Ég velti stundum fyrir mér hvort það sé einhver miskun.
Ég stend hérna á brúninni, fer með bænir, en bíddu…ég trúi ekki á guð, ég trúi ekki á neitt nema sjálfan mig, eða trúði. Samt stend ég sjálfan mig að verki við að biðja Guð um styrk, maður er furðulegur þannig, Kristnin er innprentuð í mann allt frá fæðingu en eftir því sem maður þroskast kemst ma'ur að þeirri niðurstöðu að það geti ekkert frumafl stjórnað öllu og skapað allt, síðan á loka andrataki lífs manns kallar maður á hjálp, ekki það að ég trúi ennþá, ég veit ekki, maður hefur engann til að kalla á lengur og þá kallar maður eitthvert þótt maður viti að maður fái ekkert svar.
Síðan er eins og sleggja hitti mann í höfuðið. Ég er ekki að gera þetta til að finna himnaríki, það er ekkert himnaríki, ég ákvað fyrir mörgum árum að það væri ekki himnaríki, ég tók ákvörðunina með þá vissu um að það væri ekkert himnaríki.
Það er svo langt niður. Ég sé bíla parkeraða fyrir neðan mig, langt fyrir neðan mig, ég sé ekki einu sinni hvernig þeir eru á litin.

Ég stend hérna stjarfur, ég get ekki hreyft mig. Þetta var allt miklu auðveldara í hausnum á mér, hlutir eru það nú oftast.
En ég ætla að taka skrefið, ég ætla að deyja með smá virðingu, mér er alveg sama um himnaríki eða eilíft líf, eða ég hélt það í hausnum á mér, en núna stend ég hér og óska þess að það sé guð, að það sé himnaríki og eilíft líf. Helvítis mótsagnakenndi raunveruleiki. Eða kannski hef ég alltaf viljað himnaríki, afhverju pakkaði ég þá annars ofan í tösku? Afhverju setti ég á mig hattinn og fór í frakkann minn? Afhverju stend ég hérna 18 hæðum fyrir ofan dauða minn haldandi á ferðatösku að hugsa um dauðann og eilíft líf?

Þetta er ekkert mál, ég læt bara eins og ég sé að fara uppí strætó, tek um hattin og tek skrefið.

Ég tók skrefið…

18

það er ekki satt að lífið fljúgi framhjá augum manns síðustu andartökunum áður en maður deyr…allavegana ekki í réttri tímaröð.

17

16

15

14

Ég sé bara dagin sem ég gekk inn til læknisinns og sagðist vera hálf máttlaus í hægri löppinni

13

12

Ég sé árið sem fylgdi á eftir, tilraunir….bið…tilraunir…bið

11

10

9

8

Ég sé sjálfan mig hjá lækninum þegar hann tilkynnti mér, 54 ára gömlum að ég væri með ólæknandi sjúkdóm, að ég mundi missa allt afl til að hreifa mig innan tveggja ára og mundi deyja slefandi í rúmi innan þrigjja ára vegna þess að lungun gátu ekki halddið áfram að pumpa lofti

7

6

5

4

Ég sé sjálfan mig ákveða að deyja með virðingu, fara á þann veg sem mér hentar og þegar mér hentar

3

2

Ég sé sjálfan mig óska eftir himnaríki, verða að fá himnaríki

1

Höggið er yndislegt, eins og að detta ofan í volgt vatn, enginn sársauki, bara hljýju tilfinning sem umlykur mig.
Síðan uppgötva ég, það er ekkert himnaríki, allt endar hér, hin fullkomna hvíld!

Þakki guði að það sé ekkert himnaríki!