Mér líður oft sem allir séu á móti mér, hati mig, óttast mig, ég fæ þá oft samviskubit yfir hversvegna ég sé hér, ég hef engann tilgang, ég er bara tómleiki í líki, vafinn af svikum hversdagsleikans. Lífið bíður ekki uppá margt. En það sem það býður uppá skortir mig, mig vantar allt það mikilvæga, ást, hamingju, innri fegurð, hugsun, og tillgang, tillgangur er einhvað sem allir þurfa meir en allt, þörfinna fyrir að vita að heimurinn þarfnast þeirra, þörfinna fyrir að vita að þeir geri gang, ég geri ekkjert gagn, ég er ónytjungur, eina sem mig skortir ekki er svartsýnin, óhamingjan, ljótleikinn, og tilfinningar, Það er einsog lífið megi bara ekki vera gott hjá mér, um leið og einhvað gott gerist þá er alltaf, alltaf einhvað sem rakkar mig niður, ég er einsog vanþakklátt barn, ég fæ einhvað gott en ég þarf alltaf einhvað meira, betra, og flottara. Það er kanski ástæðan hví mér líður oft svona illa, kanski er það ekki dýpra en það, Mér finnst að allir eigi að fá einhverja hæfileika, ég fékk aðeins einn sem harla telst sem hæfileiki, kanski það sé kallaður slæmur hæfileiki, ég veit það ekki. Hæfileikinn minn er Vonleysi
Vonleysið mitt er ótrúlegt, ég er án efa vonlausasti maður á Íslandi, en svona er það ef ekkjert gott hefur komið fyrir í langan tíma. Þú dregst alltaf dýpra og dýpra niður þangað til þú missir alla von. Vonleysi er eitt það versta sem til er, það er einsog það sé ekki hægt að vinna vonina aftur, allavega hefur mér ekki tekist það. En hey það er því ég er bara vonlaus, svartsýnn, óttasleginn maður fullur af sjálfshatri. Engum virðist það skipta máli nema mér, vinirnir sem eru reyndar fáir er allveg sama, allveg sama um mig, Kanski. Ég hef komist að því að lífið mitt er bara um eitt, að hata alla sem á veginum mínum er. Enginn er fullkominn, en allir eru misheppnaðir á sinn eigin máta, misheppnaðir mismikið reyndar. En enginn sem ég veit um hefur verið ómisheppnaður, eða réttara sagt fullkominn,
Fullkomnun er í raun ekki til, fullkomnun er bara hvít lygi í raun, ég meina að það er alltaf hægt að bæta hlutina, gera þá betri. Það mætti segja að betrun sé endalaus. Þó oft séu hlutirnir fallegir, flottir, eða það um lýkt, þá eru þeir aldrey fullkomnir. Ég held að það sem e´g ber yfir aðra er allgjör ófullkomun, þó það sé ekki til að sjálfsögðu, allavega er ég ekki nálægt því að vera fullkominn, ef einhver teldi sig algjörlega fullkominn sem ég þekkti, þá myndi ég ekki hika við að finna galla í þeirri manneskju sem gæti t.d verið of hátt sjálfsálit. Því einsog ég sagði þá er fullkomnun ekki til. Það eru margir hlutir eða réttarsagt orð sem eru bara ekki til og munu aldrey verða til, þar á meðal má nefna , fullkomnun og geðveiki.
Geðveikin, geðveiki er ekki til, fólk telur aðra geðveika, og sendir það í rannsókn til annarrar manneskju sem fær borgað fyrir að hlusta og skrifa lyfseðil, þó sálfræðingar og geðlæknar eru mjög vel menntaðir og oft nytsamlegir, þá eru þeir samt að stunda einhvað, sem er ekki til staðar, nei heyrið geveikin er ekki til staðar. Margir teldu mig eflaust geðveikan að segja þetta, en þetta er satt, allavega veit ég að margir trúa á geðveikina, en hver væri það geðveikur að senda sig á hæli ?? Enginn, fólk getur verið misskrítið, en aldrey geðveikt. Ég er t.d stórkrítinn, og öðruvísi.
Öðruvísi, já ég viðurkenni það, ég er öðruvísi en aðrir, þá er ég ekki að segja að ég sé samkynheygður, neinei alls ekki, ég er bara öðruvísi en annað fólk, ég t.d klæði mig frábrugðið, hugsa um annað, það bara gerir fólk áhugavert að vera öðruvísi. Ef allir í heiminnum væru eins þá væri nóg að þekkja eina manneskju eða bara sjálfan þig, til að þekkja restina af heiminum, Ég er þó ekki að segja við fólk að það eigi að verða eins frábrugðið veruleikanum og það hugsast getur, alls ekki, veruleikinn er þörf,
Þarfir, þarfirnar eru margar, og mismunandi eftir fólki, helstu þarfirnar eru fæða, ást, ummhyggja, og ég gæti haldið áframm framm á nótt, en gerviþarfirnar eru einnig margar, gerviþarfir eru hlutur sem ég nota vissulega einsog hver annar, en þær eru samt skammarlegar, enginn manneskja þarfnast coke cola , eða megrunarduft, þetta eru dæmi um gerviþarfir, einhvað sem klókir sölumenn hafa heilaþvoð mannkynið með, auglýsingar, kynningar, efni sem gerir fólk háð vörunni og annað, Gerviþarfir eru bæði góðar og slæmar, oftast þó slæmar. Ég myndi ekki undrast ef að coke fyrirtækið og megrunarfyrirtækið væri undir höndum sama eiganda, sama sölumanninum. Hann framleiðir fitandi drykki og selur svo megrandi duft, afhverju ekki bara að hafa coce blandað í megrunar duft, það væri reyndar ógeðslegt,
En hey ég er hættur að skrifa , nenni þessu ekki, andskotans leti í mér,
Ég er bara farinn að sofa eða einhvað ,
BLESS
Kv mr Vonlaus




HjaltiG

þetta eru eiginlega bara hugleyðingar sem ég á ;) var ekki viss hvar ég átti að láta þetta svo ég skellti þessu bara hingað, ef það er einhvað gott um þetta þá get ég haldið áfram endalaust ;)

Hjalti