Sissa var fátækur námsmaður eins og flestir námsmenn veraldar.
Illa var mætt í skólann einn daginn og aðeins Sissa og tvær
vinkonur hennar voru að vinna í verkefnum, Lína og Stella.
Þetta var lítill skóli og aðeins 60 nemendur í skólanum í þessum
litla bæ, Krýsuvík, nema að nú voru þær þrjár eftir og nokkrir
farnir heim. Þær vissu ekki að Helena skrifstofukona hafði ekki
læst á eftir sér þannig að hver sem er gat bara gengið inn af
frjálsum vilja. Allar voru þær með vasadiskó eða geislaspilara og
heyrðu ekki hvort einhver kæmi í skólann.
Nokkrir tímar liðu og þær kláruðu verkefnin sín.
Sissa:“Ææææ, ég er svo þyrst og kókið í sjálfsalanum er búið. Ætli
ég eigi nokkurt klink, þetta er allt í seðlum hjá mér.”
Stella:“Ertu að segja mér að þú gangir með seðlabúntin á þér og svo
er kannski ekki læst?? Eða bíddu ég ætla að gá hvort Helena hafi
nokkuð læst. Hún nefnilega vissi af okkur hér. (hleypur og gáir).
Sissa mín það er sko ekki læst og þú mátt þakka fyrir það að EF
veskið þitt er ekki horfið.
Sissa:” (leitar út um allt í vösum og í töskunni), ég hlýt að hafa
sett veskið einhversstaðar, örugglega neðst í töskuna(þreifar í
töskunni einbeitt á svip)…Guð minn góður…kannski er það inni á
klói. (hún hleypur upp angistarfull á svip með kökkinn í
hálsinum!)
Lína:“Ertu að segja okkur að einhver hafi komið hingað inn og
stolið veskinu þínu??? Ég er alltaf með kort og það er alltaf HÉR
í þéttum vasa.
Stella:”Það væri ekki ótrúlegt“
Sissa:”En…ég heyrði ekkert, heyrðuð þið?“
Lína:”Ég heyrði bara í geislaspilaranum mínum því hann var stilltur
á hæsta volume.
Stella:“Það ætti að gera þig nógu heyrnarlausa.
Lína:Þú varst líka að hlusta á eitthvað og ekki heyrðir þú þegar
einhver kom.
Sissa:”HÆTTIIIIÐÐÐÐ!!!!!!!!!!! Ég verð að fá veskið þetta var
aleigan mín!!!!!!!
Stella:“Hvernig DATT þér í hug að vera með seðla? Maður getur
alltaf lokað korti en ekki lokað seðlum.
Í EINU HEYGARÐSHORNI Í BÆNUM ERU ÞJÓFARNIR AÐ TELJA BUNKANN AF
SEÐLUNUM OG HAFA GAMAN AF HEHEHE þeir hlæja og hlæja og tala um
hver hafi verið svona vitlaus að treysta fólki svona mikið og hafa
heilu búntin í vasanum
Þórólfur þjófur:” Hey, hér er ljósmynd af eigandanum…sú er sæt.
Ég ætti kannski að bjóða henni út að borða fyrir hennar eigin
peninga HEEEHEHEHEHEHE (þeir hlæja allir.) En það verður að líða á
löngu áður en ég býð henni svo að hana gruni ekkert.
Eftir nokkra mánuði er þetta gleymt og grafið. Nema fyrir hana
Sissu sem var ekki gáfaðri þennan eftirminnilega dag.
Sissa:“Ohhh, hvað ég var heimsk!!!!!! ég þurfti að biðja um
aukalán hjá lánasjóðnum, það var MIKIÐ mál að fá þetta lán!
Lína:”Hættu bara að rifja þetta upp, það gera allir mannleg mistök.
Stella:“Ég get nú ekki sagt að þessi mistök séu mannleg hehe.
Lína:”Viltu láta hana í FRIÐI! Hvers konar vinkona ertu? Það
mætti halda að þú stæðir með þjófahyskinu.
Stella:“Æi, fyrirgefðu Sissa þetta var ekki illa meint, þú veist nú
hvernig ég er.
Sissa:”Já, ég veit. Þetta hlýtur að lagast. Ég var að hitta
rosalega rómó strák sem ætlar að bjóða mér út að borða. Hann er
líka námsmaður. Skil ekki hvernig hann fer að þessu. Hann hlýtur
að eiga ríkan pabba eða eitthvað :)
Stella:“Láttu hann samt ekki nota þig. Það eru fáir rómó menn á
lausu í dag. Þeir eru að deyja út.
Lína:(gefur Stellu svip!!!)
Stella:Neeeineii, vonandi gengur þetta allt vel. Hvenær ferðu svo
út að borða með honum? Er hann sætur eða ljótur?
Sissa:”Hann hefur allt það sem ég hef alltaf óskað mér…hann er
sætur og hann er rómó og….ahhh :)
Lína:En æðislegt :)
SISSA FER ÚT AÐ BORÐA
Þórólfur:“Hæ, sæta, ertu tilbúin?”
Sissa:“Ehhh, híhí, jaá.”
ÞÓRÓLFUR SPREÐAR ÖLLU Á HANA, ENDA VANUR VASAÞJÓFUR. HÚN ER EKKI
SÚ EINA SEM HANN STAL FRÁ, EN HANN FÉKK MEST AF HENNAR PENINGUM OG
ER AÐ NOTA ÞÁ…HANN GEYMDI ÞÁ FYRIR ÞETTA KVÖLD
Þau skemmta sér vel, og hann er mjög góður leikari að nota hana
svona…sem er auðvitað lélegt. Eftir matinn glottir hann
kvikindislega og segir:“Takk fyrir mig”
Sissa:(verður skrýtin á svipin en segir:“Er það ekki ég sem á að
þakka fyrir mig (en brosir svo)? Eða ertu að þakka mér fyrir
kvöldið sem við áttum :) (Sissa er mjög rómó sjálf)
Hann vill ekki upplýsa sig til að hún hringi á lögguna. Hann
þakkar fyrir kvöldið.
Þau voru búin að hittast nokkur kvöld og alltaf var hún jafnhissa á
því hve auðugur hann var. Hann átti fyrir öllu og gaf henni fullt
af fötum og bauð henni oft í mat. Hún var hætt að trúa þessu því
hann var aldrei að vinna eða neitt. Hún ákvað að gera soldið einn
daginn sem henni fannst ljótt að gera og það var að njósna um hann.
Hún fékk lítið tækifæri til þess því þau voru alltaf saman og hún
tók ekki eftir neinu þegar hann stal úr vösum og veskjum úti á
götu. Svo snjall var hann….algjör Oliver Tvist fígúra :)
Einn daginn er hún alveg að gefast upp á því hvað hún var farin að
eiga ”fullkomið líf". Hún hringdi í Stellu og Línu og bað þær að
njósna um hann því hann hafði aldrei séð þær.
Stella var góð á tölvur og komst að því hverra manna hann var og
margt fleira. Lína var sú sem gekk á eftir honum án þess að hann
tæki eftir. Hún grannskoðaði hann hvert sem hann fór og tók eftir
þegar hann tók úr vösum. Þá voru komnar upplýsingar um hann. Hann
var kominn úr vandræðafjölskyldu…allir höfðu gert eitthvað af
sér, bæði alvarlegt og ekki eins alvarlegt en aldrei getað lifað án
vandræða. Löggan fór að fylgjast með honum eftir að þær kærðu hann
og allt kom í ljós. Þær grunaði stra