Ég horfði yggld á Gerði. Gat hún ekki skilið að ég þurfti að fara?, mig langar bara ekki vera hérna lengur. Ég vil vera hluti af einhverju ævintýri. Ég get ekki bara verið hérna allt mitt líf.
,,Gerður ég er að fara!, mér er alverg sama þó að þú segjir Kareni og pabba frá þessu, ég fer og það er útrætt!‘‘ sagði ég reið ,,Jaa, það er greinilegt að ég geti alls ekki látið skipta um skoðun‘‘ sagði hún og dæsti. Ég labbaði af stað, ég þurfti að ná flugi. Reykjavík hafði beðið í sextán ár. Hún fengi ekki að bíða lengur. Gerður hljóp á eftir mér ,,ókei, ég kem með þér. En bara þangað til að þú ert búin að finna þér einhvern stað til að gista á‘‘ Ég brosti ,,ég vissi að þú myndir ekki láta mig fara ein‘‘.
Ég horfði á tæran dökkan himininn, við löbbuðum af stað. Ég væri að ljúga ef að ég segði að samviskan nagaði mig ekki, hún gerði það svo sannarlega.
Við löbbuðum hröðum skrefum að rútunni sem átti svo að fara með okkur á flugvöllin, á vit ævintýranna.
,,2300 krónur‘‘ sagði gamall maður með grátt reitulegt skegg. Ég borgaði honum í smámint og Gerður kom á eftir mér. Við löbbuðum aftast í rútuna. Önnur okkar að farast úr áhyggjum en hin með stórt glott á vörunum, og hugsaði ekkert um afleiðingar. Loksins fórum við suður. ,,Við getum enn hætt við, þú veist að þetta er brjálæði‘‘ sagði Gerður áhyggjufull. ,,Nei, það getum við ekki‘‘ ég fann að rútuna fór hljóðlega af stað.
Gerður þagði allan tíman, þorði ekki að segja neitt. Ég leit á klukkuna, hún var hálf ellefu, við áttum svona hálftíma eftir. ,,Þú ert ekki einu sinni með nein föt með þér Sigga!‘‘ Gerður horfði hissa á mig, það var greinilegt að hún var að taka eftir því núna, ég yppti bara öxlum og leit útum gluggan.
,,Pabbi á eftir að drepa mig‘‘ heyrði ég Gerði muldra með sjálfri sér. Ég sofnaði og vaknaði ekki fyrr en rútan stoppaði, ég þurfti minn svefn, ég hafði bara sofið tvo klukkutíma. Ég hafði andvaka.
Ég og Gerður löbbuðum rólega að litla flugvellinum sem var næst litla plássinu sem ég, Karen og Pabbi bjuggum. Reyndar hafði ég búið með mömmu og pabba áður en mamma lést úr brjóstakrabbameini. Ég skildi aldrei afhverju pabbi fékk sér nýja konu svo stutt eftir að móðir mín dó. Ég held ég skilji það núna. Það var eitthvað tómarúm sem beið eftir að verða fyllt. Hann tók fyrsta tækifærið sem gafst til að fylla upp í þetta tómarúm. Afhverju fékk ég ekki það tækifæri?, að fá eitthvað- eitthvern til að fylla uppí tómarúmið sem móðir mín skildi eftir sig?, afhverju fékk ég ekki eitthvern til að minnka sársaukan, sökknuðin?. Kannski hefði ég þurft að fá bara pabba minn. En hann var auðvitað alltaf svo upptekin í vinnunni. Þannig það var bara ég og Karen. Kannski hefði mér líkað við Kareni ef hún hefði ekki verið að vorkenna mér svona!, það var alltaf svona augnaráð sem sagði bara; greyið litla að missa móður sína aðeins ellefu ára. Það fer óendanlega í taugarnar á mér.
,,Plís Sigga!, reyndu að minnsta kosti að hugsa um afleiðingarnar!‘‘ bað Gerður. ,,Nei‘‘ sagði ég og labbaði að afgreiðsluborðinu. Ung ljóshærð stelpa brosti til hennar. ,,Umm… Ég þarf eitt flug til Reykjavíkur‘‘ sagði ég og titraði öll. Ljóshærða stelpan horfði rannsakandi á mig meðan hún skrifaði eitthvað inní tölvuna sem var beinnt á móti henni ,,Svo hvenær á ég að bóka þig til að koma hingað aftur‘‘ spurði hún mjúklega ,,umm… aldrei‘‘ svaraði ég henni heldur kvasst ,,má ég spurja afhverju?‘‘ spurði unga stúlkan hissa. Ég hristi hausinn. Gerður keypti sér líka miða og horfði hneyksluð á mig að ég væri virkilega að gera þetta!. Við þurftum ekkert að bíða í neinum röðum, það voru örfáar hræður á litla flugvellinum. Þótt að flugvöllurinn var auðvitað eins og flestir flugvellir, reyndar frekar minni þá fékk ég hrikalega innilokunarkennd og fannst allt þrengja að mér. Gerður sagði heldur fátt á meðan við biðum eftir að fá að fara í flugvélina- stundum leit hún á mig með fyrirlítningaraugnaráði.
Ég labbaði hljóðlega inní pínulitla flugvélina, engin röð auðvitað. Við settumst frekar framanlega. ,,Komdu Sigga, þú ert ekki að fara að gera þetta! Þetta er eintóm vitleysa‘‘ sagði Gerður og virtist ætla að gera eina tilraun áður en hún gæfist upp- leyfði mér að gera mistök. Ég hristi hausinn harkalega og horfði útum gluggan. Það voru bara nokkrar mínútur í að ég færi í loftið. Ég var með fiðring í maganum og nuddaði ljósblá augun, ég sofnaði eiginlega strax og flugvélin fór í loftið.
,,Sigga‘‘ hvíslaði lá rödd Gerðu. Ég opnaði augun. ,,Hvað gerum við þegar við komum til Reykjavíkur?‘‘ Ég hugsaði mig um, satt að segja hafði ég í raun ekki hugsað um það. Ég hugsaði stutta stund ,,Við förum að leita að íbúð á morgun. Förum bara á flughótelið í nótt‘‘ svaraði ég Gerði traustvekjandi. Hún virtist róast ögn. Ég starði útum gluggan. Það tók ekki langan tíma að fljúga til Reykjavíkur frá litla plássinu okkar. Við nálguðums flugvöllin hratt- allt of hratt.
Gerður hélt um eyrun, greynilega með hellu. Ég fékk sem betur fer enga hellu. Það hefði ég ekki þolað- öskrað, ég var með dúndrandi hausverk. Við lentum hljóðlega á flugvellinum í Reykjavík.
Gerður opnaði hliðartöskuna sína, tók upp lítið ljósblátt peningaveski og horfði döpur á það ,,Ég er með fimmþúsundkall og svo eitthvað klink‘‘ Gerður leit á mig með fyrirlítningar-augnaráði. Ég kinkaði kolli. Sjálf var ég með fimmþúsund og nokkra þúsundkalla og klink- ekki meira. Við vorum ekki með neinn farangur þannig við þurftum ekkert að koma við inni- löbbuðum bara beint að flughótelinu. Þó að ég væri komin til höfuðborgarinnar, Reykjavíkur fann ég enga spennu, engin fiðrildi lengur. Ég hafði svo oft ímyndað mér þessa stund. Í draumum mínum var alltaf einhver bjarmi yfir þessu öllu, eitthvað allt svo æðislegt. Þetta var ekki svoleiðis. Þetta var allt öðruvísi. Veðrið var grámyglulegt á þessu ágústkvöldi, hvasst rokið gerði ekki veðrið neitt skemmitlegra. Gerður hafði ekki verið í draumum mínum, ég hafði farið ein af stað. Stolt yfir því að vera að gera eitthvað svona róttækt alein. Gerður vildi koma með mér og hjálpa mér að koma mér fyrir. Ég get ekki sagt að ég sé leið yfir því að hún hafi ákveðið að koma með mér, hjálpa mér. Ég er hálffegin að þurfa ekki að standa í einhverju svona ein. Við löbbuðum hljóðar inn um rennihurðarnar á flughótelinu. Lágvaxin, frekar feitlagin miðaldra kona var við afgreiðsluborðið og spurði brosandi hvað svona ungar dömur væru að gera hérna- aleinar klukkan tólf að nóttu til.
,,Ja við erum nú bara að leita að gistingu‘‘ sagði ég hljómlaust og brosti þvinguðu brosi. Hún veitti þvinguðu brosi mínu enga athygli og spurði fyrir hvað margar nætur. ,,Ja… bara eina‘‘ sagði ég og leit ekki einu sinni á hana, hún var í raun sóun á tíma með öllu þessum þögnum sem hafði verið á milli okkar í þessu stutta samtali- ef mætti kalla samtal yfir höfuð. Þetta var ekki dýrt, eitt herbergi, tvö rúm á aðeins sirka fimmþúsund.
Við löbbuðum inn í lítið herbergi; tvö rúm, skrifborð, sófi og eitt sjónvarp. Flugfélagið var greinilega ekki að tíma að gera einhverjar stórar endurbætur á þessu litla dauflega herbergi. Það var kannski skiljanlegt ef fólk hugsaði um efnahagshag landsins. Ég lagðist úrvinda á rúmið og sá útundan mér að Gerður gerði það sama. Ég heyrði hroturnar í henni eftir fáeinar mínútur. Ég hélt að ég myndi sofna strax, enda orðin virkilega þreytt. Mér skjátlaðist. Ég gat alls ekki sofnað. Ég lá andvaka í smá tíma og hlustaði á vindinn berja á gluggan. Ég hafði allt of mikið að hugsa, hvað ég skildi taka til braðs á morgun, hvernig viðbrögð föður míns myndu verða. Ég hugsaði eiginlega ekkert um viðbrögð Karenar. Mér var líklega nákvæmlega sama um hvað henni myndi finnast.
Ég sofnaði ekki fyrr en í dögun. Ég svaf ótrúlega illa. Dreymdi illa- þó að ég muni ekki hvað mig dreymdi nákvæmlega. En eitt man þó, draumurinn var ekki þægilegur- eitthvað sem ég var hrædd við. Gerður vakti mig eitthvað um hádegið. ,,Sigga, þú verður að vakna‘‘ sagði hún blíðlega, ég undraðist hvað röddin var yfirveguð miðað við aðstæðurnar. Gerður var dökkhærð, græneygð og lágvaxin. Dóttir séra Benjamíns sem var presturinn í litla þorpinu okkar. Sá um öll brúðkaup, skírnir og fermingar. Gerður var yngsta barnið af sjö börnum séra Benjamíns og Pálínar prestfrúar. Dálítið ofdekruð finnst mér. Presturinn var líka frekar auðugur. Hver var ég?. Ég var bara hin venjulega Sigga- eða oftast venjuleg. Ég er með kastaníubrúnt hár. Ókei, það er rautt. Eldrautt, slétt og nær niður fyrir mitt bak. Augun mín eru græn eins og Gerðar. Risastór og með mikið bil á milli gera mig svoldið álfalega. Yfirbragð eitthvað sem er ekki menskt. Þunnar, eldrauðar varirnar brosa dularfullt og langir fingurnir verða til þess að ég fái ja… nornalegt útlit. Mig langar til að ljúga og segja að ég sé ósköpvenjuleg Sigga, en ég er það ekki. Ég er bæði lúmsk og get oft verið illgjörn ef mig langar til. Stundum hefur það gerst að ef ég óska mér eitthvers mjög mikið þá hefur það gerst. Einkum ef ég óska einhverjum ills. Ég er ekki stolt af þeim hæfileika (þetta er alls ekki hæfileiki en ég finn ekkert annað orð).
Eftir að við höfðum klárað að borða góðan hádegisverð löbbuðum við að niðurníddu strætóskílinu. Ég hneppti betur að mér þunnri peysunni. Ég var illa klædd. Auðvitað var hún Gerður ágætlega vel klædd; Fallegri prjónapeysu, víðum gallabuxum. Ég hins vegar var í þunnri renndi hettupeysu og þröngum gallabuxum. Vindurinn smaug í gegnum þunna peysuna og mér rann kalt milli skinns og hörunds. Við þurftum ekki að bíða nema í örfáar mínútur eftir strætóinum sem átti að fara með okkur niður í miðbæ. Gerður hafði séð um morgunin í fréttablaðinu að það var verið að auglýsa pínutlitla kjallaríbúð gegn vægri leigu. Ég hafði hugsað mér að fara að vinna- strax. Gerður vissi ekki fyrir sitt litla líf hvað hún ætti að gera, þegar við kæmum. Strætóferðin var skemmtileg. Ég og Gerður hlógum og fífluðust alla leiðina. Það kom mér á óvart að við gætum verið svona glaðar. Sérstaklega Gerður. Áður en við lögðum af stað í strætóskílið virtist henni ekki hlátur í huga. Þegar við komum að Vatnsstíg byrjaði að rigna- aftur. Dökk skýin drógust yfir miðborg Reykjavíkur. Það var byrjð að rigna droparnir féllu hraðar og hraðar og áður en ég og Gerður gátum svo mikið sem snúið okkur við var byrjað að helli rigna.
Við löbbuðum hröðum skrefum að Vatnsstíg 24. Illa hirt húsið var ekki uppörvandi og ég dæsti. Við löbbuðum inní andyrið. ,,Góðan daginn!, eru þið að koma til að athuga með kjallaraíbúðina?‘‘ spurði svarthærður unglingstrákur og brosti breitt til okkar. ,,Já‘‘ sagði ég stuttlega og endurgalt brosið. Hann bennti okkur að fylgja sér niður hrörlegan stiga. Ég og Gerður fylgdum fast á eftir.
Við litumst um. Þetta var nú ekki beint lúxus. Ekki að ég hafi búist við eða eitthvað. Þetta var lítil íbúð. Eitt lítið herbergi. Frekar nýleg eldhúsinnrétting, fallegt látlaust parket og nýmálaðir veggir. Kannski var þetta nú ekkert svo slæmt. ,,Hver er leigan?‘‘ spurði Gerður forvitin. ,,Ja, ef þið eruð að pæla í þessari íbúð í alvöru þá mynduð þið fá einn prufumánuð áður en þið borgið eitthvað‘‘ sagði strákurinn rólega og brosti skakkt. Ég nennti ekki að brosa, var ekki í stuði fyrir neinar kurteisir. ,,Já, ég held að við tökum þetta‘‘ sagði ég. ,,Okei, til hamingju, hérna er þetta, þið getið flutt inní dag.‘‘ hann brosti hinn ánægðasti. ,,Hvað heitiru?‘‘ spurði Gerður frekar barnslega af mínu mati. ,,Ari, ég get hjálpað ykkur að koma ykkur fyrir, hjálpa ykkur að bera og svoleiðis‘‘ ,,jaa..‘‘ sagði Gerður en ég greip framí fyrir henni ,,nei, þess þarf ekki‘‘. Hann kinnkaði kolli og sagði að við gætum alltaf komið til hans ef eitthvað væri að þá gæti hann hjálpað. Gerður þakkaði honum fyrir en ég hélt áfram að renna augun hægt í gegnum íbúðina. Þetta var ekki svo slætm, alls ekki svo slæmt.