Ömurlegur dagur framundan, alveg eins og í gær, og daginn fyrir það, og daginn fyrir það, og svo framvegis.
Ég stíg fram í eldhús, konan býður mér ekki einu sinni góðan daginn, ég sest niður og bý mig undir að fá mér að borða, en þennan dag fékk ég skilnaðarpappíra í staðinn fyrir rúsínur með serjosinu mínu.
Ég fer aftur inn í herbergi og klæði mig í rándýru, gráu Boss jakkafötin mín og lít aðeins á mig í speglinum, ég lít hræðilega út.
Ég stíg út í kuldann og reyni að drífa mig að setjast inn í bílinn, ég ætti kannski að taka fram að þetta er sautján milljóna króna Jagúar sem ég er búinn að vera að reyna að selja síðustu vikurnar, en auðvitað kaupir enginn heilvita maður sé svona dýran bíl á þessum tímum.
Ég held leið mína í Nóatún og reyni að forðast augnsamband við aðra ökumenn og að lenda á rauðum ljósum. Þegar ég hef komist á áfangastað stíg ég út úr bílnum og dríf mig inn, ég tek kerru og tek allar nauðsynjar og hendi þeim ofan í kerruna í flýti, ég finn fyrir því að allir í búðinni eru að horfa á mig, þegar ég kem loksins að afgreiðslukassanum lít ég ekki í augun á afgreiðslukonunni, get samt séð að hún er ljóshærð, kannski dálítið ung. Á meðan ég set vörurnar í poka heyri ég allt í einu í manni hrópandi í átt til mín, ég lít upp og horfi á hann, ungur maður, kannski í kringum tuttuguogfimm ára, í ullarpeysu og brúnum buxum, hann horfir á mig með bullandi reiði í augunum ég sný mér undan og geng hratt út, allir í búðinni horfa á eftir mér. Ég sest inní bíl og sit þar kyrr í eina mínútu til þess að hugsa.
Þegar hugurinn minn hefur lent aftur kveiki ég á bílnum og keyri í burtu.
Það er ekkert sérlega skemmtilegt að vera atvinnulaus, en sem betur fer er ég með atvinnuviðtal hjá McDonalds í Skeifunni, það var eini staðurinn sem svaraði umsókninni minni.
Ég keyri í átt að Skeifunni og enn og aftur reyni ég að forðast augnsamband við aðra ökumenn og rauð ljós. Þegar að Skeifunni er komið reyni ég að leggja eins langt frá og ég get, en ekki of langt til þess að ég sé of lengi að labba þangað í allra augnsýn.
Þegar ég geng inn fyllist nefið mitt af lyktum að steiktum frönskum og rotvarnarefnum. Ég geng að skrifstofunni, eða að ég held, þetta var annaðhvort skrifstofan eða klósettið, ég banka þrisvar og heyri til míns léttis ,,Komdu inn’’
Ég stíg inn í skrifstofuna sem er ágætlega fín miðað við að þetta sé skrifstofa á skyndibitastað.
Við stórt viðarskrifborð situr frekar viðkunnanlegur maður, líklegast þrítugur.
Hann lítur til mín og brosir.
,,Góðan daginn herra Oddson’’ segir hann
,,Kallaðu mig bara Davíð’’
baldvinthormods@gmail.com