Afsaka hversu stuttur þessi kafli er.

Afsaka líka allar stafsetninga og málfræðivillur fyrirfram.

———————————


Þögn. Hvað var eiginlega í gangi?…“ég…ég..skil ekki..” Sagði Guðrún skelfd. Fannar leit á mig með áhyggjusvip. Ég forðaðist augnaráð hans og leit á útvarpið. Ég var skíthrædd. Hvað voru þeir að meina ? 2 komast út ? drepa hvort annað ? óvinir ? dauði ?…Natan sýndi gjörsamlega enga tilfinningar. Augun hans voru jafn tóm og ískápurinn minn. Saitomi var skelfd á svipinn en ákvað að brjóta þögninna. “Hvað eig..-eigum við..þú veist..hvað meinar hann?!” sagði hún og stóð upp. “Hverjir eru þetta !? ætlast þeir bara til þess að við drepum hvort annað !!!?”. “Róaðu þig Saitomi, þetta er örugglega bara eitthvað grín..”.“Grín? GRIN? hver myndi grínast með svona ? rota okkur og setja okkur eitthvert lengst úta land?!…HVAÐ ER I GANGI”. Saitomi var komin með tár í augun. Guðrún ýtti á axlirnar hennar og þvingaði henni aftur í sætið sitt. “Róaðu þig kona, reynum að hugsa þetta rökrétt, hann sagði að fólkið sem hefði valdið okkur mesta sársaukanum væri hér. Svo þeir vilja greinilega að við…við..drepum þau, eða fáum tækifæri til þess. Ef ekki, þá komumst við ekki út. En bara 2 komast út, svo hvað gerum við ? það hljóta fleiri að geta labbað í gegnum hurðinnar! JAA!!! það er lausnin ! við finnum lykil og förum öll saman út þessa hurðir!!!. Guðrún brosti aftur. Natan horfði á hana með fyrirlitningu. ”Ertu alveg soðin kona ? helduru að þeir myndu ekki reyna að koma í veg fyrir það, helduru í alvörunni að þeir myndu hafa bara hurð, þetta er eitthvað annað, ekki hurð. Annars væru allir aðrir sem hefðu komið hingað sloppið!“. ”Aðrir ? helduru að það hafi aðrir komið hingað á undan ?“. Sagði Fannar. ”Hann sagði að þegar hurðinnar lokast, lokast þær varanlega…eða þangað til að næstu koma..skiljiði?“. Þögn. Við vorum öll hrædd.

”hérna…hann sagði að það væru tólf manneskjur hér..við erum bara fimm..svo það ég legg til að við förum og finnum hina..Sammála ?..“. Saitomi leit á okkur, tárin streymdu í tíðum straumum niður kinnar hennar. Allt í lagi, sögðum við öll.

Við stigum út fyrir dyrnar. Það var orðið kalt úti. Vindurinn var mikill. Við löbbuðum í þónokkurn tíma og komum að trjáþyrpingu. Við löbbuðum inní hana. Bamm. Byssuskot heyrðist í fjarska. ”AAAAAAAAAAH“ öskraði Guðrún. Fannar greip um munninn á henni. ”Sjáiði einvhverja þarna ?“ Sagði Fannar. Bamm. Annað byssuskot. Með því fylgdi öskur. Ég kipptist við. Ég labbaði hægt aftur á bak. Ég féll um eitthvað. ”áái“. ”Sjáiði, taska!!“. Ég opnaði töskunna og ofaní henni var vatn, brauð og hnífur, stór hnífur. Natan hrifsaði af mér hnífinn. ”Ekki hreyfa ykkur! Setjið hendurnar í uppí loftið. Ég ætla að koma mér héðan, ég nenni ekki að hafa einhverja aumingja í eftirfari. Ég tek þetta!“ Sagði hann og tók töskunna. ”Natan..Þú ert bara að panicca, róaðu þig og komdu með okkur, það er einhver leið útur þessu!“. Ég stóð varlega upp. ”Látið mig í fuckin friði, það er bara ein leið útur þessu, og það er að drepa, það er að drepa eða verða drepinn, ég ætla ekki að deyja útaf ykkur“. ”Natan! Hættu þessu !! Þú ert að hræða okkur!!!“ Sagði Saitomi. Tárin voru að fara að streyma aftur. Natan byrjaði að labba hægt aftur. ”Ég er farinn, sé ykkur seinna. Eða, drep ykkur seinna“. Hann hljóp inní þyrpingunna. ”Fannar..heldur nokkuð að..að hann geri það ?..“ Sagði ég. ”Auðvitað ekki. Hann er algjör aumingi…komið, við þurfum að fara, ef þessi með byssunna er nálægt. Plús það að við erum ekki með vopn, komiði!“. Við hlupum ölll inní þyrpingunna. Saitomi stansaði. ”Bíðið, ég held…púff..ég held að við ættum að skipta liði, og hittast svo aftur í húsinu á eftir og koma með það sem við fundum ? allt í lagi ?“. ”Allt í lagi, Guðrún þu kemur með mér, Karen, farðu með Saitomi!“. Æji. Innst inni langaði mér bara að vera með Fannari, bara ein með honum..”A-allt í lagi“ Saitomi tók í höndinna á mér og dróg mig í áttina frá Guðrúnu og Fannari.

Saitomi var hætt að gráta. Við hlupum í dágóða stund þar til að við rákumst á aðra tösku. ”fjórar vatnsflöskur, Brauð og-“ Saitomi dró upp litla byssu. Hún leit á hana. ”Drífum okkur bara Saitomi, ég vil ekki vera hérna le-“ Um leið og ég sneri mér við rakst ég á eitthvað, eða ekki eitthvað, Einhvern. Ég leit upp. Þetta var stór karlmaður. Og hann var með hníf sem sneri að maganum að mér. Ég táraðist. Saitomi stóð hægt upp og faldi byssuna. ”Halló. Ég heiti Karl. Ég sá ykkur áðan. Með konunni minni, Guðrúni. Hún er indæliskona, Þegar að maður hefur hömlur á henni þó, en einn á kininna virkar oftast“. Sagði hann og brosti. Ég fann hnífsoddinn ýtast við magan minn. ”Hvað viltu!?“. Sagði Saitomi. ”Ég ? ÉG ? ég vil…ég vil drepa ykkur. Já, drepa ykkur, og drepa kerlingunna mína. Og komast út. Ekkert hefur hindrað mig hingað til. Ég er þegar búinn að sjá um einn. Hann var með byssu. En ég drap hann samt. HAHA“. Ég var að deyja úr hræðslu og var farinn að skjálfa. ”Gerðu það..e-kkki, plís, ekki..drepa mig“. Sagði ég og brast í grát. ”Drepa þig, ég ætla mér nú aðeins meira fyrst. Þú ert sæt..“. Hann rann hnífnum undir bolnum og byrjaði að lyfta honum. ”Ég byrja á þér, og fer svo á-“ Hann renndi niður buxnaklaufinni.”á litlu vinkonni þinni þarna, jáá…svona, leggstu nú niður og gerðu þetta auðvelt fyrir mig“. Ég beygði mig niður. Um leið lyfti Saitomi byssunni. ”Láttu hana í friði!! ógeð!!“. Búmm, Búmm. Hún skaut nokkru sinnum. Karl datt aftur fyrir sig og ég rann á votu jörðinni beint á hann. ”Hlauptu Karen, HLAUPTU!" Sagði Saitomi.

Þetta var satt. Leikurinn var byrjaður.