Úlfur í Sauðagæru: Orsakavöld kafli 5 partur 2. Náðargjöf.

Ég er búinn að vera virkilega virkilega upptekinn og því spýti ég út úr mér styttri innleggum. Ég kem til með að vera svolítinn tíma erlendis og því sendi ég inn annan part af þremur af kafla 5 núna. Og já. Ég geri mér grein fyrir því að þessi partur er mjög mjög mjög furðulegur.


Einhvern veginn varð hann að gera þetta. Hann hafði hugsað sér að nota eitthvað til þess að beina athyglinni annað. “Ekki eins og í hin f****** skiptin fjandinn hafi það!” sagði hann og geiflaðist í andlitinu. Æðarnar á hálsinum þrútnuðu og hann fékk hausverk. “Veröldin er ósanngjörn,” sagði hann við sjálfan sig. “Ekki réttlát fyrir mig, ekki nokkurn tíma. Þrjú helvítis ár og engin svör.
Hann klöngraðist út úm gatið. Vinstra megin við hann rann lækur út frá ísnum. Hann tók eftir fleiri lækjarsprænum sem láku undan klakarisanum og söfnuðust í kvíslir. Lengra til suðurs var svo stór og breið jökulá. Hann fann fyrir sársaukanum í viðbeininu aftur og kipptist til. Fæturnir neituðu að halda honum og hann féll. Hann hóstaði og engdist allur er sársaukinn fór upp eftir hryggnum. Í vestri sá hann sveitabæ bera við fjallsrót. Hann skreið af stað…

…”Detti nú af mér allar dauðar, er allt í lagi með þig?” spurði gömul kerling. Allt varð svart. Svo svart…

…”Jæja, nú góurinn. Hvað segja bændur í dag?” spurði hún.
-“Ekki mikið,” náði hann að stynja. “Hversu lengi var ég..?”
-“Ah, en þú ert svo hraustur. Þú svafst nú bara í fjóra tíma og þú virðist vera í fínu lagi. Þú minnir mig á hann Svein gamla Grádal,” sagði kerlingin , “ó hvað hann var nú fjallmyndarlegur asskoti í sinni tíð, en það er önnur saga!”…

…Hann þakkaði fyrir sig og fór. Hann fékk að gjöf frá kerlingunni svartann jakka og gráann hatt. “Frekar slæmt að vera í blóði drifnum snjógalla. Sannur herramaður eins og þú ættir að hafa fín föt, eins og hann Sveinn gamli Grádal í sinni tíð. Hann sem var svo stæltur og flottur, en nú situr karlsrassgatið fyrir framan sjónvarpið og hreyfir sig ekki, ég geri ekki annað en að elda ofan í skrattann, fægja skallan og… en hann er samt alltaf hann Sveinn minn.”

…Hann stóð út í kanti með þumalinn á lofti. Hann var í svarta jakkanum með gráa hattinn. Rauður pallbíll stoppaði við vegbrúnina og benti honum á að koma. Hann fékk far alveg að Vík. Maðurinn við stýrið reiddi honum skyndilega kjaftshögg…

…Hann vaknaði út í vegarkanti í svarta jakkanum með gráa hattinn. “Hv-hvað í fj..?” hann þreifaði í vasana. “Helvítið tók af mér veskið!!!” hugsaði hann og gaf frá sér háa stunu þegar að hann reis upp. Hann gekk restina, hungraður og þreyttur. Maður án markmiða, maður án nafns. “En ég veit um eitt nafn sem ég gæti notað. Grádal.”


Óréttlátt,” hugsaði hann og andvarpaði. Fyrir framan hann á borðinu var segulbandstæki. Hann studdi á takkan og fram komu ægileg ýlfur og óhljóð. “Hvað ef, í þessu ástandi sem hann er í, nægi mér að hafa bara hátíðnihljóð? Einn truflast og tveir undrast. Kannski nóg til að reka hann út. Svæla hann út. Söger sagði að ‘tilraunirnar’ væru næmari fyrir þessum sora.

Heiðar hellti sér aftur í glas og í þetta sinn án þess að kaffi komi glasinu nokkuð við. Þeir höfðu verið samstarfsfélagar á leigubílastöðinni, hann og Benedikt, þegar að þetta skeði. “Bara ein helvítis ferð og allt fer til fjandans. Ég ætlaði ekki að… ó guð minn góður,” mumblaði Heiðar við sjálfann sig. “Lygarnar sem þú segir ógeðið þitt. LYGARNAR!!! ÞÚ LÝGUR!!!” hrópaði Heiðar að sjálfum sér og reis hratt upp frá borðinu, hrinti stólnum og gekk inn í eldhús. Hann þoldi ekki við lengur. Hann tók blað upp úr skúffunni við gluggann og hripaði niður eitthvað á það. Þar á eftir strunsaði hann í offorsi út á hlað og inn í bílinn.

“Ég sver að rottan var svona stór!” sagði Sævar með tilheyrandi handapati.
-“Ég neita að trúa þér,” sagði Víðir og skellti upp úr.
-“Ég er að meina þetta!” sagði Sævar og varð enn æstari. Það var kannski um mitt hádegið þegar að strákarnir höfðu fengið leið á því að reyna að kanna landið í kring eitthvað frekar og þeir ákváðu að snúa tilbaka í tjaldið. Reimar var upptekinn við að fitla við efnið sem notað var í tjaldið og skoða það. Víðir og Sævar voru að deila um það hvort til væru rottur á stærð við hunda.
-“Þú verður að hætta á þessum vefsíðum eða hvaðeina sem þú ert að skoða. Þetta fer greinilega illa með hausinn á þér.”
-“Vó, segir sá sem ákvað að ganga upp að Dögg síðasta sumar og sparka í sköflunginn á henni. Hvað var það?!? Hvaða tilgangi átti það að þjóna?!?”
-“Ég var einfaldlega að reyna að sannfæra sjálfan mig um að hún væri mannleg,” sagði Víðir pollrólegur.
-“Og hvað er ég ekki að gera á þessum síðum en að reyna að sjá hvort að hlutir sem ekki eru mannlegir eru til eður ei?”
-“En það er ekki það sama?”
-“Öghh, ég nenni ekki að tala við þig,” sagði Sævar og sneri sér við til þess að ráðast á rækjusamloku með þvílíkum búkhljóðum.
-“Uss!!!” sagði Víðir skyndilega. Hann fékk hellur fyrir eyrun ásamt lágu suði.
-“Hvað?” spurði Reimar en Sævar starði bara á Víði með hálftuggin bita uppi í sér.
-“Heyriði þetta suð?” spurði Víðir. Suðið fór hækkandi. Grófur og púlsandi taktur lá undir hljóðinu.
-“Hvað ertu að tala um? Ég heyri ekkert,” svaraði Reimar.
Allt í einu stóð Víðir upp. Hann hélt fyrir eyrun og byrjaði að kúgast.
-“Heyheyhey, er allt í lagi með þig?” spurði Reimar.
-“Ég held, akkgh, að ég þurfi að æla…” sagði Víðir.
“Ekki hérna inni takk!” sagði Reimar en bætti þó við “sorrý að ég skuli vera hastur en farðu út ef þú þarft að kasta upp.”
Víðir hljóp út í dauðans ofboði og ekki seinn vænna því þegar hann var kominn fjórum metrum frá tjaldinu stóð spýjan út úr honum.
-“Er allt í lagi?” heyrðist í Sævari.
-“Ég er góður,” laug Víðir og herptist saman er seinni gusan stóð út úr honum. Hann fann fyrir því að maginn var galtómur og hann ákvað að hylja æluna með snjó. Hann labbaði hægum skrefum aftur að tjaldinu, þurrkaði sér um munnvikin með erminni og sagði við þá: “Ég ætla að labba hér í kring smá spöl til þess að hressa mig við. Ykkur er velkomið að koma með.”
-“Njahh, ég nenni því ekki,” sagði Sævar en Reimar kinkaði kolli.

Harpa kom heim úr hádegishléinu. Hún bókstaflega hataði að hanga á pósthúsinu lengur en þyrfti. –“Heiðar, elskan? Ertu þarna?” hrópaði hún. Ekkert svar. “Ætli hann sé ekki hjá honum Rúnari eða einhverjum?” Hún tók eftir því að í eldhúsinu lágu nokkur blöð á víð á dreif um gólfið og skúffan við glugann var opinn. Lítill og nettur kúlupenni sat ofan á eina blaðinu sem ekki var á gólfinu. Á því stóð:
“Að ala upp ungviði óvinarins er dramb. Líf annarra er ekki hefnd. Ég fór til þess að hugsa málin. Ég veit ekki hvenær ég kem aftur. Ég kom þessu öllu upp á hann. Það var að hluta til mér að kenna, ef ekki alfarið. Hann gróf upp óljósan endann á máli sem ég gróf niður. Það mátti aldrei að líta dagsins ljós. Fyrirgefðu mér. –Kv. Heiðar.”
“Ó guð…” sagði Harpa lágt og greip fyrir munnin. “Ekki þú missa vitið líka Heiðar minn,” sagði hún og hugsaði til þess hvernig öll hin systkyni Heiðars höfðu týnt annað hvort lífinu eða vitinu. Hún féll á hnén í ekkasogum. Hún hélt hún hefði verið til reiðu búin fyrir möguleikanum, en þegar að hann gerir vart við sig er allt einhvern veginn erfiðara.

Endir annars parts kafla 5. Náðargjöf