Svoldið í styttra lagi í dag.
14. kafli
Ég held að ég gæti hafi dottað á leiðinni heim, við vorum í það minnsta skyndilega fyrir framan húsið mitt.
Nathan drap á bílnum og fór út og opnaði hurðina fyrir mér.
-Getur þú staðið? spurði Nathan og rétti mér höndina á sér.
Ég kinkaði kolli en tók samt sem áður í höndina og stóð upp. Heimurinn flaug af stað og þegar hann hafði róast aftur stóð ég þétt upp við Nathan. Ég tók eftir því þá að hann var nánast höfðinu hærri en ég.
-Já, nei ég held ekki að þú sért að fara að ganga langt, sagði Nathan.
Skyndilega lyfti hann mér upp af gangstéttinni og hélt mér örugglega í fanginu á sér. Ég fann hvernig mér hitnaði í framan og hjartað sló hraðar.
-Nathan, hvað ertu að gera? Settu mig niður!
-Þú, góða mín, ert ekki í neinu ástandi til þess að segja mér til verka, sagði hann og lokaði bílhurðinni með olnboganum og gekk af stað.
Ég þakkaði fyrir það að enginn gæti séð okkur hérna í myrkrinu.
-Ertu með lykla? spurði hann þegar við komum að útidyrahurðinni heima hjá mér. Ég rétti honum lyklana sem ég hafði fiskað upp í bílnum áðan. Meðan hann opnaði hurðina reyndi ég að muna hvort ég hafði tekið til inni hjá mér nýlega.
Húsið var svart þegar Nathan opnaði og það kom augnabliks ótti þar sem ég var hrædd um að Grímur kæmi út úr myrkrinu. Nathan fann ljósrofann og ljósið kom sem himnasending sem sendi alla skugga og dimmar hugsanir á braut. Nathan lagði mig í sófann, lokaði hurðinni og leit í kringum sig. Mig langaði helst að leggjast bara niður og fá mér smá lúr, bara augnablik.
Ég vaknaði við að Nathan var að bera mig upp stigann.
-Herbergið þitt er hérna uppi, ekki satt?
-Já, umlaði ég og barðist við að halda augunum opnum.
Hann bar mig inn til mín og ég var bara of þreytt til þess að hafa áhyggjur af draslinu inni hjá mér.
Hann lagði mig á rúmmið og settist svo á rúmstokkinn, ég saknaði hlýjunnar hans strax.
-Viltu kannski skipta um föt? spurði hann.
Ég var ennþá í drulluskítugum fötunum síðan í hruninu, þótt ég hefði verið í hræðilegum spítalaslopp í millitíðinni.
Ég sagði eitthvað sem ég man ekki alveg hvað var lengur og Nathan fann náttföt handa mér. Svo fór hann út á meðan ég barðist við að komast úr og í hreinu og mjúku náttfötin. Ég þyrfti að fara í sturtu við tækifæri.
Nathan kom aftur inn með vatnskönnu, glas og ávexti og lagði það á náttborðið hjá mér. Hann helti köldu vatni í glas og rétti mér.
-Þú verður að vera dugleg að drekka, sagði hann. Ég tæmdi glasið en vildi ekkert meira og hann leyfði mér að falla á koddann. Nathan breiddi sængina yfir mig, eins og ég væri 5 ára, beygði sig svo niður og kyssti mig létt á ennið.
Eða ég var nokkuð viss um það…mig gæti samt hafa dreymt það, þessi nótt var heldur óskýr.
Ég sofnaði áður en ég vissi af og gerði mér bara grein fyrir því þegar Nathan vakti mig.
-Elísabet, vaknaðu.
-Hvað? spurði ég rugluð.
-Þú þarft að vakna reglulega, manstu?
Ég röflaði eitthvað um 5 mínútur í viðbót.
-Þetta tekur bara nokkra stund, sagði Nathan og rétti mér vatnsglas sem gerði það að verkum að ég neyddist til að setjast upp. Reyndu að drekka úr glasi liggjandi!
-Hvað þarf ég að gera? spurði ég krumpuð.
-Bara svara nokkrum spurningum, sagði Nathan og ég andvarpaði, ég var alltaf að svara þessum spurningum í dag.
-Hvað heitir þú fullu nafni? spurði Nathan.
-Hvernig vissir þú að ég hefði verið í vandræðum? spurði ég á móti.
Nathan gaf mér illt augnaráð.
-Hvað heitir þú fullu nafni?
-Elísabet María Ásudóttir, hvernig fannstu mig?
Nathan settist á skrifborðsstólinn minn og rúllaði sér nær rúminu.
-Ég sagði þér að ég væri góður í því að finna fólk, sagði hann og yppti öxlum.
-En þú ert ekki blóðhundur, þú getur ekki elt mig á lyktinni, hvað þá vitað að ég væri í hættu.
Nathan ansaði engu.
-Nathan, ég veit að þú hefur einhvern hæfileika á borð við mig, þú sagðir það sjálfur!
Öll þreyta var horfin frá mér núna, ég var glaðvakandi.
Nathan hikaði en leit svo upp til mín, græn augun virtust svört í myrkrinu.
-Rétt eins og þú sérð anda, þá sé ég hluti, brot, sýnir, hluti sem eiga ekki að vera hérna.
-Hvað sérðu? spurði ég.
-Framtíðina, sagði Nathan og leit undan. –Brot úr framtíð, stundum get ég fundið fólk ef ég einbeiti mér að einhverju sem það á.
-Og fannstu mig þannig?
Nathan kinkaði kolli. –Ég sá þig og Grím þar sem hann réðst á þig. Ég vissi ekki hve langt þetta væri í framtíðina svo að ég lagði af stað heim til þín.
-Hvenær var þetta? spurði ég.
-Rétt upp úr 7, sagði hann. Nathan hafði þá ekki fengið mikinn fyrirvara.
-Það var enginn hérna heima hjá þér en ég varð var við útkall og ákvað að athuga það. Viti menn, ég rakst á Grím sem lét sig nú bara hverfa og þá var ég viss um að þú værir þarna.
-Það er ekkert annað, sagði ég og leit á hann. –Ég vissi ekki einu sinni að það væri til öðruvísi hæfileikar en að sjá anda, þar sem ég og Alísa sjáum það sama.
-Já þú hefur minnst á þessa Alísu áður, er þetta vinkona þín? spurði Nathan.
-Já, við höfum þekkst síðan við vorum litlar, þótt sambandið var ekki upp á sitt besta á tímabili.
-Það hlýtur að hafa verið þægilega að hafa einhvern sem gat séð það sama, sagði Nathan sem fékk mig til að horfa gætilega á hann.
Ljóst hárið féll niður í augun á honum þar sem hann leit í kringum herbergið mitt. Hann virtist vera svo rosalega örugg og sjálfstæð manneskja en það komu augnablik eins og þessi þar sem hann reif hjartað úr manni og hann virtist standa einn á móti heiminum.
Það var rétt, það hefði verið hræðilegt ef ég hefði aldrei kynnst Alísu og hefði setið ein með þessa vitneskju, eða brjálæði.
-Hvenær komstu eiginlega að því að þú værir ekki eins og allir aðrir? spurði ég.
–Ég sjálf hef verið með þetta síðan ég man eftir mér.
Nathan leit út um gluggann út í stjörnulausa nóttina. –Ég fékk fyrstu sýnina mína þegar ég var 9 ára…og ég gat ekkert gert til þess að breyta henni.
Mér líkaði ekki vel við það hvernig andrúmslofið varð þyngra. –Hvað gerðist?
Ég leit í augun á honum og sá hvernig hann horfði á mig en samt ekki, meira í gegnum mig eins og hann sæi alveg fyrir sér það sem hann var að tala um.
-Þetta var bílslys, ég sá það gerast nokkrar mínútur fram í tímann og svo stuttu seinna á götunni á móti mér, það létust fjórir, sagði hann.
Ég þagði nokkra stund ekki viss hvað ég ætti að segja. –Mér þykir fyrir því.
Nathan gaf mér ósannfærandi bros. –Jafnvel í dag hefði ég ekki getað breytt þessu.
Ég byrjaði að naga á mér neglurnar, ávani sem ég geri stundum þegar ég er óákveðin frekar en stressuð.
-Getur þú breytt því sem þú sérð? spurði ég loks.
Nathan kinkaði kolli hægt. –Stundum, sjaldan. Ef ég fæ sýnina nógu snemma, ef ég veit um hvað hún snýst og hvað ég get gert til að breyta henni, en það er í minni hluta.
-Sérðu alltaf eitthvað eins og slys og þannig slæma atburði? spurði ég.
-Nei, stundum sé ég jafn lítilfjörlega hluti eins og þig að fara að sofa, sem er akkúrat það sem þú ættir að vera að gera núna, sagði hann og ýtti mér niður á koddann með glotti.
Ég vissi að hann hafði rétt fyrir sér þar sem ég var þreytt í líkama og sál en þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði heyrt svona mikið um Nathan. Ég vildi vita meira.
-En.., sagði ég.
-Ekkert en, sagði hann og byrjaði að ganga út úr herberginu. –Farðu að sofa.
Ég krosslagði hendurnar með fýlusvip þegar hann lokaði hurðinni en vissi að hann hefði rétt fyrir sér svo að ég lagðist á hliðina og sofnaði brátt.
Ég vaknaði ekki aftur fyrr en móðir mín kom heim snemma undir morgun, sem þýddi að ég hafði neitað að vakna aftur eða það að Nathan hafði sofnað á verðinum.
-Elísabet, hvernig hefur þú það?
Ég settist upp og fann að mér leið alls ekki jafn illa og í gær, já ég var enn með þungan hausverk og aum hér og þar en ekkert alvarlegt.
-Ég er alveg í ágætu standi, sagði ég.
Ég sá hvernig mamma andaði léttar.
-Gott, fáðu þér eitthvað að borða, ég þarf að leggja mig svo er ég að fara í flugið klukkan þrjú. Getur þú ekki bara verið hjá Emelíu þessa helgina? Mér líður betur ef þú ert ekki ein heima þegar þú varst að meiða þig svona, sagði hún.
-Jú jú ég get alveg gert það, sagði ég. Eitthvað sagði mér samt að ég myndi ekki hafa tíma til að vera að dúlla mér með Emelíu þessa helgina.
Mamam fór að leggja sig eftir langa næturvakt og ég ákvað að rölta niður í eldhús.
Hvað skyldi hafa orðið um Nathan?
Skyndilega hringdi síminn minn og ég fann hann í skítugri kápunni minni sem lá á sófanum inn í stofu. Ég mundi þurfa að skella þvott í eina illa lyktandi þvottavél.
-Halló? svaraði ég.
-Beta? Þetta er Nathan, ég þurfti að skreppa niður á lögreglustöð og mig grunaði að móður þinni fyndist það undarlegt ef ég væri heima hjá ykkur þegar hún kæmi.
-Satt, sagði ég.
-Hvernig hefur þú það annars?
-Ég er betri, svaraði ég.
-Gott, gott, heyrðu ég ætla svo að kíkja niður á skjalasafn og gá hvort að ég geti fundið einhverjar upplýsingar um hann Grím okkar.
-Heh, gangi þér vel.
-Ég þakka, sagði Nathan með álíka miklu magni af kaldhæni í röddinni.
Ég gekk að ískápnum og opnaði hann í leit af einhverju sem mig langaði í. Ekkert.
-Hvenær fer móðir þín á ráðstefnuna? spurði Nathan.
-Hún fer í flug klukkan 3, sagði ég með athyglina meira á innihaldi skápsins sem ég var að opna frekar en símtalinu. Ég sver að við áttum þetta ennþá…
-Ég renn við hjá þér þá, hringdu strax í mig ef þú finnur fyrir einhverju undarlegu, allt í lagi?
Ha ha! Ég dró Coco Puffs pakkann sigri hrósandi út úr skápnum.
-Elísabet?
-Ha, já? sagði ég og lagði Coco Puffs pakkann á borðið.
-Ætlarðu að hringja í mig ef eitthvað gerist?
-Já, já ég geri það, sagði ég og byrjaði að hella morgunkorninu í skál.
Nathan hló á hinum endanum.
-Hvað? spurði ég.
-Er Coco Puffs semsagt miklu mikilvægara en að hlusta á mig?
-Ha? Hvernig..?
-Sé þig klukkan þrjú, sagði Nathan og skellti á.
Ég var farin að halda því fram að Nathan hafði verið að ljúga að mér, hann les örugglega frekar hugsanir en sér framtíðina.
Ég settist við eldhúsborðið með yndislega skál mína af súkkulaðikenndu morgunkorni og sá að þar lá bréf til mín úr póstinum. Pottþétt bara bankinn eða eitthvað, maður fékk aldrei neitt skemmtilegt í pósti lengur.
Ég opnaði á bréfið og missti skeiðina næstum á gólfið.
Víst ég kemst ekki að þér þá þurfum við að taka upp gamlan leik aftur.
Skila kveðju til vina þinna.
Ég leit upp til að gá hvort hann væri hérna en sá hann hvergi og þegar ég leit aftur á bréfið var fallega handskriftin horfin, bréfið var tómt. Mér kólnaði allri, ætlaði hann að ráðast aftur á Alísu eða kannski Emelíu?
Hvað átti ég að gera?
kveðja Ameza