Ég er Hanna, ég er ættleidd frá öðru landi, ég veit að það sé Finnland. Annars veit ég ósköp lítið um uprruna minn nema það að ég var fædd á munaðarleisingjarhæli og líffræðilegir foreldrar ókunnir.

Ég er ólík öllum í fjölskyldunni minni. Þau eru glaðlegt fólk, full af lífi. Öll með ljóst hár og blá augu.
Ég hinsvegar er með algerlega blásvart hár og skærgræn augu ég er auk þess alveg ofboðslega föl.
Ég er ósköp hávaxin og mjósleigin.

Ástæðan fyrir því að Hildur og Árni ættleiddu mig var vegna þess að Árni var í námsferð til Finnlands og Hildur fór með, Árni var þá í barnalæknanámi. Það var á dagskrá ferðarinnar að skoða munaðrleisingjahæli og finna út aðstæður þess. Svo átti hópurinn sem fór saman í ferðina að skrifa ritgerð um aðstæður munaðarleisingjahælis í Finnlandi. Þegar Hildur sá mig í vöggunni vælandi og haldandi utanum lítinn tuskubangsa, tók hún mig upp og byrjaði að bíja á mig sem ég loks sofnaði.

Hún gat ekki skilið mig eftir þarna og ákvað þessvegna að ættlaiða mig, Árni var ekki sáttur fyrst en gaf svo á endanum eftir. Ég skil auðvitað afhverju hann var ekki á þeim buxunum að ættleiða mig, þau voru bara rétt yfir tvítugt. Bæði í námi og rétt náðu að fæða sig og Lilju, stelpuna sem þau höfðu eignast árinu áður. Þegar hjónakornin fóru í þessa ferð þá var Lilja í pössun hjá ömmu minni Brynhildi. Brynhildur er sú eina í fjölskyldunni minni sem mér finns ég vera í raun og veru skild. Mér leið auðvitað ofboslega vel . Átti alveg yndislega fjölskyldu, þeim þykir auðvitað vænt um mig, foreldrum mínum samt hef ég það oft á tilfinninguni að þau vorkenni mér bara. En allavega þegar ég var um þriggja ára aldurinn og Lilja um fjöggura ára þá bættist nýr fjölskyldumeðlimur í fjölskylduna, Kári sem var skírður eftir afa mínum, manni Brynhildar sem dó á hafi úti þega Hildur var nokkra mánaða. Hann var alveg eins og Lilja alltaf síbrosandi og glaðlegur lítill strákur, með englakrullur sem auðvitað voru ljósar og risastór blá augu sem voru svo saklaus. Þegar við fórum í heimsóknir til vinafólks Hildar og Árna þá voru Lilja og Kári auðvitað miðdepillinn, ég var alltaf sú skrítna, þessi ltila, feimna, föla barn sem sagði aldrei orð.

Með árunum fór ég að læra betur á þetta allt saman, lífið þaraðsegja. Þegar ég náði sex ára aldri þá var sett mig í skóla, ég bjó í Hafnarfyrðium á þessum tíma og bý reyndar enn. Eftir skóladaginn lokaði ég mig oftast inni í herbergi og lærði heimavinnuna sem ég átti að læra þennan dag. Ég lærði mjög fljótlega að lesa eftir að ég byrjaði í fyrsta bekk og eftir að hafa klárað það sem ég átti eftir að gera fyrir skólann las ég iðjulega í nokkra klukkutíma eða bara þangað til að þap kom matur. Ég var búin að lesa helling af bókum sem voru alls ekki fyrir minn aldursflokk. Svona var rútína dagsins venjulega alveg þangað til ég fór í fjórða bekk. Það ár byrjaði ný stelpa sem mér líkaði mjög vel við, hún var öðruvísi enn flestir aðrir í útliti. Hún var rauðhærð með mikið sítt hár sem var alveg rennislétt, frekar lágvaxinn og hvorki feit né mjó, hún var með brún augu, alveg súkkulaðibrún augu. Hún var mjög lagleg og allt þannig en það var samt aðalega fatasmekkurinn sem var öðru vísi að undarskildu rauðu hárinu auðvitað. Fatasmekkurinn einkenndist af því að hún var mjög oft í fríkuðum fötum og átti algerlega sinn eigin stíl, hún fór ekkert eftir tískunni, en samt var hún ekkert lúðaleg. Þessi stelpa heitir Sæunn.

Og ég biðst ynnilegrar afsökunnar ef þetta er ekki rétt skrifað eða eitthvað. Ég hef ekki gert mikið af því að skrifa, og þið megið alveg skrifa skítakomment, þá get að minstakosti lagað það sem ég hef verið að gera vitlaust :)