Jæja merkilega stutt á milli kafla hérna. Þessi kafli er frekar langur, ég vona að þið hafið þolinmæði í það að lesa hann, ég nenni bara ekki að skipta honum í tvennt þótt að seinustu 3 bls séu eiginlega nýr kafli :P


7. kafli


Það var kominn kvöldmatur þegar ég kom loksins heim og ég borðaði spaghettí og hakk með móður minni sem röflaði um vinnuna og hina og þessa aðgerð. Síðan ég var barn hafði ég þróað sterkan maga til að þola sögur móður minnar við matarborðið. Þessir skurðlæknar.

Eftir að hafa sett í uppþvottavélina fór ég upp í herbergi og eina ferðina enn í tölvuna. Ef þessi maður var tilbúinn til þess að nauðga einni stúlku hvað myndi stoppa hann frá því að nauðga annarri? Í þetta skiptið þurfti ég að finna blogg og spjallsíðurnar, þar sem krakkar töluðu. Mér tókst að finna gamalt efni um Maríönnu, þar sem stelpur voru að tala illa um hana. Öfund, það kom mér ekki á óvart, það varð að segjast að þessi Einar var alveg sjarmerandi. Ég fór að einbeita mér að honum, það var mikið skrifað um hann, hvað hann væri yndislegur og öðru hverju um einhverjar stelpur sem voru að hanga allt of mikið utan í honum. Loks rakst ég á myndir af gömlu skólaballi þar sem hann stóð með tvær stelpur hliðin á sér og ég hélt að hjartað myndi hoppa út úr brjóstkassanum á mér.

Ég þekkti andlitið á henni, ég trúði því ekki. Ég hafði fundið hana, hengdu stelpuna! Ég skrollaði niður og nöfnin þeirra stóðu þarna. Sara, hét hún, Sara Elín Gunnarsdóttir. Ég Googlaði hana og fann allt saman, kjaftasögur um hana og Einar og loks blaðagrein um dauða hennar. Sjálfsmorð. Hún hafði hengt sig í skólanum, þetta passaði allt saman. Sara ég fann þig!

Næsta dag fór ég á bókasafnið bara til að vera fullkomlega viss. Það var skýrsla um hana, hún hafði bara átt eftir eina önn áður en hún útskrifaðist. Hún var 19 ára þegar hún lést.

Ég fann fyrir nærveru hennar bakvið mig, ég var glöð að bókasafnið var nánast tómt.

-Hæ Sara, hvíslaði ég og snéri mér við. Í þetta skiptið hékk hún ekki í loftinu heldur stóð á gólfinu en með lykkjuna hangandi kæruleysislega niður. Ég sá hana óvenju skýrt sem fékk mig til að lýta niður á hálsmenið mitt, nei það virtist allt vera í lagi.

-Ég er búin að finna út úr þessu, hvað viltu að ég geri núna, hvíslaði ég áfram.

Hún sveif eftir gólfinu að bókahillu, ég elti. Hún benti á eina bók: Sannleikurinn um Aztekana. Hvað höfðu Aztekar að gera með þetta? En þá fattaði ég að hún var ekki að benda á bókina heldur orðið. Sannleikurinn.

Ég kinkaði kolli. –Ég skal sjá til þess að foreldrar þínir fái að vita sannleikann.

Mér virtist hún kinka kolli nokkra stund en svo hvarf hún. Ekki endanlega, hún mundi sennilega ekki gera það fyrr en ég stóð við minn hluta.

Ánægð í bragði fór ég í næsta tímann minn, þetta mál var alveg að klárast. Það var samt eitthvað sem var að bögga mig, mér fannst Sara einhvernvegin ekkert hafa verið svo ánægð, eins og hún vildi ennþá eitthvað meira… Nei það var sennilega bara það ég átti að láta umheiminn vita að því hvers konar ógeð Einar var í raun og veru.

Ég byrjaði að glósa mjög sakleysislega í tíma og reyndi að fylgjast með því sem kennarinn var að segja þegar það kom yfir undarleg tilfinning. Ég gerði bara ráð fyrir að þetta væri Sara eitthvað að böggast í mér þannig ég lét það ekki á mig fá, en 10 mínútum seinna tók ég eftir því að ég hafði ekkert verið að glósa jafn mikið og ég hélt. Í staðin fyrir glósurnar voru komin önnur orð eins og ég hafði lent í áður.

„Hvað ertu að gera? Láttu mig vera…hættu! Nei, ekki…nei, nei, nei, ég vil ekki deyja! Morðingi!“

Ég fraus, þetta var án efa frá Söru, ég þekkti náveru hennar. En hvað var í gangi, var þetta eitthvað sem hún hafði upplifað? Á prófinu hafði hún einnig kallað á hjálp, hvernig hafði ég ekki tekið eftir því? Hvað ef þetta var ekki útaf nauðgun heldur einnig morð..? Gæti Einar hafa drepið hana og látið þetta líta út fyrir að vera sjálfsmorð? Gat það virkilega verið? En hvers vegna í ósköpunum?

Ég fór yfir þetta í huganum, hvað var öðruvísi með Söru og Maríönnu? Af hverju ætti hann frekar að drepa Söru en Maríönnu? …nauðgun = kæra. Ætlaði Sara að kæra Einar?
Ég skrifaði þetta niður í bókina og krotaði nokkur spurningamerki í kring. Skyndilega fann ég fyrir hönd á öxl minni, Sara. Var hún að segja mér að ég var á réttri leið?

En vissu foreldrar þínir ekki af Einari? skrifaði ég niður.

Mér fannst sem hún hristi hausinn þótt ég sæi hana ekki, en það var einhver neitun sem kom frá henni.

Hótaðir þú honum kæru? skrifaði ég áfram.

Í þetta sinn svaraði Sara játandi.

Einar hlaut þá að hafa haft áhyggjur af kennarastöðu sinni og konu, ég vissi að hann var giftur maður.

Sara hvarf aftur, ég hlaut að vera á réttri leið núna. En Einar hlaut að vera bilaðri en ég hafði haldið ef hann var tilbúinn að ganga svona langt til að fela leyndarmálið sitt.

Eftir þennan tíma var hádegishlé. Ekki alveg viss í hvaða tilgangi fann ég skrifstofuna hans og bankaði.

-Kom inn, sagði hann.

Ég opnaði hurðina og sá Einar þar sem hann sat á stól fyrir framan tölvu. Hann var alveg vel myndarlegur og mjög unglegur.

-Já? Hvernig get ég hjálpað þér?

-Hæ, sagði ég og settist fyrir framan skrifborðið hans. –Ég er að leita að heimilisfangi hjá gömlum nemanda, geturðu hjálpað mér?

-Já,já, sagði hann kæruleysislega. –Það ætti ennþá að vera til í gagnagrunninum. Hvert er nafnið?

-Sara Elín Gunnarsdóttir, sagði ég og sá hvernig hann fölnaði.

Hann skrifaði eitthvað á tölvuna.

-Kenndir þú henni? spurði ég sakleysislega.

-Já…ég er ekki frá því, sagði hann og gaf mér svo heimilisfangið.

-Takk, sagði ég. –Sorglegt samt með hana Söru…

-Hvað, sjálfsmorðið? Það er satt, sagði Einar.

-Sjálfsmorð? sagði ég undrandi. –Ég heyrði að hún hefði verið myrt…

-Myrt! sagði Einar og leit hvasst á mig. –Hvaða vitleysa er þetta?

Ég yppti öxlum. –Þetta er bara það sem ég heyrði. Hvort það var einhver maður…hvort hann var ekki kennari líka.
Ég kipptist við þegar Einar leit á mig. Augnaráðið var jökulkalt, ég hafði aldrei séð þessa hlið á honum.

-Hvað er það sem þú vilt? Peningar er það málið?

-Eh, nei, sagði ég eins og bjáni.

-Þú vilt greinilega eitthvað, ekki ætlar þú í lögregluna með þetta?

Ég hristi hausinn.

Hann greip úlnliðinn á mér harkalega og stakk peningaseðlum í lófann á mér.

-Ég treysti því að þú haldir munninum á þér lokuðum um þetta mál, sagði hann og henti mér nánast út.

Ég stóð undrandi með peninginn í höndunum eins og asni. En þetta hafði í það minnsta staðfest grun minn. Hvað næsta skref var vissi ég samt ekki alveg. Ætli ég myndi ekki koma upplýsingum til foreldra Söru, ég var í það minnsta komin með heimilisfangið þeirra.

Mér til mikillar undrunnar var ég kölluð upp á skrifstofu Einars í miðjum landafræðitíma. Kennarinn minn sagði mér bara að fara upp til hans.

Ég var heldur smeyk þegar ég bankaði á dyrnar hjá honum. Hann opnaði nokkuð brjálaður til augnanna og dró mig inn.

-Ég hélt að við værum komin með samkomulag! Hvað á þetta að þýða?!

Ég kom gjörsamlega af fjöllum þar til ég leit í kringum skrifstofuna. Öll skrifstofan var útkrotuð með svörtum stöfum sem sögu allir það sama. Morðingi. Þetta var skrifað aftur og aftur. Það var greinilegt að Sara hafði verið að skemmta sér.

Einar ýtti mér harkalega upp að veggnum og hélt utan um hálsinn á mér.

-Ef ég sé svona vitleysu aftur, veistu hverju þú átt von á. Ég hef gert ýmislegt og ég hika ekki við að gera það aftur!

Ég kom mér út um leið og hann sleppti mér. Ég var skíthrædd við þennan mann. Kalt augnaráðið fékk mig til að skjálfa.

Loks þegar ég komst heim settist ég niður og skrifaði bréf til foreldra Söru. Ég útskýrði hlutina eins vel og ég gat og bætti við að hún myndi ávalt elska þau og hafði ekki ætlað sér að yfirgefa þau. Ég fór út og stakk þessu nafnlaust í póstkassann.

Eftir að hafa skrifað númerið nokkrum sinnum inn og hætt við hringdi ég í Nathan.

-Ég þarf hjálp, var það fyrsta sem ég sagði.



Stuttu seinna sat ég inni á kaffihúsinu Bleika Kanínan með Nathan á móti mér. Bestur vöfflurnar í bænum. Stóra systir Antons vann þarna líka og var alltaf glöð að gefa manni afslátt.

Nathan var jafn vingjarnlegur og fyrra skiptið en horfði með alvarlegum augum á mig þegar ég var búin að þylja upp alla söguna.

-Þannig að, þú hefur engar sannanir nema vísbendingar frá látinni stúlku, sagði hann loks.

-Ekki gleyma að hann hótaði mér líka, og mútaði mér til að halda kjafti!

Nathan andvarpaði. –Þitt orð á móti hans, hann er kennari, dómarar hlusta frekar á hann en unga skólastúlku.

-Talaðu við Maríönnu, ég meina Ísabellu, hún lenti í klónum á honum á sínum tíma!

-Virkilega? spurði Nathan áhugasamur. –Það gæti gagnast, ef til vill eru einnig fleiri stúlkur þarna úti.

Ég kinkaði áköf kolli. Ég vildi losna við þennan gaur, ég var virkilega hrædd við það sem hann hótaði mér og það var aldrei að vita hvað Sara myndi gera til að reyna að hræða hann. Sem myndi koma mér í klemmu.

-Í versta falli mun ég fá nálgunarbann á hann, ég vil ekki að þessi maður sé nálægt þér, sagði Nathan.

Ég andaði léttar. Það var rosalega gott að geta hent ábyrgðinni yfir á einhvern annan.

-Ef þú getur, geturðu þá komið í veg fyrir að ég blandist persónulega inn í þetta mál? spurði ég. Ég vildi helst ekki vilja útskýra þetta allt saman fyrir framan dómara.

Nathan kinkaði kolli. –Ég sé hvað ég get gert.

-Takk, sagði ég og brosti.

-En þá er best að kíkja á þetta strax, komdu ég skal gefa þér far heim.

Nathan keyrði mig upp að dyrum og mér fannst ágætt að enginn væri heima, ég vildi ekki útskýra hvers vegna það var verið að keyra mig um í lögreglubíl. Nathan var samt alltaf óeinkennisklæddur svo að ég vissi til. Hann sagði mér að halda mér heima og fjarri Einari í skólanum eins og ég gæti.

Ég hefði aldrei ímyndað mér að Nathan gæti unnið svona hratt og fundið sannanir en Maríanna hlaut að hafa reynst betur en ég bjóst við.

Ég og Emelía vorum á leið í matsalinn í hádeginu þegar við mættum hópi af krökkum og loks mátti sjá nokkra lögreglumenn. Tveir þeirra leiddu Einar á milli sín meðan Nathan og fleiri gengu á eftir þeim.

-Hvað er eiginlega í gangi? sagði Emelía.

Einar gaf mér ískalt augnaráð þegar hann gekk fram hjá mér. Nathan hinsvegar klappaði mér á öxlina og brosti til mín þar sem hann gekk út og það fékk hjartað í mér til að bráðna niður í skóna mína. Það var eitthvað við hann sem fékk mér til að líða betur. Þetta gerði það samt að verkum að Emelía gaf mér hálf ásakandi augnaráð og elti svo hópinn.

Ég stóð ein eftir og snéri bakinu í hópinn sem var að ganga á braut. Sara stóð á ganginum, hún horfði beint á mig og öll tenging við henginguna var horfin. Hún var snyrtilega klædd í skólabúninginn sinn. Hún brosti góðlega til mín en þá lýstist hún öll upp þar til að hún hvarf af þessari vídd. Hvert sem það var sem draugarnir fóru, til himna? Hver veit.

Ég brosti með sjálfri mér, ég hafði náð að hjálpa enn einum drauginum.

En skyndilega fékk ég hroll sem fékk mér til að snúa mér við án nokkurrar ástæðu. Þar langt fyrir framan mig á tómum ganginum stóð hávaxinn og dökkklæddur maður með hatt á höfðinu. Hann brosti til mín en mér fannst eins og rýtingi hafði verið stundið í hjartað á mér. Hann tók hattinn að ofan og hneigði sig en hvarf svo eins og hann hefði aldrei verið þarna.

Hann var búinn að finna mig.


Já þú ert eflaust búin að taka eftir því hvað ég hef verið að röfla mikið um manninn með hattinn. Mér þykir fyrir því, þú hefur án efa hingað til ekkert skilið hvað var málið með hann. Það er komin tími til þess að ég segi þá sögu. Hvers vegna ég lét Theiu loka fyrir skyggnigáfu mína og hvers vegna ég var svona skíthrædd við manninn með hattinn.

-Alísa, þrífðu þig! Við megum ekki missa af henni! kallaði ég mörgum árum yngri.

Við vorum 12 að verða 13, á aldrinum þar sem við vorum enn að berjast um það hvort við værum unglingar eða börn. Ég og Alísa höfðum verið bestu vinkonur, engin gat stíað okkur í sundur. Málið var að þegar við vorum báðar 10 ára komumst við að því að við sáum sömu hlutina. Við vorum báðar með skyggnigáfu. Hæfileiki minn var töluvert sterkari en Alísu en hún hafði alltaf verið sú hugrakka og við stóðum saman gegn hverju sem er.

Alísa kom hlaupandi niður brekkuna, við vorum að elta kött. Mjög fallegan gulbröndóttan kött. Loks náðum við að plata hann út í horn og klöppuðum honum gegn vilja grey kattarins. Að lokum náði hann að losna undan greipum okkar og hljóp eins hratt og fætur toguðu frá okkur.

-Æ, klukkan er orðin svona margt, sagði Alísa þar sem hún leit á úrið sitt. –Ég verð að koma mér, annars á mamma eftir að skamma mig!

-Allt í lagi, sagði ég. –Sé þig í skólanum!

Alísa kinkaði kolli og dreif sig heim. Það var farið að dimma, sólin átti bara nokkra geisla af ljós og hita eftir þar sem ég hoppaði yfir girðinguna. Þetta var styttri leið heim til mín sem fáir aðrir en kettir notuðu. Þar sem ég gekk þarna í rólegheitum fann ég fyrir nærveru sem ég hafði fundið fyrir nokkrum sinnum áður. Ég hafði sagt Alísu frá honum en hún sá hann mjög óskýrt, rétt svo sem skugga. Í fyrstu hafði hann alltaf verið að fylgjast með mér en nú vildi hann meira.

Ég snéri mér við þegar ég fann fyrir honum. Þarna stóð hann, hávaxinn og myndarlegur í gamaldags fötum með hatt á höfðinu. Hatturinn faldi vanalega mestan hluta af andlitinu í skugga en oft mátti sjá glitta í dökk augun.

-Af hverju lætur þú mig ekki í friði? sagði ég hátt við hann.

Varir hans lyftust í bros. –Við erum búin að ræða þetta Elísabet mín. Þú ert mín, hvort sem þar er í lífi eða dauða.

-Viltu hætta þessu! Ég veit ekki einu sinni hver þú ert! Þú ert dauður! öskraði ég á hann.

Hann lagaði hattinn á sér aðeins til. –Hmm, hlutir eins og dauði skipta engu máli.

-Farðu bara í burtu ógeðið þitt, ég vil ekkert með þig hafa!

Ég hélt áfram að labba rösklega. Hann elti mig, snerti varla jörðina. Hann var eins og skuggi sem þú gast ekki losnað við.

-Ó þvílíkt orðbragð, sagði hann. –Ég er hræddur um að ef þú gerir ekki það sem ég bað þig um eiga slæmir hlutir eftir að gerast.

-Þú hefur sagt það áður, sagði ég og hélt gönguhraðanum. –En ekkert hefur gerst. Þú getur ekki gert neitt við þennan heim. Ég ætla mér ekki að koma til þín, ég ætla ekki að gera skrítnu hlutina sem þú baðst um og ég ætla ekki að deyja!

-Engar áhyggjur elskan mín, ég ætlaði mér aldrei það að þú myndir týna lífi…svona snemma. Ég held að það væri betra að hafa þig nokkuð eldri. En gerðu það sem ég bið um og enginn mun meiðast.

-Hvað ætlar þú að gera? Blása á fólk?

Hann hló lágt. –Ég er mun máttugri en þessir litlu andar sem þú hefur hitt hingað til. Ég ráðlegg þér að hafa auga með Alísu, framtíð hennar er nokkuð svört.

Með þessum orðum lét hann sig hverfa.

Daginn eftir hljóp ég að húsinu hennar Alísu, við vorum vanalega samferða í skólann. Ég hrindi dyrabjöllunni og stóra systir hennar opnaði.

-Hæ! sagði ég. –Er Alísa tilbúin?

-Nei, sagði systir hennar. –Alísa datt niður stigann í morgun, hún braut á sér löppina eða eitthvað, mamma og pabbi tóku hana á spítalann.

Ég fann hvernig ég varð köld að innan og hendurnar á mér fóru að skjálfa.

-En ekki hafa áhyggjur, ég held að þetta sér ekkert svo alvarlegt.

Hún lokaði loks hurðinni og ég sá uppáhalds drauginn minn halla sér upp að húsinu.

-Þetta er bara byrjunin, sagði hann.

Og það var rétt.

Næstu vikurnar var fólkið í kringum mig að lenda í óhöppum, en hann snerti mig aldrei. Ég var viss um að hann skemmti sér við að leika sér að tilfinningum mínum. En ég vildi ekki gera það sem hann bað mig um. Hann vildi að ég fyndi fólk fyrir sig til að meiða eða verra. Hann vildi einnig að ég myndi safna saman hóp að draugum. Ég vissi ekki hvað hann vildi gera við þá en ég vildi ekki að þessar týndu sálir myndu lenda í klónum á manni sem honum.

Hann var bilaður, hann var martröð. Nokkrum sinnum hafði ég næstum lofað honum hverju sem er. Það var þegar hann særði móður mína og bróður, illa. En þann dag rakst ég á Theiu, rétt fyrir utan búðina hennar. Hún sá að eitthvað var illilega að og bauð mér til sín. Ég sagði henni allt að létta og ég komst að því að hún gat hjálpað mér.
Ég hafði verið hrædd um að slysin myndu halda áfram jafnvel þótt ég lokaði á skyggnigáfuna, en þau hættu jafn skyndilega. Lífið varð venjulegt, andarnir voru horfnir, maðurinn með hattinn var horfinn.

Alísa hafði verið mjög sár. Ég reyndi að útskýra fyrir henni allt saman en hún trúði mér ekki. Henni fannst ég hafa svikið hana, að loka fyrir skyggnigáfuna. Við fórum í sitthvora áttina.


Aftur til nútíðar.

Ég vaknaði á sunnudagsmorgni, allt virtist vera eðlilegt. Ég fór í sturtu, þvoði á mér hárið, morgunverk. En þegar ég kom út úr sturtunni hafði hann skilið eftir skilaboð á móðunni á speglinum.

Þú ert nógu gömul núna.



Ef þú last þetta allt þá ertu hetjan mín ;)
kveðja Ameza