4. kafli


Ég vaknaði upp við kulda og vindgnauð. Ég opnaði augun rólega og sá margbrugðin afbrigði af grænu allt í kring. Ég var úti. Hausinn á mér reyndi að skilja þetta undarlega hugtak, úti, hvernig gat ég verið úti? Svo galopnuðust augu mín og ég vaknaði almennilega. Ég leit brjálæðislega í kringum mig og sá að ég var umkringd trjám. Ég fann hvernig hræðslan byrjaði að grípa fast um mig þar til ég sá þakið af skálanum í fjarska. Ég andaði léttar, undarlegar aðstæður já en ég var allavega ekki týnd.

Ég var í náttfötunum rétt eins og ég hafði sofnað og berfætt í röku grasinu. Hafði ég gegnið í svefni eða hvað? Þá mundi ég eftir draumnum og að mig hafði dreymt svipaðan draum í rútunni. Stelpan í andaglasinu…Alice, gat það verið að þetta væri hún að reyna að ná sambandi við mig? Það var það eina gáfulega sem mér datt í hug þótt að það væri ekki efst á listanum mínum sem svar við „Af-hverju-ég-var-stödd-á-náttfötunum-lengst-inn-í-skógi.“ Nei, nei ég hefði miklu frekar viljað ganga í svefni.

Til þess að staðfesta grun minn lyfti ég hálsmeninu mínu upp undan náttbolnum og viti menn, fleiri sprungur! Þessi dagur byrjaði sko vel! En athygli mín beindist mjög fljótlega frá hálsmeninu mínu og að svolitlu öðru. Beint fyrir framan mig var hálf hruninn brunnur. Ekkert sérstaklega ógnvekjandi við það, ekkert meira en brunnar eru venjulega ógnvekjandi, en ég vildi hlaupa í burtu. Öll mín skilningarvit vora að öskra á mig að forða mér, það var eitthvað einstaklega óþægilegt við andrúmsloftið hérna. En svo skemmtilega vildi til að ég gat ekki hreyft mig. Sko, ég er engin hetja, ég var byrjuð að hlaupa þegar ég gerði mér grein fyrir því að lappirnar á mér neituðu að hreyfa sig. Það var eins og ég hefði tekið rótfestu.

Þá tók ég eftir því að skógurinn hafði hljóðnað, nótt já en það hafði samt verið fuglasöngur og skrjáf í greinum. En nú var ekkert, bara þögn. Í þessari þögn fór ég að heyra hvísl. Ég gerði mér ekki grein fyrir orðunum en þetta var greinilegt hvísl, og það kom frá brunninum. Skyndilega fór að byggjast upp þessi sterki vindstrengur sem ýtti mér nær brunninum. Ég æpti þegar hann ýtti mér harkalega nær og ég stoppaði aðeins rétt við brúnina og eins skyndilega og vindurinn hófst, hvarf hann.

Ég beygði mig aðeins fram til að líta niður í brunninn en sá ekkert nema myrkur. Hann virtist vera tómur, eða bara virkilega djúpur. Ég andvarpaði, það var of seint að snúa við núna. Best að ljúka þessu bara af eða Alice myndi halda áfram að bögga mig.

Varlega greip ég í kaldann steininn og fór að príla niður hliðina á brunninum sem var hrunin. Stórar klappir af steinum og grjóti gerði mér mögulegt að klifra niður brunninn. Mér var orðið kalt á tánum og steinarnir rispuðu mig þar sem ég reyndi að fikra mig neðar og neðar. Loks fundu fætur mínar botninn sem var mjúkur og rakur, en það var ekkert vatn lengur í brunninum. Loftið var samt þykkt og rakt hérna niðri og veggirnir blautir og útvaxnir af mosa. Ég studdi mig við vegginn þar sem drullan sem ég stóð á var sleip en ég rak út úr mér tunguna í viðbjóði þegar ég fann fyrir slímkenndum mosanum á veggnum.

Skyndilega kom tunglið upp undan skýjunum fyrir ofan mig og skein í gegnum greinar skógarins og lýstu upp hluta af brunninum. Þá gerði ég mér grein fyrir því hvað það var sem Alice vildi. Ég þurfti að draga að mér andann róandi nokkrum sinnum til að koma í veg fyrir að ég myndi hlaupa eins og brjálæðingur héðan. Ég vissi það að ef ég væri ekki með hálsmenið mitt myndi ég án efa sjá anda hennar, en ég þurfti ekki að sjá andann til að vita hvað var hérna á brunnabotninum. Kalt ljóst tunglsins sýndu mér nóg, það glitraða á hörð beinin í myrkrinu og eitthvað sem eitt sinn hafði verið klæðnaður.

Okei sjálfsstjórn mín hélt ekki mikið lengur en það. Ég fylltist tilfinningum, eitthvað milli ótta, viðbjóðs og vorkunnsemi. Ég dreif mig upp úr brunninum eins og djöfullinn sjálfur væri á hælum mér og náði að rispa mig duglega á leiðinni. Ég hljóp eins hratt og ég gat yfir skógarbotninn og datt nokkrum sinnum yfir faldar rætur trjánna. Nokkrum marblettum og rispum seinna var ég að stikla yfir mölina á portinu fyrir framan skálann og fór beinustu leið inn að svefnherbergjum kennarana. Ég vakni þann fyrsta sem ég fann og sagði þeim að ég hafði fundið lík.


Það var farið að votta fyrir morgunroða á himninum sem gaf trjánum blóðlegan blæ hérna í morgunsárið. Kennararnir voru allir vaknaðir en flestir nemendur sváfu enn sem fastast í herbergjum sínum enda klukkan ekki orðin 7. Lögreglan var hinsvegar mætt á staðin, hljóðlega, og voru nú þegar búin að girða af svæðið og farnir að líta í málið.

Ég sat ein inn í einu skrifstofuherbergi sem var á neðri hæðinni og beið eftir því að einhver frá lögreglunni kæmi og talaði við mig. Ég komst víst ekki hjá því. Nokkrir kennarar voru búnir að reyna að fá uppúr mér hvernig ég fann líkið og hvað í ósköpunum ég hafði verið að gera þarna úti en ég hafði ekki sagt þeim neitt. Ég var enn í sjokki. Ég sat róleg þarna á stólnum ennþá berfætt í náttfötum en með peysu yfir mér núna sem einn af kennurunum átti. Mér fannst þetta allt saman eitthvað svo óraunverulegt, eins og mig hefði dreymt þetta allt saman og væri ekki alveg vöknuð ennþá.

Eftir nokkra bið komu tveir menn inn í herbergið. Annar þeirra var um fertugt, hávaxinn með breiðar axlir og var í þykkum frakka, mjög rannsóknarlögreglu-legur. Maðurinn sem fylgdi honum var miklu yngri, kannski rétt um tvítugt, varla mikið eldri en ég. Hann var óeinkennisklæddur í ósköp venjulegum fötum með óreiðukennt gyllt hár. Ég mætti augnarráði hans þegar hann gekk inn og þau voru mosagræn á litinn og það var björt og ákveðinn áhugi bak við þessi grænu augu. Hann settist á stól út í horni meðan lögreglumaðurinn tók sér sæti fyrir framan mig.

-Góðan dag, sagði hann djúpri röddu og rétti mér höndina. –Ég heiti Martin og þetta er Nathan hérna fyrir aftan mig.

Ég kinkaði bara kolli en tók ekki í höndina. Það virtist ekkert pirra hann og hann lét hana síga. Hörð steingrá augu hans horfðu á mig nokkra stund og ég leit undan.

-Hvað heitir þú vina mín?

Ég gaf honum nokkrar sekúntur til að halda að ég myndi ekki svara honum. Það var samt megnmegis vegna þess að ég var svo þreytt og ennþá í sjokki þannig ég var ekki 100% þarna.

-Elísabet, sagði ég loks.

Martin var með litla skrifblokk og skrifaði eitthvað niður, sennilega nafnið mitt.

-Jæja Elísabet, geturu sagt mér hvernig þú fannst…líkamsleifarnar þarna úti? spurði hann, augun stöðugt á mér.

Ég yppti öxlum. –Ég fann hana bara þarna í brunninum, sagði ég kæruleysislega.

-Hvað varstu að gera þarna úti í skógi um miðja nótt?
Þarna hikaði ég. Hvað átti ég að segja? Að ég vissi ekki hvernig ég hefði endað berfætt inn í miðjum skógi? Ég ákvað að halda mig frá braut brjálæðis og ljúga.

-Ég gat ekki sofið þannig að ég ákvað að fá mér smá göngutúr til að þreyta mig og þá rakst ég á þennan brunn, sagði ég loks. Um leið og ég sagði þetta sá ég gallann í lygi minni.

Martin leit á mig og svo niður á fæturna á mér sem voru allir plástraðir eftir rispurnar og skurðina sem ég hafði fengið eftir hlaup mitt um nóttina.

Martin horfði tilfinningalaus á mig og skrifaði eitthvað niður hjá sér og ég fann hvernig ég roðnaði.

-Þannig að, þú ákvaðst að fá þér smá göngutúr á náttfötunum einum saman? spurði Martin.

Ég leit niður fyrir mig og muldraði eitthvað um að muna það ekki og forðaðist augnarráð hans. Það var of seint að breyta sögunni, að segja að ég hefði misst minnið tímabundið eða eitthvað.

-Kennararnir þínir minntust eitthvað á það að þú hafðir verið að tala við einhvern um líkið, var einhver annar með þér úti?

Ég vissi ekki hvað ég ætti að segja, hvað gat ég sagt? Ég hafði verið hrædd og í sjokki og blaðrað eitthvað í kennarana um Alice. Fjárinn.

-Það var enginn með mér, ég var ein, ég var bara eitthvað að bulla, sagði ég.

Ég fylltist skyndilega ótta og leit út um gluggann. Hvað ef hann fattaði hvað var í gangi? Myndi hann senda mig á spítala, geðveikrahæli, loka mig inni? Það hafði alltaf verið mín vesta martröð síðan ég var lítil stelpa.

Martin var við það að segja eitthvað meira þegar Nathan greip frammí fyrir honum. –Stelpan er greinilega í sjokki, Martin. Það er ekki hægt að búast við því að hún geti svarað öllu almennilega, þú veist hvernig minningar ruglast hjá fólki þegar það er í sjokki.

Martin snéri sér við í stólnum og leit á Nathan.

-Og tilgangur þinn með þessum punkti er?

-Gefðu mér nokkrar mínútur með henni, einn, sagði Nathan og brosti.

Martinn virtist íhuga það en kinkaði svo kolli og stóð upp.

-Fimm mínútur, sagði hann um leið og hann lokaði hurðinni. Það var bara ég og Nathan eftir, Nathan settist í sætið hans Martins.

-Gaman að kynnast þér Beta, sagði hann og ég sagði ekkert við gælunafinu sem hann gaf mér. –Þar sem Martin er farinn þá geturu sagt mér hvernig þó fórst að því í alvörunni að finna Alice.

-Hvers vegna er svona erfitt að trúa því að ég…hvað sagðiru?

-Hvernig fannstu líkið? Sagði Nathan.

-Nei, nafnið á henni.

-Ó það, sagði Nathan og yppti öxlum. –Það er ekki búið að staðfesta það en við eigum gamlar skrár um stúlku sem hét Alice Donna Baldursdóttir sem hvarf fyrir tæpum 90 árum síðan á þessu svæði og fannst aldrei. Það sem Martin nefndi ekki áðan var að einn að kennurunum þínum hafði sagt að þú hefðir verið að tala um einhverja Alice, þannig ég lagði tvo og tvo saman. Hvernig vissirðu hvað hún hét?

-Ég get ekki sagt þér það, svaraði ég og hristi hausinn.

-Hafðu ekki áhyggjur, við erum ekki að ákæra þig fyrir morð. Þessi stúlka dó fyrir löngu.

Ég hristi bara hausinn aftur og leit niður fyrir mig.

-Réttu mér hendina á þér, sagði Nathan eftir nokkra þögn. Undrandi yfir þessari óvenjulegu beiðni rétti ég fram höndina. Nathan tók höndina og setti hana á milli beggja hans. Ég vissi ekki alveg hvað var í gangi og fannst þetta heldur náið af lögreglunni. Ég fann hve hlýr hann var og hitinn streymdi í gegnum líkama minn eins og sólargeislar. En þá fann ég fyrir einhverju öðru, eins og snertingu djúpt inn í hjarta mínu. Ég reif höndina strax úr greipum hans hálfsmeyk. Nathan sagði ekkert, heldur horfði hann bara á mig með þessum grænu augum, svo andvarpaði hann og greiddi í gegnum hárið á sér með annari hendinni.

-Það er rétt eins og ég hélt, þetta er ástæðan fyrir því að ég fékk Martin til þess að taka mig með, sagði hann.
-Hvað ertu að tala um? spurði ég.

-Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þú kemst í snertingu við hina látnu er það?

Ég fann hvernig blóðið hvarf úr andlitinu á mér og ég greip svo fast í stólinn að hnúarnir á mér hvítnuðu.

-Ég fann dauflega fyrir því, hvað er að loka á hæfileika þinn?

-Ég veit ekki hvað þú ert að tala um! sagði ég með hærri röddu en ég hafði áætlað.

Nathan horfði á mig nokkra stund. –Hvað sem það er þá kemur það mér ekkert við. En segðu mér, hvernig náðiru sambandi við Alice?

Ég leit niður en svaraði honum. –Í gegnum draum…og andaglas.

-Hún kallaði þig að brunninum er það ekki? spurði hann.
Ég kinkaði kolli. Án þess að geta stjórnað því fann ég hvernig tárin byrjuðu að hrynja niður kinnarnar. Nathan rétti mér tissjú og leyfði mér að ná stjórn á tilfinningum mínum aftur.

-Hvað viltu eiginlega? sagði ég ennþá með smá ekka í röddunni.

Nathan andvarpaði. –Ekkert í sjálfu sér. Við vildum bara vita hvernig þú fannst líkið og núna veit ég það. Hafðu engar áhyggjur, þú þarft ekki að tala við Martin eða neinn annan í lögreglunni meir.

-Gerðu það ekki segja…

Nathan brosti en það var einhver þreyta í kringum augun á honum. –Ég segi engum frá því sem þú getur gert ef það er það sem þú vilt. Þú verður að fá tíma til að venjast þessu.

Ég hristi hausinn. –Ég mun aldrei venjast þessu.

-Heyrðu, sagði Nathan og fór í gegnum vasana sína og rétti mér að lokum hvítt nafnspjald með símanúmeri. –Ef þú ert einhverntíman í vandræðum, eða villt ræða þetta eitthvað frekar, hringdu í mig.

-Hvenær sem er? spurði ég hissa og hann kinkaði kolli til að samþykkja það.

Nathan stóð upp til þess að fara og rétti mér höndina sem ég tók hikandi. Í þetta skiptið var þetta bara hendi, hlý og venjuleg en ekkert undarlegt sem fylgdi.

-Það var virkilega yndælt að hitta þig Beta, ég hef það á tilfinningunni að við munum hittast aftur.

Ég stóð eftir í herberginu ekki alveg viss um hvað hefði gerst.

Rútuferðin heim leið hjá í móðu. Ég sagði öllum lygina um að ég hefði fengið mér næturgöngu og fundið líkið. Það fannst öllum þetta einstaklega spennandi, mér fannst það ekki. Hver var þessi Nathan gaur annars? Hann var einhverskonar lögga og samþykkti greinilega auðveldlega allt þetta dulræna. Hafði hann einhverja hæfileika sjálfur? Það kæmi mér ekki á óvart miðað við fyrra skiptið þegar hann tók í höndina á mér, ég hafði aldrei upplifað neitt í líkindum við það áður.

Þegar ég kom heim voru kennararnir búnir að hafa samband við móður mína. Ég yppti bara öxlum og sagði mömmu að það væri allt í lagi með mig. Hún virtist ekki tengja þetta við neitt af því sem ég upplifði sem barn, þannig að allt var óbreytt. Í bili.




Svoldið langt en takk æðislega fyrir að lesa, skildu endilega eftir athugasemdir, svo er líka bara gaman að vita ef þið lásuð ;)
kveðja Ameza