Hafið þið einhverntíman velt fyrir ykkur tónum tilverunnar?
Það er eins og að allt í þessari veröld sé málð með tónlist, hver tilfinning á sinn tón, hver litur á sitt stef og hver atburður á sér lag.
Hafið þið einhverntíman prufað að ganga um göturnar og hlustað á heiminn, heyrt alla þessa tóna sem heimurinn hefur uppá að bjóða?
Það hef ég gert…
Þvílíkt undur sem heimurinn verður, allt fyrllist tvöfaldri meiningu, tilgangurinn með þessu öllu verður skýr í örfáar mínútur
en um leið og maður dettur inn í tónlausann hversdagsleika hugsanna sinna hverfur öll uppgötvun um betra líf og allt vðerur öskugrátt eins og í gær.
Tónlistin fyllir lífinu lit og hreyfingu og fegurð. Jafnvel daprir og bitrir tónar heimsinns fylla mann einhverskonar tilfinningu sem maður getur ekki útskýrt. Í staðin fyrir að horfa á heiminn í gegnum kýrauga syndir maður í gegnum hann, sogar inn í sig hvert smáatriði.
Skoðið einhverntíman heiminn í tónum, það mun breita sýn ykkar á allt…
Allavegana í smá stund…