Kafli 2: Partur eitt. Rökkurdagar.

Athugasemd við 2.kafla: Ég sendi inn kafla tvö í tveimur pörtum. Hér er fyrri parturinn og ég vænti þess að hripa niður seinni hluta hans að fullu einhvern tímann á miðvikudaginn (Engin loforð)

Kortér fyrir tíu kom Víðir heim, gegnvotur. Hann fór úr hettupeysunni og lagði hana á ofninn.
-”Hvað er að sjá þig vinur minn? Það mætti halda að þú hafir lent ofan í polli. Svo er mold og laufblöð aftan á buxunum þínum. Voruð þið drengirnir nokkuð að gera af ykkur?”
-”Viltu róa þig niður og ráðast á mig á eftir þegar ég get staðið storminn þinn af mér í nýjum fötum.” sagði Víðir, meir sem staðhæfingu í stað spurningu.
-”Ekki skjóta þér undan. Hvað voruð þið strákarnir að gera?”
Inn úr sjónvarpsherberginu heyrðist kallað. “Viltu hætta þessari vænissýki elskan? Tíufréttirnar eru að fara að byrja!”
-”Þú ert heppinn að hann frændi þinn vill horfa á fréttirnar í næði. Annars myndi ég sko aldeilis leggja þér línurnar væni. Svo skil ég ekki afhverju þú ætlar að taka þér ‘pásu’ í eitt ár áður en þú byrjar í framhaldsskólanum.”
-”Harpa! Hættu að predika yfir drengnum. Fréttirnar!” kallaði Heiðar.
-”Allt í lagi. Allt í fína.” argaði Harpa en gaut svo augunum aftur að Víði og sagði: “Hafðu hljótt Víðir. Vigdís er farin í háttinn. Ólíkt þér þá er hún í skóla og…”
-”Þetta er orðið gott elskan mín. Víðir er klár strákur og það á ekki að þurfa að segja honum…”
Víðir hætti að hlusta og ákvað að víkja sér undan þegar að Harpa horfði í átt til Heiðars. Hröðum en hljóðlausum skrefum fór hann upp tröppurnar og á efri hæðina. “Þau rífast eins og gömul hj… æi já. Auðvitað.” umlaði hann með sjálfum sér. Hann gekk inn í herbergið sitt og tók miðann og pappírssnifsið upp úr vasanum og lagði á skrifborðið. Hann hafði hent hvítu öskjunni í ruslið hjá nágrannanum sínum til þess að þurfa ekki að reyna að fela hana er hann kæmi heim. Letrið var máð og illskiljanlegt vegna bleytu. “Hvernig getur snjókoma breyst í rigningu svona fljótt?” Hann verkjaði í tærnar þegar hann dró hundblautu sokkana af þeim. “Hláka er verk djöfulsins.”
Víðir böðlaði saman öllum blautu flíkunum sínum og setti í grænu körfuna sem var til hliðar við fataskápinn. Hann var búinn að vera hjá Hörpu, Vigdísi og Heiðari í rúma fjóra mánuði. Hann hafði flutt það litla sem hann átti úr gamla húsinu sínu yfir í gestaherbergið sem nú var herbergið hans. Það var aldrei pláss fyrir neitt af þessu hjá honum Ásbirni. Sjónvarpið sitt, tölvuna, myndir af gömlu fjölskyldunni og fatahræður. Hann hugsaði að við gefnar aðstæður gæti hann ekki verið heppnari. Honum varð hugsað til þeirra sem nú veittu honum húsaskjól.
Heiðar frændi getur komið fram eins og hinn mesti fantur en það er aldrei áætlunin hans og gerist sjaldan. Hann er alltaf til staðar fyrir fólk og er einstaklega góður inn við beinið. Hann starfar sem bifvélavirki rétt eins og faðir hans gerði síðustu árin. Fyrir fjórum árum gerði hann litla tilraun til þess að halda úti lítinn matsölustað, en hann neyddist til þess að selja ‘Hrafnartangann’ eins og hann kallaði staðinn.
-“Harpa er nánast sama manneskja nema hvað í annarri byrtingarmynd” hugsaði Víðir. Hún er einstaklega góðviljuð, en hún er virkilega afskiptasöm og gjarna of hreinskilin. Harpa sem krakki var einkabarn og á því til að sýna frekju á fullorðinsárunum þótt hún viðurkenni það aldrei.
Dóttir þeirra Vigdís er síðan hlédræg og þögul týpa þvert á móti persónugerð foreldranna. Hún hefur ætíð haft gaman af því að teikna og sækir því myndlistarskólann. Rétt eins og faðir sinn hefur hún óbilandi ánægju af því að grúska í bílum, Hörpu til mikillar armæðu. Í æsku voru Víðir og Vigdís nánir vinir og léku sér saman mörgum stundum. Heiðar átti það til að kalla þau einfaldlega bara ‘tvöfalt vaff’.
Já, hlutir gætu verið verri. Hann hefði getað endað hjá litlu Gunnu og litla Jóni einhversstaðar úti í sveit. Víðir kveikti á sjónvarpinu sínu. “Bah… tíufréttirnar.” Sjónvarpið var tengt við sama myndlykil og flatskjárinn á neðri hæðinni svo að Heiðar var alvaldur sjónvarpsins á jörðu sem á himni eða þá bara á fyrstu og annarri hæð. “Heh… Vigdís þarf víst að horfa á þetta líka, en hún á þó litla og netta fartölvu til þess að horfa á ‘friends’ eða eitthvað. Ekki get ég plaffað borðtölvunni upp í rúm.”
Víðir hafði vonað að Heiðari leiddist þófið því að fréttirnar voru alltaf þær sömu. Þessi drap þennan, maður stunginn til bana og svo framvegis. Víðir var búinn að koma sér vel fyrir í rúminu og ákvað því bara að horfa á fréttirnar, þó ekki allskosta sjálfviljugur.
-”…hafa staðið yfir í tvær vikur. Innrásarsveitirnar má rekja til skæruliða sem hafa farið hamförum um vestur Karkanweit svæðið. Aftur í innlendar fréttir. Sigurður.”
-”Já, takk Þórgunnur. Ríkislögreglustjórinn segist hafa talsverðar áhyggjur af fjölgun afbrota á höfuðborgarsvæðinu, þó sérstaklega hvað varðar mannrán. Aðspurður segist hann gera ráð fyrir því að bæta þurfi við mannskap lögreglunnar um helgar, en það er þá sem flest mannránin fara fram. Íbúar eru hvattir til þess að læsa húsum og fylgjast vel með grunsamlegu athæfi manna og tilkynna til lögreglu ef þess þarf. Hátt í 23 manneskjur hafa horfið sporlaust á þessu ári og hugsanlega gæti sú tala hækkað. Talið er að klókur mannræningi eigi hér við sögu og hefur lögregla ekki enn haft hendur í hári hans. Björgunarsveitin skipulagði leit yfir stór svæði í hrauni Reykjaness í gærmorgun en hafa ekkert fundið hingað til. Kári Egilsson segir að í stórum dráttum muni…”
Víðir fussaði. Alltaf sama sagan. Þessi drap þennan, maður stunginn til bana og svo framvegis. Víðir slökkti á tækinu þegar að fréttaþulurinn sagðist ætla að fara yfir á léttari nótur með því að sýna myndskeið af páfagauki frá Ísafirði að dansa og skrækja í takt við írska þjóðlagatónlist.
“… í fyrramálið herra Víðir Þór Benediktsson”
Víði rann hroll um herðar og hann ók sér um í rúminu þangað til að hann var sáttur við koddann.
“… í fyrramálið…”

Drengurinn hljóp um auð stræti, auðar götur. Maðurinn í bláa kuflinum hélt á lásboga. Drengurinn féll, ör stóð í gegnum hann miðjan. Ójarðneskt öskur, líkt og þegar járni er núið í járn, bergmálaði um auð stræti, auðar götur. Hann þekkti andlit mannsins en ekki röddina.

“Holy shit!” hvíslaði Víðir og fann hvernig maginn herptist. “Heh. Það er kominn dagur.” hugsaði hann. “Miðað við svona stuttan draum hefði ég búist við því að það væri ennþá nótt.”
Bankað var á dyrnar hjá honum. “Ertu vaknaður. Ég er búinn að banka hjá þér að minnsta kosti tvisvar?” umlaði Vigdís í gegn.
-”Jú, ég ætla bara að klæða mig, síðan kem ég.”
-”Allt í lagi. Mamma og pabbi fóru út. Það er til Cheerios eða eitthvað niðri. Ég ætla að fara að…” Víðir sagði á sama tíma og Vigdís: “…teikna. Já ég veit.”
-”Allt í lagi. Síðan áttu að fara út í búð og kaupa klósettpappír, smjörlíki, fetaost og mjólk. Einnig ef þú hefur nóg eftir, verslaðu þá tannkrem. Það er að verða búið.”
-”Jájá.”
Víðir beið eftir því að Vigdís sneri við fæti og labbaði inn í herbergið sitt. Eftir að hann heyrði hurðina skellast reis hann upp og klæddi sig. Græn peysa með hvítu munstri og rifnar gallabuxur. “Ég þarf ekkert að fara í sokka strax. Klukkan er jú bara…” hann leit á Squinix úrið sitt heilaga og “…07:25?!? Hvernig í fjandskotanum fara allir á þessu heimili að vakna svo snemma á laugardegi?” hugsaði Víðir án þess þó að átta sig á því hvar hræsnin í því lá. Hann vaknaði jú ekki við bankið.
Þrátt fyrir tilraunir til þess að halda góðu skapi gat Víðir ekki hætt að hugsa um liðna atburði, forna og nýlega. “Hver í fjandanum er herra Grádal og hvað vill hann með mig? Er eitthvað samsæri á heilsugæslunni eða nær það lengra? Hverjum get ég treyst? Er gildran sú að lokka mig að niðurstöðum blóðgreiningarinnar? Fá mig þangað inn aftur? Fjandinn hafi það, þeir vita samt hver ég er!”
Víðir tók andköf og kipptist allrækilega við þegar að Vigdís opnaði hurðina í snarhasti er hann gekk fram hjá henni og sagði: “Æi já. Svo vantar líka matarolíu. Ó guð minn… fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að bregða þér.”
-”Allt í lagi, mér… brá… ekkert” sagði Víðir hikandi en spurði svo: “Hvert fóru þau svona snemma, bæði tvö?”
-”Pfeehh. Þau eru örugglega að heimsækja Þráinn. Hann var að koma í bæinn og miðað við hvað þau voru að flýta sér þá er hann örugglega að fara aftur innan skamms.”
-”Þráinn?”
-”Bróðir ömmu okkar. Sá sem á núna heima á Spáni.”
-”Ó. Í hvora ættina?”
-”Auðvitað í föðurættina. Hvernig annars….”
-”Jaaaá.” Greip Víðir snöggt fram í. “En hey. Ég er svangur. Farinn niður að borða.”
-”Allt í lagi. Matarolía.”
-”Huh?”
-”Ekkert. Farðu og nærðu þig, þú ert fölur.”
Víðir gekk hægum skrefum niður stigann. Hann var enn að gera sér grein fyrir því sem hann hafði sagt. “Ætli Vigdís hafi fattað það? Í hvora ættina? Hvað varstu að hugsa? Harpa og Heiðar eru ekki foreldrar þínir.”
Víðir gekk að ísskápnum og tók eftir miða sem á stóð allt sem Vigdís hafði sagt um innkaupin. Hann opnaði hann og tók út hálfnaða mjólkurfernu. Best fyrir 14.okt. “Rann út fyrir tveimur dögum. Hvað er þetta að gera inni?” Hann þefaði af fernunni og hellti síðan smádropum í vaskinn. “Þetta er í fínu lagi. Hræðslugjarnir mjólkursamsölumenn. Ekkert annað.” hugsaði Víðir.
Víðir fékk sér Special K og Cheerios í bland og kjamsaði á með góðri lyst. Í fjórtándu skeiðinni eða svo, hrökk ofan í hann og hann byrjaði að hósta. Í sama mund opnuðust útidyrnar og inn steig Harpa.
-”Hóst hóst… hvar er… hóst hóst…aghh… Heiðar” spurði Víðir og hélt áfram að hósta.” Harpa leit á hann og virtist skelkuð.
-”Hann kemur ekki strax. Æi þú ert búinn að frussa mjólk yfir bekkinn.”
-”Það hrökk ofan í mig” sagði Víðir í afsakandi tón.
-”Ég skal þrífa þetta. Ég sé að þú ert ekki enn búinn að kaupa inn.”
-”Hvernig sérðu það?”
-”Auðvelt. Þú setur mjólkina aldrei inn í ísskápinn og þú ert enn að borða.”
-”Touché, en ég er alveg að fara.”
-”Auðvitað.” sagði Harpa.

Víðir hjólaði í þetta sinnið upp eftir Vallargilinu. “Vallargil 24. Ætli þeir viti það líka?” Víðir gekk inn í ‘Hornið’ eins og búðin var kölluð og keypti það sem hann var beðinn um. Afgreiðslumaðurinn horfði á Víði og ræskti sig. Víðir starði á hann til baka.
-”Kannski ætti ég að segja lögreglunni frá herra Grádal. Nei, þeir trúa mér ekki. Ég og Reimar erum búnir að gera það mikið at í lögreglunni á krókssvæðinu að þeir…” afgreiðslumaðurinn ræskti sig hærra og hélt áfram að horfa á hann. Víðir spurði: “Hvað?”
-”Kannski ertu annarsstaðar öðru vanur, en ég ætlast til að þú borgir mér.”
-”Já, eh.. jú að sjálfsögðu,” sagði Víðir. “Reyndu að hugsa um þetta maður, þegar að þú ert ekki að gera eitthvað annað.” hugsaði Víðir.
Víðir fór hálfskömmustulegur út úr búðinni og tók lásinn af hjólinu sínu. Harpa hafði oft og mörgum sinnum nöldrað yfir því að hann ætti ekki að hjóla í hálku. Það hafði jú fryst yfir nóttina.
“Hvað á ég að gera? Á ég að fara núna á heilsugæslustöðina? Ég þarf að vita þetta með blóðgreininguna. Ég þarf. Jafnvel þótt að… gildra? Heyrirðu hvernig þú hugsar? Þetta er heilsugæslustöðin. Þeir geta ekkert gert mér. Þú ert örugglega bara ímyndunarveikur. Rétt eins og restin af ættinni.”
Víðir hugsaði málið fram og til baka. Hann hjólaði upp að húsinu sínu og opnaði dyrnar smávegis, rétt nógu mikið til þess að smeygja pokanum með vörunum inn og upp á skóstæðuna.
-”Ert þetta þú Heiðar? Hvað sagði hann um… ó. Þetta ert þú.”
-”Gaman að sjá þig sömuleiðis.”
-”Afhverju kemur þú ekki inn?”
-”Ég ætlaði að athuga með það hvernig Sævari gengur að gera við grindverkið.”
-”Sævar? Var það ekki Bjarni vinur þinn sem að ákvað að reyna fyrir sér sleggjukast og… mistakast?”
-”Nei. Það var hann Sævar.”
-”Nú jæja. Er hann vakandi svona snemma?”
-”Já og alveg örugglega að gera við grindverkið sitt eins og ég sagði.”
-”Okei. Skemmtu þér. Ekki láta hann fá þig til þess að gera neitt skondið. Eins furðulegur og faðir hans er þá má ætla að hann sé…”
-”Harpa. Ekki fara á taugum” greip Víðir fram í og bætti síðan við: “Heyrðu já. Hvert fóruð þið Heiðar?”
-”Ég… ég tala við þig aftur þegar að þú kemur heim? Farðu bara. Komdu samt heim í hádegismat ef þú getur. Þú getur ekki væflast út um allann bæ og lifað á vinum þínum.”
-”Í síðasta skipti Harpa. Reimar BAUÐ mér í mat.”
-”Æi það er ekki talandi við þig. Ég gæti alveg eins talað við fólk frá Timbúktú.”
-”Furðulegt svar en gilt þó.” sagði Víðir og lokaði hurðinni.
Víðir tók af stað frá húsinu sínu og stefndi á heilsugæsluna. “Ég þarf að vita þetta líka.”
Víðir læsti hjólinu sínu við suðurinnganginn og gekk rakleitt inn. “Hvern fjandann ertu að gera?” Hjartað hamaðist í brjósti hans. Enginn var sjáanlegur þarna. Enginn var að bíða. “Laugardagur? Virkilega? Ég hélt að núna yrði hér stofan troðin af fólki sem hefur asnast til þess að fótbrjóta sig eða eitthvað álíka eftir drykkjuskap gærkvöldsins?” Viðkunnaleg afgreiðsludama sat við þjónustuborðið og var að leysa krossgátu. Hún leit upp til hans og færði ljósgult hárið frá augunum. “Áttu pantaðan tíma eða ætlar þú að taka númer?”
-”Uhh… já hæ. Ég er hér útaf… umm… blóðgreiningu?” sagði Víðir svo hikandi að þetta hjómaði næstum því eins og spurning.
-”Ahhh já.” sagði maður sem sat við borðtölvu inn við hægri enda herbergisins sem sást í gegnum gler þjónustuborðsins.
Hjartað í Víði tók kipp. Hann kannaðist nokkuð við röddina en ekki við manninn.
-”Ásta, vísaðu honum hingað inn.”
Hún stóð upp og opnaði hurðina sem var henni á hægri hönd. Hún hleypti honum inn og benti honum á að ganga til mannsins. Maðurinn benti honum á að setjast á móti sér við hinn enda skrifborðsins sem tölvan hvíldi á.
-”Jæja. Þú ert sá sem vildir fá blóðgreininguna. Þú gerðir hana leynilega sé ég.”
Víðir horfði á manninn sem læsti fingrunum saman eins og hinn stereótýpíski bankastjóri. Hann kannaðist ekki lengur við röddina.
-”J-jú. Er nokkuð eitthvað merkilegt eða athyglisvert s-sem kom út úr þessu?”
-”Já væni minn. Það kom nokkuð áhugavert út úr blóðgreiningunni og það gæti ekki komið sér vel fyrir þig?”
-”Ha?!?” sagði Víðir snöggt og náði að láta röddina titra á þessu stutta orði. Víðir kreppti hnefana stutt og hugsaði með sér: “Hvaða arfgenga sjúkdóm ætli ég sé með? Var Olga kannski líka geðsjúk eins og Erla? Ætli Olga hafi dáið úr því? Ætli ég sé með það sama?”
Maðurinn klóraði sér laust í nefinu og hallaði sér örlítið fram á borðið og sagði: “Það er ekki nægjanlegt járnmagn í blóðinu þínu.”
-”Hva-hvað segiru. E-er það allt of sumt?”
-”Allt of sumt? Þó það sé ekki hættulega mikið undir lágmarki þá ætti að huga að því. Þetta gæti verið ósköp eðlileg sveifla, þú ert nú einu sinni unglingur og guð má vita hvað unglingar nú til dags borða og gera við sína heilsu, en ég ætla samt að gefa þér járn í æð.”
Víðir hrukkaði ennið og spurði með ákafa: “Er þá enginn sjúkdómur sem kom í ljós eða eitthvað svoleiðis?”
-”Vinur minn. Nú ert þú eitthvað að misskilja. DNA greining sker betur úr um það. Þú færð ekki þær niðurstöður í gegnum blóðgreiningu.”
Víðir stífnaði smá og hugsaði: “Fáviti, fáviti, fáviti! Auðvitað er þetta í DNA greiningunni. Hvernig datt þér þetta í hug?”
-”En ef þú hefur áhuga, þá get ég nálgast DNA greininguna þína í gagnagrunninum.”
-”Já! Já takk meina ég.”
-”Allt í lagi” sagði maðurinn og fiktaði í lyklaborðinu. “Hér er það. Ekki neitt til þess að óttast. Þú ert með hin svokölluðu veiku gen, en þau eru ekki þannig samsett að þau valdi trafala. Það þýðir að það eru geðvandamál í ættinni en það mun líklega aldrei rísa upp á yfirborðið hjá þér.”
Víðir andvarpaði og seig niður í stólinn. Honum varð síðan að orði: “Bíddu, er hægt að gefa járn í æð?”
-”Hvor hérna inni er læknirinn?” spurði maðurinn og brosti kuldalega.

Víðir tók hjólið úr lás og lagði af stað heim. Hann kveinkaði sér. Hann fann fyrir náladofa og verkjaði í handleggin. “Hvern grunaði að til væru nálar svo stórar?” Víðir gat ekki hætt að hugsa um hversu óþægilegt þetta hafði verið. Það var eitthvað við manninn. Drafandi röddin, hvernig hann hreyfði hausinn, hvernig hann bar sig. Röddin. “Getur verið að þetta hafi verið…” hugsaði Víðir í sömu andrá og hann rann til í hlákunni. Tíminn leið ógnarhægt á meðan jörðin kom upp á móti honum og tók hann föstu taki. Hann lenti á vinstri öxl og skall síðan með hausinn í kantsteininn við gatnamót Hreppsvegar og Vallargils. Honum sortnaði fyrir augun og hann dróg andann í stuttum sogum. “… herra Grádal?”

Inn í herbergið kom maður í slitnum leðurjakka. “Herra?”
-”Já?”
-”Náðum við honum?” spurði maðurinn hikandi.
-”Við?!? Þú lést hann sleppa og ég hef ekki marga kosti í framhaldi þessa… atviks,” sagði Grádal hastur en bætti síðan við drafandi og smurðri röddu “…en ég náði til hans. Hann veit það ekki enn, en ég náði til hans.”

Endir fyrri parts kafla 2.