Jæja ég var eitthvað í góðu skapi þannig ég ákvað að seklla næsta kafla inn þar sem ég var búin að skrifa hann. Svo mun örugglega ekkert heyrast í mér næstu 2 vikurnar haha.

9. kafli

Nýr dagur, ný skólavika. Það var mánudagur. Ég hafði sofið illa en mundi ekki neitt af því sem mig hafði verið að dreyma. Mér fannst eins og mara hefði legið á mér alla nóttina. Um leið og ég vaknaði um morguninn vissi ég að eitthvað var að, ekkert sem ég gat sett fingur mína á en það var eitthvað. Þessi ákveðna…tilfinning.

Ég hafði enga einbeitingu í skólanum, ég var eirðarlaus og langaði ekki í neitt að borða heldur. Ég var ekki að verða veik, ég vissi það vel, þetta var nær tilfinningunni sem ég fékk alltaf sem barn. Þegar það var eitthvað rangt meðal andanna, ef svo má segja. Það var eitthvað að fara að gerast, þetta var lognið á undan storminum.

Auðvitað varð mér hugsað til mannsins með hattinn þar sem ég sat í sögu með Anton og Emelíu. Kennari var að blaðra um seinni heimstyrjöldina, mér var illa við stríð, þeim fylgdi ofbeldi og dauði. Hvort tveggja átti það til að búa til eirðarlausa drauga.

Þar sem ég var að slá blýantinum í skólaborðið og fylgdist letilega með töflunni tók ég eftir því að lampinn á kennaraborðinu flökti. Guð minn góður, ótrúlega óhugnanlegt ekki satt? Nei það var ekki flöktið í lampanum sem var óhugnanlegt, heldur hvað olli því. Ég vissi að draugar áttu það til að fikta með rafmagn.

Skyndilega sá ég svarta veru skjótast í gegnum vegginn og út hinu megin á skólastofunni. Það hreyfði sig of hratt, ég hafði ekki séð hver eða hvað þetta hafði verið. Án þess að pæla í því leit ég við þar sem Alísa sat, hún var bara að glósa í rólegheitum og virtist ekki hafa tekið eftir neinu. Þá gerðist það aftur, vera hljóp í gegnum herbergið og nær mér í þetta skiptið. Alísa leit upp alvarleg á svip. Augnaráð okkar mættust, hún hafði séð veruna án efa núna. Við áttum saman augnablik sem hafði ekki átt sér stað í mörg ár, augnablik þar sem við vissum. Hún lyfti annarri augnabrúnni og leit á silfurkeðjuna á hálsmeninu mínu sem var falið undir bolnum. Hún vissi að ég átti ekki að geta séð drauga lengur.

Skyndilega kom hann aftur, í þriðja skiptið, og hljóp beint að mér og í gegnum mig sem fékk mig til að missa andann. Mér varð ískalt eins og einhver hefði hent mér ofan í jökulsárlón og ég barðist við að ná andanum. Ég heyrði líka út undan mér háværan smell frá hálsmeninu mínu.

Alísa rétti upp hönd. –Kennari, má ég taka Elísabetu inn á klósett, henni líður ekki vel.

Anton og Emelía sem höfðu verið að spila hengimann lytu undrandi upp til mín.

Kennarinn leit á mig og Alísu. –Já já en verið snöggar, ef þetta er eitthvað alvarlegt farið þá til hjúkkunnar.

Alísa kinkaði kolli og tók undir handlegginn á mér og leiddi mig út. Ég fann hvernig ég skalf af kulda. Við gengum þöglar að klósettinu sem var í hinni álmunni, það var minnst notað.

-Hvað í fjandanum er í gangi? spurði Alísa þar sem hún lokaði hurðinni.

-Ekkert, sagði ég og lét heitt vatn renna úr krananum á frosna fingur mína.

-Ekki láta eins og asni Beta! sagði Alísa. Hún hafði fundið upp á því að kalla mig Betu þegar við vorum litlar. Ég hafði saknað þess. En allra helst vináttu hennar. Nathan reyndar hafði tekið upp á því að kalla mig Betu einnig af einhverri ástæðu.

-Ég veit að þú sást veruna þarna áðan, hélt Alísa áfram. –Ég hélt að þú hefðir lokað fyrir skyggnigáfuna, laugstu að mér?!

-Nei, hvíslaði ég. –Ég lokaði á það, allt saman.

Ég dró hálsmenið undan bolnum og það var hræðilegt að líta á það, það hékk varla saman.

-Hvað? …bíddu er þetta ekki, byrjaði Alísa.

-Jú, sagði ég. –Það er að brotna…

-Ég hélt að þú hataðir þetta, hvers vegna eru hætt við núna?! spurði Alísa.

-Ég er ekki hætt við, sagði ég og leit í augun á henni. –Það er bara ekki hægt að loka á þetta lengur.

Andlit Alísu sýndi margar blandaðar tilfinningar. Svo mikið hafði gerst á milli okkar og það hafði allt farið í vaskinn 5 árum áður þegar ég lét loka á mig. Við vissum ekki um neinn annan en hvor aðra sem hafði þennan hæfileika.

Hún snéri sér frá mér. –Komdu aftur í tíma þegar þú ert tilbúin.

Með því gekk hún út og skildi mig eftir eina.

Ég dró djúpt andann. Ég hafði ekki talað svona mikið við Alísu seinustu fimm árin. Þetta samtal virtist samt ekki hafa breytt neinu. Hún var enn sár út í mig, sár vegna þess að ég skildi hana eina eftir á mörkum lífs og dauða.
Skyndilega kom svarta veran inn um baðherbergisvegginn. Hann virtist hika nokkra stund en á ógreinilegum hraða þaut veran í gegnum mig aftur. Mér fannst eins og það væri verið að stinga mig með ísköldum rýtingum. Þá gerði ég mér grein fyrir því hvað var í gangi, þetta var maðurinn með hattinn, hann hafði fundið leið í kringum hálsmenið mitt. Hann gat ekki snert mig meðan ég var með það vegna þess að hann ætlaði sér að valda mér skaða. Hann var að nota minni og máttlitla drauga til að bögga mig. Þeir vildu ekki endilega meiða mig en snertingin við þá var að eyðileggja hálsmenið. En þar sem hálsmenið greindi þá ekki sem neina sérstaka ógn hrinti það þeim ekki frá en framdi sjálfsmorð í leiðinni.

Ég sá hann út undan mér þar sem hann brosti út í horni. Draugurinn var ný kominn í gegnum mig þegar ég heyrði það brotna.

Þetta var eins og eina hljóðið í heiminum, brothljóð og ég sá glitrandi búta af meninu fljúga upp og silfurkeðjuna með. Tómt augnablik, óvissa og ótti, tími og rúm var ekki til lengur. Tíminn tók við sér aftur og var ekki seinn að sýna mér hvað ég hafði misst af. Það var eins og einhver hafði opnað himininn bara til að sýna mér hundrað himna þar fyrir aftan. Hugur minn fylltist af sýnum, brotum, tilfinningum, með svo miklu hljóði að það varð að suðandi tíðni sem ég gat vart greint úr. Ég sá verur allt í kring, leiðar, reiðar, þær blikkuðu og voru þar eða ekki. Eina staðbundni hluturinn sem ég sá var maðurinn með hattinn þar sem hann hallaði sér upp að veggnum.

Ég greip í vaskinn í þeirri von um að halda mér uppi. Ég sá sjálfan mig í speglinum. Andlitið var hvítt sem dauðinn og augun miklu ljósari en vanalega. Ég skalf af áreynslu. Ég gat ekki stjórnað neinu, það var eins og það væri verið að sýna mér allt sem ég hafði misst af síðustu fimm árin. Ég fann fyrir snertingu, ég fann fyrir bragði, ég fann lyktina af ýmsum hlutum og upplifði hluti sem ég hafði aldrei séð áður. Þetta gerist svo hratt, of hratt, líkami minn gat ekki fylgt huga mínum í gegnum þetta.

Ég féll á baðherbergisgólfið þar sem hnén gáfu sig. Heimurinn snérist í hringi. Ég fann fyrir bleytu á andlitinu, það voru tár, ég var að gráta. En ég gat ekki fundið fyrir neinni tilfinningu, allavega ekki minni eigin bara úr sýnunum. Nei það var lygi, það var undirliggjandi tilfinning, kaldur ótti, rauður þráður í gegnum óreiðuna og brjálæðið í huga mér.

Maðurinn með hattinn stóð á miðju gólfinu, svört kápan leið um letilega eins og í mjúkum vindi. Hann tók skref í áttina til mín og mér fannst jörðin hristast eins og í jarðskjálfta. Annað skref, hann var viss um sigur, það mátti greina það í augum hans.

Ég notaði það seinasta sem ég átti eftir af styrk og hálfskreið, hálfhljóp yfir gólfið í átt að hurðinni. Ég reyndi að opna hana en hún vildi ekki haggast. Draugar gátu gert það ef þeir voru nógu gamlir og máttugir, þeir gátu hreyft hluti, lokað dyrum, brotið glugga. Ég skalf af ótta. Málið er að draugar geta sjaldan snert fólk, en fólk eins og ég sem var þegar með annan fótinn í hurðinni að vídd þeirra var hægt að snerta, skaða. Og ég var viss um að maðurinn með hattinn vissi það alltof vel.

Hann gekk upp að mér og ég þorði ekki að hreyfa mig. Hann var miklu hærri svona nálægt og ég sá andlitið á honum betur en ég hafði nokkurn tíman séð það áður, ég tók eftir öri fyrir ofan vinstra augað á honum. Hendur hans íklæddar í hanska gripu í mig, hann virtist vera alveg jafn raunverulegur og lifandi og aðrir. Hann lyfti mér upp eins og ég væri ekki neitt og henti mér yfir baðherbergið.

Nokkrar sekúndur í loftinu, ekkert og svo harður skellur og sársauki. Ég lenti á speglunum á veggnum og féll loks niður á vaskana sjálfa. Hávært brothljóð ómaði um herbergið og mig svimaði rosalega. Beitt sem hnífsblöð flugu brotin úr speglunum og vaskinum sem skildu eftir rauðar línur á líkama mínum. Ég var með dýpri skurði á fótunum og brátt án efa illa marin. Vaskurinn hafði brotnað þannig að kalt vatn sprautaðist út úr veggnum og fyllti gólfið af vatni. Ég gerði mér ekki alveg grein fyrir því að ég hafði meitt mig, ekkert af þessu virtist vera raunverulegt.

Þá skyndilega lyfti maðurinn með hattinn mér upp og hélt mér nánast með umhyggju.

-Þú vilt losna við þetta allt saman, ekki satt? hvíslaði hann í eyrað á mér.

Ég kinkaði hægt kolli.

-Af hverju ættir þú að þurfa að finna fyrir sársauka annarra og vandamálum þeirra? Af hverju þarft þú að finna fyrir illsku þessa lífs?

Hann strauk hönd yfir handlegginn á mér og loks setti eitthvað í lófann á mér. Í mínu ástandi tók það mig langan tíma að gera mér grein fyrir að þetta var hnífur.

-Þú getur endað það allt hérna, auðveldlega.

Orð hans voru sem silki, lokkandi og lofandi. En innst inni vissi ég að orð hans voru dropar af eitri. En ég var ekki í nógu góðu sambandi við innri part huga míns eins og var. Ég vildi ekki þurfa að kljást við þetta, hann, alla aðra drauga, allan óttann, allan sársaukann. Dauðinn virtist vera svo auðveld lausn á þessu öllu. Flóttaleið.

Án þess að hugsa út í það, af því að hugsa var allt of fólkið þetta augnablik, leyfði ég honum að leggja hnífinn upp að púlsinum í úlnliðnum. Hönd hans á minni, sem hélt utan um hnífinn, hélt hann hnífnum þarna nokkra stund þar til hann setti meiri þyngd á hnífinn. Hann skar djúpt í höndina á mér og loks með snöggu handbragði upp í átt að handleggnum á mér. Gapandi sár opnaðist og blóð flæddi, óeðlilega rautt. En mér fannst ekki eins og þetta væri að gerast. Mér fannst ég vera utan líkama míns, engin tenging við hann, þetta var eins og að horfa á bíómynd. Án þess að vita að því stakk hann hnífnum einnig í hinn úlnliðinn á mér. Eftir það vantaði hluta inn í minningar mínar.

Ég lá á gólfinu með gler út um allt og kalt vatnið byrjað að bleyta fötin mín, vatnið var litað rautt hér og þar. Augnaráð mitt festist á veggin án nokkurs áhuga.

-Sé þig hinu megin, sagði maðurinn með hattinn, hneigði sig og hvarf.

Það skipti mig litlu máli. Ég hugsaði ekki einu sinni út í það. Ég bara var í nokkur andartök, köld og fann ekki fyrir neinu í kringum mig. Hugur minn beindist nokkra stund að málverki sem ég hafði séð, mynd af Opheliu þar sem hún lá í köldu vatninu, vissi ekki um neitt í kringum sig og hægt og rólega að deyja.

Heyrði ég eitthvað hljóð? Eða var þetta bara hluti af draugunum í kringum mig? Ég vissi það ekki. Ég var rétt eins og Ophelia Shakespears, óvör um heiminn í kringum mig. Myrkur kom rétt eins og svefn, tók mig í arma sína og fyllti mig af myrkri, en ákveðnu öryggi. Það var eins og svefninn sem ég þurfti hefði loksins komið eftir langan dag, hvíld, endir, ró.

Ekkert.
kveðja Ameza