Og já, afsaka stafsetningarvillur, fór yfir en gæti farið yfir einhverjar :)
_____________________________________
„Ertu ekki að grínast?!“ Svava er ekki að reyna að leyna reiði sinni. Það gjörsamlega rýkur af henni og ég þarf bókstaflega að halda henni niðri, svo hún rjúki ekki af stað.
„Nei, og hann gat ekki einu sinni beðist afsökunar!“ ég geng fram og aftur í herberginu. Ég er samt ekki reið. Bara meira vonsvikin. „Veistu, hann er bara strákur.“
Linda horfir á mig eins og ég sé orðin brjáluð. „Er ekki allt í lagi með þig manneskja?! Þetta er ekki eðlilegt, að hann sofi hjá einhverri druslu og þú leyfir honum að komast undan!“
„Þetta skiptir ekki máli! Ég er ekki einu sinni hrifin af honum! Ég er hrifin af –“ ég stoppa fljótlega og beygi mig niður og þykist laga sokkabuxurnar.
„Ertu ekki hrifin af honum? En þú SVAFST hjá honum!“ Blákaldur veruleikinn slær framan í mig. Ég er algjörlega búin að gleyma morgninum! Hvað mun Raggi segja? Hann mun aldrei líta við mér! „Og hrifin af hverjum?! Ragga?!“ ég þarf ekki einu sinni að svara. Aulaglottið á fésinu á mér segir allt sem þarf að segja.
Við tölum eiginlega alla nóttina og endum á þeim málalokum að ég mun tala við Ragga og segja honum að ég væri hætt með Hauk. Ég veit samt ekki hvort ég mun segja honum frá því að ég hafi sofið hjá honum. Einhver lítill púki segir mér að ég þurfi að segja honum, en það er einn stór púki sem vill halda þessu fyrir sjálfan sig. Persónulega er ég hrifnari af seinni djöflinum en ég veit að þetta gæti virkilega bitið í rassgatið á mér.
Ég er virkilega vönkuð þegar ég vakna daginn eftir. Það er sjóðandi hiti inni hjá mér, og Svava sefur vært við hliðina á mér. Ég lít á klukkuna og sé að hún er rétt orðin 10. Ég lyfti sænginni af mér og rís á fætur, ég er með dúndrandi höfuðverk og ákveð að skella mér í stutta sturtu fyrst stelpan er nú sofandi hvort sem er.
Sturtan gerir sitt gagn og þegar ég opna hurðina á baðherberginu líður móðan út og ég fíla mig eins og einhver Dressman auglýsing. Svavar er ekki ennþá vöknuð þegar ég ryðst inn og tek mér til föt; svartur skokkur, hvítur bolur og leggings. Svo byrja ég að mála mig, þegar ég tek upp eye-linerinn minn horfi ég á Svövu þar sem hún liggur í rúminu og hrýtur og ógurlegur púki gerir vart við sér innra með mér. Ég tek mig til og ofurvarlega, gæði ég á hana yfirvaraskeggi sem sjálfur Hitler hefði verið stoltur af, og fyrst hún vaknaði ekki við þetta, þá skelli ég á nokkrum veiðihárum. Hún rumskar pínu við þetta og opnar augun en ég er fljót að stökkva að speglinum og einbeita mér að förðuninni. Hún tekur ekki eftir neinu óeðlilegu, heldur greiðir aðeins úr hárinu og segir með frekjusvip:
„Ég krefst matar!“ og ég legg lokahönd á verkið og svo förum við niður í eldhús. Bróðir minn situr þar og japplar á morgunkorni. Hann rétt lítur upp úr skálinni þegar hann heilsar, en þegar hann sér Svövu byrjar hann hlæja en fær heiftarlegt hóstakast. Ég stekk til hans og klappa honum á bakið og reyni að halda í mér hlátrinum. Svava veit ekki hvernig hún á að vera, heldur sléttir aðeins úr þreyttum náttfötunum og strýkur yfir hárið á sér. Svo fer hún eins og heimamanneskja og nær sér í skál og skeið og hjálpar sér af Cheerios og mjólk af borðinu. Hún sest þunglega og horfir spyrjandi á okkur systkinin. Ég ýti aðeins við Andra og segi honum þannig að segja ekkert. Þegar ég er búin að redda sjálfri mér morgunmat, sest ég við hliðina á þeim og spyr hana hvernig hún hafi sofið og önnur kurteisisheit.
Það er ekki fyrr en hún er búin að klæða sig og er að fara að bera á sig rakakrem að hún tekur eftir nýja lýti sínu. Hún horfir á mig með móðgunarsvip og skrækir pínu á mig. Hún þurrkar framan úr sér og ullar á mig. Ég hlæ bara og yppi öxlum og sest á rúmið.
„Ég veit ekkert hvað ég á að segja við Ragga. Ég svaf hjá Hauk, sem er alveg góður vinur hans!! Hvað á hann eftir að halda um mig?!“ Svava leggur niður púðurburstann og horfir hugsandi á mig. Pírirr augun svolítð og segir svo:
„Þú verður allavegana að segja honum það ef þú ert hrifin af honum. Það er örugglega ennþá verra að heyra það frá einhverjum öðrum.“ Hún hefur mikið til síns máls, en ég veit ekki hvort ég þori því. Ég er ekki rosalega góð með ræður og hvað þá tala um tilfinningar mínar. Þetta verður alveg hræðilegt og ennþá verra ef hann hafnar mér og þar með er vináttan ónýt. NEI það má ekki gerast!! Ég verð að gera eitthvað í þessu og það fljótt!
Það er mánudagur og ég er að drepast úr þreytu eftir helgina. Ekki það að ég hafi verið að djamma eitthvað mikið, heldur fór ég seint að sofa alla helgina. Var andvaka útaf þessu dæmi með Hauk og Ragga. Núna er mánudagur og ég þarf að standa móti honum og segja honum sannleikann. Vildi að ég gæti sagt honum þetta á MSN en þannig er þetta bara ekki gert.
Ég drattast fram úr rúminu og fer inná bað. Ég er með rosalega bauga og mjög föl og auk þess er mér illt í maganum. Ég lít á klukkuna og sé að ég rétt hef tíma fyrir einn stuttan kattarþvott. Ég stíg undir vatnsbununa og læt renna á andlitið á mér.
Eftir að hafa farið í gegnum venjulegu rútínuna fer ég niður í eldhús til að fá mér að borða. Mamma og pabbi sitja við borðið með Grím. Það er kveikt á útvarpinu og þau eru að hlusta á frétti. Ég næ mér í skál og fæ mér Special K og mjólk. Eins og vanalega bogra ég yfir eldhúsbekkinn á meðan ég borða, finnst ég alltaf vera í svo miklum tímaþröng á morgnana að ég hafi ekki tíma til að sitja. Mamma kvartar ætíð yfir þessu og finnst þetta sjálfsagt stressandi.
„Sestu nú niður, stelpa.“ Biður hún soldið pirruð. Hún er ekki beint morgunmanneskja eins og pabbi. Hann bara rúllar sér framúr með bros á vör. Ávallt glaður eins og Grímur. Ég kippi í liðinn með mömmu. Er ekkert sérlega skemmtileg á morgnana, allavegana á virkum dögum. En hey, ég er nú táningur!
„Bææææ, takk fyrir að skutla mér!“ kalla ég þegar ég hleyp út úr bílnum hans pabba eftir að hafa kysst hann á kinnina. Hann bauðst til að skutla mér á leiðinni í vinnuna. Ég anda djúpt áður en ég fer inn í skólann. Ég er soldið snemma á ferðinni svo það eru ekki margir komnir. Ég fer beint inn í matsalinn af gömlum vana og tjékka eftir því hvort gengið sé komið. Auðvitað er Svava ekki komin, hún er mikið fyrir að mæta of seint eða alveg á mínútunni. Ég sé Hauk og hann horfir skömmustulega á mig, en segir ekkert. Kannski ekki neitt óvenjulegt þar? Ég fæ hinsvegar smá auka hjartslag þegar ég sé að hann er að tala við einhverjar stelpur og Ragga! Ætti ég að segja honum núna? Eða bíða með það? Fuuuck þetta á ekki að vera svona erfitt! Ég kasta kveðju á fólkið og sest við hliðina á Ragga. Hann brosir og spyr mig hvernig ég hafi það.
„Ég er hress“, segi ég og brosi algjöru sólheimabrosi. „En þú? Mikið að gera um helgina?“
„Ég er soldið þreyttur. Það var eitthvað að gera á sunnudaginn, þú veist gamalt fólk að kaupa brauð og bakkelsi“ segir hann og hermir eftir gamalli konu. Ég hlæ og spyr hann hvað hann hafi síðan gert á laugardagskvöldið. Hann kveðst ekki hafa gert neitt sérstakt, en hann lítur flóttalega undan. Ég veit ekki hvernig ég á að taka því en fæ engan tíma til að pæla í því, því Svava kemur labbandi inn í salinn.
Hún er illa til höfð, alls ekki eins og hún á að sér að vera. Ég stend upp og fer til hennar og spyr hvað sé að.
„Hérna, Kári sagði mér upp!“ hún ber sig aumlega og tárast. Ég faðma hana að mér og reyni að hugtreysta hana. Inni í mér er ég mjög, mjög glöð! Mér hefur Kári aldrei átt hana skilið. Ég veit ekki hvort mér hafi tekist að kæta hana eitthvað, en í því hringir bjallan. Við göngum í áttina að heimastofunni. Mitt ástkæra móðurmál er fyrst á dagskrá. Íslenska 203 er enginn vinur minn, þó svo ég hafi gaman af efninu.
„Jæja krakkar, hverjir eru búnir að lesa blaðsíður 32-62?“ Anna Sigga horfir yfir gleraugun á bekkinn. Enginn þorir að ljúga að þessari konu. Sem betur fer er ég búin að lesa. Norræn Goðafræði er æðislegur lestur, þó svo það séu alls ekki allir sammála mér. Ég kveiki á tölvunni og finn glósurnar sem ég gerði. Anna Sigga leyfir okkur að nýta tímann til að leysa verkefni og lesa fyrir næsta tíma.
Ég ákveð hinsvegar að nýta tímann í að tala aðeins við Ragga á MSN og segja honum að ég þurfi að ræða við hann í hléinu á eftir. Hann virðist alveg sáttur með það. Ég er með Word Skjal opið og reyni að skrifa það sem ég ætla að segja. Það er svolítið erfitt því ég veit ekkert hvað hann mun segja, eða bregðast við. Ætli ég þurfi ekki bara að spila af fingrum fram? Bjallan hringir og ég hrekk við. Ég er ekki byrjuð að lesa, né byrjuð með verkefnin.
„Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að segja?“ Við Svava erum staddar inná einu af kvennaklósettunum og hún er tjasla sig til. Hún ber á sig smá maskara og púður og greiðir hárið. Hún lítur strax betur út. Hún brosir framan í spegilinn og snýr sér að mér:
„Þú veist að þú verður að segja honum þetta fyrr eða seinna.“
„Ég veit, ég veit.“ Segi ég og dæsi. „Ég er búin að reyna að plana það sem ég ætla að segja, en ekkert er að virka! Ég er ekki góður public speaker, so to speak.“
„Já, en er þá ekki bara málið að wing it, og vona það besta?“ segir hún og ýtir mér útaf klósettinu. „Drífum okkur, mig langar í súkkulaði köku! Þú notar bara hádegishléið þitt okay?“
Við förum í röðina og bíðum. Einhver hálfviti reynir að stelast inn í röðina. Svava bankar í hann og segir að það séu fleiri í röðinni en hann. Ég roðna eins og hálfviti, og skammast mín fyrir bæði mína hönd og stráksins. Þetta er ágætis strákur, ljóshærður og græneygður, stæltur og mér frábært bros. Hann fer sjálfur svolítið hjá sér. Ég banka í Svövu og segi henni að slappa aðeins af og sný mér svo að stráknum:
„Ekki hafa áhyggjur. Hún er bara smá pirr, og henni langar í köku!“ Strákurinn byrjar að hlæja og býðst til að kaupa handa henni köku, bara svona til að bæta upp fyrir dónaskapinn. Ég blikka Svövu og segi: You‘re welcome hljóðlaust og læt mig hverfa.
Ég sest við borðið með krökkunum og tek undir í samræðunum. Raggi kemur og sest hjá mér og spyr mig hvað ég vildi ræða við hann.
„Ég tala við þig í hádeginu. Okay?“ hann jánkar því og við hlæjum bæði af vitleysunni í Önnu. Hún er að segja okkur frá aldraðari ömmu sinni með tilheyrandi röddum og lýsingum. Hún er alveg drepfyndin stelpan og ég hryn næstum af stólnum mínum en Raggi grípur í mig og ég fæ auka hjartslátt og fiðring í magann. Ég þakka honum fyrir og finn að ég roðna en lít í kringum mig til að bægja athyglinni frá því. Ég sé að Haukur er að horfa á mig. Hann er sár á svipinn; hann sá víst Ragga grípa í mig. Hann heldur örugglega að það sé eitthvað á milli okkar. Ég brosi örlítið til hans og hann brosir til baka. Hann er nú alveg ágætur strákurinn, og allir geta gert mistök, en ég er bara ekki hrifin af honum. Ég vil bara að við séum vinir.
.. jæja er ennþá áhugi fyrir meiru?
Af því að mér datt ekkert annað í hug.. Bleeeee