Úlfur í Sauðagæru: Orsakavöld

kafli 2 – Rökkurdagar.

Smávægileg athugasemd varðandi fyrri partinn.
Neðarlega í þeim parti stendur: “hann rann til í hlákunni.”
Þar á að standa: “hann rann til í hálkunni.”

Athugasemd fyrir seinni hluta:“Hér mun ég enn og aftur flakka svolítið á milli tíma og/eða staðsetninga. Btw, ég hef ekki góða hugmynd um hvernig á að skrifa drama, sbr síðustu málsgreinarnar í þessari sögu. Ég ákvað einnig að lesa textann tvisvar yfir. Ég fullyrði ekki að ég hafi útrýmt öllum málfræði- og stafsetningarvillum en ég reyndi þó. Vonandi hafið þið jafn gaman af því að lesa og ég að skrifa :-)

Seinni hluti.

Fyrst var ekkert nema tómið. Seyðandi ómur sem breytist… breytist. Ómurinn fer að taka á sig form ískurs. ”…minn góður…gi með þig. Ertu no….dur?“ Ískrið hljóðnaði. Víðir opnaði augun
-”Hv-hvað sagðir þú?“
-”Er ekki allt í lagi með þig. Ertu nokkuð meiddur?“ spurði miðaldra maður í svörtum regngalla.
Víðir gat ekki svarað strax. Hann fann lykt og bragð af blóði. Hann bar hendina upp að munnvikunum. Hann fann hvernig blóðið seytlaði úr annarri augntönninni. Hún hékk laus. Víðir rykkti henni út og henti henni frá sér. Sársauki fór um efri góminn.
-”Hvur þremillinn. Þú hefur brotið tönn. Á ég nokkuð að fara með þig á sjúkrahúsið. Það er ekki nema stuttur spölur héðan?“ maðurinn tók ekkert eftir því að Víðir leit út eins og hann hefði séð draug.
Víðir opnaði augun aðeins meira og reyndi eftir mesta megni að hljóma öruggur. Hann var með dúndrandi hausverk, blóðnasir og það blæddi úr kjaftinum á honum. ”Neinei. Ég bara datt. Þetta hefur gerst áður. Ég þarf bara tíma til þess að hvíla mig.“
-”Ertu viss?“
-”Ég er alveg viss. Ég… jafna mig.“
Maðurinn virtist efins um svar hans. Hann rétti út hendina og sagði: ”Leyfðu mér að minnsta kosti að hjálpa þér á fætur.“
Víðir tók á móti hendinni og kveinkaði sér um leið og honum var kippt upp. ”Ah… hvað er málið með þennan náladofa?“ hugsaði hann. Víðir hallaði líkamsþunganum örlítið meira á vinstri fótinn og þurfti hann smátíma til að geta komið sér í gott jafnvægi. ”Þakka þér fyrir.“ sagði Víðir.
-”Ég á heima hér rétt fyrir neðan. Ég gæti gefið þér far heim.“
Víðir blikkað augunum hægt, þerraði nýrunnið blóðið frá nefinu í ermina á peysunni sinni og kinkaði kolli. ”Væri vel þegið.“

Víðir elti manninn að brúnu húsi með rauðu hallandi þaki. ”Bíddu hér í smástund. Ég ætla að ná í klút og eitthvað sótthreinsandi inn til mín.“ sagði maðurinn og lagði frá sér hjólið sem hann hafði verið nógu almennilegur til þess að reiða fyrir Víði.
-”Allt í lagi. Takk aftur.“ Víðir settist niður á hvítan plaststól sem stóð við lítið hringlaga borð rétt hjá hurðinni. ”Ætli ég sé ekki of drullugur til þess að koma inn?“ hugsaði Víðir. Storknað blóð sprakk fyrir ofan varir hans er hann geispaði. Dasaður reyndi Víðir að muna eftir því hvað gerst hafði. Hann mundi eftir því að hafa lagt af stað frá heilsugæslunni. Í burtu frá ”…herra Grádal? Afhverju leyfði hann mér að sleppa svona auðveldlega?“ Hugsanir hringsóluðu í höfði hans. ”Hvað ef ég slapp ekki? Hvað ef hann er búinn að vinna? Hann virtist svo öruggur með sig. En ef þá… hvernig?“

”Hvað meinar þú með því, leyfist mér að spyrja?“ muldraði niðurlútni maðurinn í slitna leðurjakkanum.
-”Það á ekki að þurfa að mata þetta ofan í þig eins og lítinn krakka! Er það?“
-”En ég hafði bara áhyggjur af…“
-”Þegar ég segi að ég hafi náð til hans þá meina ég það sem ég segi. Ég er maður orða minna. Staðan er kannski ekki eins björt og ég vonaði. Við þurfum að takast á við vandamál.“
-”En hvernig átti ég að vita…?“ spurði maðurinn í jakkanum.
-”Það hefði ekki hrætt hann í burtu að biðja hann um að koma aftur í stað þess að gefa honum kost á að hafa öskjuna falda bak við einhvern fjandans gám!“
-”Ekki þurfum við þá að… þú veist.“
-”Jú! Mjög líklega um miðjann dag.“
-”Hvað er langt þangað til að hann… ehm… ‘finnur fyrir litlum aukaverkunum’?“
-”Fyrri tilraunir á mönnum hafa gefið meðaltalið þrjár vikur. Þessi hefur smá baráttu í sér en það kemur sér vel fyrir okkur í bili. Ég gef honum þrjár og hálfa.“
-”…o-og hvað segir Söger?“
-”Við höfum ekki ennþá dregið ónauðsynlega athygli að stofnuninni. En ekki búast við dans á rósum. Söger er jákvæður í bili þar sem að enginn hefur fundið þá sem við ‘losum okkur við’. En hann bað mig um að ávíta þig fyrir þessi mistök. Þér er gefið eitt tækifæri í viðbót.“ sagði Grádal og virtist njóta angistarinnar í augum undirmanns síns. Stingandi röddu sagði hann: ”Ekki klúðra því.“

Víðir sá tuskuna koma fljúgandi að sér og greip hana með vinstri hendinni. Hann þurrkaði sér rækilega í framan. Hann fann kaldann sviðann fara um andlitið og síðan… ”ó shit!“
-”Hvað er að?“ spurði miðaldra maðurinn pollrólegur.
-”E-ekkert. Gerði bara svolítið heimskulegt. Setti spritt í augun.“
-”Það fer í burtu eftir smá.“ svaraði maðurinn.
-”En ég hélt að það þyrfti að skola í burtu ef það fer í augun.“
-”Varla. Það var lítið eftir í brúsanum þannig að ég þynnti þetta með vatni. Þér ætti að nægja að tárast. Hvar áttu annars heima?“
-”Vallargili 24“ sagði Víðir.

”Sólveig! SÓLVEIG!“ hrópaði karlmaður í ljósblárri skyrtu. Hann var hrukkóttur í framan með blóðlausar varir. Hann leit ekki frá tölvunni. ”SÓLVEIG! Viltu koma hingað núna!“
-”Óþarfi að öskra. Ég var hér hinum megin við vegginn.“ svaraði ung kona. Hún var með stutt dökkt hár og hún var frekar lágvaxin.
-”Segðu mér. Hvað heldur þú?“
Sólveig leit yfir öxl mannsins og á tölvuskjáinn, bað hann um að færa sig aðeins til hliðar og settist við hlið hans. Hún las það sem fyrir augum bar.

From: noreply@Sva-Ranns.org
To: Rikhardur@rksrs.is
Subject: Áríðandi!
Attachments: T-Skyrsla.docx, picture0001.jpeg, picture0002.jpeg, picture0003.jpeg


Fyrir alla muni, farið þið varlega.
Sendið mér ekki skilaboð til baka!


Þessi tölvupóstur og viðhengi hans gætu innihaldið trúnaðarupplýsingar eingöngu ætlaðar þeim sem hann er stílaður á. Hafir þú fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekið við tölvupósti þessum og viðhengjum hans biðjum við þig að gæta fyllsta trúnaðar, hvorki lesa né skrá neinar upplýsingar eða notfæra á nokkurn hátt og tilkynna sendanda að upplýsingarnar hafi ranglega borist þér (Sbr. 5. mgr. 47. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003). Vinsamlegast eyðið póstinum og öllum viðhengjunum í slíkum tilvikum. Efni tölvupóstsins og viðhengi er á ábyrgð sendanda


-”Frá hverjum er þetta?“ spurði Sólveig.
-”Ég er ekki viss. Ég hélt að þú myndir hafa einhverja hugmynd?“
-”Opnaðu nú skjalið Haddi, þetta gæti verið eitthvað mikilvægt. Það er ekki eins og við höfum eitthvað mikið að gera hér á Krókssvæðinu.“

-”Ef mér skjátlast ekki, þá er þetta rétti staðurinn.“ sagði maðurinn við stýrið.
-”Þakka þér kærlega fyrir farið.“ ansaði Víðir.
-”Þegar þú þarft að sækja hjólið, þá veistu hvar ég á heima ungi maður.“
-”Miðhúsatröð 4.“
-”Hárrétt.“
Víðir veifaði til mannsins er hann steig út úr bílnum. Hætt var að blæða úr nösum og tannholdi. Honum leið ekkert sérstaklega vel samt. Hann sá Heiðar bregða fyrir í eldhúsglugganum. Víðir fór inn.
-”Hvað í ósköpunum gerðist?“ spurði Harpa á sömu stundu og Víðir fór úr skónum. ”Hvað er að sjá þig vinur?“ Harpa greip um hægri úlnlið Víðis og horfði áhyggjufullum augum á hann. ”Hvort er þetta þér eða Sævari að kenna? Þú veist að ég treysti ekki þessum dreng.“
-”Þetta var mér að kenna.“
-”Hvað er á seyði hér?“ heyrðist kallað inn úr litla ganginum. Heiðar gekk til þeirra.
-”Hvað? Hvað í fjandanum kom fyrir þig?“
-”Ég…“ sagði Víðir og leit frá Hörpu til Heiðars. ”Ég datt á hjólinu. Ég veit að það var heimskulegt af mér að fara hjólandi þegar nýbúið er að frjósa eftir rigninguna. Ég hélt ég gæti ráðið við það.“
-”Var Sævar ekkert viðriðinn í þetta? Hvað er ég búin að segja þér oft að þú átt ekki að hjóla í hálku?“ spurði Harpa.
-”Nei. Þetta hefur ekkert með Sævar að gera. Hann kom ekki nálægt þessu. Ég var á leiðinni heim til hans þegar að þetta gerðist.“
-”En þú fórst fyrir rúmum klukkutíma!“ sagði Harpa. Í þau ótalmörgu skipti sem Harpa las yfir eða angraði Víði hafði Heiðar yfirleitt gripið inn í eða stillt til friðar en núna stóð hann bara og fylgdist með. Víðir gat ekkert lesið út úr óræðu andliti hans.
-”Ég var kominn hálfa leiðina þegar að ég rann. Ég skall á hausinn og meiddist. Ég átti erfitt með að standa upp í fyrstu þar sem að mig verkjaði mikið í hægri löppina. Skömmu eftir þetta, faldi ég hjólið í garðinum hjá Bertu og labbaði heim. Ég var náttúrulega lengi á leiðinni þar sem að ég er svolítið haltur.“ laug Víðir. Þau máttu ekki vita af því að hann hefði farið á bak við þau með því að grennslast fyrir um föður sinn. Uppruna sinn.
Skyndilega virtist sem Heiðar rankaði við sér. Hann sagði í rólegum tón: ”Það er gott að þú ert ekki brotinn né verulega skaddaður.“ Heiðar sneri sér að Hörpu og sagði lágt svo að Víðir heyrði varla: ”Ég og drengurinn þurfum að ræða viðkvæm mál varðandi…“ Heiðar kláraði ekki setninguna. Harpa kinkaði kolli.
-”Auðvitað.“ sagði hún hljóðlega.
-”Víðir komdu með mér!“ sagði Heiðar skyndilega. Víðir elti frænda sinn inn í sjónvarpsherbergið. Heiðar lokaði rennihurðinni sem tengdi herbergið saman við setustofuna.
-”Er… er allt í lagi?“ spurði Víðir kvíðinn.
Heiðar plaffaði sér niður í sófann og gaf frá sér hátt andvarp. Víðir kom sér fyrir í hægindastólnum á móti. Heiðar horfði upp í loft í smástund áður en hann hallaði sér fram og sagði: ”Erla… hún.“ Hann hikaði.
-”Já?“ spurði Víðir með samanbitnar varir. Augu hans glitruðu er hann hélt aftur af tárunum. Hann grunaði að fréttirnar væru slæmar.”
-“Erla dó í nótt.” sagði Heiðar. Hann virtist ekki taka því nærri sér en Víðir vissi að Heiðar hafði séð þetta fyrir og var því viðbúinn. Á vissu stigi hafði Víði grunað þetta líka en ekki leitt hugann mikið að því í allri óreiðunni.
-“Já.” sagði Víðir í nánast hljóðlausu hvísli. Hann vissi ekki hvernig ætti að koma skipulagi á hugsanir sínar. “Hvar er helvítis réttlætið? Hún var góð manneskja!” hugsaði Víðir. Heiðar horfði á borðið og neri saman þumlunum.
Það var allt hljótt. Heiðar og Víðir þögðu. Því lengur sem þögnin var dregin á langinn, því hærra glumdu orðin: “Erla dó í nótt.” Víðir gat ekki lengur þagað og spurði lágt:“Hva- Hvað gerðist?” Víðir vissi svarið.
-“Hún hætti að borða og hreyfa sig. Það var eins og… eins og hugur hennar væri á öðrum stað. Hún var ekki þarna lengur. Bara tómur líkaminn án sálarinnar. Við verðum að… að takast á þessu eins og öðrum hlutum. Heimurinn heldur áfram. Það var ekkert hægt að gera.”
Víðir fann fyrir dauðskömm þegar hann áttaði sig á því að tárin voru ekki lengur að reyna að brjótast fram. “Kannski finn ég ekki fyrir neinu því að hún dó hægt og rólega í eitt ár?” hugsaði Víðir.
Eftir u.þ.b. fimm mínútur andaði Víðir djúpt að sér og ók sér til í sófanum. Heiðar klóraði sér í hökunni.
-“Víðir. Það er betra að leyfa fólki að fara ef það á svona erfitt.”
Víðir kinkaði kolli. “Afhverju heimsótti ég hana aldrei? Ég hefði átt að gera það í stað þess að halda í þá trú að best væri að muna eftir henni eins og hún var. Ó guð ég vissi að hún var dauðvona!”

Kvöldmaturinn var borðaður í þögn. Venjulega hefði fjölskyldan orðið glöð við að fá kjötsúpu en nú var dagurinn annar. Eftir kvöldmatinn fór Víðir í sturtu og beint í rúmið.
Víðir fitlaði við úrið sitt. Squinix úrið sem hann þótti svo vænt um. Það sagði honum alltaf hvað tímanum leið. Hann hafði fengið það í afmælisgjöf frá mömmu sinni og pabba. Erlu og Grími.
Rifa myndaðist á hurðinni í herberginu hans og ljóstýra ruddist inn. Heiðar steig hægt inn og lokaði á eftir sér. Hann settist í skrifborðsstólinn hans Víðis.
-“Ég veit að þetta er ekki góður tími til þess að ræða við þig um þetta en ég geri það samt. Ég veit að þú laugst áðan um afhverju þú varst svona lengi hingað eftir að þú slasaðist. Sævar á ekki heima það langt í burtu og að haltra hálfa leiðina til baka tæki aldrei klukkutíma. Ég sá líka manninn sem skutlaði þér hingað.”
-“En ég..” reyndi Víðir að mótmæla en Heiðar greip fram í fyrir honum.
-“Ég hef vissa hugmynd um hvað þú hefur verið að gera. Ég ætlast ekki til þess að þú segir mér það. Ég efa að þú viljir það. Lofaðu mér bara einu.”
-“Hverju?”
-“Hvað sem þú ert að gera. Hvernig sem þú ætlar að gera það. Ekki gera neitt sem þú sérð eftir.”
Heiðar gekk út úr herberginu. “Góða nótt.”
Víðir fann kvíðahnútinn myndast í maganum. “Ekki neitt sem ég sé eftir. Ég get ekki lofað því.” hugsaði Víðir rétt áður en að hann sofnaði.

Endir seinni parts kafla 2.