Ég sat í rauða bílnum okkar og starði útum gluggan. Það var nákvæmlega ekkert nýtt að sjá. Við vorum einfaldlega bara að keyra úr borginni, sömu húsin, sömu búðirnar, sama umhverfið.
En mér líkaði við þetta allt, mig langaði einhvern veginn ekkert að breyta til …
Mig langaði ekkert að fara héðan úr borginni og ekki koma aftur nema til að heimsækja gamla vini og kunninga.
Sveitin talaði ekkert til mín.
Litlu systur mínar voru hinsvegar ekkert nema hamingjan yfir að vera að flytja í sveitina.
Stóra systir mín var sammála mér, hún var alveg:
tilhvers? Tilhvers að fara?
Okkur leið ágætlega heima við áttu vini heima við vildum bara vera; Heima takk fyrir.
Mamma svaraði okkur aldrei þegar við byrjuðum að nöldra heldur andvarpaði og lét pabba umm að útskýra fyrir okkur afhverju það væri gott að flytja.
Að það væri dýrt að vera með níu manna fjölskyldu í borginni.
Já, við erum níu manna fjölskylda.
Það eru bráðum sextán ára þríburarnir, Eva, Ási og Stjáni.
14 ára ég,
9 ára litla systir mín, Kristjana,
Hilmar 6 ára og Emelía 4 ára.
Svo auðvitað bara mamma og pabbi.
Mér finnst fínt a búa í borginni sama hvað við erum mörg, það er meira pláss í borginni, ekki satt?
Borgin er mikklu stærri en þessi pínu ltili bær sem við erum að flytja til, Höfn í Hornafirði, bara hvar í andskotanum er sá staður?
ég hafði aldrei heyrt um Höfn í Hornafirði, fyrr en mamma og pabbi létu fréttirnar hrinja á okkur.
Núna vorum við komin útur Reykjavík, ég starði dramatíkst útum bakgluggan og dæsti “Bless elsku Reykjavíkin mín” sagði ég og mamma sprakk úr hlátri
“María!” sagði hún hlægjandi “Hættu þessari dramatík sem er alltaf hreint í þér!”
Eva sem sat í framsætinu við hliðina á mömmu “Nenniru að hirngja í pabba og spurja hvort við gettum stoppað í Hveragerði?”
“Hringdu bara sjálf” sagði mamma og leit á bláa bílin sem keyrði fyrir framan okkur, þar var pabbi með strákana. Við vorum svo mörg að við þurftum að eiga að minnsta kosti tvo bíla.
“Ég á ekki inneign” muldraði Eva
“Við stoppum hjá ömmu Sif á eftir” sagði mamma “Afi og hún eru í bústaðnum”
“Er bensínsstöð þar !” spurði Eva pirruð “Ég hélt ekki, hvernig á ég að geta keypt mér inneign”
“jæja þá” sagði mamma “María réttu henni veskið mitt”
Ég rétti Evu svart veskið hennar mömmu sem hafði legið við fæturna á mér.
“Síminn er í hólfinu fremst” sagði mamma án þess að taka augun af veginum.
Eva stiplaði inn númerið hjá pabba og beið
“Hæ” sagði hún “Hey Ási nenniru að spurja pabba hvort við getum stoppað í Hveragerði - æi vá Ási mér er alveg sama, Jæja okei fínt þá, bæ”
“Hvað var að Ása?” spurði ég
“Æi han er bara eitthvað tregur, hann nennir ekki að stoppa fyrr en á Selfossi því hann þarf að ná í eitthvað drasl þar…”
“so hvar ætlum við að stoppa” spurði ég þreytulega
“Selfossi” sagði Eva “dööh”
guð, hugsaði ég og sneri mér aftur að glugganum, nú var ekkert annað að sjá en hraun - jú bíddu þarna var eitthvað eða einhver, ljóshærð lítil - eða knannski ekki það lítil kannski 12 ára? - stelpa.
Hún var með sítt ljóst hár og klædd í ljósbleikan kjól
“Hva?” byrjaði ég og leit á litu níu ára systur mína “sérðu þetta?” ég leit aftur á gluggan en þá var stúlkan horfin, það var ekki skrítið, hvernig átti hún að halda við bílinn.
En það var samt eitthvað við þesssa stelpu sem hafði vakið athygli mína…
Kannski var það hve létt og lipur hún virtist vera, hvernig hún sveif á milli grjótsins…
“Á hvað er verið að stara?” spurði Kristjana
“Ekkert” muldraði ég “Það er ekkert að sjá”

Þegar við vorum búin að keyra í háfltíma komum við loksins inn í Hveragerði
“Mamma, plís” sagði Eva “Getum við bara aðeins stoppað á bensínsstöð ?”
Mamma dæsti “Jæja þá Eva, vertu þá fljót!”
“Takk!” sagði Eva ánægð og hallaði sér aftur í sætinu.
“Á hvað mörgum stöðum erum við þá að fara að stoppa á?” spurði ég “Fyrst Hveragerði, svo Selfossi og svo hjá ömmu?”
“Æi, aumingja þú” saðgi Eva “ég þarf inneign”
“Geturu ekki keypt þér inneign á Selfossi eða?”
“Ég þarf að hringja núna!” sagði hún
“Hringdu hjá mömmu”
“Æi þegjiðu bara” muldraði Eva um leið og mamma stoppaði bílinn og opnaði dyrnar.
“Jæja” sagði mamma “Vilji þið ekki fá ykkur eitthvað að drekka?”
“Jújú” sagði ég og opnaði dyrnar mín meginn
“En þið stelpur” spurði mamma, en ég heyrði ekki svarið því ég hafði skellt aftur dyrunum og þotið inn í bensínstöðina.
Ég labbaði að kælinum og rendi augunum upp og niður í leit af einhverju góðu að drekka, að lokum sætti ég mig bara við appelsín, “Hérna” sagði ég og rétti mömmu flöskuna sem var í óða önn að borgað svala handa Kristjönu og Emelíu.

Ég settist aftur inn í bílinn og beið eftir að mamma kæmi svo við gætum lagt aftur á stað. Ég vildi drífa í þvi, þetta átti eftir að vera fimm eða sex tíma keyrsla.
“Jæja” sagði mamma þegar hún settist inn í bílin “Þá skulum við keyra á stað til ömmu”
Amma Sif, mamma hans pabba átti sumarbústað rétt fyrir utan Selfoss.
Hann var frekar lítill og skær rauður með grænu þaki.
Garðurinn var hinsvegar frekar stór og voru þau með trampolín og rólur úti garði.
Amma og Afi Maggi voru næstum hverja helgi í sumarbústaðnum.
ömmu fannst miklu þægilegra að vera í honum heldur en í íbúðinni þeirra í Reykjavík. Það skildi ég EKKI!
Það var ekkert rafmagn einu sinni í bústaðnum , að vísu var alveg ágætt að hoppa soldið á trampolíninu, en svo þegar maður var alveg dauður eftir það, þá væri örugglega fínt að komast og horfa á sjónvarpið eða eitthvað! En nei þannig vildi amma allsekki hafa það, það var einfaldlega bara, ekkert rafmagn samasem amma glöð.
En að vísu var það ekkert nýtt að amma væri ekki alveg heilbrigð, hún var stór skrítin réttara sagt!
Amma trúði tildæmis enn á álfa, huldufólk og tröll og allar þessar þjóðsögur, pabbi sagði oft að amma hafi bannað honum að leika sér í hömrum eða í fjöllunum nema þegar það hafi verið sól, því annars gætu tröllin vel nælt í hann.
Semsagt hún amma er stórskrítin!
Sama hve oft við Eva höfum sagt henni að tröll og huldufólk séu ekki til fáum við alltaf sömu viðbrögðin, hún fer bara að skelli hlægja og muldrar “verið ekki svo viss börnin góð, ég mun vona að hún Álfhildur Dís komi ekki bara og taki ykkur með sér inní hamrana” Það er frekar óhugnalegt því hún segjir þetta með frekar ógnvekjandi röddu. En svo verður hún allt í einu glöð í framan og dregur framm kökur eða eitthvað góðgæti handa okkur.
hHún er stórskrítin og þegar ég var lítl kallaði ég hana “Ömmu álf”
það fannst öllum svo rosalega fyndið að þau byrjuðu að kalla mig Maríu álf, bara útaf því að ég er skírð eftir henni og líka mömmu hennar mömmu, ömmu Maríu.
Þessvegna fékk ég nafnið
María Sif.


—-
Svona nenni ekki að skrifa meria í dag :)
Endilega segja hvað ykkur finnst !
Framkvæma fyrst. Hugsa svo.