Hvernig væri að ef Hugi.is myndi halda smásagnakeppni? Halda jafnvel keppni mánaðarlega og sagan sem myndi vinna kæmist inn á sérstakan verðlaunalista í staðinn fyrir þennan „Sígildar Sögur“-lista. Dómnefnd gæti ef til vill verið við, þ.e.a.s. netverjarnir. Ég hugsa að þetta myndi vera virkileg hvatning bæði fyrir þá sem skrifa sögur og þá sem ekki enn eru búnir skrifa neitt. Það væri ef til vill hægt að takmarka sögurnar við ákveðinn orðafjölda og jafnvel eitthvað ákveðið þema. Þetta myndi án efa hvetja fólk til að vanda og pæla aðeins meira í sögunum sínum. Sama væri hægt að gera með örsögurnar sem er alveg ágætis miðill, þrátt fyrir knappt formið. Það þyrftu ekki að vera nein verðlaun í boði. Heiðurinn að komast inn á verðlaunalistann væri ef til vill nóg fyrir flesta. Eða hvað? Hvað finnst ykkur?
kveðja,
Galdrakarlinn