Úlfur í Sauðagæru : Orsakavöld

athugasemdir höfunds:
lenti í veseni með söguna. gæti verið 4-5 dagar þangað til að næsti partur þessa kafla kemur. Njótið.

Kafli 4
Decessus humanus


“Halló? Hver hringir svona seint?” var spurt hásri röddu.
-“Seint? Klukkan er nú bara… já þú meinar!”
-“Hvað… ertu orðinn snarvitlaus eða hvað?”
-“Ég hef alltaf verið snarvitlaus!”
-“Heh, þá er um að gera að…”
-“Nóg komið! Hlustaðu! Ég má ekki vera að því að spjalla. Ég er greinilega búinn að vinna 6 tímum lengur en vaktaplanið mitt segir til um en þetta… þetta sem ég er að vinna við. Jesús minn!” var sagt skjálfandi röddu.
-“Vó, vó, vó! Allt í lagi!”
-“Þú útskrifaðist sem eðlisfræðingur ekki satt?”
-“Jújú en…”
-“Þannig að þú hlýtur að kunna eitthvað smá fyrir þér í efnafræði, ekki satt?”
-“Já það geri ég en…”
-“Komdu þá hingað á morgun ef þú getur Erik!”
-“Haddur! Hvað hefur hlaupið í þig? Er allt í lagi með þig maður?”
-“Ég er… í svolitlu uppnámi en það er ekkert til þess að gera veður út af!”
-“Má ég samt spyrja þig hver fjandinn gengur á hjá þér? Mér líst ekkert á það hvað þú ert æstur.”
-“Ekki mér heldur.” andvarpaði Haddur og sagði síðan: “Farðu aftur að sofa Erik, ég ætlaði ekki að vekja þig.”
-“Ekki forða þér frá spurningunni. Hvað er í gangi?”
-“Ég get ekki útskýrt það almennilega þar sem að ég kann ekki… ég skil þetta ekki. Sjón er sögu ríkari. Skilur þú?”
-“Ugghh… ég er farinn að sofa. Sjáumst á morgun þá.” urraði Erik og skellti á.
Haddur sat einn inn á skrifstofunni. Hann setti greipar saman og lét höfuðið hvíla á þeim. Augnlokin urðu níðþung.


Pilturinn tók á rás. Maður í svörtum slopp, hljóp á eftir honum með sprautunál í annarri hendi og járnklump í hinni. Pilturinn stóð frammi fyrir gráum steinvegg. Maðurinn kom hlaupandi og skall á drengnum. Járnklumpurinn lenti hægra megin á brjóstkassa drengsins og nálin kom þar á eftir í gegnum klumpinn miðjan, í hjarta piltsins. *Púff*. Pilturinn var staddur hátt uppi á fjalli á sléttum fleti sem teygði sig langt í allar áttir. Það var fjölmennt þar uppi. Fólk gekk í hringi, spjallaði saman og virtist ekkert taka eftir piltnum. Einn maður stóð andspænis honum. Hann hreyfðist ekki. Hár var fyrir andliti hans. Maðurinn rak upp hrollvekjandi og skerandi ýlfur og tók á rás í áttina að piltnum. Pilturinn hljóp í gagnstæða átt. Hann hljóp út af brúninni og féll. Hröðunin í fallinu gerði honum erfitt fyrir að anda og köld, frosin jörðin færðist nær.
“Gvhaaaahh!” hrópaði Víðir. Hann var staddur í herberginu sínu. Sængin og koddinn voru blaut af svita. Það var ekki kominn morgunn, það var enn of dimmt til þess. Víðir fann fyrir miklum brjóstsviða. “D-draumur?” hvíslaði hann með sjálfum sér. Myndirnar frá draumnum voru óskýrar. Hann reyndi að muna allt sem hafði gerst í draumnum. Þegar hann spilaði draumana aftur í huganum byrjuðu hugsanir að snúast sem þeytispjald í hausnum á honum. “Eitthvað passar ekki! 23 manns horfið sporlaust..! Hvor hérna inni er læknirinn? Þrír piltar gengu í skrokk á Garðari frænda! Meðferðin hætt að virka… hún dó í nótt. Allt svo bjart! Eitthvað smávægilegt smáatriði! Eitthvað! Járn í æð..! Útbrot… sviði..! Kannski var það fólkið? …tveimur borðaröðum frá þeim að skrifa eitthvað niður… ”


“Eva mín?” hvíslaði Erik og ýtti lauslega við konunni. “Eva mín?”
-“Hvað?” svaraði hún og velti sér á hliðina og horfði með hálflokuðum augum á hann.
-“Tengdó hringdi í mig. Það er eitthvað furðulegt á seyði hjá honum.”
-“Ha?” sagði Eva og reisti sig við.
-“Haddur. Hann hringdi og sagði að ég þyrfti að líta á eitthvað. Eitthvað áríðandi. Hann hljómaði ekki… eins og hann sjálfur. Kannski var hann bara þreyttur en það er líka málið. Eitthvað sem heldur vöku fyrir Hadda er eitthvað til þess að hafa áhyggjur af.”
-“Bíddu bíddu, þú talar svo hratt. Ég skil þig ekki. Haddur hvað?”
-“Í stuttu máli. Það kom upp eitthvað neyðartilvik hjá honum pabba þínum. ”
-“Er allt í lagi með hann?”
-“Ja, það held ég.”
-“Þú heldur það?!?” sagði Eva höst. “Ég þekki þig. Þú ert ekki viss. Hvað er í gangi?”
-“Haddur sagði ekkert hvað væri í gangi. Hann sagði bara að ég þyrfti að koma núna, sem fyrst, og líta á eitthvað hjá honum.”
-“Líta á hvað?!?”
-“Ég veit það ekki! Ég veit ekkert um hvað vesenið í honum gamla snýst um. Hann sagði ekki neitt. Bara það að ég þyrfti að koma sem fyrst. Hann var í uppnámi karlgreyið.”
Eva starði lengi vel á hann en sagði svo: “Ég kem með!”
Þau þustu út úr húsinu og inn í bílinn. Stefnunni var heitið á skrifstofu gamals rannsóknarlögreglumanns á Krókssvæðinu.

Í óreiðu hugsanna sinna kom Víðir á skipulagi. “Eitthvað smávægilegt smáatriði.” Víðir fann fyrir því að grunur hans, á því sem hann gerði sér ekki góða grein fyrir, varð áþreifanlegri. “Það er eitthvað” hugsaði hann. Hann áttaði sig að lokum á því.
-“Hvernig gat ég gleymt nýnemanum og Grádal? Hvaða gildru höfðu þeir fyrir mig? Hvernig… afhverju eru þeir að vinna á heilsugæslunni? Grádal lét eins og eðlilegur læknir þegar að ég mætti þangað til þess að fylgja eftir blóðgreiningunni.” Víðir missti úr hjartslátt og fattaði hvað var að. “Ég hugsa ekki! Ef þeir ætla að ná mér eða hvað sem þeir ætla að gera… þá eru þeir fjandakornið ekki að láta mig ráfa um eftirlitslausann eða hvað? Þeir vita jú hvar ég á heima.” Víðir skalf. “Þeir hljóta að fylgjast með mér. Ætli maðurinn með derhúfuna sem ég sá í fyrrakvöld hafi verið að fylgjast með mér? Nei! Hvað græðir hann á að standa fyrir utan húsið mitt og fylgjast með. Afhverju hljóp hann samt í burtu þegar ég horfði á hann?” Víðir settist hratt upp í rúminu. “Mannshvörf! Hvað ef maðurinn var ekki að fylgjast með mér? Hvað ef hann ætlaði ræna mér? Það hafa jú verið mannshvörf í gangi. Kannsk hljóp hann í burtu því hann sá að Harpa og Heiðar voru að koma heim! Hann rænir mér ekki fyrir framan …” um leið og Víðir hugsaði þetta fannst honum þetta fyndið á kaldhæðnislegan máta, “…fyrir framan fjölskyldumeðlimi eða fólk sem er edrú. Seint á sunnudagskvöldi er meirihluti fólks á ferðinni fullt hér á Krókssvæðinu. Drukkið fólk er ólíklegra til þess að muna svona lagað og fólk tekur því síður trúarlega. Ætli árásin á Garðar hafi verið skipulögð af herra Grádal? Nei! Hvernig ætti hann að vita að ég vita að ég væri uppi í fjalli á meðan Harpa og Heiðar fara út? Hafa þeir eftirlit með mér?” Víðir hristi hausinn. “Þetta er einum of langsótt hjá mér. Ég er að fríka duglega út. Það er ástæðan!” Víðir sat í rúminu í smátíma áður en hann hafði fyrir því að klæða sig. Allt í einu kipptist Víðir til þegar að hann var að klæða sig í peysuna. “Hvað ætli ungi maðurinn hafi verið að skrifa niður þegar að ég, Reimar og Sævar vorum að borða?. Víðir áttaði sig á því að hann var glorhungraður. Þrátt fyrir að þetta var mjög snemma morguns ákvað hann að fara niður og næra sig.
Þegar hann kom niður í eldhús sá hann að Vigdís sat við borðið og var að lesa.
-”Nah, já.“ sagði hún. ”Einhver er bara vaknaður snemma.“ hún brosti. ”Þú lítur út eins og þú hafir ekki sofið í áraraðir.“
-”Æi, ég vaknaði upp við martröð.“
-”Um hvað var hún?“
Víðir mundi óviljugur eftir manninum í draumnum. ”Hvaða læknir ákveður það að sprauta járni í æð?“ hugsaði hann. ”Ásbjörn frændi glímir við vítamín og járnskort. Hann tekur inn töflur. Hann sprautar sig ekki með neinu. Læknar sprauta ekki neinu í fólk ef til er náttúrulegri leið til þess að fá það í kerfið, er það? Hverju ætli hann hafi sprautað mig með?!?“
-”Halló?“
-”Huh.. ha?“ sagði Víðir og missti störuna. Hann fann fyrir skyndilegu máttleysi. ”Uh.. já. Hún fjallaði ekki um neitt. Bara þetta týpíska dæmi þar sem að maður hrapar til dauða.“
-”Ókei.“
-”Afhverju brosir hún svona?“ hugsaði Víðir.
-”Víðir. Gettu hvað!“
-”Hvað?“
-”Giskaðu!“
-”Umm… við erum að fara að flytja?“
-”Ha? Neineineinei. Mikið betra!“
Víði rámaði í eitthvað.
-”Ég vann í myndlistarkeppninni. Málverkið mitt, Sonur Syndarans, fékk fyrstu verðlaun!“ sagði Vigdís þegar að hún gat ekki hamið sig mikið lengur.
Víðir óskaði henni til hamingju og þau spjölluðu um daginn og veginn. Samt var ein hugsun sem leitaði sífellt á hann. ”Með hverju sprautaði hann mig?“
Vigdís var svo ánægð að hún tók ekkert eftir því að Víðir var fölur og óttasleginn. Hún sagði honum að í framhaldi þessa árangurs hafi henni boðist ókeypis einkakennsla hjá einhverjum málara að norðan.
-”Til hamingju.“ sagði Víðir.
-”Hvað er… að? Er allt í lagi með þig Víðir?“ sagði Vigdís
-”Ég er bara ósofinn. Það er allt of sumt. Í alvöru.“


Erik kom askvaðandi inn á skrifstofu Hadds. Hann sá hvar Haddur sat við tölvuna og var að reyna að lesa eitthvað út úr táknum sem voru á skjánum hjá honum.
-”Jæja? Hvað var svona…“ orðin köfnuðu í fæðingu þegar að Erik sá útprentaðar myndir af illa förnum tilraunamúsum á veggnum. Eva kúgaðist og sagði:
-”Ég ætla að snapa kaffi hjá henni Maríu á skrifstofunni.“ hún hljóp nánast út úr herberginu.
Haddur sneri sér við og heilsaði.
-”Hvaða sori er þetta?!?“ spurði Erik.
-”Ég var að vona að þú gætir útskýrt það betur fyrir mér heldur en þetta skjal gerir einum saman.“
-”Hvaða skjal?“
-”Sjáðu til. Fyrir tveimur dögum fékk ég póst sem innihélt þessar vafasömu myndir og skjal á tveimur síðum. Fyrri síðan inniheldur lýsingu á einhverju erfðaefnisjukki og seinni síðan eru eingöngu tákn. Ég ætla að vona að þú vitir betur en ég hvað þetta táknar. Ég vil fá á hreint hvort þetta sé gabb eða alvara.“
-”Leyfðu mér að sjá,“ sagði Erik.

-”Mér líst ekkert á það hvernig þú lítur út Víðir!“
-”Eh… takk?“
-”Nei, ekki þannig. Þú lítur ræfilslega út. Ég held þú sért veikur,“ sagði Vigdís áhyggjufull.
-”Mér á strax eftir að líða betur eftir að ég fæ að borða.“

-”Well, I trust that you'll make the right decision regarding this matter.“ sagði röddin í hinum enda símans. Maðurinn í hríðinni kreppti hægri hnefann þangað til að hnúarnir hvítnuðu. Honum var orðið kalt. Án þess þó að láta það heyrast á sér sagði hann:
-”I will.“
-”Is there anything else?“
-”Well… about the loose subject.“
-”The one that never got caged, yes?“
-”There might've been slight complications.“
-”I hope that it isn't solveable mr. Gray. That would be most ‘unpleasant’ for our whole operation. Would you kindly tell me what it is.“
-”We've had a hard time bringing about his… abduction, and his symptoms are coming forth much faster than anticipated.“
-”My guess that the formula went unstable. His genes are ‘weak’. Did you account for that?“
-”Oh… shit.“
-”Well then we got a problem on our hands. The metastasis of his cellular transporting sy….“
-”I don't speak science. Tell me directly what the problem is with that!“
-”Only difference is, that he has two weeks. Not three!"

Endir fyrri parts kafla 4