Við sitjum á rúminu mínu og erum að horfa á mynd. Ég veitekkert hvernig ég á að vera. Þannig að ég halla mér einfaldlega upp að veggnum og held nánast niðri í mér andanum. Hann horfir bara á myndina af áhuga en ég get ekki haft hugann við myndina. Ég horfi laumulega á hann og í eitt skiptið horfumst við í augu. Mér líður einhvern veginn eins og glæpamanni. Ég glotti og held áfram að horfa á sjónvarpið. Myndin er hálfnuð og við höfum ekki svo mikið sem kysst! Þetta er bara ekki nógu gott! Allt í einu, upp úr þurru segir Haukur:
„Hey, eigum við að gera eitthvað awesome? Hmm?“ Ég jánka bara og spyr hvað. Hann er ekki lengi að hugsa og segir þessa frægu setningu: Truth or Dare?
Ég voga mér ekki að segja dare, veit svona nokkurnveginn hvað hann hafði í huga. Ég segi truth endalaust en hann dare og er örugglega að vona að ég taki af skarið. Loksins, loksins safna ég nægum kjarki til að horfa beint á hann og segja: “Dare you to kiss me!” Hann glottir og svo kemur hann nær mér. Ég loka augunum og finn varir hans snerta mínar. Ég hélt að þetta yrði bara svona mömmukoss þannig að ég dreg mig frá. Hann gerir það líka og svo þegjum við í smástund. Þá segir hann:
„Þetta gengur bara ekki!“ og það næsta sem ég veit er að hann færir sig nær og nær. Ég mæti honum á miðri leið og kyssi hann. Í þetta skiptið var þetta ekki mömmukoss, hann var djúpur og fiðrildin gerðu vart við sig í maganum á mér. Hann ýtir mér lauslega niður í rúmið. Þetta er rosalega gott en einhvern veginn stressast ég öll upp og byrja að flissa. Hann hættir og horfir á mig spurnar augum.
„Jiii, þetta er bara svo kjánlegt eitthvað!“ styn ég upp á milli hlátursrokana. Hann réttir sig við og andvarpar pínulítið ef mér misheyrðist ekki. Við kyssumst eitthvað smá og horfum á afganginn af myndinni. Ég get samt ekki annað hugsað um hvort ég sé endanlega búin að klúðra þessu. Afhverju þurfti ég að hlæja?!
Næsta dag geri ég ekki annað en að brosa. Ég endurspila kvöldið aftur og aftur í huganum. Svava getur ekki annað en tekið eftir því og vildi vita all the dirty details. Ég sagði henni sumt af því en ekki allt, en ég veit ekki afhverju; en mig langaði til að eiga þetta bara svona fyrir sjálfa mig. Svo spurði hún mig hvort við værum saman. Ég veit nú ekkert um það, mér finnst alveg ágætt að dúlla mér svona með honum en ég veit vel að ég yrði pretty pisst off ef hann byrjaði með annarri eða væri eitthvað að dúlla sér með henni. Hann er reyndar þannig gæi að hann er bara með einni. Er ég að gera einhverja bölvaða vitleysu með þessu. Hvað ef við hættum saman?! Hann er svona „original“ í vinahópnum og ég væri örugglega útskúfuð, held samt að Raggi myndi standa með mér. Við erum orðin nokkuð náin þótt við værum ekki búin að þekkjast lengi. Haukur hélt reyndar lengi að ég væri hrifin af Ragga og sjálf byrjaði ég að telja mér trú um það en einhvernveginn var ég alltaf nokkuð smitten af Hauk.
„Má bjóða þér poka?“ spyr ég og teygi mig eftir honum. Kerlingin svarar með einföldu jái og rykkir honum af mér og byrjar að raða vörunum í hann. Ég tilkynni henni verðið og kerlan borgar og rýkur af stað. Vá sumt fólk er svo dónalegt! Hugsa ég með sjálfri mér og styn. Svo lít ég aftur á Svövu og gretti mig. Hún grettir sig á móti, og veit alveg hvað ég er að tala um. Kaffitímanum eyðum við í að tala um strákana. Hún er í einhverju messi með „kærastann“ sinn. Þau eru í svona on/off sambandi sem lýsir sér þannig að þegar Svava heldur að öllu sé lokið er það ekki, eða þá að þau séu saman er öllu lokið og öfugt. Ég þoli varla Kára lengur. Ég hata hvernig hann kemur fram við hana. Samt er ég alltaf voða nice við hann og svona en inn í mér er ég öskrandi á hann: Hvað í fjandanum er að þér! Hvernig geturu verið svona tilfinningalaus! Arg og garg og ömurlegheit!
Klukkan er korter yfir átta og ég er ekki einnþá búin að gera upp kassann minn! Shit hvað mig langar til að fá eitt bitch-fit! Reyndar langar mig mest bara til að hætta! Það er enginnn inn i búðinni lengur, nei það eru bara allir í röð við kassana. Það er alveg merkilegt með sumt fólk að mæta svona á síðustu mínútunni.
„Byrjaðu að gera upp og mundu að taka ruslið!“ Jámm, eins dónaleg og þessi setning kann að hljóma elska ég hana samt sem áður. Ég opna skúffuna og byrja að telja djöfulsins klinkið.
Ég þarf að hlaupa eins og motherfucker til að ná strætó. Um leið og ég sest inn í strætó hringir síminn minn. With You með Chris Brown ómar um allan vagninn. Ég lít á hann og sé að þetta er Haukur.
Hjartað í mér fer strax að slá hraðar þegar ég heyri kveðjuna hans megin:
„Hæ.“ Segi ég og spyr svo hvað hann segir. Hann er góður og ég er það vitanlega líka. Þýðir ekkert að segja að maður sé pirraður eins og motherfucker útaf vinnunni. Hann spyr mig hvort ég nenni að gera eitthvað í kvöld. Ég játa því og við ákveðum að fara í smá göngutúr. Ég er ekki með neina vettlinga og það er ótrúlega kalt úti. Ég sting höndunum í vasana og segi:
„Djöfull er kalt úti!“ Hann er klæddur í dúnúlpu með vettlinga þannig að hann er nú varla að fara eitthvað að kvarta. Hann lítur hinsvegar á mig og segir:
„Kalt? Ég veit hvað við getum gert til að hita okkur aðeins.“ Ég sver það, ég roðnaði eins og tómatur en reyndi samt sem áður að halda kúlinu.
„Er það?“ segi ég og glotti smá. Hann snýr sér að mér, tekur undir hökuna á mér og liftir andlitinu mínu upp að hans.
„Mhm…við gætum farið inn.“ Arg, ég sem hélt að hann myndi kyssa mig. Ég sný mér tilbaka og held áfram að labba. Það sést öruggleg að ég er pínulítið tense og pirruð. Hann skokkar á eftir mér.
„Hey, hey, þetta var nú bara smá djók!“ hann hlær en mér er ekki hlátur í huga. Ég var nú þegar pirruð útaf vinnunni og svo núna þetta. Ó boy, I‘m gonna blow!
„Er þetta ekki bara allt djók fyrir þér!“ segi ég hvasst. „Ég meina, hvenær höfum við einhvern tíman gert eitthvað án þess að það hafi verið einhver leikur eða grín?! Veistu, ég er orðin þreytt á því! Ég er virkilega hrifin af þér en þú virðist ekki vera á sömu nótum!“ Haukur er alveg kjaftstopp en ég nenni ekki að bíða eftir svari heldur æði af stað.
Við erum sem betur fer nálægt Hamraborginni. Ég stekk upp í fjarkann og sest niður. Svo lít ég út um gluggann. Ég er hálfpartinn að vonast eftir því að hann komi á eftir mér en hann gerir það ekki. Það er ekkert úti nema myrkrið.
Ég sting lyklinum í skrána heima og æði inn. Skelli aftur í lás og kasta kveðju á bróður minn sem situr inni í eldhúsi að horfa á CSI. Kannski ég ætti að horfa á með honum, við gerum núorðið ekkert saman lengur. Samt er einhver lítill púki í mér sem vill bara vera í friði. Ég fer þess vegna inn í herbergi og blasta iPodinn. Ég ligg uppi í rúmi og er með Gotta Be Somebody með Nickelback á replay. Þetta er alveg gott lag í sjálfu sér en ein setningin stendur alveg í mér: „You can´t give up, not when you‘re looking for a diamond in the rough…“ Hvað ef ég er að gera algera vitleysu, hann var að vísu bara að djóka og ég tók því kannski aðeins of harkalega, var líka pirruð útaf vinnunni.
Ég tek upp símann og stimpla inn númerið en hika áður en ég hringi. Ætli ég sé algerlega búin að klúðra þessu núna? Tárin þröngva sér fram í augnkrókana en ég strýk þau frá í flýti. Afhverju er ég að gráta, þetta er ekki svona rosalega slæmt. Er það nokkuð?
Ég er alveg að sofna þegar ég heyri litla skelli fyrir utan. Ég reisi mig upp og kíki í gegnum gardínurnar og kunnuglegur fiðringur gerir vart við sig í maganum á mér. Haukur stendur fyrir utan og er að kasta steinum í gluggann minn. Er þetta draumur?! Það er varla að ég þori að klípa mig. Ég læðist fram og passa að það marri ekki í tröppunum á leiðinni niður. Ég lít á klukkuna og sé að hún er orðin 2. Ég opna hurðina og hann stendur fyrir utan með aulaglott á vörunum.
„Hey, girly.“ Segir hann vandræðalega og tvístígur fyrir framan mig. Ég set hendur á mjöðm og þykist vera voða reið ennþá. „Er ekki allt í lagi?! Klukkan er 2 að nóttu!“ Hann roðnar og stamar eitthvað en ég gríp frammí fyrir honum. „ viltu ekki bara drulla þér inn í húsið!“ ég glotti og færi mig nær honum.
Hann færir sig nær mér og ég finn varir hans strjúka mínar. Ég leiði hann upp í herbergið til mín. Ég halla mér upp að hurðinni. Hann stendur alveg upp við mig kyssir mig svo djúpum kossi að ég kikna í hjánum og styn pínulítið. Hann horfir á mig og glottir. Svo labbar hann afturábak að rúminu mínu og sest á það. Svo lætur hann mig setjast klofvega yfir sig. Ég strýk honum um bakið og þrýsti honum að mér. Hann grúfir sig í hárið á mér og leikur sér að því með fingrunum. Ég er orðin verulega æst og það leikur ekki á öðru en að hann er það líka. Hann færir mig úr bolnum og leysir brjóstahaldarann. Ég lyfti bolnum hans yfir höfuðið á honum og ber bringan kemur í ljós. Ég stend upp og leyfi honum að klæða mig úr buxunum og svo hjálpa ég honum að fara úr sínum. Við stöndum núna fyrir framan hvort annað bæði allsnakin. Hann tekur utan um mig og þrýstir mér að sér. Svo leggur hann mig blíðlega niður í rúmið og legst ofan á mig. Ég finn þungann ofan á mér og svo byrjar hann að hreyfa mjaðmirnar, hægt en taktfast. Ég finn fyrir honum inni í mér og nýt þess alveg í botn. Svo lýstur þeirri hugsun í höfuðið á mér: er ég að gera mistök, hvað ef þetta er líka bara grín? One night stand og ekkert annað? Þægilegur straumur fer um mig og gagntekur mig svo að ég tek andköf og gríp utan um hann og neglurnar grafast nánast í axlirnar á honum. Hann stynur líka og ég kyssi hann á öxlina og þrýsti honum enn meira að mér. Hreyfingar hans eru orðnar hraðari og loksins kem ég. Hann kemur rétt á eftir og hann veltir sér ofan af mér, reisir sig upp á olnbogann, kyssir mig á ennið og legst við hliðina á mér.
Hann er sofnaður. Ég heyri það á andardrættinum hans. Ég ligg á bakinu og horfi upp í loftið. Ég veit ennþá ekkert hvað ég vil. Samt veit ég að ég vil ekki hugsa til þess að fyrsta skiptið mitt hafi verið eitthvað cheap hook up dæmi. Ég sný mér á hliðina og horfi á hann. Hann er svo friðsæll og sætur. Fiðrildin gera aftur bært fyrir sér í maganum á mér en mér bregður þegar hann bærir á sér. Ég loka augunum og þykist sofa. Ég heyri að hann reisir sig upp, ég píri augun smá og sé að hann er að tjekka á klukkunni. Svo horfir hann á mig og ég er viss um að hann sjái að ég sé ennþá vakandi. Hann beygir sig niður að mér og kyssir á bæði augnlokin mín og legst aftur niður.
Haukur er ennþá sofandi þegar ég vakna. Ég teygi úr mér og lít á klukkuna. Hún er rétt 10. Ég fer fram úr rúminu og set hárið í tagl og opna fataskápinn. Ég er algjörlega búin að gleyma því að ég er nakin þannig að mér dauðbregður þegar ég lít í spegilinn. Í staðinn fyrir að klæða mig ákveð ég að fara aftur að sofa. Ég skríð upp í rúmið og kúra mig upp við hann. Hann rumskar við þetta og setur handlegginn utan um mig. Andadrátturinn kitlar á mér hálsinn, ég reyni að snúa mér eins og hægt og ég get til að vekja hann ekki. Það tekst ekki, því hann opnar annað augað og muldrar:
„Hvaða voðalega brölt er þetta á þér?“ svo brosir hann og segir: „Daginn“.
Ég brosi blíðlega til hans og burra hann í hálsakotið og flissa eins smástelpa. Hann kyssir mig létt á munninn og sussar svo á mig. Það er engin leið fyrir mig að sofa núna. Ég stend því aftur upp og byrja að klæða mig. Ég finn fyrir augnaráði hans þegar ég er að reyna að troða mér í þröngar buxurnar. Svo fer ég í brjóstahaldarann og smeygi mér í svartan hlýrabol. Hann flissar þegar ég er að reyna að greiða flókið hárið með grettu andlitinu. Ég sný mér við og þykist vera móðguð.
„Hvað er þetta, ég get ekki verið eins og þú með hárið eins og hani í vindi!“ svo kasta ég bolnum hans í hann. „Hérna, klæddu þig! Ég nenni ekki að vera hérna í allan dag!“ Hann reisir sig upp og fer í bolinn svo veiðir hann buxurnar sínar upp af gólfinu og á meðan hann leitar að sokkunum sínum, laga ég málninguna í andlitinu á mér. Maskarinn var nánast kominn niður á kinn!
Við skellum okkur út í „góða“ veðrið. Það er ískalt þó svo að sólin skín. Ég hrylli mig við og hann leggur handlegginn yfir mig og dregur mig nær sér. Ég brosi með sjálfri mér og reyni að finna uppá einhverju sniðugu að segja. Ég lít á hann og spyr hvað hann vilji gera í dag.
„Bara chilla eða eitthvað, reyndar er ég geðveikt svangur“. Segir hann svo við tökum stefnuna á bakaríið. Það klingir í bjöllunni þegar við opnum hurðina og brauðlyktin tekur á móti okkur.
„Hvað ætlaru að fá þér?“ spyr hann og ég lít yfir borðið og skima úrvalið.
„Hmm, ætli ég fái mér ekki bara rúnstykki.“
„Get ég aðstoðað?“ þessi rödd er mjög kunnuleg, svo ég lít snögglega upp og sé Ragga klæddan í svuntu frá Reynir Bakarí.
„Raggi, what? Síðan hvenær vinnuru hérna?!“ spyr ég hissa.
„Síðan í síðustu viku, frændi minn á þetta bakarí.“ Segir hann og tvístígur þegar hann tekur eftir Hauk fyrir aftan mig og vandræðaleg þögn tekur við.
„Jáá þannig… – uu ég ætla að fá svona rúnstykki með osti.“ Þessu fylgir mjög vandræðalegur hlátur að minni hálfu og ég lít spyrjandi á Hauk. Hann tekur smá viðbragð og segir: ostaslaufu og kókómjólk og svo dregur hann upp kortið sitt.
Ég þarf að bíða í smá stund eftir rúnstykkinu mínu og stend við borðið meðan Raggi smyr það. Svo réttir hann með það á hvítum diski og segir gjörðu svo vel svo formlega að ég flissa eins og smástelpa og roðna. Ég blóta sjálfri mér í huganum og sest við borðið. Haukur er að lesa morgunblaðið þegar ég kem aftur. Hann lítur upp þegar ég sest og kyssir mig. Ég lit ósjálfrátt á Ragga til að athuga hvort hann hafi séð það, en hann er upptekinn við að þurka af borðunum. Ég tek up rúnstykkið og tek eftir litlum miða á diskinum. Ég tek hann upp og áður en ég opna hann lít ég í kringum mig, það er enginn fyrir aftan mig. Á miðanum stóð:
„Hann svaf hjá Lindu“
Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að bregðast við þessu, þannig að ég held áfram að borða og þegar við erum búin köstum við kveðju á Ragga og löbbum út. Það er eins og hann viti það sem ég veit, því hann segir ekkert, heldur gengur bara með hendurnar í vösunum og horfir einbeittur niður. Ég opna munninn mörgum sinnum til að segja eitthvað en einhvern veginn veit ég ekkert hvað ég á að segja. Þegar við erum komin að hurðinni hjá mér, verður mér ljóst að ég verði að segja eitthvað. Ég sný mér að honum og segi hikandi:
„Haukur… – hérna eeeh…“
„Hvað?“
„Svafstu hjá Lindu?“ Orðin hrynja út úr mér og ég horfi blákalt á hann.
„ha?“ hann er eins og spurningarmerki í framan, svo í augnablik held ég að hann hafi ekki sofið hjá henni en ég verð samt sem áður að vita það.
„Svafstu. Hjá. Lindu?“ Hann á sér ekki undankomu auðið. Áður en hann svarar veit ég svarið. Ég sé það í augunum á honum.
„Já.“ Er það eina sem hann segir. Hann reynir ekki einu sinni að biðjast fyrirgefningar. Bara einfalt já, ekkert meir. Þess vegna opna ég hurðina og segi:
„Bæ.“
Af því að mér datt ekkert annað í hug.. Bleeeee