Úlfur í sauðagæru: Orsakavöld
Kafli 4 partur 2: Decessus humanus

athugasemd: ég biðst forláts á þeirri hundlélegu sænsku sem fram kemur. Ég mun setja íslenska þýðingu á sænskunni neðst ef einhver skilur ekki það sem stendur. Ég geri ráð fyrir því að fólk hér skilji ensku :)

Maðurinn í hríðinni stóð fyrir utan hvíta byggingu. Augnaráð hans leitaði ört á milli staða. Hendur hans skulfu.
-”THE ONLY DIFFERENCE?!? There's heaven and earth between TWO and THREE weeks.”
-”I'm well aware that your methods of caging him will be a bit slipshod when time is, eh… considerably shorter.”
-”You're enjoying this, arent you?”
-”I might say, yes. Yes I am.”
-”That's the problem with you, Söger. You're too busy playing with circumstances as if they were a game!”
-”I like your honesty but I would like to rephrase your comment. I quite simply like manipulating ‘circumstances’ to my favor. A couple of unpredictable f*** ups are always bound to follow.”
-”You know what happens to people like us, people who try to play god?”
-”Quell your ethics until later!” sagði Söger, hastur.
Herra Grádal þagði. Hann vissi að Söger var ekkert lamb að leika sér við.
-”Now. About the boy.”
-”What about him?”
-”The guy I sent you last week, has discovered quite the deal that might act to benefit us in this situation. He's told me what he's learned from his observations and eavesdroppings.”
-”Lars Kristjánsson is the half-danish half-icelandic fella, ain't he?”
-”Yes. He told me that Weethr…”
-”It's pronounced Víðir.”
-”Yes, yes. He told me that ‘Víthir’ and his friends are going camping, away from civilization, up in the mountains or whatever.”
-”I can see how that is opportune but that means that I might have to dispatch of his friends would I be caught in the act.”
-”Plan and proceed. You know the drill.” sagði Söger og lagði á.


Söger var gamall herðabreiður maður. Hann var með hvítt hár og stingandi augnaráð. Vinstri þumalin vantaði á hann og hann var flekkóttur í andliti. Hann var staddur í skrifstofu sinni í Timrå, rétt hjá Sundsvall. Þetta var lítt áberandi staður í miðlægri Svíþjóð. Bankað var á dyrnar hjá honum.
“Varsågod och kom in.” sagði hann. Unglegur maður opnaði dyrnar. Hann var í grænni skyrtu með áföstu nafnspjaldi sem á stóð:
-Gudbrand Olavssen. Genetisk forskning lab.
-“Nä, det är du. Finns det några resultat från vår lilla experiment?”
-“Ja. Filerna från Island visar att förbättringar sker. Den ‘ämnen’ är mindre troligt att dö nu men symptomen är precis densamma. Medel-livslängden blev ökat till två år på varje injektion.”
-“Det är bra att höra. Snart kommer vi att bli herrar över våra egna liv och folk kommer att tacka MIG för det.”
-“Det är en sak ändå.”
-“Säg mig!”
-“Det finns ingen tydlig indikation på hur man kan återgå processen.”
-“Jag vet hur men det kort är inte att spelas ännu.”

-“Hann leggur ekki bara á mig helvítið..?” hugsaði Grádal bitur. Hann gekk inn í anddyrið á hvítu byggingunni. Hann þurfti að skipuleggja hluti. Fyrirskipa hluti. Gera hluti. Hann þurfti að komu upp með góða áætlun.

-“Jæja?” sagði Haddur óþolinmóður.
-“Ha.. huh? Hvað?” sagði Erik undrandi.
-“Þú ert búinn að skoða þessi tákn í rúma tvo klukkutíma.”
Erik sat hokinn yfir nokkrum pappírum með táknum sem hann fékk útprentuð. Hann var að glósa eitthvað hjá sér og renna vísifingri yfir nokkur tákn sem hann var búinn að draga hring utan um. Hann andvarpaði og sagði: “Gefðu mér svona fimm mínútur í viðbót í næði.”
Haddur haltraði út úr herberginu. Hann gekk að Evu, dóttur sinni, sem sat og spjallaði við Maríu.
-“Jæja elskan.” sagði hann. Hann og Eva töluðust ekki oft við en það kom þó fyrir.
-“Jamm…” sagði Eva. María stóð upp og leyfði Haddi að setjast við borðið, andspænis Evu.
-“Þakka þér fyrir María mín.” sagði hann. Hún yppti öxlum og sagði:
-“Það var ekkert, ég þarf hvort eð er að taka út yfirlitið yfir rekstrarkostnað þessa útibús eða hvað það skal kalla.” sagði hún og gekk út úr herberginu.
-“Pabbi. Viltu segja mér hvað er í gangi. Þú virðist ekki vera með sjálfum þér.”
-“Æi það er bara þetta mál sem við erum að vinna að núna. Eftir að Sólveig, samstarfsfélagi minn, sendi afrit af því sem við fengum til Róberts…”
-“Róbert?” greip Eva fram í fyrir honum.
-“Hann er yfir í rannsóknarlögreglunni. Hvað um það. Eftir að Sólveig sendi honum afrit hefur hann krafist þess að komist verður til botns í þessu máli. Við fengum fyrr á árinu viðvörun frá einhverju vinnueftirliti og nokkrum siðferðisbjánum frá Interpol um að Harold Söger væri grunaður um ólöglega starfsemi á sviði vísinda, þ.e, tilraunir á mönnum. Hann opnaði í byrjun águst stofnun hér á landi. Nánar tiltekið í brekkunum í Skarðsdal austur af Reykjavík. Vandamálið er hins vegar það, að allar úttektir á fyrirtækinu standast kröfur og ekkert bendir til þess að vafasöm atriði séu í bígerð.”
-“En þið eruð með skjal sem getur sannað eitthvað annað er það ekki?”
-“Í rauninni ekki. Eins og ég sé þetta þá er ekkert athugavert við það sem lýst er í skjalinu. Ekki nema að Greenpeace þyki vænt um mýs líka, þá er ekkert sem segir til um eitthvað grunsamlegt. Hins vegar er virkilega furðulegt að einhver frá þeirra stofnun vilji leka gögnum til leynilögreglunnar á Íslandi. Þess vegna fékk ég Erik til þess að fletta í gegnum þetta fyrir mig. Ég treysti honum betur heldur en þessum raunvísinda ösnum sem eru svo merkilegir með sig að hausinn á þeim er fastur upp í þeirra eigin rassgati.”
-“En fallega sagt.” sagði Eva og hló. Hún snarþagnaði þegar að hún gerði sér grein fyrir því hversu alvarlega Haddur tók þessu.
Haddur roðnaði til augnanna og spurði: “Hvenær ætlar þú svo að eiga þetta barn? Mamma þín er óþolandi með það hvað henni hlakkar til að fá það í heiminn. Hún talar ekki um annað. Ekki það að ég er alveg jafn spenntur fyrir öðru barnabarni.”
-“Haha… Ætli sú gamla sé ekki hrædd um það að láta lífið áður en barnið kemur í heiminn.”
-“Pffhh. Mamma þín deyr aldrei!” sagði Haddur og hljómaði vonsvikinn. Eva gat ekki annað en hlegið. Skyndilega heyrðist kallað: “Þetta er komið!”

Víðir horfði í spegilinn. Hann var að raka sig. Hann renndi rakvélablaðinu eftir hökunni. “Ég trúi því ekki að ég sé að fá rautt skegg. Ég er ekki rauðhærður.” hugsaði hann. Hann bleytti þvottapoka og þvoði sér um andlitið. Útbrotin sem hann hafði fengið kvöldið áður voru daufari nú. Hann teygði úr sér og geispaði. “Afhverju er það svo þreytandi að vera heima allan daginn og gera ekki neitt. Mig dreymdi jú um þetta þegar ég var í skóla.”
Hann sneri þvottapokanum við og þurrkaði rakann úr andlitinu. Honum til mikillar furðu var rauð rönd af blóði á þvottapokanum. Hann leit sem snöggvast í spegilinn. Smá blóð lak hægra megin úr munnvikunum á honum. “Ætli ég hafi skorið mig á rakvélablaðinu?” Þegar hann skoðaði nánar sá hann að það blæddi úr tannholdinu þar sem að augntönnina vantaði eftir fallið á hjólinu. Hann potaði í tönnina vinstri megin við hana. Hún var aum. Allur gómurinn var aumur líka. Tönnin var laus. “Æi, ekki er þessi að fara líka,” hugsaði hann. Hann tók tannþráð, batt utan um tönnina og rykkti henni úr. Hún datt í vaskinn og hvarf í niðurfallið. Hann náði í pappír, setti upp í sig og beit saman. “Helvítis vesen er þetta!”

Grádal var viss um að þetta gengi eftir. Það eina sem þyrfti að gera nú, væri að fylgjast með. “Ef allt fer eins og gert er ráð fyrir, þá getur þetta ekki misheppnast.” Hann var búinn að tala við Lars. Þeir voru báðir sammála um það að ef strákarnir færu í þetta ferðalag, þá gætu þeir náð Víði. Hugmyndin var sú að elta drengina er þeir færu og finna út hvar þeir myndu tjalda nákvæmlega. “Allt hitt kemur svo að sjálfu sér.” hugsaði hann og glotti.

-“Og… og hvað hefur þú lesið út úr þessu?” spurði Haddur.
-“Tja, í stórum dráttum er þetta það sama og stendur á blaðsíðu eitt í skjalinu sem þú fékkst. Hinsvegar eru niðurstöðurnar sem einblínt er á í formúlunni á síðu tvö eingöngu afmarkaðar sem líftími eftir að T925 fer í kerfið.”
-“Og..?”
-“Það er engu líkara en að fólkið sem gerði þessa formúlu er að reyna að finna út hvernig lengja megi líf einstaklinga.”
-“En..?” sagði Haddur og þagnaði. Hann benti Erik á það að halda áfram.
-“Vandinn við þetta er samt sem áður að eftir vissan tíma þá hafnar líkami músanna T925 frumunum. Ég held að ástæðan fyrir því sé sú að T925 frumurnar eru allt of líkar hinum upprunalegu frumum músanna. Það stendur meira að segja í formúlunni. Vandamálið sem það skapar er einfaldlega það að frumukerfi músanna er of fljótt að bregðast við þessum smávægilegu breytingunum og eftir ákveðið margar kynslóðir hætta boðefni frumanna að virka. Frumurnar hætta að fjölga sér og mýsnar deyja. Formúlan gefur til kynna að huga þurfi að öðruvísi gerð frumna, þ.e., stofnfrumum úr skyldum eða jafnvel óskyldum dýrategundum ásamt vissu magni upphaflegu stofnfrumanna úr músunum til þess að frumukerfi músanna taki ekki eins fljótt við sér. Eftir því hvernig þessu er hagað gæti líftími þeirra fimm og upp í tífaldast eftir að T925 er komið fyrir í þeim.”
-“Þetta hljómar svo… ósennilegt.” sagði Haddur hikandi.
-“Ég er ekki hissa. Það er óhugsandi að frumur úr mismunandi dýrategundum eigi eitthvað saman. Það fylgir ekki skjalinu hvað þetta T925 gerir en sennilega á það víst að vera einhver ójafnvægishemill sem gerir hið óhugsandi að möguleika.”

Seinna um kvöldið sat Víðir við borðtölvuna sína og var að fletta í gegnum b2 því honum leiddist. Flipi neðst á skjánum blikkaði, appelsínugulur, blár, appelsínugulur, blár. Þetta var Sævar að tjá sig eitthvað á msn.
-“Ég var að tala við Reimar áðan. Ég átti að skila svolitlu til þín. Hann segir að við ættum að leggja af stað snemma í fyrramálið ef við ætluðum að ná alla leið til Völundarbrekku hjá Skrúðfjöllunum.”
-“Nú, svo þú ætlar að fara líka?”
-“Já. Ég hef ekkert betra að gera. Svo ef ég fer, þá losna ég við að gera við afganginn af grindverkinu.”
-“Hvernig datt þér samt í hug að ná í sleggju út í skúr og gá hversu langt þú getur hent henni?”
-“Þetta virkaði bara eitthvað svo sniðugt á sínum tíma sko…”
-“Þú ert svo klikkaður stundum.”
-“Heh, segir hver.”
-“Mehhhhh… ég nenni ekki að þræta við þig. Ég er að pæla í því að fara að sofa.”
-“Hahaha… aumingi. Ég á eftir að vera vakandi til svona fjögur í nótt og það mun verða allt í lagi með mig.”
-“Þú átt eftir að mæta með svo epíska bauga á morgun að það verður bara ekki eðlilegt.”
Víðir renndi í gegnum síðustu tenglana á b2 og slökkti síðan á tölvunni. Honum leið furðulega. Hann hélt að hann væri að veikjast eitthvað. Hann var ekki með hita, hósta, kvef né hausverk en hann var með gríðarlega beinverki eða vaxtarverki eða eitthvað svoleiðis. Hann sofnaði samt fljótt.

Heiðar kom heim um miðnætti ásamt Hörpu. Vigdís var inni í stofu að teikna mynd af styttu sem hún var búin að koma stilla upp fyrir framan sig. Heiðar kom inn í stofuna, þungur á brún og sagði lágt: “Er Víðir farinn að sofa?”
Vigdís svaraði: “Það er langt síðan. Hann fór upp í herbergi klukkan tíu. Hann virtist vera eitthvað slappur. Ætli hann sé ekki bara veikur.”
-“Veistu hvort hann sé sofnaður?”
-“Ég er ekki viss, en ég held það.”
Heiðar leit í átt að stiganum og gekk í átt að honum. Hann hóf sig upp á aðra hæð og leit á dyrnar hjá Víði.
Harpa kom inn í stofu og kinkaði kolli til Vigdísar. Hún settist andspænis henni og sagði:“Hvenær ferðu aftur norður, Vigdís mín?”
-“Á morgun klukkan fjögur. Ég fer með rútunni norður og myndlistamaðurinn, hann Brjánn, sækir mig á rútubílasvæðið. Ég fæ síðan frítt herbergi á heimavistinni sem er á Akureyri. Ég fer í einhverja tíma þar í skólanum og síðan aukatíma hjá honum Brjáni.”
Harpa hristi höfuðið hægt og sagði:“Í guðanna bænum farðu varlega. Ég treysti ekki þessu pakki fyrir norðan.”
-“Mamma. Það verður allt í lagi með mig. Akureyringar eru fínasta fólk. Þú veist það vel að ég er ekki að fara að gera eitthvað heimskulegt.”
-“Æi, það er rétt elskan. Mér finnst bara svo erfitt að láta þig frá mér í sex til sjö mánuði.”
-“Ég spjara mig. Þú veist alveg að ég kem til með að hringja í þig stöku sinnum og svo kem ég nú heim aðra hvora helgi.”
-“Ég veit.”

Heiðar opnaði hurðina á gátt hjá Víði. Víðir rumskaði: “Hva..?”
-“Nú er eins gott að þú útskýrir fyrir mér afhverju í andskotanum þú óhlýðnaðist mér svona!” hvæsti Heiðar.
Víðir glaðvaknaði: “Hva… hvað ertu að segja?” Víðir var alveg úti að aka. Hann hafði ekki hugmynd um hvað hann var að tala.
-“Þú veist hvernig Harpa athugar alltaf hvort þú gleymir símanum þínum eða einhverju öðru í buxnavösunum áður en það fer í þvottavélina. Þetta er það sem hún fann!” sagði Heiðar í reiðitón og sýndi Víði máðann miðann sem hann hafði fengið úr öskjunni. Á honum stóð:
-Olga Rán Vilhjálmsdóttir, f. 4.september(1968) d. 12.júní(1994)
-Benedikt Grettisson , f. 18. nóvember(1965) d. 28.júní(2004)
Þeir þögðu báðir tveir um stund áður en Heiðar sagði: “Þú lofaðir að láta þetta kjurrt liggja.”
Þegar að Víðir þagði bara, bætti Heiðar við í samúðarfullum tón: “Þú veist núna hvað hann heitir. Gerðu það fyrir mig, ekki leita lengra. Þetta er mjög viðkvæmt mál.”
Víðir rétti úr sér og sagði lágt: “En… en ég hélt að allt myndi verða ljóst ef ég vissi hver þessi maður var.”
-“Víðir. Ég vil ekki að þú sért að reyna að finna þetta út! Punktur! Það eru hlutir í kringum þetta sem… eru ekki þess virði að grafa upp.” Heiðar rétti úr sér og gekk í átt að dyrunum. Áður en hann fór út sagði hann:
-“Mig tekur þetta leitt Víðir.” Hann bætti síðan við: “Farðu í þessa ferð á morgun og hreinsaðu hugann. Ég ætla að gera eitthvað svipað á meðan þú ert í burtu.”
Víðir lagðist aftur niður og andaði djúpt frá sér. “Hvað í fjandanum gengur á?!?” hugsaði hann og tár brutust fram í augum hans.

Endir kafla 4.

Btw, hér kemur þýðingin á sænska textanum.

-Gudbrand Olavssen. Erfðarannsóknarstofan.
-“Nú, þetta ert þú. Komu í ljós einvherjar marktækar niðurstöður úr litlu tilrauninni okkar?”
-“Já. Skrárnar frá Íslandi segja til um að jákvæðar breytingar eigi sér stað. Minni líkur eru á því nú að ‘Viðfangsefnin’ deyji en einkennin sem koma fram eru enn þau sömu. Nú hinsvegar eru meðal-lífslíkur einstaklinganna búnar að aukast í tvö ár eftir hverja sprautu.”
-“Gott að heyra. Bráðum kemur að því að við getum ráðið örlögum okkar lífs og fólk kemur til með að þakka MÉR fyrir það.”
-“Það er samt eitt vandamál þó.”
-“Segðu mér!”
-“Það er ekkert sem gefur í skyn að hægt sé að snú við ferlinu eftir að það er sett í gang.”
-“Ég veit hvernig maður gerir það en ég tefli þeirri lausn ekki fram strax.”