Þetta er bara eitthvað ég ég hef verið að leika mér að skrifa þegar ég hef ekki haft neitt að gera (sem kemur oft fyrir haha) ég er búin að pósta fyrri helmingnum að þessari “sögu” áður en það var svo lítið og ég nenni ekki að fara að reina að grafa þann þráð upp aftur og þess vegna ætla ég að vera það djörf að að pósta þeim helmingi aftur, vona að það sé í lægi… en allavega þetta er ekkert ofur meistara verk eða neitt svoleiðis og ég verð ekkert sár þó ykkur þyki þetta voðalegt bull (satt að segja kæmi það mér ekkert á óvart) en samt ég er forvitin og langar að vita hvað ykkur finnst, jafnvel þó það sé ekkert jákvætt !

“Hahaha, ég hafði ekki hugsað út í það en það er afar rökrétt”
“já, finnst þér ekki” Við gengum eftir ganginum að næsta tíma einsog við gerum alltaf. Ég og besti vinur minn.
“nei hæj sykurpúði!” Tara knúsaði Alex aftan frá og lét okkur báðum bregða. “U, hæj Tara” svaraði Alex hissa.
“hvað voruð þið Emma að tala um” sagði hún með sinni gelgjulegu rödd og gaf okkur furðulegasta svip sem ég hef á ævi minni séð. “við vorum að tala um bókina sem við erum að lesa fyrir sögu tíma” svaraði ég henni.
“það er, u, skemmtilegt” sagði hún og gaf mér svip sem sagði ‘þú ert alger auli og ég nenni ekki að tala við þig’.
“já það var það reyndar” sagði Alex mér til varnar og brosti til mín.
“mmm” muldraði Tara annars hugar. “en þú, sæti-pæti ætlar að koma með mér í kvöld er það ekki?” sagði hún og potaði í nefið á Alex. Ég hristi hausinn og gekk í burtu. Ég nennti ekki að vera með þeim og ég var greinilega ekki velkomin miðað við svipinn sem ég fékk frá Töru.

Ég og Alex höfðum verið vinir síðan í leikskóla. Við höfðum alltaf verið Emma og Alex, bestu vinir í öllum heiminum. En ekki lengur, núna var það Alex og Tara, sætasta parið í öllum skólanum.
Ég gat samt als ekki skilið af hverju hann var með henni. Þau áttu ekkert sameinginlegt. Hún var grunnhyggin, heims og leit út nákvæmlega einsog allar vinkonur hennar.
Hann var sætur, klár, góður og fyndin. Hún átti hann ekki skilið.

Það var komið kvöld, ég sat í herberginu mínu og reyndi að skrifa eitthvað í ritgerðinni sem átti að skila í næstu viku. “Emma, það er komin gestur ég sendi hann upp!” var kallað af neðri hæðinni.
Hurðin á herberginu mínu opnaðist og Alex gægðist inn.
“hæ, u, hvað ertu að gera hér?” spurði ég hissa. Hann hafði ekki komið í heimsókn í rúmlega viku þó við höfðum verið vön að eiða öllum stundum eftir skóla saman.
“ne bara að kíkka í heimsókn” hann settist í rúmið mitt.
En þetta var ekki eins. Það var vandræðaleg þögn sem hafði aldrei myndast áður á milli okkar. Eitthvað var breitt.
“eitthvað sérstakt?” spurði ég til að brjóta þessa yfirþyrmandi þögn.
“ég ætlaði eiginlega að spyrja þig um eitt, sambandi við Töru” sagði hann vandræðalega og strauk hendinni í gegnum hárið. Hann gerir það aðeins þegar hann er óöruggur, ég þekti hann svo vel að ég gat vel séð að honum leið ekki vel að vera hér.
“nú” ögn af pirringi slapp með þegar ég svaraði honum. Mér líkaði ekki vel við Töru og var kannski ekki rétta manneskjan til að spyrja um ráð.
“þú ert, u, stelpa svo..” hann renndi hendinni aftur í gegnum hárið. Ég reisti eina augnabrún. “svo þú tókst eftir því?” spurði ég kaldhæðnislega.
“Emma”
“já?” ég var orðin virkilega pirruð en ég var ekki alveg viss af hverju.
“hvað heldurðu að hún vilji í afmælisgjöf, getur kannski spurt hana eða eitthvað?”
“ha-ha, þessi var góður” sagði ég þunglyndislega og pírði augun framan í hann. Það sauð í mér og ég hafði ekki hugmynd um af hverju.
“hættu þessu Emma, hvað er að þér?” sagði hann og var orðin pirraður líka.
“ég bara veit ekki, kannski útaf því að þú hefur ekki talað við mig í viku og núna fyrst í dag þegar við náðum að tala kom kærastan þín og hálfpartin henti mér í burtu einsog rusli gærdagsins sem var farið að lykta!” ég var staðin upp og öskraði á hann einsog hálfviti.
“róleg Em!” hann stóð upp og ég varð enn pirraðri því hann var rúmlega 10cm stærri en ég.
“EM ?, síðan hvenær var það nafnið mitt?”
“Vá Emma ég nenni þessu ekki!” hann hristi hausinn og gekk að hurðinni. “gaman að tala við þig” hann skellti hurðinni á ég stóð eftir, ein.
“fyrirgefðu Alex!” ég þaut að hurðinni. Tár voru farin að leka niður kinnarnar mínar.
“Emma, ég veit ekki hvað er að þér eða af hverju þér er svona illa við Töru en ef við ætlum að halda áfram að vera vinir verðurðu bara að sætta þig við það að hún er kærastan mín!” Hann leit ekki á mig fyrr en hann var komin að hurðinni þá snéri hann sér að mér og ég reyndi að halda tárunum í skefjum.
“bless, Emma” Hann skellti á eftir sér og ég hafði ekki mátt í fótunum til að fara á eftir honum svo ég stóð kyrr, og horfði á hurðina.

—–

Ég átti erfitt með sofnað um nóttina. Ég lá og hugsaði langt fram á nótt.
Ég vissi að ég hafði tekið þessu öllu alltof alvarlega en hann hafði verið allt lífið mitt, við vorum bestu vinir en ekki lengur núna hafði hann hana. Hana, hvað var svona merkilegt við hana, var það ekki ég sem þekti hann inn og út, vissi öll hans leyndarmál ? Hvað sá hann í þessari skinku, já hún var kannski falleg en var það virkilega það eina sem skipti hann máli?. Vill hann frekar vera með henni heldur en mér?
Eitt svikult tár lak niður kinnina mína við þá hugsun, hann vil frekar vera með henni, honum þykir vænna um hana heldur en mig…



Mér leið einsog fávita. Hvað var ég að hugsa? Ég gekk í skólann og reyndi að láta sem minnst fyrir mér fara. Eitt vissi ég, ég varð að finna Alex og biðjast afsökunar ég vissi ekki hvað hafði komið yfir mig í gær kvöldi.
“Emma” kallaði einhver fyrir aftan mig. Ég leit hægt við og sá hvar Tara veifaði í mig.
Hvað vill hún eiginlega. Síðast þegar ég vissi var ég ömurlegri en skíturinn undir skónum hennar.
“hæ, Tara” ég var en of hissa til að hljóma pirruð eða reið.
“hæ, Alex sagði mér frá gær kveldi og ég ætla bara að segja þér að ég veit hvað þú ert að reina en þú verður að skilja að Alex er stór strákur núna og hann vill mig, ekki þig” Brosið var alveg komið af henni og hún herpti saman varirnar.
“láttu þér ekki detta til hugar að rugla svona í Alex aftur, hann er minn, hann valdi mig og reyndu ekki að sannfæra hann um neitt annað” hún horfði á mig ströng á svip. Svo brosti hún lymskulega “bless Emma” hún sagði þetta í sama tón og Alex hafði gert Kvöldinu áður og ég fann fyrir stingandi sársauka , einsog hún hafði stungið mig með hníf.
Ég var svo hissa að ég starði bara á eftir henni inn í kennslustofuna.
Hafði Alex virkilega sagt henni allt? Og hvað var hún að meina með að ‘rugla í honum’ og ‘reina að sannfæra hann um eitthvað’? Ég skildi bara hvorki upp né niður í þessu en nú var enn brýnna en áður að finna Alex og greiða úr þessari vitleysu.

Ég beið ótreyju full eftir að hádegis hléið rynni upp þá loks gæti ég talað við Alex.
Þegar ég gekk svo inn í salinn skimaði ég yfir hópinn og reyndi að koma auga á hann. Það var ekki erfitt, fáir voru það heppnir að hafa það glæsilegt hár að það stóð út einsog hárið á Alex. En þegar ég sá hann gerðist svolítið sem ég átti ekki von á, ég fékk óðægilega tilfinningu í magann og gat hvorki hreift legg né lið. Hvað ef hann vildi ekki tala við mig, hvað ef hann þoldi mig ekki?
Ég kyngdi og ákvað að það væri gáfulegra að reina að ná honum einum þannig að allur matsalurinn þyrfti ekki að sjá mig gera hálfvita af mér. Ég settist og bjó mig undir að fylgjast með Alexi þannig ég gæti náð honum þegar hann færi fram. En hann var farinn.
“Fjandinn” muldraði ég og snéri mér við til að sjá hvort hann væri nú þegar farinn fram.
Þegar ég snéri mér við klessti ég beint framan á einhver. “fyrirgefðu, sá þig ekki” ég leit upp og Alex stara á mig brosandi svo það skein í allar hvítu og þráð beinu tennurnar hans.
“við þurfum að tala” sagi hann svo og var alvarlegur aftur. Ég fékk kökk í hálsinn og stirðnaði upp. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera ég var ekki tilbúin með neia trúverðuglega afsökun fyrir hegðun minni í gær. Það var heldur ekki að hjálpa mér að mér fannst ég ekki geta hugsað skírt með hann svona nálægt mér. Ég blikkaði augunum ótt og títt og roðnaði. Roðnaði? Af hverju í ósköpunum var ég að roðna?
“uh, hæ, ég hef ekki tíma, verð að far, í tíma” ég stamaði og passaði mig að líta ekki í augun hans því ég vissi að ef það væri ekki nú þegar augljóst að ég átti ekki að vera mætt í neinn tíma í miðju hádegishléinu þá myndi flóttalegt augnaráðið mitt gera það.
“sjáumst” ég tók upp töskuna mína og gekk eins hratt og ég mögulega gat í burtu án þess að hlaupa.
Þegar ég komst inn á klósettið andaði ég léttar “húff.” Ég leit í spegilinn fyrir ofan vaskinn sem ég hafði stutt mig við eftir að hafa hálf hlaupið í gegnum allan skólann.
Hvað í ósköpunum hafði gerst ?

Ég var á nálum afganginn af skólanum og neglurnar mínar fengu að finna fyrir því. Ég staulaðist á milli kennslustofa og var svo hrædd um að rekast á Alex að gamli vanin minn sem ég hélt að ég hafði losað mig við til frambúðar gerði vart við sig, að naga neglurnar. Þegar skólin var loks á enda var ég orðin hel aum í puttunum.
Ég vissi en hvað gerði það að verkum að ég var svona tauga stregt, ég hafði verið mjög tilfinninga rík og feimin stelpa alt frá blautu barsbeini en aldrei hafði ég upp lifað neitt þessu líkt. Ég dreif mig upp í herbergi og lokaði á eftir mér. “Ahh” ég þrýsti mér að hurðinni einsog ég væri að reina að halda áhyggjunum og ruglingslegu tilfinniningunum hinum megin við hurðina en ég komst fljótt að því að það virkaði ekki.
En um leit og ég settist í rúmið mitt og gat slakað á virtust allar þessar áhyggjur vera svo barnalegar og hálfvitalegar. Hvernig gat ég leift sjálfri mér að haga mé svona einsog taugaveiklaður kjúklingur? Ég hristi hausinn og brosti að heimskunni í mér. Það var ekkert að óttast, bara ég að snúa öllu upp í allsherjar vitleysu í hausnum á mér einsog ég gerði alltaf. Eina sem ég þurfti að gera var að labba til Alex og biðjast afsökunar. Þetta var svo einfalt. Of, einfalt. Um leið og ég var farin út úr húsinu og á leiðinni til Alex var einsog óöryggið, óvissan og blendnu tilfinningarnar hrísluðust upp bakið á mér með hrollinum sem fylgdi kuldanum sem var úti. “guð minn góður” var ég að verða klikkuð?. Það lá við að ég færi að hlæja þarna fyrir framan húsið mitt. Ég þurfti að pína mig áfram til að hlaupa ekki inn í húsið og beinustu leið inn í herbergi.
Þegar ég staðnæmdist fyrir framan hús Alexar var ég farin að skjálfa einsog hrísla (ekki af kulda þó ég reyndi að sannfæra mig um annað). Ég bankaði laust á hurðina og innst inni vonaði ég að hann væri ekki heima. En mér varð ekki að ósk minni því nokkrum sekontum seinna kom hann til dyra. “Nei hæ” sagði hann og virtist hissa. “hæ” sagði ég feimnislega og forðaðist að líta í augun á honum. “ég hérna ætlaði bara þú veist að biðjast afsökunar ég veit ekki alveg hvað þetta var í gæt kvöldi” malaði ég áfram og greiddi hendinni í gegnum hárið. “ég var ekki í neinum rétti til að öskra svona á þig og…” ég kyngdi, það tók á að segja það sem ég ætlaði að segja næst. “ef þú ert ánægður með Töru þá ætla ég ekki að standa í vegi fyrir þér” ég reyndi að segja þetta með tónlausri rödd sem myndi ekki sína hversu rosalega það tók á mig að segja þetta því ég hreint út sagt hataði tíkina. “æj, Em” aftur kallaði hann mig þessu fáránlega gælu nafni, Em, hvaðan kom það nú eiginlega? Ég þurfti að bíta í tunguna til að segja honum nokkur vel valin orð um það hvað mér fannst um það að hann kallaði mig Em einsog einhvern kjána krakka. “Ég hefði átt að vita betur en að tala við þig um þetta því ja, þú ert einsog mamma mín” hann hló. Ha? Var ég einsog MAMMA hans, hvað? “þú þekkir mig svo vel og við höfum verið vinir síðan, ja, síðan alltaf . Það hlýtur að vera eðlilegt að þú viljir halda mér í burtu frá þessu öllu saman” hann brosti einsog hann gæti séð beint í gegnum mig. En hans skildi ekki. Ég vildi alveg að hann fyndi sér einhverja stelpu en bara ekki hana. Ég var eingin Mamma þó ég vildi ekki að vinur minn myndi mengast af hennar svörtu sál. “Ég er ekki Mamma þín” sagði ég og ég var svo hissa á þessari útskíringu hans að ég gat ekki einu sinni hljómað reiðilega einsog ég hafði ætlað.
“nei ekki bókstaflega” hann sá greinilega á svipnum mínum hvað þetta kom flatt upp á mig því hann setti upp afsakandi svip og virtist vera að reina að finna eitthvað annað málefni. Það kom mér á óvart hvað þetta kom illa við mig. Hugsaði hann um mig einsog móður? Það var, u, óvænt og til að vera hreinskilin stakk það mig beint í hjartað einsog eitraður hnífur, ég var einkennilega tóm einsog hann hafði rifið frá mér hluta af sjálfi mér. Einkennilegt.
“ég held ég verði að fara” sagði ég, jafnvel röddin mín hljómaði tónlaus og flöt.
“ókey, en heyrðu í mér fljótlega” hann horfði á mig þar sem ég staulaðist í burtu með tóman sársauka svip á andlitinu það var einsog ég væri gangandi lík þar sem ég labbaði eftir gangstéttinni og horfði fram fyrir mig. Ég sá ekkert, fann ekkert nema einkennilegan sáran sting í hjartanu.

– Takk fyrir að lesa og ENDILEGA segið mér hvað ykkur finnst og einsog ég sagði hér fyrir ofan verð ég ekkert sár þó að ykkur hafi ekki líkað þetta. Ég veit ósköp vel að ég SÖKKA í stafsetningu svo það eru engar fréttir, svoleiðis koment eru með öllu afþegin ! x)
Annyka