Það var byrjað að hausta. Mér hefur alltaf fundist haustið vera einstaklega laumuleg árstíð. Maður var að njóta lokum sumarsins þegar maður tekur allt í einu eftir litríkum laufblöðunum á trjám og runnum. Loftið byrjaði hægt að kólna þannig að maður þurfti að fara að finna jakkana sína aftur. Sumir virkilega dá þessa árstíð en ég hef alltaf elskað þær allar fyrir sína mismunandi kosti. Haustið var árstíð lita þar sem jörðin féll í djúpan svefn. Frostið og fyrsti snjórinn um veturinn, hvítleiki fannarinnar og fegurðin átti alltaf sess í hjarta mínu. Svo loks þegar maður varð orðin þreyttur á kuldanum kom vorið og smám saman lifnaði allt við aftur. Loks kom sumarið, ársíð hlýju og frelsis.
En ég var ekki að njóta haustsins í þetta skiptið. Sara var horfin en maðurinn með hattinn var farinn að láta á sér kræla og það var mjög, mjög, mjög slæmt. Ég var uppstrekkt og taugaveikluð, hoppaði af hræðslu rétt svo þegar ég sá skugga. Gamli óttinn var kominn aftur.
Laugardagur í dag, ég var upp fyrir haus í heimavinnu og hafði enga einbeitingu til þess að leysa efnafræðiformúlur. Sem gerðist oftar en maður mætti halda, en það var einstaklega erfitt þennan daginn.
Skyndilega hringdi farsíminn minn sem gerði það að verkum að ég æpti upp fyrir mig.
-Halló? svaraði ég.
-Hæ, sagði rödd sem ég þekkti mjög vel. Emelía.
-Hæ, hvað segist? sagði ég.
-Sko, ég var að pæla. Hversu mikið ertu að drukkna í heimavinnu? spurði hún.
-Bara smá, sagði ég þar sem ég nennti hvort eð er ekkert að vera að læra.
-Nennirðu að koma með mér og Anton út í kvöld, ásamt nokkrum fleirum?
-Já já, gera hvað?
-Bara borða saman og fara í bíó…
Það var eitthvað í hikinu hennar sem mér fannst undarlegt. –Hvað meinarðu með nokkrum fleirum?
Hún hóstaði vandræðalega. Ég hafði hitt naglann á höfuðið.
-Okei þetta er meira þannig að ég er að biðja þig að komameðmérátvöfaltstefnumót.
Hún sagði seinasta partinn einstaklega hratt en ég hélt að ég hefði náð þessu.
-Heyrði ég þetta rétt Emelía? Sagðirðu tvöfalt stefnumót?
-Já, sagði Emelía með auðmýkt.
Ég þagnaði.
-Æ, gerði það!! Ég fékk Anton til að lofa mér að fara á stefnumót með mér en það er einhver vinur hans í bænum og hann vildi ekki skilja hann eftir…
-…þannig þú hélst að þú gætir sett hann í mínar hendur?
-Æ ekki segja það svona Elísabet. Þetta verður meira bara svona við fjögur að hanga saman.
Ég andvarpaði. –Jæja þá, jæja þá.
Það mátti heyra Emelíu öskra af gleði á hinum endanum.
-Ég á inni hjá þér! sagði ég hvasst.
Hvernig endaði ég alltaf í einhverju svona veseni?
Þannig að ég hitti þau um sjöleitið á litlum ítölskum stað sem við fórum oft á. Ég fann þau þrjú við innganginn.
-Hæ, hæ, sagði ég og veifaði til þeirra.
-Elísabet! sagði Emelía og faðmaði mig. –Takk, takk, þakka þér svoooo mikið, hvíslaði hún í eyrað á mér.
Ég gaf henni illt augnaráð en hún hló bara.
-Elísabet, þetta er Baldur, sagði Anton og ég heilsaði stráknum sem var með þeim.
Hann var jafnaldri okkar og var gamall vinur Antons síðan hann bjó annarstaðar. Hann var heldur hávaxinn með ljósbrúnt hár og dökkblá augu. Hann brosti til mín með einstaklega fallegu brosi og tók í höndina á mér.
-Gaman að kynnast þér, sagði hann. Ég kinkaði kolli og brosti til baka. Jæja hann virtist vera nógu kurteis og myndarlegur til þess að ég myndi lifa af kvöldið.
Við gengum inn á veitingastaðinn þegar ég fékk hroll og ég sá skugga út undan mér.
-Er þér eitthvað kalt? spurði Baldur.
-Nei, nei, sagði ég og hristi hausinn.
Við settumst öll niður við borð og pöntuðum matinn. Ég fékk mér pítsu þar sem mig var búið að langa í pítsu í allan dag meðan þau hin pöntuðu sér einhverja pastarétti.
-Spilarðu á einhver hljóðfæri? spurði Baldur mig þar sem við vorum að bíða eftir matnum.
-Já, sagði ég og brosti. –Ég spila á píanóið.
-Virkilega? sagði Baldur og brosti. –Ég líka.
Þetta var byrjunin á mjög löngu samtali sem Emelía og Anton gátu ekki fylgt vel þar sem þau voru bæði óspilandi aumingjar. Okei, Anton spilaði á gítar en hann hafði ekkert vit á klassískri tónlist.
Maturinn var einstaklega góður og mér kom alveg nokkuð vel saman við Baldur. Það var auðvelt að tala við hann og við virtumst eiga ýmislegt sameiginlegt. Ég hafði náð að gleyma áhyggjum mínum og njóta kvöldsins.
Þar til við fórum í bíó. Við stóðum í miðaröðinni þegar ég sá svartan skugga á sveimi í kringum Emelíu. Skugginn tók á sig mynd mannsins með hattinn. Ég horfði illilega á hann og fann gæsahúð læðast yfir mig. Hann kinkaði til mín kolli en hélt áfram að vera á sveimi. Þetta minnti mig óþægilega mikið á hvernig hann hafði sveimað í kringum fjölskyldu mína mörgum árum fyrr.
Þegar við vorum búin að ná í miðana afsakaði ég mig á klósettið og náði að skilja Emelíu eftir. Ekki auðvelt skal ég segja þér. Ég gekk inn og tjekkaði á öllum stöllunum, það var enginn hérna. Maðurinn elti mig inn.
-Jæja, hvernig hefur þú það á þessum fallega degi? sagði hann með lúmsku brosi.
-Alveg ágætlega þar til þú komst, sagði ég.
-Oh ég er viss um að þú saknaðir mín, sagði hann og brosti.
-Hvað viltu?
-Ég er bara að skoða nýju fínu vinina þína, sagði hann með kæruleysislegri handahreyfingu.
-Þú ert ekki að eltast við vini mína í þetta skiptið er það?
Brosið hélst á vörum hans en augnaráðið varð einstaklega kalt og tilfinningalaust.
-Nei, ekkert sérstaklega. Svo að þú manst það sem ég sagði við þig þegar þú varst yngri? Bravó fyrir þér.
-Hvers vegna viltu líf mitt?
Hann hló. –Það myndi vera svo gaman! Þú dáin og ég get lofað þér því að þú verður draugur. Þá get ég stjórnað þér fullkomlega og haft þig ávalt hjá mér. Eins og sumar óheppnar sálir…
Þegar hann sagði þetta gat ég séð dauflega skuggana af öðrum draugum, öndum sem hann hafði bundið við sjálfan sig. Þeir gátu ekki haldið ferð sinni áfram.
-Illmennið þitt, sagði ég lágt.
-Hafðu engar áhyggjur, þú færð að leika við þau fljótlega, sagði hann um leið og hann færði sig nær mér. Ég tók skref til baka en hann var nú þegar kominn alveg upp að mér. Hönd hans klædd í hanska teygði sig til mín en svo stoppaði hann. Birta skein af hálsmeninu mínu og hann bakkaði bölvandi.
-Lýtur út fyrir að ég þurfi að vera þolinmóður, sagði hann. -Sé þig seinna elskan.
Hann hvarf. Ég var mjög hissa á því að það sem eftir var af hálsmeninu mínu hafði verndað mig. En hve lengi?
Ég dró andann djúpt að mér og reyndi að róa mig niður. Ég var köld að innan en smá neisti lifði ennþá innra með mér, ég var ennþá örugg, hálsmenið mitt verndaði mig enn. Ég var eins örugg og ég gæti verið miðað við aðstæður. Ég leyfði mér ekki að hugsa út í það hvað myndi gerast þegar þessi síðasta vörn mín myndi deyja. Í stað þess fann ég vini mína og skemmti mér eins mikið og ég gat með þeim á þessu stórkostlega haustkvöldi.
Þegar við röltum heim var Emelía og Anton þó nokkrum skrefum fyrir aftan mig og Baldur. Þau voru að hvíslast lágt á og brostu hlýlega til hvort annars. Mér hlýnaði alltaf að innan að sjá tvo bestu vini mína svona saman og vonaði að það myndi endast lengi.
-Þetta er virkilega falleg borg, ekki satt? sagði Baldur kæruleysislega.
-Ætli það ekki, sagði ég. –Það fer eftir ýmsu.
-Bærinn sem ég og Anton bjuggum í var allavega mjög lítill. Ég hef verið að hugsa um það að fá að flytja hingað til frænda míns þar sem ég er að sækjast eftir alvarlegra píanó námi en bærinn minn býður upp á. Þegar ég útskrifast gæti verið að ég reyni að komast í Listaháskólann hérna.
-Ó það hljómar æðislega, sagði ég. –Ætlarðu að reyna að vera píanóleikari að atvinnu?
-Það er draumurinn, sagði hann og brosti feimnislega.
-Ég öfunda þig, sagði ég. –Ég hef ekki hugmynd um hvað mig langar að gera eftir þennan skóla.
-Ég er viss um að þú finnur út úr því, sagði Baldur. –Heldurðu að það verði pláss fyrir mig í skólanum þínum þangað til?
-Án efa, sagði ég og brosti til hans.
Með þessu kvöldi endaði tímabil í lífi mínu sem ég á það til að hugsa til. Þetta var ein af mínum bestu og rólegustu minningum eins og var. Það vildi svo til að eftir þennan dag var sunnudagur, þessi sunnudagur skipti reyndar engu máli heldur mánudagurinn eftir hann. Það var mánudagurinn. Líf mitt var að fara að taka stórum breytingum og það var ekkert sem ég gat gert til að koma í veg fyrir það. Jafnvel þótt ég hefði vitað hvað var að fara að gerast. Mínir hamingjusömu dagar voru liðnir og tími myrkurs og óvissu tók við.
Njótið vel og athugasemdir vel þegnar :)
kveðja Ameza