Eða Hvalurinn. Eftir Stefán Ingvar Vigfússon.
(Ég veit að það eru margar villur í þessu, ég vil biðja um að þið gagngrýnið söguna, en ekki málfræðina eða stafsetninguna)
Kafli 1: Kallið mig Ishmael, en án djóks, ég er hvalveiðimaður.
Ég er MR-ingur og öðru ári og eftir að ég las Moby Dick gat ég ekki hugsað um neitt annað en að myrða hval, það gekk eftir fyrir Ahab, ekki satt? Faðir minn þekkti mann sem að rekur Hval tvö og ég fékk starfið í gegnum föður minn. Líkt og ég mun gera þegar ég útskrifast úr HR með BA í fjármálum, síðan aftur þegar ég hef afplánað dóm minn fyrir kókaín neyslu. Lífið mitt er þó skipulagt, getur þú sagt það sama?
Ákveðið var að ég myndi fyrst fara út á sjó með Hval tvö tveimur vikum eftir að sumarfríið mitt hófst: Móðir mín og faðir höfðu ákveðið að fara til Færeyja í sumar, ekki í örfáa daga, þau ætluðu að verja öllu sumrinu þar.
Faðir minn er lögfræðingur sem vinnur fyrir vondu kallana, þið þekkið þá flesta.
Móðir mín er alki. 'nuff said.
Bróðir minn er einn vondu kallana, eins og frændur mínir í föður ætt og afi minn í föður ætt.
Ég, eins og ég sagði áðan er nemandi, hvalveiðimaður og verðandi vondur kall.
Án djóks, nýtur þú svona skipulags?
Ég hrekk upp og lít á símann minn, tíu “missed calls”, hvað gæti það verið? Ég skoða þau, öll frá einu númeri, það er vistað í símanum sem Hvalur tvö. Hvað ætli þeir vilji? Ég loka þeim glugga í von um að sjá hvað klukkan er, tólf að hádegi, ég er sex tímum of seinn. Þeir hljóta að hafa beðið. Þeir geta ekki farið án þess að hafa reynslulausa unglinginn umborð, er það nokkuð? Ég lít yfir herbergið, það er bjart, gott veður. Af hverju þarf ég að vera að fucking vinna í dag? Ég stend upp og fer inn á baðherbergi.
Þegar ég kem á höfnina er klukkan farin að ganga þrjú, kannski hefði ég átt að pakka í gær. Ég lít í kringum mig en sé bátinn hvergi, fóru kuntunar án mín? Ég stend kjúrr í og lít í kringum mig. Hálfri mínútu síðar gefst ég upp og geri mig líklegan til þess að fara á búlluna, ég skilið að fá smá góðgæti, þetta er búin að vera erfiður dagur, hvernig heldur þú að sé að missa vinnu áður en að maður byrjar? Bara vegna þess að ég mætti átta tímum of seint fyrsta daginn minn.
Þegar ég kem á búlluna sé ég Marteinn, gaurinn sem reddaði mér vinnunni. “Blessaður” byrjar hann: “Átt þú ekki að vera út á sjó.” Ég hugsa í smá stund, er ekki alltaf best að ljúga? “Nei, það er á morgun.” Svara ég. Smooth. “Af hverju ertu með ferðatösku?” Spyr hann. Smooth. “Ég er að fara í útilegu.” Smooth. “Í eina nótt?” Smooth. “Já.” Smooth.
Eftir fleiri lygar samþykir hann að gefa mér annan séns. Ég fer með Hval tvö eftir viku. Ég tek ekki upp úr töskunni og ég vakna á réttum tíma.
Kafli 2: Kallið mig Þorvald, en án djóks, ég er ekki hvalveiðimaður. Hvalur tvö rak mig, ég mætti þremur tímum og seint. “Hvað ætlarðu að gera í sumar?” Spyrðu, vonandi. Ég skal segja ykkur hvað ég hyggst gera í sumar. Ertu tilbúin/n? Ekkert. Ég ætla ekki að gera neitt í sumar. Það verður awesome.
Kafli 3: Það er ekki awsome. Ég hef verið atvinnulaus í tvær vikur. Engir vina minna eru atvinnulausir, og þeir vilja ekki skrópa í vinnuna til þess að hanga með mér. Hvað er að þeim? “Ætlarðu enn ekki að gera neitt í sumar?” Spyrðu, vonandi. Ertu tilbúin/n? Ég er búinn að ákveða hvað ég hyggst gera. Hvað hyggst ég gera? Ég hyggst hefna mín. Hvernig? Ég ætla að skemma fyrir skipinu. Hvernig? Ég veit það ekki. Ok. Ég þarf að hætta að tala við sjálfan mig.
Ég er búinn að tala við kunningja minn, sem á við alvarleg geðræn vandamál að stríða, og þegar hann kemur burt úr “fríinu” sínu, ætlar hann að hjálpa mér með hefndina. Hún verður sæt.
Þegar ég vaknaði í kvöld, les ég. Ég er í bónus og er einhverja hluta vegna að kaupa mér mjólk. Ég veit ekki af hverju en ég hef keypt mjólk í hverri einustu ferð út í Bónus. Hingað til hef ég hellt tíú lítrum. Satt best að segja veit ég ekki einu sinni af hverju ég fer í Bónus. Ég lít ekki út fyrir að eiga að vera hérna, ég er í tæplega hundraðþúsund króna Armani jakkafötum, skórnir mínir eru meira virði en fatnaður flestra þarna, samanlagt.. Ég er umkringdur af fátæku fólki og lægri miðklassa fólki og miðklassa fólki og efri miðklassa fólki og lægri efraklassa fólki. Einfaldasta leiðin til þess að útskýra þetta er með því að segja er að ég er umkringdur fólki sem er verra en ég. Fólki sem að skiptir engu máli. Fólki eins og þér. Engin móðgun meint. En satt best að segja er ég betri en þú. Ég er slæm manneskja.
Ég kem út. Það eru ungmenni í að skoða bílinn minn, bíl föðurs míns, 1969 Dodge Charger. Ég geng að þeim. Þau virðast geta lamið mig. Hvert og eitt einasta. Ég segi ekkert. Ég læti jakkafötin tala. Þau segja: “Ég er betri en þú, þú átt eftir að vinna fyrir mig. Láttu bílinn minn, bíl föðurs míns, í friði.” Þau flissa, ég býst við að þau séu að þeim finnst ég vera kjánalegur. Ég hata tuttugustu og fyrstu öldina. Ég kveiki á Ipodnum mínum. Ég legg af stað. Ég keyri fram hjá gamla Byko húsinu, við hliðina á lögreglu bíl. Best að passa sig, ég er tæknilega séð “próflaus”, án djóks, hvaða máli skiptir það þegar maður kann reglunar, hvort að “Stóri Bróðir” hafi skrifað undir einhvern pappír. Ég fer í hringtorgið, ég kveiki strax á ljósinu og fer í ytri hringinn og beygi í þriðja útgangi.
Kafli 4: Þegar ég kem niður sé ég Bessa, það er félagi minn sem var í “fríinu”. Hann er lágvaxinn, rauðhærður og stæltur. Hann var alltaf þybbinn, en frá því að hann byrjaði að fara í “frí” nokkrum sinnum á ári hafði hann byrjað að grennast og styrkjast. Það er líklega rækt á “hótelinu”. Hann er klæddur í náttslopp. Af hverju er hann í náttslopp? Hann er í náttsloppnum mínum. Af hverju er hann í náttsloppnum mínum? Hann er ekki í buxum. Hann er ekki í bol. Hann er í inniskónum mínum. Það var kannski ekki rökrétt að gefa geðsjúkling lykil að húsinu mínu.
Tökum smá hlé. Þið eruð eflaust forvitin yfir því hvað Bessi gerði. Þegar hann var tíu ára fór pabbi hans inn í kofa Bessa til þess að láta hann vita að það var matur. Hann gekk inn og sá son sinn vera að vera að skera höfuð af ketti. Hann brást harkalega við. Ég skil ekki hversvegna, Jeffrey Dahmer lifði eðlilegu lífi, ekki satt? Nú, þegar pabbi hans var að fara að rífa kofann niður tók hann eftir því að gólfið var ekki nelgt niður. Honum þótti það skrýtið, sérstaklega þar sem að hann lagði ekkert gólf þegar hann smíðaði kofann. Hann lyfti gólfinu upp þar sem hann sá aðran planka. Þegar hann lyfti honum sá hann djúpa holu, fulla af beinum og líkum.
Bessi var sendur til sálfræðings. Sálfræðingurinn sagði foreldrum Bessa að Bessi væri afar líklegur til þess að drepa okkur öll. Okkur. Hann taldi það líklegt að Bessi myndi drepa alla sem hann sæi.
Þegar Bessi varð tólf ára ákváðu foreldrar hans að það væri tímabært að gera eitthvað. Þau sendu hann til annars sálfræðings. Hann sagði það sama. Þegar Bessi var fjórtán ára fluttu foreldrar hans með hann til Spánar. Bessi eignaðist kærustu. Kærasta Bessa hvarf. Foreldrar Bessa fundu óeðlilega mikið blóð í rúminu hans. Bessi flutti aftur til Íslands. Bessi fór á BUGL, Bessi kom af BUGL. Bessi fór aftur á BUGL, Bessi fór á fjórum sinnum á ári.
Bessi er siðblindur, Bessi mun drepa okkur öll. Ég þarf hjálp Bessa.
“Hvað viltu gera?” spyr Bessi. “Ég veit það ekki.” Svara ég. “Viltu drepa guttann?” “Nei” “Af hverju?” “Það er siðlaust.” “Ha?” Hvað á meinar hann þegar hann segir, ha? “Það er ólöglegt.” Svara ég loks. “Hvað var það sem þú sagði fyrst, siðlaust?” Spyr hann. Ég hugsa mig um. Það galli hérna. Hann er að spyrja mig hvað siðlaus þýðir, hann er ekki að spyrja hvað það er, er það ekki? Þetta er erfitt, ef að ég útskýri siðferði fyrir honum sem, umm, tilfiningu, túlkun, upplifun? Hvað er siðferði? Allavega, ef ég útskýri siðferði þannig og kemst af því að hann var að spyrja mig hvað orðið þýðir, þá drepur hann mig. En ef ég útskýri einfaldlega hvað orðið þýðir og kemst að því að hann var að spyrja hvað siðferði er þá drepur hann mig. Hvað er siðferði? Ég er ekki að reyna að stíla Sókrates eða neitt þannig, ég óttast um líf mitt! “Siðferði er, stöff.” Smooth. Jæja, ég gæti þess vegna kallað mömmu hans indæla, hann hatar hana, hann er að fara að drepa mig. Eftir andartaks þögn. Eftir andartaks, sársaukafulla þögn. Eftir verstu, sársaukafyllstu og stressuðustu þögn í sögu alheimsins, svarar hann: “Já, ok, ég skil.” Ég anda léttar.
Kafli 5: Ég lít í kringum mig. Þetta er allt í lagi. Ég er einn. Hvar er ég? Spyrðu, vonandi. Ég er á bryggjunni. Ég er svart klæddur, ég er með sólgleraugu, ég er með leðurhanska, ég er ótrúlega svalur. Ég er með stóra tösku, hún er svört. Hún er þung. Hún er hættuleg. Ég er enn svalari. Í töskunni eru 10 lítrar af bensíni, kveikjar, tréklippur og pappír. Það er ekki ábyrrgt að hafa þetta svona saman. Þetta er afar asnalegt. Þetta er stórhættulegt. Ég gæti dáið. Ég er ískaldur, eins og maður segir á íslensku. Nær skipinu er Bessi, Bessi er í bíl. NOTE TO SELF: Skrifa barnabók, með titilinn, “Bessi er í bíl”. Í bílnum eru hundrað lítar af bensíni. Hundrað lítrar! Ég kem að bílnum. “Opnaðu.” Skipar hann. Ég lít í kringum mig. Það er ekki grindverk neins staðar nálægt mér. Ég lít betur. Það er grindverk langt í burtu, hjá miðjunni á bátnum. Þar sem við myndum fara í hann. “Geturðu skutlað mér þangað?” Spyr ég, án þess að skammast mín NEIT! “Já já.” Svarar hann. Það er gaman að eiga veruleika firrtann vin.
Kafli 6: Við erum komnir um borð. Báturinn er lagður af stað. Ég er sofandi. Klukkan eitt eftir hádegi vakna ég. Bessi er búinn að vaka í alla nótt. Bessi er spíttfíkill. Gólfið er þakið pappír. Pappírinn liggur í bensín tunnur sem eru hjá vélinni. “Drepum þá alla!” Öskrar hann. Bessi hræðir mig. “Hvernig komumst við burt?” Spyr ég. “Á bát. Við komumst burt á bát. Á bát. Bátur.” Svarar hann. Ég er hræddur.
Ég fer í bátinn, báturinn byrja að síga niður. Bessi réttir mér Zippo. Ég rétti Bessa Zippo-inn. Hann réttir mér hann aftur. Ég rétti honum hann enn á ný. Þannig gengur það í tvær mínútur. “Ég er búinn að gera allt annað.” Segir Bessi. “En þú ert mikið betri en ég í svona.” Segi ég. “Mér er sama.” Svarar Bessi. “Ég skal gefa þér fimmtíú þúsund krónur.” Segi ég. “Ég rota þig og hendi þér í sjóinn.” Segir Bessi. Þegar við erum aftur komnir upp í skikganlega hæð hendi í kveikjaranum. Við heyrum eldinn byrja ða blossa.
Kafli 7: Við erum komnir nálægt höfninni þegar að báturinn er alveg sokkinn. Kallið mig Osama eða Mamút eða eitthvað annað Múslima nafn, en án djóks, ég er hryðjuverkamaður.
Við komum að höfninni. Þar eru fjölmiðlar. Þar eru lögreglumenn. Þar eru slökkvuliðsmenn og sjúkraliðar. Þar eru grátandi konur og börn. Þar eru flissandi unglingar. Þar eru unglingar í sjokki. Vá hvað ég átti ekki von svona miklum viðbrögðum.
Við förum úr bátnum. Við erum handteknir. Við vörum að gráta, ok ég fer að gráta. Bessi brosir í myndavélarnar.
Kafli 8: Kallið mig Ahab, en án djóks, ég fuckaði upp.Ekki það að lífið mitt verði eitthvað erfitt. Ég fæ vinnu hjá vin föðurs míns. Ég fæ hærri laun en flestir. Konan mín verður flottari en konan þín. Barnsunga tælaenska hóran mín verður betri en barnsunga tælenska hóran þín. En mér mun leiðast í næstu sex mánuði. En hvað Bessa varðar, orðrómar dauða hans hafa alls ekki verið ýktir. Hann réðst á nokkra gaura á Litla Hrauni. Tveir þeirra dóu, einn þeirra meiddist, Bessi dó. Hans verður, saknað?
Kafli 9: Lífið er ljúft. Kominn úr “fangelsinu”, byrjaður í Versló. Hvað get ég sagt, Monty Python höfðu rangt fyrir sér.

Endir.