Afsakið stafsetningar villur og svona :P gerði þetta í smá leiðinda kasti

Ég trúði þessu ekki fyrst. Þetta var allt svo…snúið á viðbjóðslegan hátt. Hverjum hefði dottið þetta í hug. En auðvitað var þetta bara kjörið tækifæri fyrir aðra. En ekki fyrir mig…Þetta vildi ég síst af öllu…

Ég vaknaði við rigningunna. Ég fann dropana leka niður af andlitinum á mér niður á hálsin á mér. Ég opnaði augun. Hvar var ég? Ég lagði höndina niður. Mold. Ég sast upp. Ég leit í kringum mig, og sá að það lá kona við hliðiná mér. Ég skreið að henni og ýtti laust í hana. Hún rumskaði ekki. Ég stóð upp og fann hræðilegan verk á aftanverðum hálsinum á mér og lagði höndina á mér þangað. Ah. Ég dró höndina til baka og leit á höndina á mér. Blóð. Nema það að blóðið var í laginu eins og tala. Hún sneri rangsælis, svo ég sneri höndinni ögnlítið, og leit svo á hana. Talan níu var þar, blóðið skolaðist af með dropunum sem duttu rólega en taktfast af himnum. Það var ögnbjart úti. Ég labbaði aðeins áfram og tók eftir langri girðingu meðfram trjánum. Ég gat ekki séð endan á henni en hún virtist vera ná lengra en hægt var að sjá. Konan við hliðiná henni rumskaði, ég hljóp að henni og ýtti í hana. Hún opnaði augun. Augun í henni voru skærgræn, þau minntu mig á dimman sjóinn um veturna. AAAAAAAAAhH. Konan öskraði. “róleg, róleg! ég ætla ekki að meiða þig!! ég vil bar-”.“Hvar er ég?!, Svaraðu mér!? UNGA KONA SVARAÐU MÉR!!”.“vertu róleg, ég veit ekki hvar við erum!”.“Hvað meinaru ?!, ég sit hérna í drullunni vot og þú hjálpar mér ekki upp, Drottinn”.“Fyrirgefðu, Hérna”. Ég rétti henni hönd mína og hún stóð upp. “Hvað heitiru ?”.“Ég heiti Guðrún, en þú unga dama?”. Guðrún leit út fyrir að vera um það bil fimmtug, hún var með gamaldags oddgleraugu, sem úr hékk keðja sem búin til var úr litlum hvítum perlum, Hárið hennar var bundið aftur í snúð, og í snúðnum stóðu út tveir prjónar. “Ég heiti Karen”.“Jæja, Karen, hefuru einhverja hugmynd hvar við erum ?”.“Nei..ég er meira að hugsa um hvernig ég komst hingað..”.“Við ættum að finna skjól, Þessi rigning á eftir að drepa okkur ef við stöndum bara hér”. Sagði Guðrún blíðlega.“Sjáðu! Þarna er hús, drífum okkur!”.“Öööh, allt i lagi,þarftu hjálp ?” Sagði ég og rétti út hönd.“Nei, ég er ennþá hraust, ekki hafa áhyggjur af mér, komdu bara”.

Ég hafði enga hugmynd hvað var í gangi. En ég og Guðrún ákvöðum að flýta okkur, áður en rok skall á. Á leiðinni fundum við manneskju, ungur maður. Við vöktum hann. Hann sagðist heita Fannar. Við héldum áfram.

“Jæja, Fannar, hefuru einhverja hugmynd hvað er í gangi hér ? eða hvar við erum ?”. Sagði Guðrún með sína blíðu rödd. Fannar leit undan vandræðalega. Mér fannst ég þurfa að segja eitthvað. En hvað ?. “Sjáiði girðingunna, hún heldur áfram og áfram”.“Ég tók eftir henni áðan, ég veit ekki hvað hún gerir, en hún virðist eiga að halda okkur inni útaf einhverjum ástæðum…”.“En afhverju ? hví myndi einhver vilja halda okkur hér ?”. Ég leit á Fannar. Fannar var með ljósblá augu, stutt brúnt hár, og í hvítri skyrtu. Hann var líka í gallabuxum sem minntu mig á-“Sjáið!! það er ljós þarna inni!”. Sagði Fannar glaðlega, og hljóp af stað. Við skokkuðum á eftir honum. Við stoppuðum fyrir utan hurðinna. Þetta var greinilega gamalt íbúðarhús. Tveggja hæðja, með hvítum sprungnum veggjum og blátt, ryðgað þak. Fannar bankaði. “Halló ? er einhver þarna ?…Halló ? við erum blaut og svöng..Halló ?”. Hann hélt áfram að banka. Enginn svaraði, hann tók í hurðarhúnin. Hurðin opnaðist. Hann labbaði inn. Við Guðrún löbbuðum hægt á eftir honum.“Halló ?..”.“sjáiði, það er heitt kaffi hérna, og opnar skúffur, fólkið hér virðist hafa farið í flýti..”. Sagði Guðrún. “Guðrún, kveiktu á útvarpinu þarna, sjáum hvort við náum einhverju hér”. Guðrún kveikti á útvarpinu. KSsssFFFFFKSSSSSssff. “Guðrún” Sagði ég. “sjáðu, útum gluggan”. Fannar og Guðrún komu að glugganum. “Það eru eitthverjir þarna!”. “Fannar, farðu út og kallaðu á þau!!” Sagði Guðrún frekjulega. Fannar hljóp að hurðinni. “Hér!!! HALLÓÓ, ÞIÐ ÞARNA, KOMIÐ HINGAД. Þau virtust heyra þetta og byrjuðu að hlaupa í áttinna að húsinu.

“Fannar…Fannar! þau eru með byssur!! FANNAR” öskraði ég eins hátt og ég gat. Þetta voru 2 manneskjur, karl og kona. Konan virtist vera af asískum uppruna. Þau hlupu í áttina að okkur og Fannar stóð þarna. “Ekki skjóta! við ætlum ekki að gera neitt! Farið inn stelpur, drífið ykkur..”. Þau komu nær. Konan lagði byssuna í vasann sinn og heilsaði. Karlinn, gerði það sama, en virtist ekki mjög vinsamlegur. “Halló, fyrirgefið, við ætluðum ekki að hræða ykkur með byssunum”. Sagði asíska konan rólega. “Ég heiti Saitomi, vitið hvar við erum? ég vaknaði hér, við komumst ekki út, við ertum girt inni”.“Við vöknuðum líka hér..ég veit ekki hvar við erum. Hvað heitir þú ?”. Sagði Fannar og leit á karlinn. “ Ég heiti Natan..og nei, ég veit ekki heldur hvað við erum…”. Hann leit á Mig og Guðrúni í gegnum gluggann kuldalega. “Eru þær með þér ?”. “já sama sagan hjá þeim. Segið mér, hvar fenguð þið þessar byssur?”. “Við fundum þær í kassa, og nokkur skot.”. Sagði Saitomi. Saitomi var með sítt svart hár og skærgræn augu, greinilega með linsur. Hún var í skyrtu og stuttu pilsi. Af því að dæma, hélt ég að hún væri japönsk. Ætli það ekki..“Megum við koma inn ?”. Sagði hún. “ó, auðvitað, komið innfyrir”. Sagði Fannar og brosti. Þau gengu inn, ómeðvituð um atburðinna sem voru framundann.

Nokkrar mínútur liðu og þau voru öll sest niður. Himininn var að verða dimri og vindurinn var að verða sterkari. Þau ræddu saman í smástund þangað til að….“Heyriði ? Guðrún hækkaðu í útvarpinu !”. Sagði ég. Guðrún hljóp og hækkaði í útvarpinu. “kkkkkzzzzzzzzzzkssssssskkkssssss. Halló. ksdzz. Verið Velko-kzzzzzz….á…Kzzz..Bakvið girðingunna”. “Stilltu það á hærri tíðni!”. Guðrún sneri litlum takka og útvarpið varð skýrara. “Þið eruð öll hér útaf þvi að þið hafið eitt sameiginlegt….þið hafið öll kynnst dauðanum” Við störðum öll á gamla útvarpið með svip sem erfitt var að skýra.“Leggjum það svona til orða, ef þið hefðuð tækifærið til að hefna ykkur á manneskjunni sem valdi ykkur þessum erfiðum fyrir nokkrum árum, þá gætuð þið gert það hér, án þess að lenda í vandræðum fyrir það, og með því meina ég, án þess að verði minnst á það, án þess að fara í fangelsi, án þess að finna fyrir sök. Þá hafiðið þið tækifærið hér. Þið megið gera hvað sem er. Hvað sem er” Við vorum öll farin að verða hrædd. “Það eru 12 manneskjur hér innan girðingunar, allt manneskjur sem hafa valdið, og fundið fyrir dauðanum, og tengjast ykkur. Það eru vopn víðsvegar dreift um svæðið. Og 2 lyklar. Lyklarnir ganga að hurðum, hurðum sem hleypa ykkur út af þessu svæði. Þið vitið væntanlega hvað það þýðir. Það komast aðeins 2 út. Þegar að einhver labbar í gegnum hurðinna lokast hún varanlega. Eða það er þangað til að næstu manneskjur koma hingað. Gerið ykkur til. Leikurinn er byrjaður”


2 kafli er á leiðinni :P