Hvar er ég ?
Mér líður eins og ég hafi sofnað en samt ekki eins og ég hafi verið að vakna. Ég bara er hérna, ég veit ekki hvernig ég komst hingað en ég veit að ég á að vera hérna. Furðulegt, en samt ekki.
Ég er úti, samt ekki svona venjulega úti, ég meina, það er sól en maður fær ekki illt í augun af að horfa í hana. Og grasið, það ilmar eins og grasið í sveitinni þegar ég var lítill, svona eins og gras ilmar eftir rigningu.
Ég stend upp.
hlý golan smýgur í gegnum hárið, mér líður svo vel, ég man ekki eftir því að hafa liðið svona vel, það er eins og ég gæti svifið upp. Upp og áfram endalaust. Þetta er náttúrulegt, svona á það að vera.
Hvar er ég?
Gras, endalaust gras, svo langt sem augað eygir.
En hvað er þetta, ég sé einhvern nálgast í fjarska, hann kemur gangandi. Hann passar ekki inn. Hann nálgast, hann er eins og sjónhverfing, sólarhylling, en ég finn á mér að hann er raunverulegur, ef að eitthvað hérna er raunverulega raunverulegt.
Ég sé hann núna. Hann er klddur í jakkaföt, svört, stílhrein og viðskiptaleg. Hvít skyrta og kúluhattur. Hann heldur á svartri leður-skjalatösku. Eins og hann sé á leiðinni á fund. En það er ekkert fundaborð hér. Engin skrifstofa.
Hann nálgast, ég hreyfi mig ekki. Hann stoppa beint fyrir framan mig, tekur af sér hattinn og setur höndina fram.
\“Afsakið hvað ég er seinn, búnað vera hálf bissí dagur\”
segir hann hálf vandræðalega
\“Velkominn! Jón heiti ég. Jón Jónsson\”
heldur hann áfram.
\“Ég verð upplýsingafulltrúinn þinn hérna til að byrja með\”
\“Hvar er ég?\”
spyr ég. Mér finnst röddin á mér furðuleg, svona eins og þegar maður talar í gegnum glas.
\“Nohh! Þú vilt bara fara beint í bisnessinn\”
segir hann glaðlega.
\“Manstu ekkert afhverju þú ert hérna og hvernig þú komst hingað?\”
\“Jahh…nei\” svara ég hugsi. \“Ég bara var hérna, man ekki hvernig ég komst hingað eða hvar ég var\”
\“Já, það er ekkert óeðlilegt kallinn minn\” segir hann aðeins alvarlegri í bragði. \“Hér man fólk aðeins það sem það vill muna, hér þarf enginn að burðast með fortíðina.\”
\“En hvar er ég? Afhverju er ég ekki heima? Hvar á ég heima?\”
Ég er farinn að verða dálítið óþolinmóður.
\“Manstu ekki eftir óhamingjunni? Eftir sársaukanum og reiðinni? Eftir fallinu ? Eftir högginu?\”
Það glittir á eitthvað í augum hanns, eitthvað ómenskt.
\“Hvað ertu að tala um ? Ég man ekki eftir neinu! Bara birtuni hérna!\”
Ég er farinn að verða dálítið æstur, samt ekki reiður.
\“Og finnst þér ekkert undarlegt að þú munir ekkert eftir hvar þú varst áður en þú komst hingað? Veruleikanum sem þú lifðir í? Kuldanum?\”
Það er eins og hann hafi gaman af þessu.
\“Þú veist sannleikann!\” segir hann \“Þú þarft bara að opna hurðina og líta inn. Hér getur ekkert skaðað þig!\”
Hann tekur upp skjalatöskuna. Smellir lásunum opnum og heldur henni fyrir framan mig.
\“Opnaðu hana\” segir hann, hann er hættur að brosa.
\“Ég vil ekki opna hana\” segi ég \“Ég veit ekki hvað er í henni\”
\“Ekkert nema sannleikurinn, og hérna getur sannleikurinn ekki skaðað þig\”
Ég opna töskuna…
Það er ein ljósmynd í töskunni. Mynd af manni, liggjandi í götunni. Blóð útum allt, blóð og heili.
Tilfinningar flæða í gegnum mig, flæða í gegnum mig eins og ég sé að finna allt í fyrsta sinn. Hatur, ótti, ást, gleði, sársauki.
Og síðan eru þær farnar.
Það er eins og ég sé nýfæddur, en samt tilbúinn.
Ég er tilbúinn
\“Komdu félagi, þetta er ný byrjun, nýtt líf\” hann tekur utan um öxlina á mér.. \“Núna ertu tilbúinn\”
Og við göngum burt inn í hyllinguna…