Dagdraumur
Ég sat við gluggann minn og horfði á regnið dansa niður rúðuna, mér fannst svo fallegt hvernig umhverfið breyttist er ég horfði í gegnum regndropana. Tréin urðu dálítið dulafull þar sem þau drukku í sig súrefnið frá vatninu sem baðaði lauf þeirra, fólkið úti varð ójafnt í lögun og það minnti mig á þegar ég var lítlil og var að horfa í jólakúlu og andlit mitt skældist og varð skoplegt. Ég fann hvernig orka regnsins var að næra sál mína og sendi hug minn af stað í draumaheim dagsins. Þar var ég stödd við bóndabýli ég var klædd í hvítann kjól, var í hnepptri lopapeysu og berfætt. Ég fann hvernig hlý golan lék um hár mitt og hvernig grasið læddi sér á milli tánna á mér. Ég horfði fram fyrir mig á engi þar sem gras og gulir fíflar voru í aðalhlutverki ásamt því að hafa nokkra aukaleikara eins og mig, goluna og hund sem sjálfsagt tilheyrði býlinu. Ég fann hvernig kraftur regnsins fyrir utan gluggann minn, orka sólar og golu draumsins og innileiki hamingju hjarta míns komu til mín þar sem ég stóð í nýju umhverfi og það eina sem mér kom til hugar var að hlaupa yfir engið og taka á móti gjöfunum sem almættið var að færa mér í gegnum veðuröflin. Ég hljóp af stað og hamingjan efldist við hvert fótspor. Ég hljóp í dálítinn tíma og ég fann hvernig döggin af grasinu hafði bleytt kjólinn minn að neðanverðu. Mér fannst það dásamleg tilfinning að finna morgunuppsprettu móður jarðar snerta bera leggi mína. Ég fann hvað ég þráði að verða eitt með náttúrunni, ég lagðist niður á jörðina og fór að velta mér upp úr dögginni, mér varð hugsað til jónsmessunætur, þetta var mín jónsmessunótt, þó svo að það virtist vera morgun og ég hafði enga hugmynd um hvaða dagur var. Ég fann hvernig fötin mín voru orðin rök og ég hóf að klæða mig úr. Ég lá þarna nakin undir nöktum himni og velti mér upp úr jörðinni og ég hafði ekki einu sinni hugsað út í hvort einhver annar væri þarna en ég og hundurinn. Ég var nakin, úfin, moldug og með bros út af eyrum þegar ég mætti augum þínum. Þú brostir og ég sá á augnarráði þínu að þú hafðir skemmt þér yfir leikjum náttúrunnar. Þú lagðist við hlið mér og hendur þínar hófu að strjúka mig alla, varir okkar snertust ég fann hitann frá þér smeygja sér inn í líkama minn og baða líffæri mín, tunga þín dansaði um geirvörtur mínar og mér fannst einhvern veginn ekkert eðlilegra en að njóta þín þarna á okkar fyrsta tíma saman. Ég hafði verið þarna ein, frjáls og hamingjusöm og þarna komst þú og toppaðir það ótoppanlega. Þessi stund fyllti höfuð mitt, hjarta og líkama af sér. Ég vaknaði upp úr dagdraumum mínum við að þú kallaðir úr eldhúsinu: “viltu kaffi ástin mín?”