Þetta er byrjun á sögu sem ég er að semja. Endilega setjið útá allt nema óraunveruleikann því hann verður útskýrður síðar í sögunni, ef þessi saga er eitthvað sem ég ætti að halda áfram með. Aðeins í styttra lagi fyrir grein en það er bara heitt.
Ég vaknaði og leit í kringum mig. Mér sýndist ég vera heima hjá mér en hafði enga leið til þess að vera viss. Veggirnir voru fölgráir og vonlausir. Ég mundi að veggirnir heima gáfu mér aldrei gleði, en ég var ekki viss um litinn á þeim. Then again var ég ekki viss hvar ég átti heima. Hmm. Íslenskan er farin að slakna hjá mér.
Ég settist upp í rúminu. Nokkrar bjórdósir lágu á víð og dreif í herberginu ásamt tveimur afmynduðum líterskókflöskum. Efsta skúffan á skrifborðinu var galopin. Það passaði ekki, ég lokaði alltaf skúffum eftir notkun. Ég stóð upp og gekk að skrifborðinu. Ég sá veski þar og kíkti í það. Þetta er veskið mitt, og þetta líkist fartölvunni minni. Ætli ég sé ekki heima hjá mér. Ég kíkti ofan í skúffuna. Þar lágu tvær sprautur og poki af einhverju sem líktist kókaíni. Ég myndi ekki vita það, ég hef aldrei neytt vímuefna. Eða, hafði ekki, fyrr en í gær og gærkvöldið virðist í þoku og mér leið ekki beint venjulega heldur. Ég leit á klukkuna og sá að hún var átta að morgni. Svo fór tíminn á flug, vísarnir á klukkunni afmynduðust slowly í snák með höfuð á sitthvorum endanum sem hvæsti á mig. Íslenskan er enn í ólagi og ég er farin að halda að ég sé ekki alveg edrú.
Ég bakkaði rólega frá klukkunni að kommóðunni minni og þreifaði þar um í leit að einhverju til að kasta í hana. Ég fann bók og kastaði henni. Klukkan féll af borðinu og snákurinn leystist upp. Ég gat loksins andað léttar.
Þetta var ekki mikið ég. Ég var yfirleitt góða stelpan sem neytti aldrei neinna efna. Hafði ekki einu sinni drukkið. Ákvað að prófa það fyrst í gær og það virðist hafa endað í rugli. Það skrítna var að mér líkaði við þetta rugl. Mér leið meira einsog mér en mér hafði nokkurntímann liðið. Það er ekki skrítið að fólk festist í þessu. Mér leið geðveikt óraunverulega að vilja enn fá meira þrátt fyrir að hafa greinilega fengið mikið meira en nóg. En raunveruleikinn er stundum of óraunverulegur til að fólk trúi honum. Mér leið geðveikt spekingslega.
Ég kastaði þessum hugsunum til hliðar og gekk aftur að skrifborðinu. Ég sá lítið ferkantað dæmi með mynd af Blossom. Í augnablikinu var ekkert sem freistaði meira svo ég setti þetta dæmi á tunguna á mér. Ef það var eitthvað sem forvarnarfræðsla hafði kennt mér var það sirka hvernig þessi efni litu út og hvernig mátti nota þau.