Ég opna augun, helvítis vekjaraklukkan.
Verst að ég man aldrei martröðina þegar ég vakna, þá mundi ég kannski skilja afhverju hún hvelur mig nótt eftir nótt, stelur frá mér hugarró sem ég þarfnast.

Svart tóm depurðinnar dregur meira úr manni en ótal svefnlausar nætur. En afhverju dapur? Líf mitt hefur verið eins rennislétt eins og hugsast getur. ég á millistéttarforedlra, bý í millistéttarhúsi, gegn í millistéttar skóla og á millistéttarkött. Semsagt líf mitt er einn meðalvegur.
Samt er einhver tómleiki sem nagar mig, einhver rotin tilfinning sem dregur allan vilja úr mér. Ég er næstum hættur að hugsa, það er of sárt.

Músslíið er eitthvað extra súrt í morgun, eins og einhver hafi stráð hráum hversdagsleikanum á það til að dagurinn haldi nú tempói hjá mér, en ég læt mig hafa það.

Mér finnst eins og standi á brúninni, það er loksinns kominn tími til að velja hvort ég snúi við eða falli frammaf ofan í svertuna.

Lækjartorg er sá staður sem ég nýt mín best í.
Hann er eins og örskurður af þjóðfélaginu í heild, allar stéttir koma þarna saman með eitt sameiginlegt markmið: Að taka strætó!
Þarna getur maður fylgst með öllu án þess að nokkur maður sé að skipta sér af manni, maður er í friði án þess að vera einn.

Ég elska aðeins tvennt.
Annað er hlutur, Minolta SG-1 myndavélin mín. Hún er alltaf með mér, ljósmyndun er mín eina ástríða. Þegar maður tekur myndir af andlitum lærir maður meira um viðkomandi en 1000 samtöl kenna manni, Ljósmyndin er hin fullkomna hreinskylni.

Ég elska líka Guðrúnu.
Ég hef tekið 296 ljósmyndir af guðrúnu, hver ein og einasta hengur uppi á vegg, þær eru eins og kvikmynd, ef að maður horfir rétt, maður verður að skilja til að skynja.

Verst að Guðrún þekkir mig ekki.
Ég hef bara eina sinni talað við hana, hún man ábyggilega ekkert eftir því, en ég man hvert einasta orð….

“Sæll…Ég heiti Guðrún…ég er með þér í Sænsku..”

“Já….sæl”

“Veistu nokkuð hvort Ingibjörg kennari sé veik?” Spyr hún og brosir.

“É é ég bara veit ekki” stama ég fautalega útúr mér

“Jæja…það veðrur bara að koma í ljós…við allavegana sjáumst í tíma” segir hún og kveður.

Bara svona ómerkilegt skvaldur skipti mig meira máli en nokkur hlutur hefur gert í langan tíma.

Aftur heima.

Ég stari á veggin, hver mynd segir littla sögu, ég man eftir hverri einustu mynd.
Mér finnst eins og heilinn á mér sé að springa!

Ég rugga á brúninni.

Hún er þráhyggja mín, mitt markmið, hún er tilgangurinn.
Án þess að reina held ég áfram að vera skel, ég verð að reina.
Á morgun.

Aftur Skóli.

Ég sit. hún situr í hinum endanum en ég sé hana samt, hún er að lesa.

Ég verð að reina!

Ég stend upp, ég finn hendurnar byrja að svitna, hvað á ég að segja við hana, á ég að kynna mig? Skjóta fram einhverri pælingu til að heilla hana? Skiptir ekki máli, ég bara verð að reina.

Ég er hálfnaður, ég sé hana betur.

En útúr myrkrinu stígur djöfullin, hann grípur um mitti hennar, hvíslar lygum í eyra hennar, hún brosir.

Veröld mín fellur saman. Eins og Jenga turn sem síðasti kubburinn hefur verið dreginn úr fellur allt og brotnar í þúsund mola.

Ég var of seinn, það var annar á undann, mér langar að hata hann, ég verð að hata hann! En hernig get ég hatað einhvern sem er hugrakkari en ég? Einhvern sem tekur skrefið á meðan ég skapaði fantasíu í hausnum á mér, nú er allt of seint, tilgangurinn horfinn, tilveran brostin.

Aftur heima.

Ég ríf allar myndirnar niður í ofsanum, í bræðinni.
Tæti hverja einustu mynd, hverja minningu.
Ég finn kalt loftið leika um andlit mitt þegar ég fell frammaf brúninni.

Veggurinn er tómur. Tættar minningar þekja gólfið.
Líf er ekkert líf á tilgangs, og hver er tilganguinn í að hafa tilgang ef að maður hefur engann til að deila honum með. Nei, þetta endar allt hér.

Ég fer inná baðherbergi og kem kannski aldrei aftur út.
Skiptir það svosem einhverju máli?



Ég opna augun, helvítis vekjaraklukkan.

Svo að þetta er martröðin?
Nú skil ég…