs eða liðin.
Núna horfi á á sjóinn og glotti með sjálfri mér.
,,Þetta er svo auðvelt,“ segi ég við sjálfa mig.
Síðan set ég bensíngjöfina í botn og keyri framaf bryggjunni.
Skrítin tilfinning þegar bíllinn sekkur ofan í og sjórinn fer að leka inn.
Það er vont bragð af honum en ég hlæ með sjálfri mér.
Bíllinn er að fyllast og ég er að drukkna hægt og rólega.
Ég horfi brosandi framfyrir mig.
Og allt verður svart..